Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 12
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR HUÓÐ ÞÖGN þögnin himinblátt silki íkjól fyrir björtustu sumarnátt þögnin til að klæðast fyrir ástina sína þögnin fyrir fegursta ljóðið SVOLÍTIÐ UM ÁST Enn einu sinni ástfangin tappinn skýst úr kampavíninu ég dansa um alla íbúð með rauðan varalit á rauðum skóm Höfundurinn er píanókennari og gaf út Ijóðabókina Handan orða 1997. ÁSA MARÍN HAFSTEINSDÓTTIR AMBÁTT Augnaráð bros spékoppar. Allt eru þetta háþróuð pynting- artæki. Samt þrái ég að finna þessa þjáningu aftur og aftur. SOUN Sama landslag og Gunnar á Hlíðarenda féll fyrir. En ég sá ekkert nema þig. Hvílík synd. ÆSKU- MINN- INGAR Fíflið sem ég hataði Fíflið sem stríddi mér Fíflið sem vildi verða vinur minn Fíflið sem dró að sér óverðskuldaða athygli í stigaganginum. Núna er hann aðaltöffarinn ískólanum. Fíflið. Höfundurinn er nemi í Kennaraháskóla fs- lands. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók hennar, sem heitir Búmerang. HJÓNABANDSSÆLA SMÁSAGA Myndlýsing: Árni Elfar. ENN sit ég fóst hérna í eldhúsinu mínu, muldrar konan við borðið; Við skulum kalla hana Fínu. í eldhúsinu og engin útgönguleið. Enda þótt það séu tvennar dyr á því, aðrar fram á ganginn og hin- ar út í víðáttuna undir beru lofti, hlýtur að vera til önnur leið. Ekki át, hugsar Fína og ýtir frá sér rækju- salatinu þrungnu af majonesi. Og ekki drykkja, hún hafði komist ýBr það án þess að finna útgönguleiðina. Eldhúsið mitt. Nei, þetta er ekki mitt eld- hús. Þegar þau segja „eldhúsið þitt“ og gefa í skyn að ég eigi eitthvað sem er óumbreyt- anlega hluti af þessu húsi eru þau að ræna mig því frelsi að fara aðra útgönguleiðina í eitt skipti fyrir öll. Enda eru þær allt of óhrjálegar, henta ekki tígulegri burtför, þessar tvennar útgöngudyr. A bak við gang- dyrnar er dapurleikinn einn, það þyrfti að mála þar, fitug handaför krakkanna hafa glansað eins og munsturbekkur í mjaðma- hæð í áraraðir, börnin löngu vaxin upp úr þeim. Rétt yfír gólfi, það sér Fína mætavel þegar hún er að skúra, eru för á veggnum. Og dyrnar út? Bara að víðáttan handan við þær þrengdi ekki svona að. Fyrst rekst maður utan í skakka ruslatunnu, því næst þvalan þvottinn frá í gær, og loks ískrar í hjörunum á hliðinu áður en stigið er út á marrandi mölina. Sú sem ætlar að sleppa út í frjálsa víðáttuna kýs að hlaupa með út- breiddan faðminn undir gömlum trjám á snyrtilegri grasflöt sem hallar mjúklega nið- ur til strandar. Einn sveitunginn er nýdáinn. Síðustu árin hafði hann, eins og títt er um einstæða gamla menn, þrengt lífssvið sitt niður í nokkurra skrefa radíus. Þegar hann fannst lá hann stjarfur í rúminu sínu sem var þakið brauð- mylsnu, neskaffíblettum og hundahárum. Blessaður karlinn hann Nonni. Giftist aldrei, en hafði sérstakt dálæti á sætri þungri köku sem heitir hjóriabandssæla og húsmæðumar hér í grenndinni eru svo bráðflinkar við að baka. Hann hafði líka verið þægilega ósam- kvæmur sjálfum sér á öðrum sviðum, sem betur fór fyrir þennan þrönga dal. Aðlaðandi maður; fyrir þrjátíu, fjörutíu árum gat hann valið sér ráðskonumar, undir lokin vildu ekki einu sinni óskilgetnar dætur hans koma í heimsókn. Stöku sinnum hafði hann hringt í Fínu í eldhúsið hennar og kallað hana „elskuna", lýst útsýninu úr