Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 12
 SAKBITINN OG LAUMUKAÞÓLSKUR Á fyrstu sumartónleikum í Skálholti í júlíbyrjun var frumflutt tónverk eftir Báru Grímsdóttur við latneskan texta Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti (1605- 1675). Textinn er tekinn úr sjöunda og síðasta Ijóði Maríukvæðis er Brynjólfur orti á árunum 1ÓÓ2-1667 og nefnist Ad Beatam Virginem - Til hinnar sælu meyjar. HÁVAR SIGURJÓNSSON ræddi við þýðandann, Sigurð Pétursson lektor. LOKAKAFLI þessa mikla ljóðabálks nefnist Draumur Brynjólfs - Somni- um Brinjulfí - og er mjög persónu- leg skírskotun til lifshlaups Brynj- ólfs og hvernig María guðsmóðir varð honum til sálubjargar þegar öll sund virtust honum lokuð. I ljóð- Inu birtast mjög kaþólsk viðhorf sem Brynjólfur vissi vel af, enda virðist hann hafa gætt þess að ljóðið kæmi ekki fyr- ir augu annarra fyrr en að sér látnum. Þýðandinn, Sigurður Pétursson lektor, er öðrum mönnum handgengnari latínukveð- skap Brynjólfs biskups og samtímamanna hans. Um aðdraganda þess að draumljóð Brynjólfs varð fyrir valinu sem texti að tón- verkd Báru Grímsdóttur segir Sigurður: „Brynjólfur biskup Sveinsson var eitt mikilvirkasta latínuskáld sinnar samtíðar og raunar frá því um siðaskipti. Ég var búinn að skrifa upp þennan kveðskap sem er hvergi til prentaður og þekkti efnið ágæt- lega þegar Bára Grímsdóttir tónskáld kom að máli við mig og spurði mig eftir texta sem gæti hentað henni til að semja tónverk við fyrir Skálholtstónleika. Mér datt strax í hug sjöundi og síðasti kafli Maríukvæðisins eftir Brynjólf. Sex fyrstu kaflamir fjalla um ævi Maríu meyjar með tilliti til ævi Jesú með út- leggingum skáldsins, en sjöunda kvæðið er mjög persónulegt." Lærðra manna gaman Þrátt fyrir að eftir siðaskipti væri lögð áhersla á að sálmar og messur færu fram á þjóðtungunum var latína lengi vel það mál sem lærðir menn notuðu í samskiptum sín á milli og við fræðistörf. Var það svo langt fram eftir 18. öld og jafnvel inn á þá nítj- ándu. „Latínukveðskapur var iðja lærðra manna á sautjándu öld,“ segir Sigurður. „Þeir ortu fyrir félaga sína og starfsbræður í stétt lærðra manna og einnig til að koma sér á framfæri erlendis því á þessum tímum gátu menn gert sig skiljanlega við lærða menn á latínu allt austur í Rússland og vest- ur til Ameríku. Þetta var veigamikill þáttur í félagslífi lærðra manna. Menn ortu mikið af tækifærisljóðum á latínu vegna giftinga, út- fara, embættisframa og bókaútgáfu, svo eitthvað sé nefnt. Sumir fóru út í það að yrkja stærri kvæðabálka, en þeir voru í rauninni mjög fáir, aðallega var latínukveð- skapur iðja sem yngri menn stunduðu. Það EINA myndin sem talin er vera af Brynjólfi Sveinssyni en þó er ekki hægt að skera úr um það svo óyggjandi sé. heyrði frekar til undantekninga ef menn héldu áfram að yrkja fram á elliár. Brynjólf- ur er einn af fáum slíkum." Brynjólfur laumukaþólskur „Brynjólfur Sveinsson biskup var á marg- an hátt mjög sérstæður og þetta kvæði er mjög sérstakt vegna innihaldsins. A því eru tvær hliðar: í fyrsta lagi er það órækur vitn- isburður um þá miklu Maríudýrkun sem var hér á landi jafnvel svo lengi eftir siðaskipti. í öðru lagi er síðasta ljóðið í kvæðinu mjög sérstakt vegna þess sem það segir um manninn Brynjólf Sveinsson en ekki bisk- upinn. Þama nálgast maður manninn Brynjólf svo ótrúlega mikið. í