Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIM.l \l!l VI)SI\S - MIÍNNTVG I ISTIIi 25. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR EFNI Víðivallabræður Brynjólfur Pétursson, Fjölnismaður, hafði fastnað sér kornunga konu þegar hann hélt utan til náms. Hún veiktist skömmu síðar og dó og sjálfur féll Brynjólfur frá í blóma lífs- ins og þótti þar verða mikill mannskaði. Pét- ur, bróðir hans, varð konungkjörinn þing- maður og síðar biskup, en þriðji bróðirinn frá Víðivöllum, Jón, varð sýslumaður og yf- irdómari við Landsréttinn. Um Víðivalla- bræður skrifar Aðalgeir Kristjánsson og er þetta síðari hluti. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og ritsljóri Skírnis segist vona að sú gerjun sem nú á sér stað í húmanískum vísindum eigi eftir að bera ávöxt í skýrari hugmyndum urn hvað sameini, eða ætti að sameina, íslenska þjóð en gömlu þjóðar- táknin séu gengin sér til húðar. I samtali við Þröst Helgason ræðir Jón Karl um rannsóknir sínar á Njálu, viðhorf sitt til nýrra bókmenntakenninga, efasemdir sfnar um hið póstmóderníska sannleikshugtak, skort á fræðilegu sjálf- stæði og fleira. Kjölur Leiðin milii landsfjórðunga yfír Kjöl er um 150 km og hefur verið þekkt síðan á land- námsöld, en mjög fækkaði þar ferðum eftir 1780 þegar Reynistaðarbræður urðu úti. Með brúnni á Seyðisá varð Kjalvegur fær öllum bílum og má segja að þar sé þjóðleið að sumarlagi. Um Kjöl og Kjalveg skrifar Tómas Einarsson og er þetta fyrri hluti. Ketilsfjörður Sumartónleikar i Skálholtskirkju hefjast í dag 1 24. skipti með ávarpi sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups. í sumar verða flutt barokkverk, ný fslensk verk og trúarleg verk auk fyrirlestra. Alls verða fimm tón- leikahelgar f sumar og staðartónskáld að þessu sinni eru Elín Gunnlaugsdóttir og Bára Grímsdóttir. er örnefni sem klingir ef til vill ekki bjöllum hjá landsmönnum, en hann er þó í næsta ná- grenni, nánar tiltekið á Suður-Grænlandi. Þar eru minna þekktar og fáfarnari slóðir en þær sem oftast er sagt frá á Grænlandi, en óhætt er að segja að fegurðin þar er stór- hrikaleg og þessi fjöröur er stórfenglegt náttúrufyrirbæri. Þar var Jón Viðar Sig- urðsson jarðfræðing^ur á ferðinni og hann skrifaði greinina og tók myndirnar sem hér birtast. FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumyndi na tók Unnur Svavarsdóttir í Vatnsdal, Ketilsfirði ó SuðurGrænlandi. SÁNDOR WEÖRES AUGNABLIK EILÍFÐAR BERGLIND GUNNARSDÓTTIR ÞÝDDI Það sem þú felw ekki steini og hrörnun skaltu gera úr lofti. Augnablik sem gægist fram úr tíma kemur af og til, geymið það sem tíminn eyðir, heldur íjársjóð þétt í greip sér heilli eilífð, mitt á milli framtíðar og fortíðar. Eins og fiskur sem strýkst við læri syndandi manns - þamúg koma tímar þegar guð býr íþér og þú veist, hálfvegis manst það núna og síðarmeir eins og í draumi. Það er bragð af eilífð hérna megin grafar. Sándor Weöres, 1913-1989, var ungverskt skáld. HVENÆR ER KOMIÐ NÓG? RABB NÝLEGA ákváðu stjórn- völd að greiða bændum styrki til þess að fjar- lægja gamlar girðingar, sem eru hættar að þjóna tilgangi sínum. Á sínum tíma voru þessar girð- ingar settar upp með styrk frá ríkinu, rétt eins og þúsundir hekt- ara af votlendi voru ræstar fram með ríkis- styrk en nú vilja stjórnvöld leggja fram fé til þess að mokað verði