Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 16
ABSTRAKT eftir Nínu Tryggvadóttur frá 1961.
OLÍUMÁLVERKIÐ Gul eftir Louisu Matthíasdóttur frá 1990.
ÞÆR LÖGÐU GRUNNINN
ÞEIRRA mál ei talar tunga“ -
íslandsdætur í myndlist, er yf-
irskrift sumarsýningar Nor-
ræna hússins. Sýningin er unn-
in í samvinnu Norræna hússins
og Kvennasögusafns íslands.
Við opnunina flytur frú Vigdís
Finnbogadóttir ávarp og Ás-
hildur Haraldsdóttir flautuleikari leikur
verk eftir Mist Þorkelsdóttur og Báru
Grímsdóttur en fjölbreytt dagskrá verður í
Norræna húsinu næstu tvo mánuði sem til-
einkuð er konum í listum. Má þar nefna tón-
list, leiklist, kvikmyndir, ljóðaupplestur og
skrif eftir konur í flutningi norrænna lista-
kvenna.
í bókinni Ártöl og áfangar í sögu íslenskra
kvenna sem kemur út nú í júlí er fjallað um
konur sem hafa rutt brautina á margvísleg-
um sviðum þjóðlífsins; í námi, starfí, listum
og íþróttum. Þá er fjallað um samtök, félög,
blöð og tímarit sem konur stofnuðu auk þess
sem þar er að fínna samantekt á lögum og
reglugerðum allt frá Grágás til okkar tíma,
er varða rétt og stöðu kvenna. Bókin er
heimildarrit í kvennasögu. Ritstjórar eru
Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís
Jónatansdóttir, sem segir að í bókinni sé
dregið fram í dagsljósið ýmislegt sem lengi
hefur legið gleymt og grafið.
„Það var í lagi íyrir þessar konur að vinna
að myndlist svo lengi sem þær tóku hana
ekki of alvarlega," segir Hrafnhildur
Sehram, listfræðingur og sýningarstjóri, um
þær Þóru Pétursdóttur Thoroddsen (f. 1848),
Kristínu Vídalín Jacobson (f. 1864) og Krist-
ínu Þorvaldsdóttur (f. 1870) sem urðu fyrstar
íslenskra kvenna til að sækja sér menntun á
sviði myndlistar í lok síðustu aldar. Þessir
frumkvöðlar lögðu þó myndlistina fljótt á
hilluna að námi loknu þegar við tók hjúskap-
ur og heimilishald og Kristín Þorvaldsdóttir
hætti að mála og snéri heim til að taka við
búi og bömum systur sinnar sem hafði dáið í
bamsfórum. Emilía M. Sigmarsdóttir hefur
umsjón með útliti sýningarinnar þar sem
m.a. verður sett upp sérstakt söguhorn með
munum úr eigu elstu listakvennanna; dag-
í dag, laugardaginn 4. júlí kl. 16, verður opnuð í Nor-
ræna húsinu sýning á verkum íslenskra kvenna sem voru
brautryðjendur í myndlist hver á sínu sviði. Sýningin er
liður í viðamikilli dagskrá sem er tileinkuð konum í list-
um í tilefni útkomu bókarinnar Artöl og áfangar í sögu
íslenskra kvenna á vegum Kvennasögusafns Islands.
Morgunblaðið/Amaldur
GUÐRUN Dís Jónatansdóttir og Hrafnhildur Schram við málverk Kristínar Jónsdóttur Við
Þvottalaugarnar frá 1931.
bækur og bréf, trönur, penslar og annað úr
vörslu Þjóðminjasafnsins sem veitir innsýn í
líf kvennanna. Myndverkin á sýningunni em
ýmist fengin að láni úr einkaeign eða hjá
listasöfnum.
„Þrátt fyrir að þessar fyrstu myndlistar-
menntuðu konur hafí ekki gert listina að
sínu ævistarfi þá lögðu þær eigi að síður
grunninn fyrir þá listamenn sem á eftir
komu,“ segir Guðrún Dís. „Þóra stofnaði
fyrsta teikniskólann hér á landi þar sem
kennd vora undirstöðuatriði teiknunar og
útsaums." Og þó að námið þar hafi einkum
miðað að því að gera ungar stúlkur ákjósan-
legra kvonfang þá varð einn nemandi Þóru
síðar atvinnulistmálari og það var Þórarinn
B. Þorláksson.
Frá tómstundaiðju
til atvinnu
Fyrstu íslensku konumar til að leggja fyr-
ir sig myndlist vora Júlíana Sveinsdóttir (f.
