Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 4
Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. FÓSTRUR drengja voru gjarnan fjölkunnugar. Þeim er lýst sem fáránlegum en hættulegum gömlum kerlingum sem stundum eru jafnvel réttdræpar fyrir gerninga sína. Þorgerður brák, fóstra Egils Skalla-Grímssonar, var „... mikil fyrir sér, sterk sem karlar ok fjölkunnig mjök“. HEIMSKT ER HEIMAALIÐ BARN FÓSTRI má skipta í þrjár megin- gerðir sem ég leyfi mér að gefa nöfn til einföldunar. Þá fyrstu kalla ég einfaldlega ómagafóstur. Ef for- eldrar dóu eða gátu ekki séð fyrir barni sínu sökum fátæktar áttu ætt- ingjar þeirra lögum samkvæmt að taka barnið að sér. Ættingjarnir máttu velja um að sjá sjálfir fyrir barninu eða borga þriðja aðila fyrir að sjá fyrir því. Aðra fósturgerð nefni ég frjálst fóstur. Samkvæmt fornbókmenntunum eru kynforeldrar og fóst- urforeldrar oftast óskyldir í slíkum tilfellum en þó þekkist að ættingjar skiptist viljugir á böm- um. Algengt er að fósturforeldrar séu nokki'u lægra settir félagslega en kynforeldrar en báð- ir aðilar eru iðulega úr efri lögum samfélags- ins. I þriðja lagi er nokkuð um að ættgöfugt foreldri láti lágt settan vinnumann eða þræl um fóstrið en þetta fyrirkomulag er nokkuð annars eðlis þar sem barnið býr eftir sem áður í húsi kynforeldra. Þessa fósturgerð kalla ég þjónustufóstur. Islendingasögur benda til þess að algengt hafí verið að börn ælust upp annars staðar en á heimili foreldra sinna, enda taka sumir höfund- ar það sérstaklega fram ef barn er alið upp í foreldrahúsum. Bandaríkjamaðurinn W.I. Mill- er segir í bók sinni Bloodtaking and Peacemaking að á þjóðveldisöld hafi verið nokkur hreyfíng á börnum milli bæja vegna fá- tæktar. Þetta rótleysi hafi síðan fylgt börnun- um fram á fullorðinsaldur þegar þau urðu vinnufólk eða þrælar hjá nýjum húsbændum. Sæmileg rótfesta hafí verið forréttindi velmeg- andi fólks. Böm af ríkari ættum hafa þó líkast til yfírleitt tollað á einum bæ hvort sem hann var fæðingarbær þeima eða ekki. Norska fræðikonan Else Mundal heldur því fram í grein í tímaritinu Collegium Medievale (1988) að börn hafí verið í umsjá konu fyrstu árin en síðar hafi fóstrar yfirleitt tekið við um- sjá drengja en fóstrur áfram séð um stúlkur. Miller telur þjónustufóstra/-fóstrur hafa gegnt ákveðnum hlutverkum; fóstrur vom brjóst- mæður en fóstrar yfirleitt lífverðir stúlkna eða þjálfarar drengja í vopnaburði. Hann nefnir dæmi um þetta úr Islendingasögum, Egils sögu og Njálu. Mundal nefnir engin dæmi né heldur vísar hún í ákveðna heimild. Þó má reikna með að hún hafí einnig dregið þessa ályktun úr Islendingasögum því hún byggir grein sína að mestu á þeim. Samkvæmt úttekt Helgu Kress í greininni Fyrir dyrum fóstru (Tímariti Háskóla Islands, 1989) á kynjaskiptingu fósturforeldra og - barna í íslendingasögunum eru fóstrur stúlkna yfirleitt í hjónabandi og ráða yfír búi. í þeim tilvikum er eiginmaður fóstrunnar kallaður „fóstri“ þótt fóstran beri ábyrgðina á barninu. Einnig em dæmi um að vinnukona taki að sér stúlkubarn á bænum. Aftur á móti eru fóstmr drengja langoftast vinnukonur, ambáttir eða niðursetningar á bæ foreldranna. Fóstrar drengja eru allajafna efnaðir menn með eigin bú og ánafna þeir sonunum arf og