Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MOlM .l \BI \1)SI\S - MEIMMNG LISTIR 26. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Hellnar í hálfa öld Undir lok 18. aldar voru þrír tugir býla og þurrabúða á Hellnum á Snæfellsnesi, segir greinarhöfundurinn Sæbjörn Valdimarsson, þekktur sem einn af kvik- myndagagnrýnendum Morgunblaðsins. Hann þekkir vel til á Hellnum þvi hann ólst þar upp. Nú er flest breytt nema jökullinn, ströndin og hafið, sem stund- um hjó hrikaleg skörð í mannlífið. Ung- um dreng stóð stuggur af Draugalág þar sem nornin Oddný Pfla var urðuð og af Skollabrunni þar sem lík rak á stríðsár- unum. Skaginn og Skagamenn er grein, sem í tilefni þess að Hvalfjarð- argöng eru opnuð í dag og Akranesi kippt í næsta nágrenni við höfúðborgina segir frá nýrri bók um Akranes. í henni eru ljósmyndir Friðþjófs Helgasonar og ágrip af sögu byggðar á Skipaskaga eft- ir Gunnlaug Haraldsson og umfjöllun um Akranes á liðandi stund. Arnaldur Arnarson gítarleikari hefur nú dvalið um árabil í Barcelona, þar sem hann og kona hans reka tónlistarskóla og hljóðfæraverslun. En Arnaldur heldur Iíka tónleika vítt og breitt um heiminn og segist hafa fyrir sið að hafa alltaf með verk eftir íslensk tónskáld, ef unnt er. Til íslands reynir hann alltaf að fara í jólafrí og sumarfrí og hefur reyndar spilað fyrir landsmenn þá og oftar, t.d. lék hann í aprfl 1990 með Sinfóníuhljómsveitinni og dreymir um aðra tónleika slíka. Það er greinilegt að Arnaldur hefur komið sér vel fyrir á Spáni, en samt segist hann alltaf hafa jafnmikla þörf fyrir að koma heim til ís- lands. Kjalvegur I síðari grein sinni um Kjöl og Kjalveg íjallar Tómas Einarsson um ferðir manna yfír Kjöl, en þær urðu stundum harmsöguleg- ar, enda lagt á Kjöl af lítilli fyrirhyggju svo sem þegar Oddur Þórar- insson fór á jólum 1254 með þrjá tigu manna og hreppti hríð og varð mann- skaði. Frægust er feigðarför Reynistað- arbræðra með fjölda fjár og hrossa og komið skammdegi. Aðrir sluppu, þar á meðal Kristján bóndi í Djúpadal á síð- ustu öld, þegar hann tók þá áhættu um miðjan vetur að koma sauðum sínum undan niðurskurði. Kransæðastífla var óþekktur sjúkdómur í fornöld. Sig- urður Samúelsson segir í grein frá þremur dauðsföllum í íslenskum forn- sögum, sem hann telur kransæðastíflu geta verið vald að. Þetta eru dauði Finn- boga stýrimanns um árið 950, fyrsta dauðsfall af kransæðastíflu í rituðum heimildum, dauði Hermundar Illugason- ar, Gilsbakka, um miðja tólftu öld og dauði Ara Þorgilssonar sterka í lok tólftu aldar. Forsíðumyndina tók Ólafur K. AAagnússon af Nínu Tryggvadóttur ó sýningu hennar í Bogasalnum 1967. í dag verður opnuð sýning i Listasafni Sigurjóns ó mólverkum eftir Nínu og er fjallað um þó sýningu ó bls. 6. WALT WHITMAN EN HVE LENGI VIÐ LÉTUM BLEKKJAST, VIÐ TVEIR! JÓN ÁSGEIR SIGURVINSSON ÞÝDDI En hve lengi við létum blekkjast, \ið tveir! Ummyndaðir fiýjum við mí með hraði um leið og náttúran flýr, Við erum náttúran, við vorum lengi íburtu en snúum nú aftur, Við breytumst í jurtir, trjáboli, laufskrúð, rætur, börk, Við hvílum í jörðinni, við erum klettar, við erum eikur, við vöxum í rjóðrum hlið við hlið, Við reikum, tvehr meðal jafningja í villtri hjörð, viðbrögðin ósjálfráð eins og hinna, Við erum tveir fiskar, sem synda saman í sjónum, Það, sem blómstur fuglatrésins er, það eiwn við; við dreifum angan kringum heimreiðamar kvölds og morgna, Við erum einnig óhreinindablettk á skepnum, grængresi oggrjóti, Við erum tveh’ fálkar f veiðihug, ,sem voka og svipast um, Við erum tvær ljómandi sóUr, við erum hnöttóttar stjörnur sem leitumst við að ná jafnvægi, það erum við; við erum eins og tvær halastjörnur, Við Jæðumst, fjórfættir og \igtenntir, um skóginn og stökkvum á bráðina, Við erum tvö ský sem líða áfram yfír himininn mn morgun ognuðjan dag, Við erum hafstraumar sem blandast, við erum tvær af þessum kátu haföldum sem velta sér hvoryfír aðra og bleyta hvor aðra, Það, sem andrúmsloftið er, það erum við; gegnsæir, opnir, móttækilegir, ónæmir, Við erum sérhvert afsprengi og sérhver áorkan hnattarins, Við höfum farið í hring eftir hring uns við náðum aftur heim, við tveir, Við