aftur ofan í fram- ræsluskurði. Þetta er hvort tveggja dæmi um að stjómmálamenn hafa áttað sig á að stefna, sem áður var framfylgt með þeirra stuðningi, hefur gengið sér til húðar. At- vinnuhættir hafa breytzt, og það sem meira er; viðhorf almennings til umhverfisins hef- ur breytzt. Gaddavírsgirðingar þykja ekki til prýði úti í náttúrunni, burtséð frá því að þær eru hættulegar fólki og fénaði. Og framræsla votlendis varð til þess að mýrar og tjamir þornuðu upp og þar með varð gróðurfar fábreyttara og margar fuglateg- undir misstu heimili sín. Ríkisstyrktur skurðgröftur gekk of langt; nú leitast menn við að snúa þróuninni við með endurheimt votlendis. Svipuð dæmi eru til frá útlöndum. Víða á Vesturlöndum em nú greiddir himinháir styrkir til þess að loka mengandi kjarn- orkuvemm og verksmiðjum, sem stjórnvöld beittu sér fýrir á sínum tíma að yrðu byggðar. í Bretlandi hafa borgarstjómir látið brjóta niður risablokkirnar, sem byggðar voru yfir verkalýðinn á sjöunda áratugnum. I París hefur verið bætt fyrir skipulagsmistök í eldri hverfum, stundum með því að rífa „nýmóðins“ húsin eða þá með því að setja á þau gamaldags framhlið (enn eram við ekki komin á þetta þroska- stig í Reykjavík). Allt eru þetta dæmi um að stjórnvöld hafa viðurkennt að þeim urðu á mistök, að stefna sem þótti í góðu lagi á sínum tíma hefur í ljósi breyttra viðhorfa orðið úrelt. Þá hafa menn hugsað sig um og ekki bara hætt þar sem komið var, heldur varið fé skattgreiðenda til að leiðrétta mis- tökin. Líklega fmnst flestum að betra hefði verið að hætta fyrr. I einu stóra máli virðast íslenzk stjórn- völd ekki átta sig á að nú sé að verða komið nóg og brátt kominn tími til að hætta áður en mistök verða gerð. Hér á ég við stóriðju- stefnu ríkisstjómarinnar. Þrátt fyrir að al- menningsálitið sé án efa að snúast gegn stóriðjuveram og öllu, sem þeim fylgir, halda stjórnvöld ótrauð áfram viðræðum við erlenda fjárfesta eins og það sé ekkert mál að byggja hér margar nýjar orkufrekar verksmiðjur. I viðræðum við önnur ríki um bindandi takmarkanir á útblástur gróður- húsalofttegunda hefur Island farið fram á að aukningu útblásturs vegna stórra verk- smiðja verði haldið fyrir utan útblásturs- bókhaldið, með þeim rökum að slíkar verk- smiðjur muni nota endurnýjanlega orku frá íslenzkum fallvötnum, sem leiði til þess að ekki verði jafnmikil eftirspurn eftir „óhreinni" orku í öðrum heimshlutum. Þetta er út af fyrir sig góð og gild rök- semdafærsla og sennilega er ágætt að hafa svigrúm til að byggja svo sem eins og eina eða tvær stórar verksmiðjur í viðbót á ís- landi. En meira verður það heldur ekki - kjósendur munu ekki taka það í mál. Þótt íslenzkum stjórnvöldum takist kannski að sannfæra heimsbyggðina um að hún eigi að vera þeim þakklát fyrir að vilja byggja hér mörg stóriðjuver, er hætt við að ekki takist að sannfæra íslenzkan almenning. Þetta er ekki aðeins vegna þess að stór- iðjuver era sjálf engin umhverfisprýði - þótt þau valdi sum hver ekki alvarlegri mengun á landi, vatni eða lofti má yfirleitt flokka þau undir sjónmengun í íslenzkri náttúru. Nei, virkjanirnar, sem þarf að byggja til þess að verksmiðjumar fái orku, era miklu viðkvæmara mál. Meirihluta ís- lendinga finnst að nú þegar hafi verið geng- ið nógu nærri hálendinu með virkjanafram- kvæmdum og vegagerð. Æ stærri