lokin stendur hann frammi fyrir lesandanum berskjaldað- ur, hann er búinn að játa sína sektarkennd. I kvæðinu kemur skýrt fram hversu þung- bær hans þáttur og ábyrgð í harmsögu Ragnheiðar dóttur hans hefur verið honum. Samfara þessu kemur líka fram afstaða hans sjálfs til Maríudýrkunarinnar. Menn grunuðu Brynjólf um að vera leynikaþ- ólikka. Ég veit ekki hvort maður á að gera mikið úr því en í kvæðinu kemur fram að hann telur að María guðsmóðir hafi gengið í fyrirbæn við sig; bjargað honum með því að gerast milliliður og ganga fram fyrir Guð fyrir hans hönd. Þetta er mjög kaþólskt. Þetta hefði varla verið liðið í Danmörku á þessum tíma, enda fór Brynjólfur mjög leynt með kvæðið. Fyrstu rituðu heimildir sem ég hef rekist á varðandi Maríukvæðið eru frá því fimmtíu árum eftir lát hans. Torfi Jónsson, sem skrifaði ævisögu Brynjólfs og var bróðursonur hans og einn aðalerfingja, minnist ekki á kvæðið en hann hlýtur samt að hafa séð eða heyrt af þessu handriti. Jón Halldórsson ritaði einnig ævisögu Brynjólfs skömmu eftir andlát hans. Jón minnist ekki einu orði á kvæðið. Kannski vissi hann ekki af því en það er fráleitt að ætla að Torfi hafi ekki vitað af því. Þetta getur styrkt þá kenn- ingu að mönnum hafi ekki þótt alls kostar í lagi að biskupinn sýndi af sér slíka kaþólsku. Mér hafa sagt danskir klerkar og menn fróðir um kirkjusögu að það hafi verið álitið allt í lagi að líta á Maríu mey sem fyrirmynd en að hún gengi í fyrirbæn var annað mál.“ Draumur Brynjólfs „Fyrir mér er merkilegast við kvæðið hvað Brynjólfur opnar hug sinn og játar sína sektarkennd. Þetta höfðar miklu meira til mín en spurningin um hvort hann hafi verið kaþólskur í anda eða ekki. Brynjólfur skildi feiknamikið eftir sig af rituðu máli, bréfabækur hans skipta þúsundum blað- síðna, en ég hef aldrei komist nær Brynjólfi en í þessu kvæði. Hann segir frá því að hann AD BEATAM VIRGINEM VII TÉXTA kvæðisins Ad Beatam Virginem er að finna í handriti (JS 318, 4to) sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns íslands. Talið er að hér sé um að ræða eiginhandarrit höfundar- ins, Brynjólfs biskups Sveins- sonar, og er ekki ólíklegt að rit- unartími þess sé um miðjan sjöunda áratug sautjándu aldar. Texti síðasta hluta kvæðis- ins, Ad Beatam Virginem VII, birtist í fyrsta sinn á prenti í tónleikaskrá Skálholtstónleika þann 4. júh' sl. Textinn birtist þar stafréttur með handritaskýringum útgefanda. Þýð- ingunni er fyrst og fremst ætlað að auðvelda lesendum að skilja latneska textann og fylgir hún honum því eins nákvæmlega og gerlegt er. Sigurður Pétursson, lektor, bjó textann til prentunar og þýddi. Draumur Brynjólfs 1 -9: Brynjólfur óvarpar Maríu mey Mærin guðleg, skírlíf brúður, hjarta trú- aðra, sem lausnari heims bast með náinni einingu kærleikans og bandi blóðs (1-3). Ég dirfist, bjarta mær, að kveða hágöfgi þinni lítið ljóð. Sýndu mildi gagnvart dugleysi þess sem býður þetta og sakaðu hann ekki um ósvífni (4-6). Lát það njóta hylli náðar þinnar sem finna má í söng þessarar garg- andi gæsar og fjarri er ásettum svikum hjáróma kráku (7-9). 10-12: Formóli að draumnum Því að ég minnist þess að maður nokkur sem ég taldi vera úr fylgdarliði þínu gaf mér teikn þegar ég naut næði hvíldarinnar, þá ég síðast dvaldist erlendis sem gestur (10-12). 