höfum forðast allt nema frelsið og allt nema okkar eigin gleði. Walt Whitmon, 1819-1892, var bandarískt skóld. Ljóð hans mörkuðu tímamót í bandariskri Ijóðlist og höfðu mikil óhrif ó þróun módernismans í Ijóðagerð. Þýðandinn er guðfræðinemi. BARA TRIX RABB AÐ er glaðbjart miðnætti, logandi sólarlag einhvers staðar innan seilingar, - borðstofumegin, - en héðan úr svefnherberginu horfí ég á kagþétt blágreni bylgjast í golunni, margra mannhæða hátt. Aðrir hafa íylgst með því vaxa, - sannarlega úr grasi, - leikið sér að því sem litlu jólatré, skreytt það með ljósum þar til enginn náði nógu hátt. Nú verndar það garðinn minn í kvöldsól- inni eins og vinalegur risi, mjúkur, loðinn og mildur. Það vekur endurminningar um allt aðra tíma, miðjan vetur uppi í fjöllum í Noregi þegar fannfergið hefti barrtrén. Þau stóðu álút í hlíðunum, hendur niður með síðum, frosin föst þar til þíðan leysti fjötrana og þau réttu allt í einu úr sér aft- ur þyrlandi af sér snjónum og maður varpaði öndinni léttar og rétti sjálfur úr bakinu. Þessum vetrardögum tengi ég ímynd frelsis. Að fara á laufléttum skíð- um hratt og hljóðlaust með óhefta víðáttu allt í kring, miklu lengra en augað eygir. Hvíta jörð og vötn, bláan himin, gyllta birtu. Óendanlegt ferskt loft sem flæðir niður í lungu svalandi eins og kalt vatn slekkur þorsta. Það var á þessum sama tíma sem ég rak mig á, að innra með mér hafði náð að vaxa innilokunarkennd. Andstyggileg herpandi tilfinning, sem gaus upp þegar síst skyldi, - einmitt þegar maður var innilokaður og þurfti að halda ró sinni. Best hefði verið að taka ekki eftir neinu. En þá kom hún: inni í neðanjarðarlest sem nam staðar í miðjum göngunum og bergveggurinn birtist rétt aðeins utan við lestargluggann. Allt þetta fólk í vagninum lengst ofaní jörðinni hafði meira að segja þrengt sér inn í bergsprungu. Innilokun- arkennd eina rökrétta svarið, eins og í flugvél í innanlandsflugi, mjórri eins og röri og einu dyrnar lengst frammí, - að ég tali ekki um það furðulega athæfi að ætla að skoða neðanjarðarhella í Búdapest og þurfa fyrst að klöngrast niður níðþröngan endalausan hringstiga höggvinn í bergið, - dýpra og dýpra í jarðskorpuna, varla ratljóst í luktarskini, fólk á undan og fleiri á eftir, - engin útleið. Þá kom hún kolsvört og þrúgandi. Svo fór hún að stinga upp kollinum hér og þar, - í biðröð fyrir utan Borgina, - í Fokker Friendship á saklausu flugi til Akureyrar, - jafnvel við tilhugsun um þrengsli, - og ég tók ákvörðun. Þessi tilfinning fær ekki að búa hjá mér - hún verður ekki minn förunaut- ur - hún er að færa sig upp á skaftið, verður fótlun með þessu áframhaldi. Þá rakst inn í kvöldmat hjá okkur Bill Horn, rauðhærður tölvugúrú frá Apple- veldinu í Kaliforníu, og hann læknaði mig á meðan suðan kom upp á kartöflunum. Bill er svoldið ofvitalegur stærðfræðingur og ber ekki með sér sálkönnuðarhæfileik- ann, en vegna vinnunnar hafði hann lagt sig eftir skilningi á því hvemig mannshug- urinn virkar, á rökrænu nótunum, til að geta búið til fyrir Apple það sem við elsk- um öll og gengur undir nafninu notenda- vinsamlegt hugbúnaðarumhverfi. Hann þrýsti á úlnliðinn á mér og sagði mér að tengja innilokunarkenndina við þennan blett. Algera andstæðu, - frelsiskenndina, - tengdi hann svo við olnbogann. Frelsis- kenndinni lýsti ég hér í upphafi, bláhvítri viðáttu í vetrarbirtu. Bill færði svo þessa punkta hvorn nær öðrum og kenndi mér að yfirfæra lit og ljós og andrými frelsis- ins yfir á myrkur og þrúgun innilokunar- kenndarinnar. Lét ljósið sigrast á myi’kr- inu. Kenndi mér að undirbúa mig á leið inn í flugvél eða neðanjarðargöng, þannig að hugurinn sé fullur af bh’tu og víðáttu og þrengslin komist ekki að. „Þetta er bara trix,“ sagði hann, - og það er alveg rétt. Eg hefði átt að geta sagt mér þetta sjálf. Nú eru fimmtán ár síðan Bill Horn kom fyrst í kvöldmat. Mér hefur oft orðið hugsað til hans með þakklæti, og það ætla ég að gera þegar ég skýst fyrir Hvalfjörð á fimm mínútum, langt ofan í iðrum jarðar með allan vatnsmassa Hval- fjarðardýpisins yfii' mér, en hugann full- an af víðáttu og vetrarbirtu. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.