Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Qupperneq 7
A ARI HAFSINS
Ljósm.:Ragnar Th. Sigurðsson
NORÐURSLÓÐIR: Devon-eyja séð úr lofti.
MENNINGARARFUR frumbyggjanna er að mestu með öðru sniði en landnemanna sem komu
að sunnan. Samar t.d. og inúítar eiga sér munnlega sagnahefð, handverk sem sumpart brúar
bil milli nytjahluta, trúargripa og myndlistar.
EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON
Norðurslóðirnar hafg sín einkenni og takmarkanir. Þær
hafa ennfremur þýðingu á heimsmælikvarða. Rányrk ]a
í lífríkinu þar, staðbundnar breytingar á veðurfari (t.i d.
vegna gróðureyðingar eða þurrkunar votlendis), röskun
víðerna og margt fleira hefur óhrif um allan heim.
HUGTAKIÐ norðurslóðir er
ekki einhlítt. Til eru margvís-
legar skilgreiningar eftir því
hvað lagt er til grundvallar;
og þá oftast í samræmi við
þarfir tiltekinnar fræðigrein-
ar. Ensku heitin „the Arctic
and the Sub-Arctic“ ná býsna
vel yfir þetta land- og hafsvæði, en þar telst
ísland t.d. til „Sub-Arctic“, enda sunnan heim-
skautsbaugai-. Veðurfræðilega er unnt t.d. að
miða norðrið við legu þar sem meðalhiti
hlýjasta mánaðar ársins (júlí) er undir 10 stig-
um. Líffræðilega er hægt að miða við skógar-
mörk og setja norðurslóðir norðan við skóg-
mörk (trjálínu). Einnig mætti nota heim-
skautsbauginn, en þá er hugtakið nokkuð
þröngt (sama og „Arctic“ á ensku). Landfræði-
lega má miða norðrið við slíkar skilgreiningar
eða þá ákvarða, af félagslegum og pólitískum
ástæðum, að tiltekin héruð eða lönd tilheyri
norðurslóðum vegna svipaðra efnahagsað-
stæðna, lífshátta eða keimlíkrar sögu, einkum
sögu frumbyggja. f þessari grein verður dval-
ið við eftirfarandi svæði: Grænland, svæðið
sem lengst af hefur heitið Northwest Territor-
ies í Kanada, Yukon (í Kanada), Alaska (í
Bandaríkjunum), allan norðurhluta fyrrum
Sovétríkjanna (frá svæði norðan við
Kamsjatka vestur til Kólaskaga, um það bil
norðan við 64.-66. breiddargráðu), Norður-
Finnland, Norður-Svíþjóð og Norður-Noreg
(alls staðar norðan við heimskautsbaug) og
loks Færeyjar, ísland og Grænland. Efni
greinarinnar eru hugleiðingar um náttúru-
nytjar og menningu á þessu svæði þar sem
hafið er önnur helsta uppspretta alls þess sem
samfélögin þar þrífast á.
Birta, myrkur, svali og ísalög
Ýmsar rannsóknir benda til þess að megin-
drættir umhverfis móti bæði útlit manna og
hegðan; enda næsta augljóst að svo hljóti að
vera. Rannsóknirnar beinast að því hvernig
slíkt gerist og hverjar afleiðingarnar eru og
svo gagnvirkt; hvernig menn móta umhverfi
sitt. I erindi á ráðstefnu sérfræðinga um sögu
norðurslóða í Reykjavík í júní sl. gerði t.d.
Kanadamaðurinn Kenneth Coates grein fyrir
athugunum sínum á áhrifum vetursins og
heimskautanæturinnar á framvindu sögunnar
í norðurhluta síns mikla lands. Hann kemst
m.a. að þeirri niðurstöðu að miklir kuldar,
snjóar, ísalög, myrkur, langur vetur, erfið
ferðalög og erfið öflun matar hafi sett mark
sitt víða og rekur fjölmörg dæmi þess; dæmi
sem ekki er unnt að gera grein fýrir hér.
Tvö meginsvið blasa við þegar skoða skal
samspil manns og náttúru í norðrinu:
1. Hvernig nýta menn náttúru norðursins,
einkum lífríkið og hvaða viðhorf til náttúru-
nytja eru þar ríkjandi?
2. Hvernig endurspeglar menning þjóða og
hópa umhverfið?
Þegar þetta er ákveðið er freistandi að setja
fram hvaða þætti réttast er að skoða í náttúr-
unni sem áhrifaþætti í þessu samhengi. Og
þeir eru þessir (ekki tæmandi upptalning):
Langar vetrarnætur, stutt, bjart sumar, lang-
vinnir kuldar eða umhleypingar, nálægð hafs
eða stöðuvatna og snjóar eða ísalög. Dimmir
dagar eru mismargir; allt frá því að vara í 2-3
mánuði með nokkurra klukkustunda birtu eins
og á íslandi upp í nánast aldimma daga í fáeina
mánuði eins og á Svalbarða og nyrst á Græn-
landi eða í Kanada. Björtu sumrin hafa í för
með sér mjög kvika náttúru þar sem allt er i
fullum blóma aðeins í nokkrar vikur og lífver-
urnar hneigjast til að teyga birtuna sem mest
þær mega. Kuldar eru oft langvinnir og miklir;
að slepptum hluta íslands og Færeyjum er al-
gengt að hitastig sé langt undir frostmarki í
marga mánuði. Þar sem kuldarnir eru ekki
ríkjandi, verða umhleypingai- í staðinn; sífellt
skiptir milli frosts og þíðu, og er ísland allra
landa best fallið til að vera dæmi um slíkt.
