Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 5
ÞJÓÐFUNDURINN 1851. Þar skarst í odda með dr. Pétri og Jóni Sigurðssyni og var Pétur sá andstæðinga Jóns sem hann taldi sér hættuleg- astan. Málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum. Eigandi: Alþingi. stæðinga Jóns sem hann taldi sér hættulegast- an. Engu að síður vora þeir aldrei persónulegir óvinir. Dr. Pétur var manna starfsamastur á þingi. Hann átti sæti í fjölda þingnefnda, rit- stjóri alþingistíðindanna um árabil, framsögu- maður í áríðandi nefndum og höfundur nefnd- arálita og bænarskráa til konungs. Eins og að líkum lætm- lét hann kirkjumál og alrhenn fé- lagsmál mjög til sín taka á þingi. Hann vemd- aði réttindi kirkju og klerka með hógværð og var svo frjálslyndur í afstöðu sinni til trúar- bragða og kirkjumála að sumum þótti nóg um. A sama hátt lét hann menntamálin til sín taka. T.a.m. var hann hlynntur því að skóli yrði stofn- aður á Möðravöllum og lagaskóla og lækna- skóla yrði komið á fót í landinu. Þegar Þóra Melsteð beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla í Reykjavík gaf dr. Pétur henni skrifleg með- mæli og þegar skólinn var kominn á laggimar var hann einn þriggja manna sem sömdu tillög- ur um skipulag skólans. Á sama hátt var hann meðmæltur stofnun sjómannaskóla og lagði því liðsyrði að stiftsbókasafnið yrði styrkt og bað presta um að gæta vandlega að fomum kirkju- munum og senda þá til fomminjasafnsins. Dr. Pétur var maður sátta og málamiðlunar. Þegar hitnaði í kolunum t.a.m. milli Jóns Sig- urðssonar og Péturs amtmanns Havstein dugðu engin sáttarorð. I þingveislu gerði sá síðarnefndi sig líklegan til að ráðast á Jón, veislugestum féllust hendur nema dr. Pétri því að amtmaður var vel að manni og í æstu skapi. Hann greip utan um amtmann og hélt honum kyiTum þó að amtmaður brytist um af öllu afli. Þegar svo hafði gengið um stund sagði dr. Pét- ur með stakri ró: „Takið þið við honum piltar! ég mæðist.“ Samband Islands og Danmerkur var eitt þeirra mála sem Alþingi fjallaði um þing eftir þing síðari hluta aldarinnar. Dr. Pétur var oft kjörinn í hinar svonefndu stjórnarbótarþing- nefndir. Staða hans sem konungkjörins þing- manns var erfíð og hún bakaði honum óvin- sælda. T.a.m. birtist níðgrein um dr. Pétur í norsku blaði 1872. Um það leyti stigu öldurnar sem hæst og 1873 voru ólga og óspektir í Reykjavík. Þær beindust að vísu mest gegn Hilmari Finsen landshöfðingja, en eitt kvöldið var skotið tveimur byssuskotum inn um glugga á skrifstofu dr. Péturs þar sem hann var vanur að sitja við skriftir, engan sakaði því biskup var ekki inni og dóttir hans nýgengin þaðan út. Það var drukkinn stúdent sem framdi þennan verknað. Biskup vildi ekki láta rannsaka málið og féll það niður. Rilstörf Péturs Á þeim tveimur áratugum sem dr. Pétur var forstöðumaður Prestaskólans tók stofnunin út þroska sinn. Árið 1850 kom Ársrit prestaskól- ans út. Ritdeilur fylgdu í kjölfarið og ollu því að ekki varð framhald á. Dr. Pétur gaf út Hug- vekjur til kvöldlestra 1858, sem voru tvívegis endurprentaðar. Þá gaf hann út Fimmtíu hug- vekjur út af pínu og dauða drottins vors Jésú Krists 1859. Nýja testamentið kom út í endur- skoðaðri útgáfu frá hendi hans 1863 og 1866 kom öll biblían út. Ritdeilur urðu út af