glugganum sínum og veðr- inu fyrir utan hann, sem var í engu frábmgð- ið veðrinu hennar Fínu. Nema hvað glugginn hennar sneri í norður, hans í suður. Fína strýkur yfír dúkinn. Sjálfsagt mætir allur dalurinn í jarðarförina, eins og menn höfðu lengi talið sjálfsagt að forðast Nonna. Jarðarfarir eiga illa við Fínu, hún grætur ævinlega með aðstandendum og ellihrumum kirkjukómum. En árshátíðir, stéttarfélags- fundir, meira að segja sjónvarpsfréttir af mótmælum koma líka út á henni támnum og þau streyma hömlulaust meðan söfnuðurinn syngur. Skelfilegt hvemig hann syngur stundum. Setja upp vatn í teið. Mæla kaffi handa karlmönnunum sem fara að koma úr fjósinu með dauninn af súrheyi og kúamykju. Með grænar rendur undir nöglunum af hvoru tveggja. Gulgrænar slettur í vaskinum, kló- settsetan uppi og hlandblettir á gólfínu við hliðina á skálinni. „Hmhmhmhm mjólk?“ Einn vill láta ýta til sín mjólkinni. „Emem- emem köku.“ Annar heimtar hjónabands- sælu. Tungutak þeirra er auðlært af því að þeir era ekki vangefnir, bara latir. Fína er löngu hætt að kæra sig um að sitja i eldhúsinu og velta því fyrir sér hvemig hún varð að þessari eilífu betlikerlingu. Með ves- öld í augnsvipnum, þessa þakklætisfíkn. Sér- hver máltíð krefst einhvers af henni, hún á að gefa, vaninn ætlar hreinlega ekki að venj- ast, og svo alltaf þessi blóðþorsti á eftir yfír oltnum stól, ostskorpunum við diskana; hníf- ur á kafi í smjörinu, sykur á dreif. Augun í Fínu eru orðin smásmyglisleg, tuttugu sinn- EFTIR GUDRUN HANNECK-KLOES um þrjúhundrað sextíu og fímm dögum eftir brúðkaupið. Hvemig þeir hanga alltaf með ánægjusvip við borðið í borðkróknum. Hverju eiga þeir svo sem heimtingu á? Fína borðar iðulega í eldhúsinu, enginn orðar við hana að setjast nú við borðið með þeim. Borðið er þeima eign, alveg jafn eðlilega og eldhúsið virðist hennar. Fína stendur upp og lítur út um norður- gluggann. Jörðin er þakin þykkum klaka, kannski kemst Nonni ekki í moldina í bráð. Úti fyrir er ekkert kvikt að sjá fremur en venjulega. Næsti bær er í nokkurra kfló- metra fjarlægð, fljót á milli bæja. Þannig hefur fólk búið hér í yfir þúsund ár. Synir verða ekki góðir af því að eiga góða móður. Þeir fara letileið föðurins, bíða og taka, dreifa sokkunum sínum um gólfið, láta það ósnert sem þeir þurfa ekki sjálfír á að halda þá stundina. Dóttirin, langþreytt orðin á hvatningu föðurins um að vera nú snyrti- leg, tekur úrill til með móður sinni. Þær standa saman, tvær, en enginn karlanna stendur með þeim. Jarðarfórin. Kannski hlánar áður, kannski sekkur maður í kirkjugarðsforina. Fína sér það allt fyrir sér. Presturinn upphefur mjóa raust sína í sálmi á grafarbakkanum, kórinn tekur undir, söfnuðurinn þegir. Umræðuefn- ið í erfisdrykkjunni verður það að hann var alla tíð einhleypur, svona aðlaðandi maður. Fína hlustar dálitla stund. Svo segir hún: „Ekki alveg. Hann átti nú dætur. Og ég átti,“ - hún brosir þvingað og tárin koma fram í augun, - “já, ég átti í ástarsambandi við Nonna. í tuttugu ár, tuttugu yndisleg ár.