1889) og Kristín Jónsdóttir (f. 1888) og líkt
og fyrirrennarar þeirra voru þær menntaðar
í myndlist frá Kaupmannahöfn. „Kristín
verður fyrst til að sameina fjölskyldulíf sitt
listferlinum en Júlíana giftist aftur á móti
aldrei,“ bendir Hrafnhildur á. „Það segir
raunar mjög mikið að Júlíana og margar
myndlistarkonur sem á eftir henni koma
skuli allar hafa búið erlendis, og geri sumar
enn, eins og Louisa Matthíasdóttir.“ Þannig
kusu þær Nína Sæmundson (f. 1892), Nína
Tryggvadóttir (f. 1913) og Gerður Helga-
dóttir (f. 1928) að helga líf sitt listinni og
störfuðu allar erlendis.
Enn eru ónefndar þrjár af þeim 12 mynd-
listarkonum sem verk eiga á sýningunni.
Barbara Ámason (f. 1911) sem þótti fjölhæf
listakona og vann m.a. mikið af bókaskreyt-
um og myndum með vatnslitaþrykki. Vigdís
Kristjánsdóttir (f. 1904) varð þekkt fyrir
myndvefnað sinn en yngsta listakonan sem
verk eru eftir á sýningunni er Ásgerður Búa-
dóttir (f. 1920), framkvöðull nútíma listvefn-
aðar hér á landi.
Sýningin verður opin alla daga nema
mánudaga kl. 13-18 og stendur til 16. ágúst.
TÓNLEIKAR verða í fundarsal Nor-
ræna hússins á morgun, sunnudag,
klukkan 16 og marka þeir upphaf að
Sumardagskrá Norræna hússins, sem
verður helguð þemanu Konur í listum. Þar
koma fram Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari og Unnur Vilhelmsdóttir pí-
anóleikari.
Áshildur leikur þrjú verk eftir Mist Þor-
kelsdóttur; Rún, Við stokkinn og Kramrna-
vísu, Hvítur júní eftir Bára Grímsdóttur og
Flautuspil eftir Karólínu Eiríksdóttur. Ás-
hildur segir frá tónskáldunum og verkum
KONUR í
þeirra. Eftir hlé leikur Unnur Vilhelms-
dóttir á píanó þrjú verk eftir Báru Gríms-
dóttur; Einsemd Eriks Johansonar, Köttur
og mús og Ein í skúta. Unnur heldur fyrir-
lestur um tónskáldið og tónsmíðar Karólínu
Eiríksdóttur og síðan leikur Áshildur Rap-
sódíu eftir tónskáldið.
Á Sumardagskránni í Norræna húsinu,
TÓNLIST
verða auk tónleika með tónsmíðum eftir
kventónskáld í flutningi tónlistarkvenna,
m.a. fyrirlestur um konur og kvikmyndir
og sýndar verða stuttmyndir, hreyfimyndir
og tvær kvikmyndir í fullri lengd eftir
Kristínu Jóhannesdóttur og Ásdísi
Thoroddsen. Margi-ét Helga Jóhannsdóttir
leikkona les dagbókarbrot Elku Björns-
dóttur (1881-1924), en hún var verkakona í
Reykjavík. Margrét Guðmundsdóttir sagn-
fræðingur valdi efnið.
Kórar frá Danmörku og Finnlandi halda
tónleika og Kpbenhavns Kammerensemble
leikur gömul og ný verk, m.a. verk eftir
Mist Þorkelsdóttur, sem samið var sérstak-
lega fyrir kammersveitina. Kvennakórinn
Vox Feminae syngur undir stjórn Margrét-
ar Pálmadóttur. Stuttur leikþáttur, Undir
brúðarslörinu, verður fluttur af sænskri
leikkonu, Lisa Brand, og Kerstin Backlin
sem leikur á fiðlu.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ1998