Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Síða 4
VIÐIVALLABRÆÐUR - SIÐARI HLUTI „TAKIÐ þið við honum piltar! ég mæðist," sagði Pétur þegar hitnaði svo í kolunum milli Jóns Sigurðssonar og Péturs Amtmanns Havstein að engin sáttarorð dugðu og amtmaðurinn gerði sig líklegan til að ráðast á Jón. Pétur greip þá utan um amtmanninn og hélt honum kyrrum þótt hann brytist um af öliu afli. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. LÁTIAUST FAS OG FALSIAUST HJARTA EFTIR AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Hér er fjallað um ævilok Brynjólfs Péturssonar sem hafði lagt hart að sér f yrir þjóðfundinn en gekk ekki heill til skógar og andaðist um haustið. Pétur bróðir hans var al þingismaður og síðar biskup yfir íslandi 1866-1889. Jón bróðir þeirra Brynjólfs og Péturs varð sýslumaður í Strandasýslu og í Borgarfirði, en síðar DÍngmaður Reykvíkinga og yfirdómari við lands> irréttinn. BRYNJÓLFUR Pétursson var síð- ast á íslandi sumarið 1837. Hann dvaldist fyrst á Víðivöllum hjá foreldrum sínum, en brátt gerði hann sér ferð til Mælifells og að Hólum í Hjaltadal. Á engjaslætti reíð hann ásamt Sigurði mági sín- um vestur til Helgafells að hitta Pétur bróður sinn og dvaldist þar í góðu yfír- læti nokkra daga en fór síðan norður aftur og bjóst til utanferðar með Nisson kaupmanni, en áður en hann fór reið hann aftur til Hóla og bað Sesselju dóttur Benedikts prófasts Vigfús- sonar og var það mál auðsótt. Hún var þá 17 ára að aldri. Síðan lét hann í haf og kvaddi þá fósturláð og foreldra í síðasta sinni. Þegar leið að vetumóttum sýktust dætur Benedikts pró- fasts og dóu ein á fætur annarri. Sesselja and- aðist fyrstu vetramótt og voru þær systur jarðaðar með mikilli viðhöfn. Enginn veit hvenær Brynjólfí bárust þessi tíðindi, eða hvernig hann brást við. Hula er yfir því sem á daga hans dreif á Hafnarslóð næstu árin. Brynjólfur varð ritari Hafnardeildai- Bók- menntafélagsins 1833 og fram til 1840. Þá skrifaði hann fréttirnar í Skími 1840 og 1843 og þýddi Mynsters Hugleiðingar ásamt Jónasi Hallgrímssyni og Konráði Gíslasyni fyrir Þor- geir Guðmundsson. Árið 1839 hóf hann störf sem ólaunaður sjálfboðaliði í skrifstofu Islands og Borgundarhólms, en komst á laun snemma árið eftir. Sama ár hóf hann að starfa fyrir Ric- hard Cleasby að forníslenskri orðabók með enskum þýðingum ásamt Konráði Gíslasyni. Cleasby fékk þvílíkt dálæti á Brynjólfi að hann tók hann með sér í ferðalag suður um Evrópu og til Englands sumarið 1841. Á ferðinni sagði hann Cleasby til í íslensku og vann að orðabók- inni jafnframt. Brynjólfur hafði mikinn hug á að gerast sýslu- maður á íslandi og sótti aftur og aftur en án ár- angurs þai' til honum var veitt Skaftafellssýsla sumarið 1844. Hann var farinn að búast til heim- ferðar þegar honum bánist boð frá rentukamm- erinu að fá þar fulltrúastarf á 800 dala launum. Staðan þótti framavænleg og hann og systkini hans gerðu sér vonir um a_ð hann gæti með tím- anum orðið amtmaður á Islandi eða að öðrum kosti komist til æðstu metorða í rentukammer- inu, þ.e. deputeraður líkt og Jón Eiríksson og þai' með unnið Islandi hið mesta gagn. Þegar Alþingi var endun-eist lék þeim Brynjólfi og sr. Pétri hugur á að fá þar sæti. Til þess að öðlast kjörgengi urðu menn að eiga 10 hundruð í jörðu. Þeir bræður skrifuðu Lárusi Thorarensen, sýslumanni í Skagafirði, 20. apríl 1844 og báðu hann að setja nöfn sín á kjörskrárnar og með fylgdi yfirlýsing frá sr. Sigurði Arnórssyni mági þeirra að hvor þeirra hefði fengið 10 hdr. í Víðivöllum í arf eftir for- eldra sína. Þeir bræður höfðu ekki erindi sem erfiði og Brynjólfur varð aldrei þingmaður, en vorið 1850 stóð til að senda hann á þjóðfundinn sem konungsfulltrúa. Af því varð ekki þar sem þjóðfundinum var frestað um ár. Engu að síður hafði hann margvísleg afskipti af íslenskum þjóðmálum. Einveldið í Danmörku leið undir lok á vor- mánuðum 1848. Því var efnt til grundvallar- lagaþings í Danmörku síðar á árinu. Konungur kvaddi fimm íslendinga til setu fyrir íslands hönd. Brynjólfur var einn þeirra. Hann var val- inn skrifari á þinginu og í sjálfa laganefndina. Islendingar litu svo á að grundvallarlagaþingið ætti ekki að kveða neitt á um stöðu Islands í dönsku ríkisheildinni og í konungsbréfi 23. september 1848 var því heitið að engar ákvarð- anir yrðu teknar þar um fyrr en sérstakt þing á Islandi hefði tekið málið til umfjöllunar. Við lok einveldisins varð sú kerfisbreyting á stjórnskipuninni