þýðing- unni, en hún hélt samt velli fram á þessa öld. Þá gaf hann út mörg söfn smásagna, Bæna- kver, Kristileg smárit, Handbók fyrir presta á Islandi og er þó fátt eitt upp talið. Hann gekkst fyrir því að ný sálmabók yrði gefín út og hafði af því mikil og góð afskipti. Grímur Thomsen sagði um hana að hún stæði hvergi sálmabókum annarra þjóða langt að baki. Hann taldi einnig mikla bót að hugvekj- um hans, þar væri komin húslestrabók með hreinu og góðu orðfæri. Hann lét einnig svo um mælt að dr. Pétur hefði ekkert kennt, „sem ekki sæmir bæði góðum og guðhræddum manni“. Hann lét sér annt um stöðu stéttar sinnar, t.a.m. efldi hann prestsekknasjóðinn með útsjón og árvekni. Pétur verður biskup Dr. Pétur Pétursson var orðinn roskinn maður þegar hann varð biskup. Enda þótt hann væri mikill hestamaður og hinn vaskasti ferðamaður á yngrí árum, gerði hann ekki mik- ið af því að vera á yfirreið um landið, heldur leitaði eftir sambandi við söfnuðina með öðrum hætti. Helgi Hálfdánarson tók saman spurn- ingakver handa börnum undir umsjón biskups. Þær trúarkenningar sem voru settar fram taldi biskup að best mundu hæfa æskulýð landsins og mynda þann grunn sem trúarlíf landsmanna skyldi hvfla á. Pétur Pétursson var biskup yfir Islandi 1866-1889. Lengst af tókst honum að halda friði og jafnvægi í kirkjulífi þjóðarinnar. Seint í biskupstíð hans komu kaþólskir trúboðar hér til lands og unnu að safnaðarmyndun. Morm- ónar komu og hingað til lands um miðja öldina. Með lagni tókst Pétri biskupi að draga úr áhrifum þeirra og margir sem tóku þessa trú fluttust vestur um haf og mynduðu sérstakt trúfélag, en hér á landi þurrkaðist Mormóna- trúin út. Einstaka maður skar sig úr og féll ekki inn í þann ramma sem íslenskt kirkjulíf var í. Svo var t.a.m. með þjóðskáldið Matthías Jochums- son og Magnús Eiríksson guðfræðing. Magnús dvaldist alla ævi í Höfn svo að áhrifa hans hér á landi gætti næsta lítið. Því má segja að þegar Pétur biskup hætti störfum hafi íslenska kirkj- an staðið traust og vel viðuð og líkleg til að standa af sér sviptivinda þá sem uppi voru í trúmálum. Sr. Matthías vai- þjónandi prestur á íslandi án þess að í odda skærist með honum og bisk- upi og Matthías orti loflega um hann bæði lífs og liðinn. Hannes Þorsteinsson kvæntist Jarþrúði Jónsdóttur Péturssonar 8. desember 1889. Pét- ur biskup var svaramaður og Hannes lýsti hon- um svo: „Biskup var þá enn allem, þótt kominn væri á níræðisaldur. Mátti segja að hann bæri biskupsnafnið með rentu, því að öldurmann- legri og svipmeiri kirkjuhöfðingja, bæði í fram- göngu og vallarsýn, get ég naumast hugsað mér en Pétur biskup á efri árum. Fór þar sam- an virðuleg framkoma, stilling og alvörugefni kennimannlegs yfirvalds, er var biskupsstóli Islands til sæmdar, eins og hinir helstu bisk- upar fyrrum voru, enda naut Pétur biskup bæði hylli og virðingar klerkastéttarinnar ís- lensku". Pétur biskup varð auðsæll maður þegar á leið ævina, en jafnframt örlátur þegar bág- staddir áttu í hlut, en um það vissu fáir. Sagt er að hann hafi jafnan vikið einhverju að Vestur- heimsförum þegar þeir yfirgáfu landið, enda fluttu fæstir þehra digra sjóði með sér. Þau Pétur biskup og Sigríður Bogadóttir eignuðust sex börn, en aðeins þrjú þeii-ra náðu fullorðinsaldri. Pétur