Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 16
NORSKA húsið í Stykkis- hólmi á sér langa sögu og merka sem vert er að kynna sér þótt hér verði hún aðeins rakin í stuttu máli. Ami Thorlacius sótti viði hússins tilhöggna til Arnedal í Noregi vorið 1832 og flutti þá til íslands þar sem hann lét reisa húsið og bjó í því til dauðadags árið 1891 ásamt fjölskyldu sinni. Húsið var nýtt sem íbúðarhús allt til 1970 og oftast bjuggu í því nokkrar fjölskyldur enda húsið stórt, 150 fer- metrar að grunnfleti á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið var lengst af 19. öldinni eina tveggja hæða húsið á landinu, eitt reisuleg- asta hús landsins á sinni tíð og jafnvel enn í dag ef þannig er litið á það. Sýslunefnd Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu keypti húsið ár- ið 1970 og fól Herði Ágústssyni umsjón með endurgerð þess í upphaflega mynd. Þeirri vinnu var endanlega lokið 1986 og árið 1991 var húsið opnað almenningi sem byggðasafn og listmenningarhús. Forðist jafnan skáld og beykira Sigurður Breiðfjörð, skáld og beykir, var fæddur hinn 4. mars 1798 og hefur 200 ára fæðingarafmælis hans verið minnst með ýms- um hætti. Sýningin um Sigurð í Norska hús- inu er frumleg; safnstjóranum Sigrúnu Ástu Jónsdóttir og samstarfskonu hennar Önnu S. Gunnarsdóttur hugkvæmdist að biðja fímm einstaklinga úr ólíkum áttum að minnast Sig- urðar Breiðfjörðs með myndverki 50x70 cm að stærð. Höfundar fóru frjálslega með skil- jrrðin, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson sendi myndverk, eins konar „collage" þar sem vangasvipur Breiðfjörðs leikur um nótna- skrift. Breiðfirskar nótur er vel fundið heiti á þetta verk. Dagný Kristjánsdóttir sendi skemmtilegan fyrirlestur sinn um Sigurð, þann er hún flutti í vetur á fundi Félags ís- lenskra fræða; smátt og þétt letur á litlum blöðum raðað upp í hið tilskylda form gerir skoðun Dagnýjar á goðsögninni um Sigurð Breiðfjörð, hvorutveggja dularfulla og óræða. Magnús Þór Jónsson (Megas) sprengdi utan af sér rammann og sendi þrívítt listaverk, kodda úr gifsi, þar sem annars vegar mótar greinilega fyrir kvenmannsvanga (eyra) og hins vegar fyrir bók sem falin var undir kodd- anum. Að sjálfsögðu hafa það verið rímur Sig- urðar sem heilluðu stúlkuna svo mjög. Þá hef- ur Megas látið ljósmynda sig ásamt syni sín- um í anda Sigurðar Breiðfjörð og er myndin hluti af verkinu. Frá bókaforlaginu Bjarti barst bréfkom undirritað af Guðbjarti Jóns- syni í Sumarhúsum og fer ekki á milli mála að rímnaskáldið Sigurður Breiðfjörð var hans maður. Loks tekur skáldið Þórarinn Eldjám upp merki Sigurðar og sendir tíu örrímur í anda Breiðfjörðs. Hér fylgir þriðja ríma Þór- arins ort undir pempíuhætti. Eldi er best þú ekki leikir a’ óvíst tel ég sé þú meikir’ða. Ráðlegast þú feimni feikir, ha? Forðist jafnan skáld og beykira. Myndskreytt lifshlawp Það er vel við hæfi að efna til sýningar í Norska húsinu um Sigurð Breiðfjörð. Sigurð- ur dvaldist þar um tíma og þeim Árna Thor- lacius var vel til vina, m.a. kostaði Ami útgáfu á Númarímum 1835 en þær hafði Sigurður til- einkað honum. Líf Sigurðar Breiðfjörð var mótað af drykkjuskap hans, hann fór stað úr stað, staldraði eitt ár þar og tvö ár hér. Hann reyndi fyrir sér á þeim fáu sviðum sem stóðu til boða á þeim tíma, var við búskap um nokkra hríð, starfaði að beykisiðn sinni en það háði honum nokkuð að hafa ekki fullgilt sveinsbréf. Um hríð dvaldi hann á Grænlandi en þangað kom hann eftir misheppnaða til- raun til að stunda nám í lögum við Kaup- mannahafnarháskóla. Kvennamál hans vora einnig á vörum samtímamanna hans og lengi síðar; hann var kærður fyrir tvíkvæni en allt var þetta ýmist orðum aukið eða vandræða- gangur sem stafaði af óreglu hans. Slíkt lífshlaup verður óneitanlegra átakan- legra og rómantískara þegar horft er á goð- sögnina um hinn misskilda snilling, gleði- manninn og skáldið sem fékk aldrei að njóta sín, kæfður af þröngsýni samtímans, dó í eymd og örbirgð, smáður, aleinn, yfirgefinn, farinn að heilsu og kröftum, á besta aldri... og