Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS - VILNMNC LISTIR 33. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Itamar Even-Zohar er ísraelskur menningarfræðingur, sem hefur Island að áhugamáli og er að þýða Njáls sögu á hebresku. Hann hefur fengist við að skoða hvernig jaðarhópar og smáir menningarheimar gera sig gildandi í sam- skiptum við ráðandi heildir. I samtali við Þröst Helgason segir hann sögu okkar ís- lendinga raunar með ólíkindum. Hann tel- ur kraft, sjálfstraust og trú á að geta orð- ið miðpunkuturinn hafa verið drifkraft ís- lendinga og segir, að sögu sjálfstæðisbar- áttunnar yfirleitt þurfi að rannsaka betur. Uppeldi barna í fornöld eins og sagt er frá því í fornsögum er næsta furðulegt í augum nú- tímafólks. Það stingur í augu hve algengt það var að foreldrar fælu öðrum uppeldi barna sinna. Greinarhöfundurinn, Guðjón Ingi Guðjónsson, segir að tala megi um þrenns konar fóstur samkvæmt þcssum frásögnum, þ.e. ómagafóstur, ftjálst fóst- ur og þjónustufóstur. Norska fræðakona, Else Mundal, telur að börn hafi verið í um- sjá konu fyrstu árin, en eftir það hafi fóstrar tekið við drengjum, en fóstrur við stúlkubörnum. Borgarskipulag Onnur grein Bjarna Reynarssonar í röð sem hann nefnir Við aldahvörf, fjallar einkum um skipulag Reykjavíkur fram yf- ir miðja öldina og þá með hliðsjón af stefn- um og straumum i skipulagsmálum sem bárust til landsins á sama tíma. Fyrsta skipulagsvinnan var einföld, þ.e. að raða niður húsum Innréttinganna í Kvosinni vestanverðri og mynda þannig liina fyrstu götu, Aðalstræti. Ymsar hugmyndir um skipulag í Kvosinni komu fram á 19. öld, t.d. vildi Sigurður málari tengja Tjörnina við höfnina með skipaskurði. Norðrið er vítt, segir Ari Trausti Guðmundsson í grein í greinaflokki sem hann ritar í Les- bók í tilefni af ári hafsins. Greinin íjallar um norðurslóðir í heild, sem bæði ein- kennast af langvarandi birtu og þjakandi löngu myrkri, en einnig af svala og ísalög- um. Hvaða áhrif hafa slikar aðstæður á fólk? En norðrið á líka sínar náttúruauð- lindir og hinar eldri aðferðir til að lifa líf- inu hafa skapað gildi og hefðir sem lúta náttúrunni. Varkárni gagnvart henni og virðing fyrir gjöfum hennar hefur átt sinn þátt í að rányrkja hefur sjaldan orðið hlut- skipti fólksins. FORSfÐUMYNDIN: Þjóðleikhúsið frumsý nir í október leikrit eftir Ragnar Arnalds sem fjallar um séra Odd og Solveigu ó Miklabæ. Af því tilefni fór leikhópurinn og aðrir aðstandendur sýningarinnar í vettvangs- leiðangur norður í Skagafjörð í vikunni. Forsiðumyndina tók Golli af Vigdísi Gunnarsdóttur, sem leika mun Solveigu, við svonefndan Solkupytt, þar sem sumar heimildir herma að komið hafi til uppgjörs milli klerks og afturgöngu Solveigar. UOÐAFLOKKI KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI Á suðurleið, á fullrí ferð, í dögun, fjallveg, og hleðslugarðar, grjót enn kalt, framundan víða bjarmi og blik af pollum, þá sveigði ég, og sé þá refínn, stjarfan á miðri braut, og störum auga í auga. Frumeðlið geystist um mig, er hann brá snöggt við og þaut svo strábrúnt strikið burt. Ó snotra höfuð, skott frægt, skjár í spurn, sem Fólksvagninn minn blái og birting lýstu! Hvort endurfæðing valdi vatnið, fýstin, skrið aftrábak um hælisganga gólf: ég verð mér leið að lesa um sjáldríð skelfda. Seamus Heaney er eitt af höfuðskóldum Ira ó þessari öld. Ljóðið er úr Ijóðabókinni Seeing Things frá 1991. Þýðandinn er leikari. AÐ FERÐAST OG FRÆÐAST RABB AÐ stefnir í enn eitt metáríð í ferðaþjónustunni. Fyrstu sjö mánuðina komu hingað til lands 141 þúsund erlend- ir ferðamenn, 14% fleiri en á sama tímabili í fyrra. I júlí- mánuði einum komu hingað rétt tæplega 49 þúsund út- lendingar en aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn heimsótt Island í einum mán- uði. Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði að margir samverkandi þættir hefðu áhrif á þessa aukningu ferðamanna til landsins, mikið og öflugt markaðsstarf, aukin tíðni ferða til landsins og aukin umfjöllun í erlendum fjölmiðlum auk þess sem einstaka stórviðburðir á ís- lenskri grundu hefðu haft sérstakt að- dráttarafl. Undanfarin ár hefur ný tegund ferða- manna orðið áberandi, ekki bara hér á íslandi, heldur víðast hvar í heiminum. Um er að ræða fólk sem leitast eftir áhugaverðri upplifun á ferðalögum sín- um. Gamalreyndur aðili í ferðaþjónustu hér á landi lýsti þessari breytingu eitt- hvað á þann hátt að áður hafi gengið upp að sækja hóp útlendinga út á flugvöll, skella þeim upp í rútu og aka með þá um landið. Þeim hafi nægt að skoða náttúr- una út um bílrúðuna með stuttum stopp- um á hefðbundnum áningarstöðum. En nú sé öldin önnur, ferðamenn, jafnt