Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 15
Ljósmynd/Nimbus/Goodrich RÓBÓTINN sem Stonehill og félagar settu saman. JOSEF Hoffmann leikur Chopin; mynd af hluta úr Duo-Art-rúllu. AÐUR en útvarp og grammófónn lögðu undir sig heimilin var alsiða að pí- anó væri til á betri heimil- um. Tónlistarkunnátta var og útbreiddari en nokkru sinni síðar því kvöld- skemmtunin var oftar en ekki að hlýða á leik heimasætunnar eða ung- herrans, aukinheldur sem allur dans í heima- húsum var við lifandi undirleik. Ekki gátu allir leikið á píanó svo vel væri og því skapaðist mikill markaður fyrir sjálfspilandi píanó upp- úr aldamótum og margir helstu píanóleikarar sögunnar hljóðrituðu á pappírsrúllur ýmist al- varleg verk eftir sjálfa sig og aðra, eða skemmtitónlist. Fyrir fáum árum hóf bresk útgáfa skipulega útgáfu á upptökum sem unn- ar eru eftir slíkum rúllum og sýnist sitt hverj- um um útkomuna. Um miðja nítjándu öld reyndu framleiðend- ur að setja sama píanó sem væru um leið eins konar glymskratti og uppúr 1860 komu á marklað píanó sem léku tónverk eftir gataðri pappírsrúllu eftir stafrænni tækni. Píanó sem flutt gat tónlist eftir slíkum rúllum gat það þó ekki hjálparlaust; mannshöndin þurfti að koma þar nærri og ráða styrk og hraða. Fyrsta eiginlega sjálfspilandi píanóið kom síð- an á markað frá þýska fyrirtækinu Welte- Mignon 1904 og gat leikið eftir áslátt þess sem á píanóið lék þegar rúllan var gerð, styrk og hraða. Welte-Mignon-píanóin náðu mikilli hylli og vestur í Bandaríkjunum komu fram keppi- nautar, Ampico og Aeolian. Aeolian-fyrirtækið náði yfirburðum á markaðnum, meðal annars íyrir tilstilli nýrrar tækni sem það kallaði Duo-Aj’t. Slík píanó náðu miklum vinsældum og árið 1925 seldust nærfellt 200.000 slík píanó og velta fyrirtækisins nálgaðist sextíu milljón- ir dala. Fimm árum síðar hrundi markaðurinn, það var kreppa í Bandaríkjunum, útvarp og plötuspilarar komu í stað píanósins sem skemmtiatriði á heimilum og fyrstu talsettu kvikmyndirnar nutu gríðarlegra vinsælda. Síðasta Duo-Art rúllan kom út á Englandi 1939. Píanóin fóru á haugana, tæknin gleymd- ist að mestu og rúllurnar morknuðu, en á þeim voru varðveitt ómetanleg menningarverðmæti því margir helstu píanóleikarar aldarinnar höfðu leikið inn á rúllur fyrir Aeolian. Pegar geisladiskurinn kom á markað og tölvutækni varð algeng í hljóðverum jókst áhugi á útgáfu á gömlum upptökum og svo fór að sá áhugi beindist að píanórúllum. Fyrsta útgáfa af píanórúlluupptökum á seinni árum var á vegum franska fyrirtækisins L’Oisaeu- Lyre fyrir nokrum árum, en á henni voru með- al annars upptökur með leik Rakhmaninoffs, Lhevinne og Rosenthals. Fyrir sex árum kom svo út vestan hafs safn tónlistar eftir George Gershwin sem hann lék sjálfur inn á Duo-Art rúllur fyrir Aeolian fyrirtækið. Þar á meðal var einstök útgáfa hans á Rapsody in Blue sem hann tók aldrei upp á plötu vegna þess að einungis var hægt að koma rúmum þremur mínútum á hverja hlið 78 snúninga plötu. Bandaríska útgáfan Electra gaf út og hlaut mikið lof fyrir sem opnuðaði augu manna fyrir því að hægt væri að gefa tónlistina af rúllun- um út með góðum árangri. Ótroðnar slóðir Síðan Gershwin-safnið kom út hafa fleiri slegist í hóp Electra, sem hefur reyndar gefið út annan Gershwin-disk, þar á meðal breska útgáfan Nimbus, sem hefur áður unnið sér orð fyrir útgáfu á upptökum af söng helstu söngv- ara aldarinnai’ í Prima Voce útgáfuröðinni. Electra notaði við útgáfuna Pianola-vél sem tengd var Disklavier píanói og síðan knúin með fótstigi. Disklavier, sem er í raun tölva, skráði upptökurnar á diskling, var svo flutt í tónleikasal í New York og lék þá eftir disknum STAFRÆNAR RÚ LLU R Píanóleikarar áranna fyrir uppgötvun grammófónsins lifa í minningunni, en ekki á plasti, þar til nú. ARNI MATTHIASSON kynnti sér stafrænar upp- tökur margra helstu goðsagna píanóleiks frá fyrsta fjórðungi aldarinnar. Ljósmynd/Nimbus/Stonehill IGNAZ Jan Paderewski, „Parísarljónið", tekur upp fyrir Aeolian é Duo-Art rúilu. Við hlið hans situr tæknimaður sem skráir jafnharðan upplýsingar um áslátt og styrk. Paderewski þótti einnig gott tónskáld og naut meiri hylli sem hljóðfæraieikari en dæmi voru um, aukinheldur sem hann var forsætisráðherra