Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 9
Ljósmyndimar tók greinarhöfundur. VÍST er Grænland grænt, að minnsta kosti stundum og sumstaðar. Myndin er úr Vatnsdai í Ketilsfirði á Suður-Grænlandi. og næsta nágrenni. VATNSDALUR í Húnavatnssýslu þykir fagur, en Vatnsdalur í Ketils- FJALLIÐ Ulamertorsuaq er 1.843 m á hæð og bergveggurinn erfrekar firði er ekki síður svipmikill. óárennilegur. tveggja vikna breitt, fullt með fisk. Pétursvík- urkirkja á alla Vatnsdalsbyggð. Inn frá Vatns- dalsbyggð er stórt klaustur sem canonici reg- ulares byggja; það er helgað Ólafí hinum helga og heilögum Augustinus. Klaustrið á land allt inn í botn og út allt hinum megin. Á þessari lýsingu má sjá að mikil byggð hef- ur verið í Ketilsfirði. Þrjár kirkjur hafa verið í firðinum. Fundist hafa norrænar rústir á um 55 stöðum við og í næsta nágrenni við Ketils- fjörð. Búskapur hefur verið á um 30 þeirra. Áróskirkja hefur líklega staðið við mikinn vog sem gengur út úr utanverðum firðinum að austanverðu. Væntanlega hafa um 15 bæir til- heyrt þeirri kirkju. Litlu innan við voginn er mikið stöðuvatn, 13 km langt. Þvert inn af vatninu gengur stór- brotinn 12 km langur skógi vaxinn dalur milli hárra fjalla. Þetta er það svæði sem kallað hef- ur verið Vatnsdalur í tíð norrænna manna. Dalurinn inn af vatninu nefnist Qingua á græn- lensku en sumir hafa nefnt hann Skógardal eða jafnvel Paradísardal. Sú nafngift á sannarlega við því náttúrufegurðin er engu lík. Hér er mikið blómaskrúð og stærsti skógur Græn- lands í dal sem er girtur háum fjöllum á alla vegu. Stærstu birkitrén eru um 8 m há. Frá vatninu rennur á, þá 600 m eða svo sem eru niður að sjó í Ketilsfirði. Þar er að öllum líkindum sá staður sem nefndist Pétursvík. Kirkjan sem kennd var við víkina hefur samt sem áður staðið við vatnið en ekki fjörðinn. Fjórir bæir hafa staðið við fjörðinn í og við Pétursvík. Aðrir fimm bæir hafa verið við vatn- ið, þar af einn í dalnum inn af vatninu. Nokkrir bæir voru á ströndinni milli Péturs- víkur og Klausturdals og einn innan við Klausturdalinn, skammt frá jökli. Við fjörðinn vestanverðan voru færri bæir, væntanlega fimm alls. Samkvæmt lýsingu Ivai's Bárðar- sonar hefur það svæði tilheyrt munkunum í Klausturdal en líklegt er að fólk af flestum bæjum hafi sótt kirkju í Pétursvík og Árósum. Nú á dögum er aðeins búið á einum stað við Ketilsfjörð. Við fyrrnefndan vog stendur lítið þorp, Tasiusaq, og þar búa um 85 manns. Auk þorpsins eru fjárbændur með búskap á þremur stöðum á svæðinu milli Tasiusaq og Vatnsdals. Norðan við mynni Ketilsfjarðar er eyja sem líklega var kölluð Hrakbjarnarey af norrænum mönnum. Þar er Nanortalik, 1.500 manna bær. Ketilsfjörður og svæðið austan fjarðarins hentar vel fyrir þá sem sækjast eftir löngum qg krefjandi gönguferðum. Nokkrir hópar frá íslandi hafa lagt leið sína í Ketilsfjörð í þessum erindum. Leiðir eru fjölbreyttar og mislangar. Ein leið liggur frá Klausturdal yfir að fjarða- kerfinu austan Ketilsfjarðar og áfram um Vatnsdal til Tasiusaq. Stórgrýtisurðir, moskítómý, skógai- og kjarr gera göngumönn- um lífið leitt en hin stórbrotna og framandi náttúra bætir slíkt upp. Veðurfai- er gott. í júlí er ekki óalgengt að hitinn sé um 15-20 C og úrkoma er fremur lítil. Þeh- sem heimsækja Ketilsfjörð velta gjai’n- an fyrir sér ýmsum spurningum um þann tíma þegar non-æn byggð var í blóma. Hvernig var daglegt líf þeirra sem bjuggu í þessari hrika- legu náttúru? Hvernig leið byggðin undn- lok? Þetta eru leyndarmál sem fjöllin geyma. Höfundur er jarðfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.