Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Qupperneq 10
KJÖLUR OG KJALVEGUR - SÍÐARI HLUTI Ljósmynd Guðlaug Jónadóttir. FERÐIR MANNA YFIR KJÖL EFTIR TÓMAS EINARSSON Eftir að Sturlungaöld lýkur fara fáar sögur af ferð- um manna yfir Kjöl, en þó er víst að leiðin týndist aldrei, eins og Sprengisandsleið á sínum tíma. Það er ekki fyrr en á 18. öld, sem aftur eru skráðar sögur um ferðir yfir Kjöl. EFTIR að leiðin um Kjöl varð kunn greiddi hún mjög fyrir samskipt- um manna sunnan og norðan jökla, sem full þörf var á, einkum eftir stofnun Alþingis og biskups- stólanna á Hólum og í Skálholti. Sagt er að þegar Jón Ögmundsson Hólabiskup kom að utan eftir vígslu (1106) hafí hann haft kirkjuvið meðferð- is. Viðnum var skipað upp á Eyrum (Eyrar- bakka) og hann fluttur þaðan á hestum yfir Kjöl norður að Hólum. Sunnlendingai- fluttu viðinn í Hvinverjadal, en Norðlendingar tóku hann þar og drógu heim að Hólum. Rúmum tveimur öldum síðar varð Auðun hinn rauði Þorbergsson biskup á Hólum (1313- 1322). Hann lét reisa mikið hús á staðnum sem nefnt var Auðunarstofa. Undirgrind hússins var flutt frá Eyrum um Kjöl að Hólum. Af ein- hvequm ástæðum voru trén geymd á „Grúfu- fellsmelum" vetrarlangt. Grúfufell mun vera sama hæðin og nú er nefnd Dúfunefsfell. A Sturlungaöld voru ferðir manna tíðar yfir Kjöl. Þar hittust Gissur Þorvaldsson og Kol- beinn ungi Amórsson þegai- þeir brugguðu Snorra Sturlusyni, fyrrum tengdaföður þeirra, banaráð og yfir Kjöl hélt Gissur með lið sitt, er hann lagði til atlögu við Sturlu og Sighvat á Örlygsstöðum. I Islendingasögunum er oft sagt frá mönn- um í sjóhrakningum en nánast aldrei að þeir hafí lent í vondum veðrum á landi. En tímamir breyttust því á Sturlungaöld lentu hetjumar oft í stórhríðum m.a. á Kili. Oddur Þórarinsson frá Valþjófsstað sóttist eftir völdum í Skagafirði. Fimmta dag jóla (29. des.) 1254 hélt hann norður Kjöl frá Haukadal með lið sitt, þrjá tigu manna. Svo segir í Sturl- ungu: „Þá gerði harða veðráttu og hríðir á fjallinu og hinn sjöunda dag jóla höfðu þeir hríðviðri. Tók þá að dasast mjög liðið. Þorgeir kiðlingur lagðist þá fyrir. Komust þeir eigi með hann. Dó hann suður frá Hvinverjadal ... Er hann þar kasaður. Oddur bargst vel á fjallinu og gaf mörgum manni líf og limu og lyfti á bak fólkinu í hríðinni og ófærðinni er eigi urðu sjálfbjarga. Þeir komu í Hvinverjadal og vora þar um nóttina“. Daginn eftir var veðrið skap- legra. Komust þeir tveimur dögum seinna ofan ' í Svartárdal „mjög þrekaðir af kulda“. Síðla hausts 1257 fór Þorgils skarði Böðvars- son sömu leið til Skagafjarðar, með álíka mikið lið og Oddur. Hafði hann dvalið í Skálholti um stund og átt þar fundi með biskupi. Þegar Þorgils lagði á fjöllin var veðurútlit ískyggi- legt, enda brast á þá mikil hríð: „Þeir vora um nótt í Hvinverjadal. Þorgils ræddi um að hann vildi liggja um nóttina í dyram sæluhússins; bað hann þar búa um sig. Var svo gert. Lögðu þeir undir hann hurðina frá húsinu og þar á of- an klæði. Lá hann þar um nóttina". Þar dreymdi hann draum, er sagði fyrir um örlög hans. Hann var veginn skömmu síðar eða þann 22. janúar 1258. Eftir að Sturlungaöld lýkur fara fáar sögur af ferðum manna yfir Kjöl, en þó er víst að leið- in týndist aldrei, eins og Sprengisandsleið á sínum tíma. Það er ekki fyrr en á 18. öld, sem aftur era skráðar sögur um ferðir yfir Kjöl. Fyrst skal geta Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, sem fóra þar um 1752 . I ferðabók þeirra er Hveravöllum lýst í fyrsta sinn. A þessum árum fóru Skagfírðingar skreiðarferð- ir yfir Kjöl suður á land og allt til Vestmanna- eyja. Er þeim ferðum glögglega lýst í ævisögu Jóns Steingrímssonar. En erfiðustu ferðina fór hann í lok september 1755. Þeir félagar höfðu tjaldað við Biskupsþúfu og búist um fyrir nótt- ina. „Þá við voram sofnaðir um nóttina," segir hann, „datt á með mesta útnyrðingsfjúk, sem setti tjaldið í kaf. En til þess að snjórinn skyldi ei sliga tjaldið og kæfa oss, fóram við á fætur og þrúguðum snjónum alla vegu frá því, sem okkur varð að mesta svitaerfiði. Af svoddan verki og hita, sem út lagði, varð eitt hulstur og ból yfir tjaldinu og allt í kring um það, mokuð- um oss svo göng fram frá því og upp úr snjón- um og létum þar yfir reiðingstorfu. Gekk þetta snjókast í dagstæða viku. Tókum við höftin af hestunum og settum þá í þann besta haga og afdrep, sem þar er að fá. Blanda og öll vatns- föll, sem yfir höfðum farið, urðu svo ófær og uppstífluð, að nú var enginn vegur aftur að snúa. Við höfðum lestrarbækur og annað nóg oss til dægrastyttingar, kerti og mat svo næg- an, að við héldum við mundum þar vel af kom- ast fram á Þorra og ætluðum þá að ganga í byggð suður af, ef hestar væra þá dauðir, og vorum þar svo með glöðu sinni.