biskup andaðist 15. maí 1891 og var borinn til grafar 3. júní í fögra veðri að viðstöddu svo miklu fjölmenni að jafn- að var við jarðarfór Jóns Sigurðssonar. Leg- steinn var settur á leiði biskups sem var gerð- ur eftir teikningu Þóru dóttur hans. Bogi Pétursson læknir lést á undan fóður sínum, en dæturnar Elínborg, kona Bergs Thorbergs landshöfðinga, og Þóra, kona Þor- valds Thoroddsen, settust báðar að í Kaup- mannahöfn. Þangað flutti Sigríður ekkja Pét- urs biskups og lést þar 10. mars 1903. Jón verður sýslumaður Síðast var skilið við Jón Pétursson þegar hann var nýkominn til Islands vorið 1842 og stóð yfir moldum fóður síns. Um haustið réðst hann heimiliskennari til Bjarnar Blöndal sýslu- manns í Hvammi í Vatnsdal og var þar vetrar- langt. Vorið eftir vai- hann settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu í fjarveru Borgens sýslu- manns. Þóra móðir hans lifði ekki nema rúmt ár eftir andlát manns síns. Hún andaðist 8. september 1844. Jóni Péturssyni var veitt Strandasýsla 9. maí s.á. og var þar sýslumaður í þrjú ár. Fyrsta árið hafði hann aðsetur á Mel- um í Hrútafirði, en tvö þau síðari á Prestbakka hjá sr. Búa prófasti Jónssyni. Jón fékk veitingu fyrir Borgarfjai-ðai-sýslu í maí 1847. Um sama leyti var hann settur til að þjóna Vesturamtinu í fjarveru Bjarna amtmanns Þorsteinssonar á Stapa, en Jón stúdent Árnason á Leirá var settur sýslumaður í Borgarfirði í hans stað. Sumarið 1848 kvæntist Jón Jóhönnu Soffíu, yngstu dóttur Boga Benediktssonar á Staðar- felli. Þau voru gefin saman 11. júlí. Þá um vorið hafði Jón fengið veitingu fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu en þjónaði jafnframt Borgar- fjarðarsýslu. Fyrsta veturinn vora ungu hjónin búsett í Hjarðarholti í Stafholtstungum, en fóru að búa í Norðtungu vorið eftir og voru þar í eitt ár. Vorið 1850 fluttust þau að Hamri í Þverárhlíð, en 16. maí sama vor var Jóni veitt embætti dómsmálaritara og annars yfirdómara í landsyfirréttinum og fluttist þau því til Reykjavíkur seinni part sumars. Jón var ekki fyrr kominn til Reykjavíkur en á hann hlóðust ýmis aukastörf. Þegar Kristjáni Kristjánssyni bæjar- og landfógeta var vikið úr embætti vegna framgöngu hans í sambandi við þjóðfundinn 1851, þjónaði Jón embættinu þar til nýr landfógeti var skipaður 1852. MINNISVARÐI yfir Víðivallabræður, reistur af ættingjum þeirra, verður afhjúpaður að Víði- völlum f Skagafirði á morgun, sunnudag 5. júlí. Jón fer á þing eg verður yfirdómnri við landsyfirréttinn Ári eftir að Jón flutti til Reykjavíkur keypti hann sér hús það er hann bjó í alla tíð síðan. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en 21. maí 1855 knúði dauðinn dyra og hreif Jóhönnu með sér frá fjórum ungum börnum. Það yngsta, Jóhanna Soffía, var þá rúmlega mánað- ai-gömul og var heitin eftir móður sinni. Um þetta leyti urðu önnur þáttaskil í lífi Jóns Péturssonar. Árið 1855 var kosið til Al- þingis þar sem Jón var kjörinn þingmaður Reykvíkinga. Áður hafði hann verið kosinn vai’aþingmaður í Strandasýslu. Svo bar til að þingmaður Strandamanna forfallaðist á þing- inu svo að Jón tók sæti hans. Við kosningarnar 1859 varð hann konungkjörinn og var það alla tíð síðan meðan hann sat á þingi, en hann sagði af sér þingmennsku 1889. Jón Pétursson