allt það. I fyrirlestri sínum sviptir Dagný Kristjánsdóttir hulunni af goðsögninni um Sigurð Breiðfjörð og varpar í Iokin fram þeirri hugmynd hvort Sigurður Breiðfjörð hafi ekki haft sterkari áhrif á bókmenntir ald- arinnar (20. aldar) með lífi sínu en list. „Mikið ósköp held ég að Siggi hefði orðið undrandi ef einhver hefði sagt honum það fyrir,“ segir Dagný í lok lestrarins. I suðurstofu efri hæðar, gefur að líta mynd- skreytingar Jóns Svan Péturssonar ásamt Ijóðum og brotum úr rímum Sigurðar. Ævi NÚTÍMALJÓÐ eftir okkar yngstu skáld eiga einkennilega vel heima innan um gömul amboð og búshluti. BREIÐFIRSKAR NÓTUR Hvað eiga lífshlaup Sigurður Breiðfjörð, uppáhaldsljóð 104 nafngreindra einstaklinga og samsafn gamalla muna horfins bændasamfélags sameiginlegt? Sam- hengið þarfnast nánari skýringa en allt er þetta saman- komið undir þaki Norska hússins í Stykkishólmi í sumar. HÁVAR SIGURJÓNSSON gekk um húsið. SIGURÐUR Breiðfjörð, lögg á glasi, sóieyjar, Breiðafjörðurinn, fáni íslands. KODDI Megasar. í minningu Sigurðar Breiðfjörð. Morgunblaðið/Ásdís skáldsins er rakin frá fæðingu til dauðadags í myndum og texta á skemmtilegan hátt og era ljóðin valin með það í huga að gestimir kynn- ist skáldinu sem best. Sum Ijóðanna voru ort á þeim tíma sem á við myndina hverju sinni en önnur lýsa lífsskeiðinu þó ort hafi verið fyrr eða seinna. Gefi sýningargestir sér góðan tíma til að skoða og lesa allt sem sýningin býður upp á verða þeir sýnu fróðari en áður um manninn og skáldið Sigurð Breiðfjörð. Uppáhaldsljóðið mitt Þá finnst enn hin þriðja veröld í risi Norska hússins. Þar hafa húsráðendur sett upp sýn- ingu á uppáhaldsljóði 104 nafngreindra ein- stakling;a, í allt 125 Ijóð eftir 81 höfund. Flest hanga ljóðin á langbitum loftsins, prentuð úr tölvu á hvít blöð, fest með teiknibólu upp. Nú- tímaljóð eftir okkar yngstu skáld eiga ein- kennilega vel heima innan um gömul amboð og búshluti. Við nánari athugun reynist Steinn Steinarr vinsælastur en Tómas fylgir fast á hæla honum, þótt uppranalegir eigend- ur askanna, strokkana og rokkana hefðu lík- lega valið Jónas, Bjarna og Matthías ef leitað hefði verið eftir. Þeir eiga þarna sína aðdá- endur engu að síður. Virðing Ijóðsins Ekki era öll ljóðin fest upp með bólu, því á gömlu borði undir súð liggur mappa með Ijóð- unum eins og veljendur gengu sjálfir frá þeim. Otrúleg alúð og nostur birtist í frágangi Ijóð- anna, þar af skín virðing og sessinn sem uppá- haldsljóðið skipar í huga þess er velur. Elst ljóðanna er úr Hávamálum og yngstur höfund- ur er 9 ára skólapiltur úr Stykkishólmi sem yrkir til móður sinnar á afmælisdegi hennar. Þarna er fundið eitt hjartnæmasta ljóðið á sýningunni þó skáldskapurinn risti annars staðar dýpra á einhvern veg. Sýningin sjálf, allur aðdragandi hennar og tilurð, ásamt umhverfinu sem hún er sett upp í gerir hana óhemju persónulega. Forvitni áhorfandans er vakin um hvaða ljóð hver hafi valið. Ekld síst ef nöfnin era kunnugleg. Og valið er greinilega af ýmsum toga og vekur ýmsar hugrenningar um tilgang og eðli skáld- skaparins. Sá er velur vill greinilega stundum halda höfundinum fram, telur að hann megi ekki vanta í samsýningu sem þessa; stundum er veljandanum greinilega mikið í mun að flytja boðskap skáldsins áfram til þess er skoðar. Og stundum er ljóðið persónulegur vitnisburður um þann er valdi, segir miklu meira um hann en skáldið sjálft. Þetta samspil milli skálds og ljóðs, veljanda og áhorfanda snýr upp skemmtilega ferskum fleti á Ijóðlist- inni; svona sýningu mætti jafnvel endumýja jafnt og þétt og kalla reglulega til nýtt fólk með uppáhaldsljóðið sitt. Nútímamyndlist Loks má ekki gleyma að nefna tvær mynd- listarsýningar sem verða í sumar í Norska húsinu. Guðbjörg Lind Jónsdóttir opnaði sýn- ingu 4. júlí og Þorri Hringsson fylgir í kjölfar- ið með opnun á sýningu 1. ágúst. Nútíð og for- tíð, saga, menning og listir haldast í hendur í Norska húsinu í sumar. Samhengið sem spurt var eftir í upphafi skýrir sig sjálft. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.