Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1998, Blaðsíða 8
+ GRAMSVERZLUN í Stykkishólmi um aldamótin 1900. Leonard Tang kaupmaður keypti verzlunina 1907 en húsin brunnu að mestu 1912. Eftir sameiningu við annan kaupmann, Arne Riis, 1919 varð til verzlun Tang & Riis, sem varð gjaldþrota í kreppunni 1932 og þá keypti Sigurður Ágústsson húsin og hóf þar rekstur. í pakkhúsinu frá Tang & Riis, sem hefur verið gért upp svo til fyrirmyndar má telja, rekur Rakel Olsen fyrirtækið Sigurð Agústsson ehf. UR UOSMYNDASAFNI JC STYKKISHÓLMUR hefur lengi verið menningarbær og þessi áherzla sést m.a. af því að tveim- ur byggingum sem tryggja eiga andlegt fóður er tyllt á hæstu hæðir: Annarsvegar er það nýja kiri<jan, sem gnæfír yfir bæinn og sést langt að. Hinsvegar er það bókasafnið á Þinghúshöfða. Af höfðanum er stórfenglegt útsýni yfir bæinn, sem verið hefur verzlunarstaður síðan laust fyrir 1600 að þýzkur kaupmaður hóf að höndla þar. Þar ber margt fagurt fyrir augu, en bærinn á harðan keppinaut um athygli gestsins þar sem útsýnið er út á Breiðafjörð og Súgandisey, sem skýlir höfninni, en ótal smærri eyjar sjást í fjarlægð. Raunar hefur verið haft á orði að þarna á höfð- anum ætti að vera veitingahús með útsýni sem óvíða á sinn líka; aftur á móti þurfi menn ekki slíkt útsýni við bóklestur. Hvort sem einhver breyting kann að vera gerð á því í framtíðinni er víst að Hólmarar kunna vel við bókasafnið sitt á þessum mjög svo áberandi stað. Húsið getur þó naumast tal- izt til frambúðar því þar er svo þröngt að bæk- ur eru jafnvel geymdar í stiganum niður í kjallarann þar sem helztu dýrgripir safnsins eru varðveittir. Þar á meðal eru margra ára- tuga doðrantar; verzlunarbækur verzlana í Stykkishólmi, en líka prentgripir úr Hrapps- eyjarprentsmiðju. I geymslu þar sem vart verður þverfótað er pappakassi sem lætur lítið yfir sér en innihald hans er þeim mun merkilegra. Þar er til bráðabirgða ljósmyndasafn Jóhanns Rafns- sonar, sem nú er orðinn 92 ára og býr í Stykk- ishólmi. Jóhann er einn af þessum fágætu mönnum sem koma auga á að menningarverð- mæti eru sífellt að glatast ef þeim er ekki Meo gömlum Ijósmyndum sem fara forgörðum hverfg merkar heimildir og þao er alltaf ao gerast nema til komi menn eins og Jóhann Rgfnsson í Stykkishólmi, sem safnaði þessum menningarveromætum gf mikilli elju og hefur nú gefið safnio Stykkishólmsbæ. Hér er _________lítillega gerð grein fyrir safninu._________ haldið til haga. Úr ótal dánarbúum er gömlum ljósmyndum fargað sem hverju öðru einskis- verðu rusli. Jóhann Rafnsson fæddist í Reykjavík 1906, en fluttist ungur vestur í Stykkishólm og hef- ur búið þar æ síðan og lengst af stundaði hann verzlunar- og bankastörf. Hann er heiðurs- borgari í Stykkishólmi og furðu ern og minn- ugur en áður var Jóhann þekktur fyrir stálminni sitt. Hann hóf ungur að aldri að safna ljósmyndum og snemma á öldinni var meira um þær en margan grunar nú á dögum. Áður en myndavélar urðu hvers manns eign var það beinlínis í tízku að fara til ljósmyndara og sitja fyrir. Þessvegna eru myndir af ein- staklingum uppistaðan í safni Jóhanns og svo er einnig um söfn ýmissa ljósmyndara. Gallinn er sá að æði oft eru þessir einstaklingar óþekktir og nafnlausir. í Stykkishólmi vissi fólk að Jóhann Rafns- son safnaði gömlum ljósmyndum og frá því hann var ungur hefur