kvæntist í annað sinn 21. maí 1856. Kona hans var Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz. Þeim varð sex barna auðið sem öll náðu fullorðinsaldri. Nokkrum dögum eftir að Jón og Sigþrúður vora gefin saman skipaði konungur hann fyrsta yfirdómara við landsyf- irréttinn. Þeirri stöðu gegndi hann í röska tvo áratugi. Hinn 28. júní 1877 var hann settur há- yfirdómari við landsyfirréttinn og skipaður 7. nóvember sama ár. Þeirri stöðu gegndi Jón þar til hann fékk lausn frá embætti 16. apríl 1889. Auk starfa við landsyfirréttinn og setu á Al- þingi gegndi Jón Pétursson margháttuðum aukastörfum. Hann kenndi kirkjurétt við Prestaskólann 1853-89 og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur, 1857-61 og aftur 1863-71. Þá var hann í stjórn Búnaðarfélags Suðuramtsins og féhirðir þess 1868-86. Hann var ekki fyrr orð- inn þingmaður en hann var kjörinn í milli- þinganefnd til að semja frumvarp til vinnu- hjúalaga. Þá var hann skipaður í nefnd til að semja landbúnaðarlög fyrir Island árið 1876. Ekki skal undan fella að nefna að hann var settur landshöfðingi 1886. Auk þess sem þegar hefir verið talið var Jón einn af stofnendum Sparisjóðs Reykjavíkur og gæslumaður Landsbankans frá stofnun hans til 1890. Fræðistörf Jóns Jón Pétursson var fræðimaður að upplagi. Grímur Thomsen sagði um hann að hann hefði „íslenskt hugarþel", en það gefur auga leið að auk þess að vera störfum hlaðinn og koma upp stóram barnahópi hefir hann skort bæði tíma og næði til að sinna hugðarefnum sínum eins og hugur hans stóð til. Engu að síður liggur ýmislegt eftir hann. Má þar til nefna íslenskan kirkjurétt sem kom út 1863 og aftur 1890. Þá gaf hann út Tímarit I-III á árunum 1869-73. Þar er að finna margs konar þjóðlegan fróðleik og ættvísi, en þar var Jón á heimavelli. Hann átti einnig drjúgan hlut í Sýslumannaævum Boga á Staðarfelli, tengdafóður síns, og sá um útgáfu fyrstu bindanna fyrst einn en síðan með Hannesi Þorsteinssyni tengdasyni sínum. Jón Pétursson fékkst einnig við útgáfu blaðsins ís- lendingur ásamt fleirum og var meðútgefandi ljóðmæla Þorláks prófasts Þórarinssonar. Sagt er að Jón Pétursson hafi ekki verið mælskur nema í meðallagi á málþingum. Hann þótti gætinn og tillögugóður og færði gild rök yfir máli sínu, en var jafnframt framsýnn og frjálslyndur að eðlisfari og skai’ sig að því leyti úr hópi konungkjörinna þingmanna. Arnljótur Ólafsson var gagnkunnugur Jóni og lýsti hon- um svo að hann hafi verið óframgjarn, hæglát- ur og fáskiptinn hversdagslega, laus við ágengni og yfirdrottnun, vandur að sannfær- ingu sinni en fastur fyrir og kappsfullur þegai- hann varði málstað sinn. Við vini sína var hann opinskár, ræðinn og skemmtilegur. Amljótur lauk lýsingunni með að segja „að enginn þing- maður gat verið lausari við flokksfylgi og alla sérdrægni en Jón Pétursson“. Hann andaðist 16. janúar 1896. Grímur Thomsen orti eftir hann og er það trúlega eitt af síðustu kvæðum hans því að hann dó síðla þetta sama ár. Fyrsta erindið hljóðar svo: Látlaust fas og falslaust hjarta - finnst ei annað betra skraut, - með þessu réð hann skrúði skarta. Skírt var yfirlitið bjarta. Hið ytra þar hins innra naut Höfundurinn er fyrrverandi þjóðskjalavörður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.