að ráðuneyti komu í stað stjórnardeilda einveldisins. Haustið 1848 vai' ákveðið að sérstök deild í innanríkismálaráðu- neytinu danska skyldi fara með málefni Is- lands og Brynjólfur gerður forstöðumaður hennar. Þetta var töluvert spoi' í framfaraátt og í hinni nýju stöðu gat hann haft meiri áhrif á málefni íslands en áður. Fyrir lá að Alþingi 1849 skyldi fjalla um kosningalög tO hins vænt- anlega þjóðfundar og danska stjórnin lét semja frumvarp til að leggja fyrir Alþingi. Kosninga- lagafrumvarp hennar fann ekki náð fyrh' aug- um Alþingis svo að þingmenn sömdu nýtt. Séra Pétur tekur sæti á Alþingi Sr. Pétur Pétursson var konungkjörinn varaþingmaður. Hann tók sæti á þinginu í for- fóllum sr. Halldórs Jónssonar 2. ágúst og flutti þá hverja breytingatillöguna á fætur annarri við frumvarp stjórnarinnar til að gera það sem líkast frumvarpi þingsins. Hann gaf þær skýr- ingar á tillögum sínum að dönsku stjórninni myndi þykja miður að frumvarp hennar yrði að engu haft. Niðurstaðan varð sú að óska eftir að stjórnarfrumvarpið hlyti ekki lagagildi. Brynjólfur samdi nýtt frumvarp upp úr frum- varpi Alþingis og sneið af því verstu agnúana að eigin mati. Hann gaf Pétri bróður sínum þá einkunn að hann hefði „langbestan pai'lament- ariskan Takt“ af þeim sem voru á þinginu og „nóga Logik til að koma ekki með það, sem hvað stríðir móti öðru“. Að öðru leyti fann Brynjólfur frumvarpi Alþingis flest til foráttu. Þessi þingseta dr. Péturs var upphaf langs þingferils. Hann var konungkjörinn alla tíð, fyrst á Þjóðfundinn og síðan alla tíð þar til hann hætti þingsetu 1886. Dr. Pétur var vara- forseti Aiþingis sex sinnum á árabilinu 1859-73 meðan það starfaði sem ráðgefandi þing og for- seti efri deildar 1875-79 og aftur 1883-85 og forseti sameinaðs þings 1879. Dr. Pétur fékkst einnig við blaðamennsku. Honum var falin ritstjórn Lanztíðindanna af stiftsyfirvöldunum. Þeim var ætlað að undh'- búa jarðveginn fyrh' þjóðfundinn. Lanztíðindin hófu göngu sína 5. september 1849 og komu síðast út 15. maí 1851. Þjóðólfui' hóf göngu sína ári fyrr en þau og var málgagn alþýðu öfugt við Lanztíðindin. Ritstjórnarstarfið varð ekki til að afla dr. Pétri vinsælda og hann gat þess síðar að árin um miðja öldina hefðu verið sér erfið. Brynjólfi falið að semja frumvarp um samband íslands og Danmerkur Brynjólfur Pétursson hafði mörgu að sinna í sinni nýju söðu. Hann naut vafalítið mikils trausts stjórnvalda því að honum var falin rannsókn á samskiptum hertogadæmanna og Danmerkur, en þau mál voru mjög viðkvæm vegna styrjaldarinnar. Þjóðfundinum á íslandi var frestað um ár af ýmsum ástæðum, en svo var upphafega ráð fyrir gert að hann yrði hald- inn sumarið 1850 og Brynjólfur yrði þar kon- ungsfulltrúi. Hann var ferðbúinn til íslands og hafði samið frumvarp um tengsl Islands við Danmörku. Dönsk stjórnvöld vildu ekki fallast á frumvarpið vegna þess að það gæti spillt samningum þeirra við hertogadæmin og 16. maí 1850 var gefið út opið bréf um frestun þjóðfundarins. Jafnframt var ákveðið að hann skyldi hefjast 4. júlí 1851. Brynjólfur hafði lagt hart að sér við undir- búninginn að þjóðfundinum og með vorinu 1850 fór að bera á því að hann gekk ekki heill til skógar. Þegar kom fram á sumarið fór hann til lækninga út á Klampenborg og það bráði af honum annað slagið, en honum hrakaði sífellt þegar lengra leið og gat lítið sinnt störfum sín- um síðasta árið sem hann lifði. Hann var flutt- ur á Friðriksspítala 26. september 1851, en 7. október var hann fluttur út á „St. Hans Hospi- tal paa Bidstrup" þar sem hann andaðist 18. október 1851. Brynjólfur vai' harmdauði þeim sem þekktu hann. Hann var glæsilegur maður bæði til lífs og sálar sagði Páll Melsteð. Síðustu árin voru honum veittar ýmsar nafnbætur og hann valinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins eftir að Finnur Magnússon var allur. Benedikt Grön- dal orti um hann eftirmæli sem birtust í Nýjum tíðindum 30. janúar 1852 þegar tíðindin um lát hans bárust til Islands og Grímur Thomsen orti eftir hann fögur eftirmæli. Jón Sigurðsson minntist hans á fundi í Hafnardeild Bókmennta- félagsins og sagði hann hefði borið brennandi ást til íslands, en honum hefði verið svipt brott „einmitt þegar vér gátum átt von á að hann gæti farið að koma mestu góðu til leiðar". Alþingisstörf Péturs Á þjóðfundinum skarst í odda með dr. Pétri og Jóni Sigurðssyni og dr. Pétur var sá and- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.