Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 11
HRÚTFELL er hæst og svipmest allra fjalla á Kili. Myndin er tekin af Kjalhrauni þar sem hinn forni Kjalvegur lá. Ljósmyndir: Guðiaug Jónsdóttír. í KARLSDRÆTTI er falleg gróðurvin fjarri alfaraleið. hennar og lét hana síðan synda með það yfír voginn til folaldsins. Þannig á nafnið Karls- dráttur að vera tilkomið. Austan við norðanvert Hvítárvatn er víð- áttumikið, votlent og grösugt gróðurlendi, sem nefnist einu nafni Hvítárnes. Er það að mestu myndað af framburði Fúlukvíslar og Fróðár. Ber þar mest á broki og gulstör, auk fleiri grastegunda. Þar eru sumarhagar ágæt- ir bæði fyrir sauðfé og hross. Árið 1930 byggði Ferðafélag íslands fyrsta sæluhús sitt við Hvítárnes og var Jakob Thorarensen skáld og rithöfundur aðalsmiður hússins, Jón Jónsson bóndi frá Laug tók að sér að flytja byggingarefni (timbur og járn) í húsið frá Geysi, en þangað náði bílvegurinn þá. Alls voru þetta um 100 hestburðir. Verkið var mjög erfitt, Þá var ekki búið að brúa Hvítá, svo ferja þurfti allt efnið yfir ána. Þetta hús var talin mikil nýjung, því fram til þess tíma höfðu menn ekki vandað svo mjög til sæluhúsa á öræfum. Það sem einkum mun hafa ráðið þessu staðarvali voru húsarústir, sem þar eru. Sagnir herma að þar hafi fyrrum verið bær, sem nefndist Tjarnarkot. í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem var skráð laust eftir 1700, segir að Regnubúð- ir heiti í Hvítárnesi og ætli menn að þar hafi verið búið. Sumarið 1897 gróf Daníel Bruun í þessar rústir. Taldi hann að þar hafi staðið 5 lítil hús. Koparbóla og tinnumolar fundust í rústunum og minjar um langeld í stærsta hús- inu. Annað fannst ekki. Samkvæmt öskulaga- rannsóknum mun byggð við Hvítárnes hafa lagst í eyði um eða eftir Heklugosið mikla árið 1104. Rústir eru nú friðlýstar. Sagnir hafa gengið um reimleika í sæluhús- inu. Á blá- eða gráklædd stúlka að vera þar á sveimi, og vitji hún einkum þeirra karlmanna, sem hafa lagst til svefns í neðri kojunni í innra herberginu bak við hurðina. Stúlkan á að vera meinlaus, en truflar samt svefn þeirra með blíðulátum. Við gamla Kjalveginn spölkorn sunnan við sæluhúsið stendur stórt bjarg. Á það er festur minningarskjöldur um Tryggva Magnússon verslunarstjóra (1896-1943), en hann var einn af forvígismönnum Ferðafélags fslands um árabil. Hveravellir í fyrstu frásögnum af ferðum manna yfir Kjöl er nafnið Hveravellir óþekkt. En örnefn- ið Hvinverjadalir er að finna í Landnámabók. Þar segir, að Haraldur konungur hafi lagt fæð á Ásgrím Öndóttsson og viljað hann feigan. „Þá fór Ásgrímur til íslands. Hann bjó að Glerá hinni nyrðri. Haraldur konungur sendi Þorgeir hinn hvinverska til íslands að drepa Ásgrím. Hann var of vetur á Kili í Hvinverja- dal og kom engu fram um hefndina“. í Sturl- unga sögu er oft getið um mannfundi á Kili og er þá Hvinverjadalur oft nefndur, en síðan ekki meir. Menn hafa mikið rætt um hvar Hvinverjadalur sé og hallast flestir að því að hann sé dældin umhverfis hveravæðið. „Til forna kölluðu menn þetta landsvæði, þar sem Hveravellir eru, Hvinverjadali, en hverasvæð- ið var þá kallað Reykjavellir", segja Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson í ferðabók sinni, en þeir fór suður Kjöl árið 1752. Segja má að Hveravellir séu á miðjum Kjal- vegi hinum forna. 12 tíma reið var talin þang- að frá Mælifelli í Skagafirði og álíka langt þaðan til efstu bæja í Árnessýslu. Hverasvæð- ið sjálft er norðan undir Kjalhrauni, en greini- legt er að hiti er víðar á svæðinu undir hrauni. Þetta eru allmargir vatnshverir og er vatn úr þeim m.a. notað til að hita upp þau hús, sem hafa verið byggð á svæðinu. Gönguferð um hverasvæðið er áhugaverð. AIls staðar bullar og sýður, margskonar lita- brigði ber fyrir augu, grænir, bláir og gulir litir mest áberandi, en hæst hvín í Öskurhóls- hver sem þeytir út gufu án afláts með miklum hávaða. Þar er Eyvindarhver með steina- hleðslu, mannvirki er bendir til þess að hann hafi verið notaður til suðu. í hraunsprungu skammt frá Eyvindarhver er tótt með hlöðn- um veggjum. Hún er tvískipt. Hin stærri er 4.20 m á lengd og 1.20-1.35 á breidd, en hin minni er 1x2 m að stærð. Fyrir löngu fannst tágakarfa í þessum rústum. Hún er nú geymd í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Sam- kvæmt munnmælum á Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans ásamt fleiri mönnum að hafa dvalið í þessum vistarverum á síðari hluta 18. aldar, en skjalfestar heimildir um þá dvöl rnuhu vera torfengnar. Eins og getið hefur verið um áður, mun sæluhús hafa staðið á Hveravöllum á Sturl- ungaöld, Hvað lengi er ekki vitað því Eggert og Bjarni minnast aðeins á rústir en ekki hús. Árið 1922 voru Halldór Jónasson frá Hrauntúni í Þingvallasveit, og Helgi Sigurðs- son, síðar hitaveitustjóri í Reykjavík, ásamt þriðja manni, ráðnir til að lagfæra vörður á Kjalvegi og reisa sæluhús á Hveravöllum fyr- ir menn og hesta. Eftir vinnu við vörðurnar byggðu þeir hús úr torfi og grjóti í hraunjaðrinum sunnan við hverasvæðið. Þetta hús hefur nú verið endurbyggt í upp- haflegri mynd. Sextán árum síðar (1938) reisti Ferðafélag Islands sæluhús á Hveravöllum. Var keyptur járnvarinn verkamannaskáli úr timbri hjá Sogsvirkjun og fluttur þangað. Húsið var hit- að upp með hveravatni og allt hið vistlegasta. Var slík framkvæmd á öræfum algjör nýlunda hérlendis á þeim tíma. 1958 var hlaðin bað- laug við húsið 3x6 m að stærð. Var kísilvatnið úr hverunum látið um að þétta veggina. Fé- lagið byggði annað hús árið 1980 og er nú gistirými fyrir um 70 manns í þeim báðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.