“ Framan af fæst enginn til að trúa henni. Hvemig fór hún eiginlega að þessu, grufla syrgjendurnir. Svo langt er á milli bæja, svo marauður eini vegurinn á milli þeirra, að tekið er eftir sérhverri hreyfíngu. „Það eru alltaf til einhverjar leiðir,“ svarar Fína og brosir aftur. „Vegir ástarinnar eru alveg jafn órannsakanlegir og vilji Guðs,“ bætir hún við. Það hljómar sannfærandi. Nonni, sá kvennabósi, segja karlmennirn- ir. Svona ástarævintýri í kyrrþey, kannski í heyinu, kannski í mannlausu húsi, slíkt ævin- týri ætti nú við þá. Hvað þá konurnar! Fína er gift, hefur verið það í tuttugu sinnum þrjú hundrað sextíu og fímm nætur, hvemig fór hún eiginlega að þessu? Aðdáunarverð klók- indi. Fína ekur sér í herðunum og grætur mannfundatáranum sínum, hún brosir skömmustulega af því að hún er að bíða eftir hugdettu um hvemig ævintýrinu hennar með Nonna eigi að ljúka. Aftur situr hún í eldhúsinu og leitar svara. Hvernig stóð á því að það að gefa og þiggja breyttist í að þiggja og þrjóskast? Þiggja og safna spiki? Þiggja og gefast upp? Einu sinni hafði Nonni sagt í símann: Komdu til mín, Fína, við föram öðra vísi að. Eg get hvort eð er ekki vanist þér, hvernig ætti mér þá að gleymast að meta þig stöðugt upp á nýtt? Og þau höfðu bæði hlegið. Svo framarlega sem þau þurftu ekki að vera í sama herberginu samdi þeim stórvel. En ástarævintýri af slíku tagi í hrjóstrag- um trjálausum dal meðal víðsýnna granna? Hvað varð um rómantíkina án gönguferða, án hljóðrar hvíldar í grasinu, gamla leiksins sem einhver vísnasöngvari hafði látið sig dreyma um í útvarpinu um daginn: Vor, ég byggi hús, ef þú leggst á bakið er ég þakið...? Engin ást án sameiginlegs húsnæðis? Jú, kannski. Já... Hugljómun, og Fína brosir eins og ung stúlka, hún hefur ekki brosað svona fallega árum saman, með þeirri maka- lausu tilfinningu að allur líkaminn brosi. Ekki skánar það, segir hún ánægð við sjálfa sig, lagar á sér gleraugun og teygir sig í sím- ann án þess að standa upp af eldhússtólnum. „Dagsfréttir? Góðan daginn. Ég ætlaði að birta auglýsingu í dálkinum Kennsla og nám- skeið. Textinn er: Svona fór ég að. Á þriðju- dags- og fímmtudagskvöldum klukkan átta hjá Fínu. Aðeins fyrir eiginkonur, nám- skeiðsgjald eftir samkomulagi.“ Nú yrði uppi fótur og fít. Adrenalínbólgnir eiginmenn þegar konur þeirra stíga upp í bíl- ana rétt fyrir átta tvisvar í viku. Hvernig þeir ganga um gólf, ýta sokkum úr vegi með tánum, hækka allt of mikið í sjónvarpinu. Það sýður upp úr kaffivélinni hjá þeim af því að það var ekki rétt að henni farið. Forvitnar öfundsjúkar eiginkonur sem hungrar í hefnd og þyrstir í menntun. Gervallur táradalurinn í uppnámi, kannski næsti dalur líka. Bflljós á stangli í fyrstu, svo í hnapp utan við norður- gluggann hennar Fínu. Kvennahlátur. Allir vita hvað sameiginlegur hlátur getur verið varhugaverður, allir nema karlamir, þeir þurfa að spyrja um það fyrst. Fína brosir enn og hellir upp á teið sitt. Kaffivélin er tilbúin, einungis eftir að ýta á hnappinn. Átti hún í ástarsambandi við Nonna, sem kemst kannski ekkert í frosna moldina á næstunni eftir allt saman? Kannski er saga hennar rétt að byrja. Hverj- um kemur það við? Þá birtast karlmenni sveitarinnar. „Af hverju ert þú allt í einu svona brosleit og ánægð?“ spyrja grænfíngruðu mennirnir sem Fína gefur afganginn af hjónabandssæl- unni. Áður en langt um líður verða þeir búnir að melta hana. „Spyrjið Nonna,“ segir hún og hlær. Höfundurinn býr í Húnavatnssýslu. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚU1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.