“ Þegar upp stytti komust þeir félagar til byggða af mikilli harðfylgi en slysalaust. Ferð Sveins Pálssonar 1794 var líka söguleg. Það haust fór hann, ásamt fylgdarmönnum, sömu leið og Jón. Ætlunin var að rannsaka Hveravelli, en það fórst fyrir því þeir félagar lentu í ófærð, þoku, villum og hríðarveðri og komust við illan leik suður í Hreppa eftir fjög- urra daga hrakninga. Það vora ekki eingöngu höfðingjar í bar- dagahug, skreiðarkaupmenn eða landkönnuðir, sem lögðu leið sína um Kjöl fyrr á öldum. f bók sinni Með fortíðina í farteskinu lýsir Elín Pálmadóttir ferð tveggja kvenna frá Miðdal í Laugardal að Knappsstöðum í Fljótum í Skagafirði sumarið 1845. Presturinn í Miðdal flutti norður það sumar. Lét hann tvær vinnu- kvenna sinna, Sigurveigu 17 ára og Guðrúnu 58 ára reka kýr norður Kjöl, en fór sjálfur með fjölskylduna um byggðir. í bókinni er ferðasagan rakin allítarlega, þar á meðal forin yfir Hvítá: „Eftir mjaltir, þegar kýrnar era farnar að bíta, sendir Gunna Sigurveigu upp með ánni til að kanna það (þ.e. hvort bátur sé við bakkann þeirra megin). Fjarska er hún fegin þegar hún kemur auga á lítinn bát með tveimur árum sem að vísu virðist varla vatnsheldur. Þær hafa tek- ið í árar á Laugarvatninu og með því að önnur rói og hin ausi ættu þær að komast yfir. Ain er Á FERÐUM manna yfir Kjöl hafa Hveravellir löngum verið viðkomustaður og er svo enn. Hér sést yfir hverasvæðið úr Kjalhrauni með Hofsjökul í baksýn. FÚLAKVÍSL rennur á Hlaupunum, sem svo eru nefnd, svo þröngt að hægt er þar að stökkva yfir ef menn þora. Ljósmynd: Kristinn Sigurjónsson. KJALVEGUR hinn forni iá að hluta til um Þjófadali, sem hér sjást með Hrútfell í bak- sýn, vegna þess að sú leið þótti öruggari í dimmviðri en yfir hraunið, enda þótt hún væri lengri. þarna alveg lygn þótt vatnsmikil sé og allbreið. Klukkan sex að morgni reka þær kýrnar út í og horfa á eftir þeim þræða vaðið yfir. Halda svo sjálfar út á ána á bátskriflinu. Það míglek- ur og Sigurveig má hafa sig alla við að ausa með mjólkurfótunni. Það munar um Gunnu við árarnar. Báturinn er samt orðinn æði siginn er þær ná landi“. Hægt og sígandi sóttist þeim leiðin norður. Þær komust einnig yfir Blöndu án slysa og til Knappsstaða að endingu heilar á húfi. Nú eru breyttir tímar. Kjalvegur er orðin vinsæl ökuleið að sumarlagi, enda fær öllum bílum. En á frídögum að vetrarlagi þjóta vélsleðar og vel búnir torfærabílar yfir hjarnið í hundraðatali og inn á milli sjást vel útbúnir göngumenn á skíðum fylgja slóð forfeðranna í skjóli Kjalfells og Hrefnubúða. Svo náin tengsl við landið og náttúruna herða menn og styrkja. Jafnframt læra þeir að þekkja betur sitt eigið land. Um ótilegumenn og tröll. Útilegumannasögur frá Kili eru fáar. í Þjóð- sögum Jóns Amasonar segir frá Grími bisk- upsfóstra á Hólum, sem var sendur með bréf til biskupsins í Skálholti. Fór hann um Kjöl. Á Hvítárvatni hitti hann útilegumann, sem var að veiða á dorg á ísnum. Réðst maðurinn á Grím, en Grímur kom honum undir og drap hann. Á heimleiðinni hitti Grímur fyrir bræður manns- ins og föður. Grímur drap bræðurna, en sættist við föðurinn og hvarf nokkru síðar úr manna- byggðum og sást ekki meir. Onnur saga er um Jón frá Geitaskarði. Hann var þarna í fjárleitum og komst í kast við úti- legumenn. Jón drap tvo þeirra, en þeir sem eftir lifðu tóku hann í sátt. Dvaldi Jón síðan hjá þeim vetrarlangt. Þar var ung stúlka, sem Jón gekk að eiga. Bjó hann svo upp frá því í þess- um útilegumannabyggðum. Þriðja sagan er um Fjalla-Eyvind og Höllu. Ýmsar sagnir gengu um vera hans á Hveravöllum. Era flestar þeirra skráðar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og mun Eyvindur vera aðalheimildarmaðurinn. „Gerði Eyvindur þar skála og hlóð um einn hverinn, sem sést hafa merki til fram til okkar daga“, segir þar. Með þeim var Aron útilegu- þjófur. Þeir félagar lifðu á ránum. Réðust á 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.