Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 13
I Morgunblaðiö/Ásdís KERFISBUNDIN rannsóknarvinna á íslenskum söngarfi fer fram á vegum Coilegium Musicum í Skálholti og skýr listræn stefna Sumartónleika í Skálholti enduspeglast í vali frumfluttra verka hverra höfundar að þessu sinni fylgja úr hlaði um helgina, staðartónskáldin Elín Gunnlaugs- dóttir og Bára Grímsdóttir. NÝ TÓNVERK VIÐ FORNA TEXTA í dag verða frumflutt íslensk tónverk staðartón- skálda Sumartónleika í Skálholtskirkju á fyrstu tónleikum sumarsins. ÖRLYGUR STEINN SIGURJONSSON ræddi við listamenn í Skálholti við upphaf tónlistarhátíðarinnar. STAÐARTÓNSKÁLD Sumar- tónleika í Skálholtskirkju eru Elín Gunnlaugsdóttir og Bára Grímsdóttir, en verk þeirra verða frumflutt eftir setningu tónlistarhátíðarinnar kl. 14.30 og á síðdegistónleikum kl. 17 þar sem verk Elínar verða ein- vörðungu leikin. Sextán manna blandaður kór sönghópsins Hljómeykis flytur söngverk þeirra á fyrri tónleikum dagsins. Þá verður frumfluttur sálmurinn „Syng mín sál“ úr kvæðabók síra Ólafs frá Söndum í útsetn- ingu Elínar en sálmurinn er sá þriðji á tveimur árum sem hún útsetur úr kvæðabók- inni. Hinir tveir fyrri voru frumfluttir við messu á Sumartónleikum í Skálholti í hitti- fyi-ra og segir Elín verkefnið hafa verið skemmtilegt og því hafi hún ákveðið að bæta enn einum sálminum við til flutnings nú. Kórverk Báru Grímsdóttur nefnist Ad Beatam Virginem (Til hinnar sælu meyjar) og er við latneskan texta Brynjólfs biskups Sveins- sonar. Verkið vann Bára upp úr ljóðaflokki Brynjólfs um Maríu mey. „Síðasta kvæðið í flokknum er ólíkt hinum kvæðunum að því leytinu að efniviður þess er ekki úr Biblíunni heldur tjáir hann í kvæðinu persónulega upplifun sína á Maríu mey eftir að hún birtist honum í draurni," segir Bára. „Ég fékk nótur sem lágu í handritum Landsbókasafns-Há- SUMARTÓNLEIKAR í Skálholts- kirkju eru nú haldnir í 24. sinn og á opnunartónleikum sumarsins kem- ur sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar fram ásamt hljóðfæraleikurum. skólabókasafns og vann út frá þeim við tón- smíðarnar. Tónninn í verkinu sver sig í ætt við gregoríanskan söng og séreinkenni ís- lenskrar lagahefðar með samstiga fimmund- ir og taktskiptingar. Verkið má segja að sé í einum þætti en kaflaskiptingar þess miðast við kaflaskiptingar textans." Þrjú verk frwmflutt Á síðdegistónleikum Sumartónleika, sem hefjast kl. 17 í dag, verða flutt ný söng- og einleiksverk eftir Elínu, sem samin eru á síð- ustu sjö árum. Frumflutt verða þrjú verk, Vögguvísa, Taramgambadi og Lofsöngur Maríu. Það síðasttalda samdi Elín síðastlið- inn vetur fyrir sönghópinn Hljómeyki og skiptist verkið í fjóra meginhluta, en mið- hlutarnir eru samsettir úr þremur hlutum hver um sig. „Mér fannst miklu máli skipta að innihald textans kæmist til skila og því kaus ég að hafa lofsönginn á íslensku en ekki latínu. Þýðingin er úr biblíu sem gefin er út árið 1966 af Gídeonfélaginu og er að mínu mati mjög góð,“ segir Elín. „Ég reyni að undirstrika í verkinu þá tilfinningu sem ég hef fyrir textanum og í lok verksins nota ég tilvitnun í Jóhannesarguðspjall, en hana nota ég í þeim tilgangi að undirstrika upphafsorð verksins.