13-93: Lýsing á draumnum Þar virtist ég ganga inn í ljómandi höll, sem fjöldi skínandi lampa í röð lýsti upp á skipu- legan hátt (13-15). Inni var þröng brúð- kaupsgesta sem höfðu skipað sér niður í röð til beggja handa eins og gerist við drykkju. Með þeim ríkti mikil og sönn gleði (16-18). Um þessar vistarverur geng ég uns opnast dyr og þar með innri hluti hússins en þangað er gengið upp um háan stiga (19-21). Ég fer um neðstu, aðra og þriðju hæðina og var það mér létt verk og ekki hættumikið þar sem ég treysti enn á blessunarríkt ljós lampanna (22-24). En skyndilega hika ég þar sem ég er umlukinn skýi nætur og ég hætti að ganga, fangi þverrandi birtu, en skríð um herbergið á hnjánum (25-27). Svart heljarský myrkvar gersamlega og stöðugt allan þennan helgi- dóm hvert sem ég lít í kring um mig. Því neyðist ég til að krjúpa og biðja (28-30). Þar sem ég virðist einn og yfirgefinn að öllu leyti er ég máttvana í losti mínu, ófær um að brjótast út úr því uns bjargvættur kemur í mót mér úr myrkrinu (31-33). Þótt ég hvorki sjái né heyri finn ég samt að mér leyfist að fylgja honum og ég er dreginn um dapurlega þögnina þangað sem þessi þögli meistari gef- ur merki eða hvetur mig til þess að koma (34-36). Fyrir náð hans er ég leiddur yfir gólf herbergisins og meðan ég biðst fyrir yst úti í homi tekur eldur að ljóma líkt og skínandi ljós (37-39). Og þegar ég virði eldinn fyrir mér úr nálægð þá brennur hann skærar og jafnast á við hvaða stjörnu sem er með leiftr- andi ljóma sínum, en úr fjarlægu sæti sínu varpar hann ekki birtu á neitt (40-42). Og á meðan ég held áfram að skima í kring um mig kem ég auga á rúm, búið ábreiðum úr purpuralituðum baðmull og hör, og sé þar liggja kvenlíkama (43-45). Höfuðið snýr í austur en fætur í vestur. Hægri hönd veit í norður en sú vinstri í suður og leyfir guðleg konan mér að líta hana og snerta með kossi (46-48). Rúmið stafar meiri geislum en stjömur og sól og í hvítu skininu ljómar mjólkurhvít ásjónan og ekki hefði viðkvæm stúlka þolað að líta þessa dýrð (49-51). Öll ljómar hún af birtu og frá löngum handlegg lafir hönd hennar mörkuð fíngerðum æðum sem hafa bláan lit hið innra og um hana leik- ur leiftrandi náð (52-54). Þessi mynd nærðist og lifði af knýjandi anda. Greinileg merki um skynjun birtust. Með svip sínum sýndi hún þeim sem meðvitaðir voru skynjun án þess að beita röddu sinni (55-57). Ég, komumað- urinn, skil ekki tjáningu hennar en ég dáist að þeim orðum sem berast um þögnina og skýra hinum manninum frá einslegum hugs- unum hennar (58-60). Á meðan á þessu stendur gefur leiðsögumaður minn, herberg- isþjónn hennar, öllu sem gerist nánar gætur. Sem endranær er hann þrjóskur og ann mér ekki skilnings á þessu (61-63). Þegar ég virð- ist hafa notið nægrar gestrisni, dreg ég mig* tilbaka undir leiðsögn þessa trygga vinar nú sem fyrr skríðandi. I herberginu ríkir fullur skuggi nætur (64-66). Þannig sný ég aftur einn bónarskrefum um gólf þessa hluta húss- ins og fer hægan um leið og ég stefni að út- göngudyrum herbergisins (67-69). Leiðsögu- maður minn leyfir mér að snúa aftur og fara út um dymar og sjá þröskuldinn í því sem líkist skímu dags. Nú dirfist ég að standa upp og fara yfir mörkin (70-72). Félagi minn finnur að mér vex máttur og hann dregur hönd sína til sín og byrjar að ganga tilbaka. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1.ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.