Póllands í lok fyrri heimsstyrjaldar. Ljósmynd/Alf Goodrich GERALD Stonehill, safnari og ráðgjafi vegna útgáfunnar á Duo-Art-rúllunum. upptökurnar fyrir hljóðnema. Nimbus fór aft- ur á móti aðra leið sem nokkur styrr hefur staðið um. Fyrirtækið er reyndar þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir, var með fyrstu fyrir- tækjum til að gefa út tónlist á geisladiskum og setti á stofn fyrstu diskaverksmiðju Bret- landseyja og þá aðra í Evrópu. Prima Voce útgáfuröð Nimbus byggist á meðal annars á gríðarstóru horni, tveim metr- um í þvermál. Það er sett við 78 snúninga plötuspilara, allt síðan sett upp í tónleikasal og spilað í stafrænan hljóðnema. Gagnrýnendur hafa nokkuð karpað um árangurinn, en flestir þó á því að með þessu móti náist meiri dýpt í upptökumar. Þegar kom að útgáfu á píanó- rúllunum samdi Nimbus við Gerald Stonehill, sem hefur sankað að sér 6.000 rúllum frá Aeolian, um 99% af því sem fyrirtækið gaf út. Stonehill fann hræið af sjálfspilandi píanói í húsi sem hann keypti í Lundúnum og varð honum ástríða að koma því í lag og safna rúll- unum. Með tímanum hannað hann í félagi við annan mann róbóta með 80 fingur og tvo fæt- ur til að leika á venjulegan flygil af Aeolian- rúllum. Nimbus setti Steinway-flygil upp í tónleikasal sínum í höfuðstöðvum fyrirtækis- ins í Wales og róbótann við. Síðan hljóðrituðu menn spilamennskuna með stafrænum hljóð- nemum og gáfu út á diskum, en þeir fyrstu komu út fyrir tveimur árum. Pólskir píanósnillingar Fyrsta útgáfan í röðinni, sem fékk heitið Grand Piano og á að ná fimmtlu diskum þegar fram líður, var helguð pólskum píanóleikurum frá upphafi aldarinnar. Helstir þeirra sem heyrist í á disknum eru Josef Hofmann, Ignaz Friedman og Ignaz Jan Paderewski. A öðrum disk raðarinnar mátti heyra Percy Grainger, Nicolai Medtner og Ferrucio Busoni og þeim þriðja flutningur Hofmanns á verkum Chop- ins. Síðan hafa komið diskar með leik Ignaz Friedmans, Rubinsteins, Bauers, Backhaus, Hess, Granados, D’AIbert, Fischer og svo mætti telja. Eins og getið er deila menn mjög um gildi útgáfunnar. Sumir finna henni allt til foráttu og telja hið mesta klám enda gefi þær ekki rétta mynd af snilli þessara merku píanóleik- ara. Vandinn er að fæstir þeirra hljóðrituðu plötur og því óhægt um við að bera saman upptökurnar; eftir flesta liggur ekkert nema minning um snilling sem verður magnaðri eft- ir því sem árin líða. Þeir Nimbus-menn og Stonehill hafa haldið uppi vörnum fyrir útgáfuna og Stonehill bend- ir á að þar sem Duo-Art rúllurnar séu í eðli sínu stafrænar sé tryggt að það sem á diskun- um er sé það sama og finna má á rúllunum. Með sumum píanóleikurunum eru til upptökur á 78 snúninga plötum eða vaxrúllum og þá má bera saman við píanórúllurnar, sem Stonehill segir Nimbus hafa gert, meðal annars með því að setja saman sérstakan innahússdisk sem á sé skeytt saman verkum af Duo-Art rúllum og síðan upptökum sömu listamanna á 78 snún- inga plötum. Að hans sögn var eini munurinn betri hljómur á fyrrnefndu upptökunum Penguin-uppflettiritið um klassíska diska er biblía margra safnara og þar er til að mynda farið lofsamlegum orðum um upptökur af rúll- um Graingers og Busonis, meðal annars á Chaconnu Bachs sem hann útsetti en tók ekki upp nema fyrir Aeolian. í Classic CD er fjallað um upptökur af rúllum ef'tir Hoffmann, Fried- man og fleiri er þær lofaðar í hástert; ekki síst þykir gagnrýnandanum fengur að því að fá staðfesta snilld Hoffmans. Aðrir hafa ekki tek- ið upptökunum eins vel, til að mynda birtist grein í Classical Piano fyrir nokkru þar sem þeim er fundið flest til foráttu, meðal annars vegna þess að óhugsandi sé að sumir pínóleik- aranna hafi ekki verið betri en fram komi á rúllunum, svo góðan orðstír hafi þeir getið sér. Vissulega er óhægt að rökstyðja slíkt eða hrekja, en Nimbus-menn tína til umsögn Er- nest Newmanns, sem hlustaði á Cortot leika við hlið píanós sem lék Duo-Art upptöku hans 1927. Newman sagðist hafa lokað augunum og hlustað og þá hefði hann ekki getað greint á milli vélar og manns. Einnig sagði píanósnill- ingurinn Leopold Godowsky að Duo-Art upp- tökur sínar væru í öllum aðalatriðum eftir- mynd leiks hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.