eignir. Hins vegar eru fóstrar stúlkna eignalausir pipar- sveinar og hálfgerðir þjónar eða lífverðir fóst- urdótturinnar. Þar má nefna frægastan Þjóstólf, suðureyskan skaphund og vígamann sem drap tvo fyrstu eiginmenn Hallgerðar langbrókar, fósturdóttur sinnar. Þó er rétt að nefna að dæmi um fóstra stúlkna em sárafá í Islendingasögum. Samband milli fóstm og fóstursonar er allfrábrugðið öðrum fóstursam- böndum. Fósturforeldrar em yfirleitt framsýn- ir og ráðagóðir en fóstmr drengja eru þar að auki fjölkunnugar. Þeim er lýst sem fáránleg- um en hættulegum gömlum kerlingum sem eru stundum jafnvel réttdræpar fyrir gerniriga sína. Þorgerður brák, fóstra Egils Skalla- Grímssonar, var „... mikil fyrir sér, sterk sem karlar ok fjölkunnig mjök“. þuríður, fóstra Þorbjarnar önguls, í Grettis sögu var. fjöl- kunnig mjök ok margkunnig mjök...“. Þessar fóstmr sýna gjarnan skoplega hlið á söguhetj- unum sem þær fóstra og þykir það hlægilegt þegar fóstursonurinn leitar ráða hjá fóstrunni. Dæmi um það er þegar Þorbjörn öngull tekur fóstra sína með sér til að flæma Gretti úr Drangey og felur hana undir fatahrúgu í bát sínum. Þegar Þorbjörn og Grettir hafa þráttað um hríð tekur kerlingin að skammast í Gretti undan hrúgunni. Grettir skopast að henni en gerir sér svo lítið fyrir og kastar bjargi í hrúg- una svo kerlingin missir annan fótlegginn. Is- lendingasögur benda því til þess að það hafi þótt æskilegt að fósturforeldri og fósturbarn væm af sama kyni. Séu þau af andstæðum kynjum fær foreldrið neikvæða lýsingu; fóstr- umar hlægilegar og hættulegar en fóstrarnir útlenskir þrælar eða ofstopamenn. Fátíðni þessa fyrirkomulags í íslendingasögunurn bendir og til hins sama. Gallinn við þessa ályktun er sá að hún sting- ur svolítið í stúf við vinsælt minni Islendinga- sagna - að samband mæðgina og feðgina sé ein- staklega náið. Til dæmis syndir móðir ein með syni sína yfir fjörð í Harðar sögu og klifrar þar á eftir með þá upp ógreiðfært fjall til að vernda þá fyrir vígamönnum. Dæmi em um að feður séu veikir fyrir dætmm sínum sem hafa þess vegna sérstak lag á þeim. Til dæmis var Þor- gerður sú eina sem gat fengið Egil, föður sinn, til að mæla og neyta matar á ný eftir að hann hafði lagst í þunglyndi. Sums staðar er beinlínis tekið fram að mæður hygli sorium en feður dætmm, t.d. í Víglundar- sögu. Svo virðist sem að mæðgin og feðgin hafi verið betur séð af miðaldahöfundum en fósturmæðgin og -feðgin. Bregöur f jórðungi fil fósturs? W.I. Miller, sem áður hefur verið getið, telur að skýr tengsl séu milli þess annars vegar hvorir voru efnameiri, kynforeldrar eða fóstur- foreldrar, og ástæðunnar sem lá að baki fóstur- samningnum hins vegar. Séu fósturforeldrarn- ir fátækari er fóstrið eins konar greiðsla fyrir vemd kynforeldranna eins og áðm’ hefur verið nefnt. Þegar fósturforeldrar og kynforeldrar eru svipaðir að efnum og þjóðfélagsstöðu er fóstursamningurinn ýmist gerður til að styi’kja brothætt samband skyldmenna eða tengda- fólks eða til að innsigla sáttargjörðir milli óskyldra aðila. Ef fósturforeldrarnir voru rík- ari en kynforeldrarnir er um ómagafóstur að ræða vegna fátæktar hinna síðarnefndu. Auk þessa koma ýmsar aðrar ástæður til eins og Miller nefnir sjálfur. Fósturforeldrar geta haft ýmsan