“ Gott taekifseri fyrir ung tónskáld Elín hefur nýlokið tónsmíðanámi frá Hollandi og segir að tónleikarnir í Skálholti séu því í sínum huga eins og útskriftartón- leikai- og fagnar því að ungum tónskáldum sé veitt tækifæri á að koma verkum sínum á framfæri. „Mér fannst það mikil áskorun að setja saman klukkustundar efnisskrá sem hefði yfir sér góðan heildarsvip,“ segir Elín. % „Ég lít svo á að tónleikamir í heild sinni séu tónverk út af fyrir sig og því er mikilvægt að hafa verk seni passa vel saman.“ Hinn framandi titill einleiksverksins Tara- mgambadi fyrír sembal, sem Elín skrifaði fyrir Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og verður frumflutt í dag, er nafn indversks þorps, sem Elín dvaldi í fyrir ári. „Verkið er eins konar minning um morgun sem ég átti í þorþinu, sem stendur við Bengalflóa," segir Elín. „Taramgambadi þýðir á tamílsku „söngur öldunnar“ og mér fannst nafnið við- eigandi á verki sem skrifað er fyrir Helgu þar sem hún býr einnig við hafið á Strönd á Álftanesi." Vögguvísa, sem Elín samdi fyrir barnakór, verður fmmflutt af kvenröddum úr Hljómeyki og sótti Elín textann í sam- nefnt ljóð Páls Ólafssonar. „Ég hef haldið upp á ljóðið frá því ég var barn og þótti vel við hæfi að semja lag við það því það fjallar um dreng og ég á þrjá drengi sem ég tileinka lagið.“ Listafólkið í Skálholti mun flytja tvö önnur verk eftir Elínu í dag og kemur Guðni Franzson klarínettuleikari fyi-st fram með einleiksverkið Línur. „Meginuppistaða verksins er frekar einföld lína sem síðan er skotið inn í fleiri nótum þannig að hún verð- ur smám saman flóknai-i,“ segir Elín. Þá mun Hljómeyki flytja Föstusálma sem Elín sækir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. „Mér þykir gaman að semja verk við texta sem höfða til mín og áhugi minn á ljóðum endurspeglast í tónsmíðum mínum og sér- staklega á þessum tónleikum. Kveðskapur 16. og 17. aldar finnst mér líka gefa mér góða innsýn í hugsunarhátt fólks fyrri alda.“ Alllaf í vinnwnni Bernharður Wilkinsson er stjórnandi á tónleikunum og segir að vinna við tónlistar- hátíðir sem þessa sé draumi líkust. „Hér er ró og næði og hægt að einbeita sér fullkom- lega að verkefninu,“ segir hann. „Það sem er svo sérstakt við svona fyrirkomulag er að all- ir eru alltaf til staðar í stað þess að menn tvístrist út um allan bæ um leið og æfingu lýkur. Það má segja að maður sé alltaf í vinn- unni, en verulega afslappaður.“ Á morgun, sunnudag, kl. 15 verður síðdeg- isdagskráin með verkum Elínar endurtekin og kl. 16.40 verður Ad Beatam Virginem eft- ir Bái-u einnig endurflutt. Kl. 17 verður að lokum flutt messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar og stólvers úr fomu íslensku sönghandriti í nýrri útsetningu Snorra Sig- fúsar Birgissonar. Fleiri íslensk tónverk verða frumflutt á Sumartónleikum í sumar og má þar nefna Prédikun á vatni fyrir strengi eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikunum sem fram fara um næstu helgi. Þá helgi verða einnig flutt verk eftir rússneska tónskáldið Sófiu Gubai- dulinu, Sonning-verðlaunahafa 1999. Aðgangur á Sumartónleika er ókeypis og barnagæsla verður um helgar meðan á tón- leikum stendur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.