fólk gaukað að honum myndum í safnið. Á fyrstu áratuguum þessar- ar söfnunar komst Jóhann yfir mörg fjöl- skyldusöfn og gerði sér fyllilega grein fyrir sagnfræðilegu gildi myndanna. Ekki tókst þó að forða verðmætum myndum frá eyðilegg- ingu og þótti átakanlegt tjón þegar erfingi brenndi úr dánarbúi „4-5 stáltunnum af mynd- um", enda var Jóhann þá ekki viðlátinn. Þetta atvik varð til að skerpa söfnunaráhuga hans. Eins og eðlilegt má telja er safn Jóhanns að mestu myndir frá Stykkishólmi, en einnig af Breiðafirði og úr Dölunum. Þar að auki eign- aðist Jóhann myndir úr öðrum landshlutum og hefur ráðstafað þeim bæði til safna og einstak- linga. Björgunarstarf Jóhanns er því alls ekki einvörðungu bundið við Stykkishólm og næsta nágrenni. Þann 16. júní 1996 undirritaði Jóhann Rafnsson gjafabréf þar sem hann afhenti Stykkishólmsbæ ljósmyndasafn sitt með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði ætlar Stykkishólmsbær að uppfylla og nú rfkir á því fullur skilningur að safn af þessu tagi er í rauninni ómetanlegt. Ætlunin er að varðveita safnið í sýrufríum umbúðum við ákjósanlegt hitastig og endur- vinna ljósmyndir sem hafa dofnað með tíman- um. Einnig verður til önnur útgáfa af safninu í stafrænu formi, en þá er hægt að velja myndir og prenta út í vönduðum geislaprentara eftir óskum. Hvort það dugar til varðveizlu um ald- ir skal ósagt látið. Allt virðist eyðingunni merkt: „Legsteinninn molnar og letur hans máist í vindum", kvað Jón Helgason um „eyð- inguna hljóðu" í Arnasafni. Jafnvel vandaðasti pappír endist ekki til eilífðar né heldur það sem á hann er sett. Menn gera þó allt sem hægt er til að vinna á móti eyðingunni. Og til viðbótar við varðveizlu Ijósmyndanna er ætl- unin að vinna að skráningu sögulegra per- sónuupplýsinga sem gætu reynzt verulegt verðmæti. Til að vinna að framgangi safnsins skipaði bæjarstjórn Stykkishólms framkvæmdanefnd vegna ljósmyndasafns Jóhanns Rafnssonar snemma á þessu ári. I nefndinni eiga sæti Sig- urlína Sigurbjörnsdóttir bókavörður, Ragn- heiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðmundur Páll Ólafsson. Það voru þær Sig- urlína og Ragnheiður sem tóku á móti blaða- manni Lesbókar og sýndu safnið, en sjálfur valdi ég myndirnar sem hér birtast eftir að hafa farið í gegnum Ijósmyndasafnið. Svo virð- ist sem atvinnulíf hafi ekki þótt eins merkilegt og ýmislegt annað þegar menn munduðu myndavélar um og eftir síðustu aldamót. Mað- ur saknar þess að sjá ekki meira af því tagi, en fremur en að birta myndir af óþekktum ein- staklingum hef ég valið úr myndir sem sýna Stykkishólm fyrr á öldinni en þar má líka sjá bæjarbúa við daglegt amstur og á hátíðlegum stundum. Margar myndanna í safninu hefur Jóhann Rafnsson tekið sjálfur, en því miður er ekki vitað hverjir tóku flestar þær myndir sem hér birtast og ekki hefur tekizt að nafngreina nema fáa á hópmyndunum. GÍSLI SIGURÐSSON SÍLDARSÖLTUN í Stykkishólmi um 1953. Sú söltun stóð þó aðeins skamman tíma. Á BRYGGJUNNI í Stykkishólmi 1926. Maðurinn sem tekur ofan hattinn er Sigurður Ágústs- son, síðar athafnamaður og alþingismaður. Fyrir miðju er Knutsenshús með þremur hvítum gluggum og stendur það enn. Dökka húsið til vinstri er Hjaltalfnshús sem brann 1976. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1.ÁGÚST1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.