hag af umsömdu fóstri. Þegar bam- ið er erfingi mikilmennis eignast fósturforeldrið tilvonandi höfðingja að fóstursyni eða tilvon- andi höfðingjafrú að fósturdóttur. Algengast er, þegar um frjálst fóstur er að ræða, að fóstur- foreldrar afþakki lögbundið meðlag með barn- inu. Með því verður höfðinginn skuldbundinn fósturforeldrunum svo þeir hljóta að auki vernd og velvilja hans. Þrælar, ambáttir og vinnufólk, sem var orðið of gamalt eða heilsulaust til dag- legra verka, gat komið að gagni og þar með treyst stöðu sína með því að taka að sér bam húsbóndans. Þar við bættist að fóstursyni bar EFTIR GUÐJÓN INGA GUÐJÓNSSON Sú mynd, sem fornsögurn- ar draga upp af börnum, er furðuleg í augum nú- tímamanna. Það, sem stingur meðal annars í augu, er hve algengt Dað virðist hafa verið að or- eldrar fælu öðrum uppeldi barna sinna sem nú gæti virst vera vottur um ástleysi þeirra og vanhugsaðar uppeldisaðferðir. skylda til að verja fósturforeldrið í elli þess. Svo virðist sem fóstru- og fóstrahlutverkið hafi verið mikils metið og því hefur nokkur upphefð falist í því. I þjóðveldislögunum Grá- gás er gert ráð fyrir því að tekin sé borgun fyr- ir að taka að sér ómaga. Auk þess sýna dæmin að fósturforeldrar sinna almennt ekki öðrum verkum en barnaumsjá. Líklega hefm' fóstur- foreldri verið ábyrgt fyrir uppfræðslu barnsins þegar það hafði aldur til. Fyrir utan verk- menntun hefur bókmenntun orðið nauðsynleg í kristinni tíð. Jón Viðar Sigurðsson bendir auk þess á í greininni Börn og gamalmenni á þjóð- veldisöld (Yfir íslandsála, 1991) að svo virðist sem hvert mannsbarn hafi hlotið leiðsögn í dróttkvæðum, enda báru allir Islendingar skyn á þennan mai'gslungna kveðskap á miðöldum. Bai'nauppeldi hefur því verið krefjandi starf. Þegai' um var að ræða frjálst fóstur spöruðu foreldrar þess sér aftur á móti uppihald barns- ins. Miller bendir á að í raun geta foreldrar barnsins haft fjölmargar ástæður til að senda það frá sér. í Njáls sögu varð Ásgrímur Elliða- Grímsson til dæmis Þórhalli, syni sínum, úti um lögfræðinám með því að senda hann í fóst- ur hjá Njáli. í íslendingasögunum eru dæmi um að ódælir synir séu sendir á annan bæ til að vernda heimilisfriðinn og að unglingsdætur séu sendar burt til að forða þeim frá ungum, ást- leitnum mönnum. Vilja foreldra til að senda frá sér börnin sín má einnig útskýra með tilliti til hagsmuna sam- félagsins. I íslenskum og norskum samtímalög- um er að finna reglur um skyldur og réttindi fósturforeldra og fósturbarna annars vegar og fóstursystkina hins vegar. Þessum reglum svipar nokkuð til reglna um samband fóst- bræðra. Else Mundal ályktar út frá þessu að fósturkerfíð hafi verið liður í því að búa til eða „falsa“ tengsí milli fólks, svipað og gert er með fóstbræðralagi, og mynda þannig samstætt samfélag. Höfðinginn bjó barni sínu í haginn á óbeinan hátt með því að selja það í fóstur. Fósturkerfið styrkti innviði samfélagsins með því að draga úr flokkadráttum og það var öll- um fyrir góðu, ungum sem öldnum. Drengh' hafa að auki haft beinan efnislegan ávinning af umsömdu fóstri þar eð þeir urðu erfingjar tveggja feðra. Miller er á svipuðum nótum. Hann leggur hagsmunahjónabönd að jöfnu við fóstursam- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.