hluti þjóðarinnar leggur nú leið sína inn á há- lendið og hrífst af fegurð þess. Fyrir vikið er viðhorfið til virkjunarframkvæmda á óbyggðum svæðum allt annað en fyrir þrjá- tíu árum, þegar byrjað var að byggja virkj- anir á fjöllum uppi til að sjá nýjum stóriðju- veram fyrir raforku. Virkjanimar valda sambærilegu tjóni á náttúranni og gadda- vírsgirðingar og framræsluskurðir, bara á miklu stærri mælikvarða. Háspennulínur spilla útsýni, vegir skera sundur svæði, sem til þessa hafa verið ósnortin, uppistöðulón færa á kaf varpstöðvar fugla. Stórfljótum er beint í nýjan farveg, þannig að gljúfrin þorna upp og fossar verða ekki nema svipur hjá sjón. Stóriðjuverin og virkjanimar hafa verið reist í krafti atvinnuuppbyggingar. Og víst skapa framkvæmdir af þessu tagi atvinnu. Spumingin er hins vegar hvort aðrir kostir í atvinnuuppbyggingu séu betri og hvort stjórnvöld ættu kannski frekar að leggja hundruð milljóna (það kostaði um milljarð að reyna að fá Atlantsáls-íyrirtækin til að reisa hér álver) í að veita þeim brautar- gengi. Þetta á ekki sízt við þar sem mikið hefur verið rætt um stóriðju sem einhvers konar töfralausn á byggðavandanum. Einn ókosturinn við stórframkvæmdir á borð við virkjanir og verksmiðjur er að þær út- heimta mikið vinnuafl og skapa mikinn hag- vöxt í stuttan tíma en svo lýkur byggingu þeirra og þær era reknar með tiltölulega litlum mannskap. Verksmiðjurekstur af þessu tagi er heldur ekki starfsemi, sem er til þess fallin að laða vel menntað fólk út á landsbyggðina en flótti þess til höfuðborg- arinnar er einmitt ein höfuðmeinsemdin í byggðamálunum. Aukinheldur hefur afar mikilvæg rök- semd bætzt við gegn uppbyggingu stóriðju frá því á sjöunda áratugnum. Þá voru einu ferðamennimir á hálendinu nokkrir Þjóð- verjar, sem sennilega vora taldir raglaðir. Nú era hinar ósnortnu víðáttur hins vegar meginaðdráttarafl íslands sem ferðamanna- lands og þær hafa því öðlazt efnahagslegt verðmæti í sjálfum sér. Frekari uppbygg- ing stóriðju er líkleg til að skaða ferðaþjón- ustuna, enda sýna kannanir meðal erlendra ferðamanna að þeir eru á móti verksmiðj- um, virkjunum og háspennulínum. Það dug- ir því ekki lengur að stilla upp sjónarmiði atvinnuuppbyggingar annars vegar og til- finningum almennings til náttúrannar hins vegar; það þarf jafnframt að vega og meta hvor tegundin af atvinnuuppbyggingu sé betri, sú sem byggist á nýtingu vatnsafls til stóriðju eða sú, sem byggist á nýtingu nátt- úrunnar til ferðaþjónustu. Síðamefnda leið- in felur auðvitað í sér hættu á umhverf- isslysum eins og sú fyrri; menn geta freist- azt til að hleypa of mörgum ferðamönnum inn á hálendið, byggja of marga skála fyrir þá, bæta vegina til að greiða þeim leið. En um leið væri sennilega verið að eyðileggja söluvörana. Það er því deginum ljósara að ekki dugir fyrir íslenzk stjórnvöld að ana áfram í blindni í stóriðjumálinu. Það verður að vega og meta þá hagsmuni, sem eru í húfi, og leggja mat á það hvenær sé komið nóg, áð- ur en niðurstaðan verður sú að of langt hafi verið gengið og farið verður að veita fé úr ríkissjóði til að rífa niður virkjanir, há- spennulínur og álverksmiðjur vegna þess að almenningur sættir sig ekki lengur við þær. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JÚLÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.