þeir sem ferðast um í rútum sem aðrir, vilja lengri stopp á hverjum stað með möguleikum á því að upplifa eitthvað nýtt og áhugavert. Vilja sem sagt vera þátttakendur frekar en eingöngu þiggj- endur, og helst taka sjálfir þátt í skipu- lagningunni. Arlegar ferðakaupstefnur sem haldnar eru víða um heim, nokkrar á ári hverju, hafa undanfarið endurspeglað þessa þróun. Islenskir ferðaþjónustuaðilar hafa ekki lát- ið sitt eftir leggja við að kynna þá mögu- leika sem bjóðast hér umfram aðra staði, upplifun sein byggist á hinni sérstæðu náttúru okkar og fólksfæð. Hún verður sí- fellt dýrmætari söluvara kyrrðin og einver- an sem við getum boðið erlendum stór- borgarbúum í ógleymanlegri íslenskri nátt- úru. íslendingar eru hér greinilega vel með á nótunum enda fjölgar þeim útlendingum sem hingað koma ár frá ári, auk þess sem vel virðist hafa tekist til við að beina hluta umferðarinnar utan hefðbundins annatíma sumarsins. Það er atvinnugreininni mjög mikilvægt, sérstaklega með tilliti til nýt- ingar fjárfestinga eins og gistihúsnæðis. Þegar litið er til þróunar ferðaþjónust- unnar, sem óhætt er að kalla einn helsta vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi, má ekki gleyma þætti íslenskra ferðamanna. Það er í raun eðlilegt að skipta markhópi íslenskrar ferðaþjónustu í tvennt, annars vegar útlendinga og hins vegar íslendinga sem undanfarið hafa sýnt vaxandi áhuga á ferðalögum um eigið land. Samkeppnin um hvern ferðamann er hörð og í heimi frjálsr- ar samkeppni þykir slæm þjónusta einfald- lega fréttnæmari en góð þjónusta sem er hreinlega talin sjálfsagður hlutur. Skilaboð margra þjónustuaðila til viðskiptavina sinna eru: „Láttu okkur vita ef þú ert óá- nægð, aðra ef þú ert ánægð.“ Staðreyndin er sú að það spyrst hratt út ef einhver tel- ur sig fá lélega þjónustu. Ein helsta krafa sem ferðamenn vilja geta gert á hendur þeim sem selja þeim ferðir á ókunnum slóðum er sú að seljend- urnir séu vel upplýstir um „söluvöruna" og fusir - að ekki sé talað um hæfir - til þess að láta vitneskjuna í té. Þessi krafa hefur orðið sterkari með árunum, fólk vill ferðast og fræðast. I landi þar sem veður er lítt til að stóla á, er enn mikilvægara en ella að þessi þáttur þjónustunnar sé í lagi. Þegar rok og rigning, þoka eða kuldi hamlar út- sýni og útiveru er bót í máli að fá upplýs- ingar um staðhætti hjá vel upplýstum og áhugasömum leiðsögumanni. Undirrituð hefur reynslu af því að fara í hvalaskoðun þar sem enginn sást hvalurinn en áhugaverðar upplýsingar frá leiðsögu- manninum drógu úr vonbrigðunum. Auðvit- að hefur verið skemmtilegra í þeim ferðum þar sem hvalir hafa leikið sér í kringum bátinn, en í hinu tilfellinu var ekki við neinn að sakast og þeir sem stóðu fyrir ferðinni drógu úr „skaðanum" eins og þeir gátu. Ferð upp á jökul þai- sem þoka hamlaði út- sýni og ekki dróst orð upp úr áhugalausum leiðsögumanni fær hins vegar falleinkunn. Þar klikkuðu menn á grundvallaratriðum. Þá er til sóma sá háttur sem sumir hafa, að bjóða aðra tilraun með verulegum af- slætti, jafnvel ókeypis, ef veður eða önnur utanaðkomandi sldlyrði hamla því að upp- lifunin verði eins og til stóð. Slíkt skilar sér í ánægju ferðamanna sem þó eiga fæstir kost á að nýta sér kostaboðið því þeir fylgja fyrirframskipulagðri áætlun og jiurfa að halda sínu striki. Islensk ferðaþjónusta á einfaldlega allt undir því að vera samkeppnishæf, bæði á innlendum og erlendum markaði. Allir sem þar koma við sögu þurfa að leggja metnað sinn í að gestir fari heim með vit- neskju um sögu og staðhætti í fartesk- inu. Þegar allt kemur til alls, er það jú það sem verið er að selja. I þessu ljósi er lofsvert framtakið sem Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur- borgar stóð fýrir í vor, annað árið í röð. Þá voru í kjölfar könnunar, sem gerð var meðal ferðamanna sumarið 1996, haldin þrjú stutt og ókeypis námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Markmiðið var að bæta upplýsingamiðlun til ferða- manna í borginni og voru þátttakendur á námskeiðinu m.a. starfsfólk hótela, versl- ana og veitingastaða, leigubílstjórai- og strætisvagnabílstjórar svo eitthvað sé nefnt. Það er vonandi að námskeið af þessu tagi verði í framtíðinni ómissandi hluti af uppbyggingu ferðaþjónustu um allt land, hvort sem þau eru haldin af op- inberum aðilum eða af ferðaþjónustufyr- irtækjum fyrir starfsfólk sitt. Það er nefnilega ekki meðfæddur hæfileiki að veita góða þjónustu, heldur krefst skiln- ings á eðli starfsins og væntingum við- skiptavina auk þekkingar á söluvörunni. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚSTI998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.