Feikistór hafsvæði liggja að norðrinu og ræður
þar miklu að allt norðurskautssvæðið er haf en
ekki land ólíkt því sem er á suðurhveli jarðar.
Mikið er um stór stöðuvötn í norðrinu og þar
falla margar af helstu stórám álfanna til sjávai'.
Um 60-80% úrkomu fellur sem snjór á mestum
hluta norðursins og þar eru mikil flæmi þakin
ís á veturna; ýmist frosnu ferskvatni á vötnum
og ám, jökulís eða hafís. Aðeins vatnsísinn
hverfur að mestu eða öllu leyti. Jökulísinn
breytist lítið að magni tíl og allt að helmingur
hafíssins „lifir af ‘ sumarlangt. Fremur auðvelt
að að reyna að gera sér í hugarlund hvernig
allt þetta getur haft áhrif á menn og dýr og
setja fram kenningar. Rannsóknir þarf hins
vegar til þess að skera úr um hvaða kenningar
eru nothæfar og hverjar ekki.
Náttúrwnytiar erw þáttwr mannlífs
Frá fornu fari hafa náttúrunytjar hér
nyrðra snúist um veiðar og söfnun nytjajurta.
Veiðarnar voru aðallega fugla- og spendýra-
veiðar en fiskveiðar í mun minna mæli. Veið-
arnar snerust eingöngu um að hafa til hnífs og
skeiðar og efni til klæða og þess háttar. Jurta-
nytjarnar voru í sama stíl. Með sambandinu
við þjóðh' sem stefndu smám saman að iðn-
væðingu komu upp nýir fletir á náttúrunytj-
um: Veiði vegna skinnasölu, vinnsla jarðefna,
veiðar í hagnaðarskyni með hjálp tækni-
væddra veiðitækja og loks ferðaþjónusta allra
síðustu áratugina. Nú er svo komið að fleiri
menn lifa á þessum „nýju“ atvinnuvegum í
norðrinu en þeim fornu, að því er best verður
séð. Sjálfsþurftarveiði er helst við lýði nyrst á
landsvæðinu og þá iðulega sem hlutastarf á
móti annarri vinnu.
Eins og gefur að skilja hafa hinar eldri að-
ferðir við að lifa lífinu skapað gildi og hefðir
sem lúta að náttúrunni; bæði skýringar á
„hegðan hennar“ og reglur um umgengni við
hana og þá einmitt við veiðidýrin. Sumt af
þessu eru hlutar fornra trúarbragða eða hefur
verið aðlagað þeirri kristni sem mikill meiri-
hluta fóks í norðrinu hefur aðhyllst með tím-
anum. Kjarninn í þessum gildum og hefðum er
trú á margs konar orsakasamhengi í náttúr-
unni og trú á að breytni manna skipti þar máli
um hvernig fer. En einnig gilda reglur um
hvernig og hvenær megi veiða. I sjálfu liggur
að varkárni gagnvart náttúrunni og virðing
fyrir nytjagjöfum hennar hefur átt sinn þátt í
að lengst af hefur rányrkja sjaldan eða aldrei
orðið hlutskipti fólksins. Auðvitað kemur
strjálbýli og fólksfæð, ásamt lágu tæknistigi,
þar líka við sögu. En hvemig sem málum var
skipað er Ijóst að kímið að sjálfbærri þróun;
þ.e. nýtingu auðlinda án þess að „skerða höf-
uðstólinn og nýta einungis vextina", er fólgið í
aldagömlum náttúrunytjum norðurslóðabúa.
Nýir timar - ný viðhorf
Auðvitað er svo á hinn bóginn einsætt að
fornar aðferðir og forn gildi duga skammt ein
sér til þess að fæða og klæða, mennta og
skemmta sívaxandi íbúafjölda hinna norðlægu
slóða. Þess vegna verður að halda sami-æmi
milli aðstæðna í norðrinu, hefða og gilda sem
augljóslega hafa sannleiksþunga og sóknar til
velsældar. Hvað hefur slíkt í fór með sér? Til
dæmis þarf að samþætta nútíma tækni og
vandaðar reglur um sjálfbæra nýtingu, læra af
gamla tímanum, nýta hugmyndirnar og koma
þannig í veg fyrir rányrkju sem mörg dæmi
eru um. Sú rányrkja hefur stundum stafað af
fáfræði en oftar af kröfum um skjótan og mik-
inn hagnað án umhugsunar um afleiðingarnar.
Einnig verður að koma í veg fyrir mengun og
rask sem hefur fylgt hömlulausri iðnvæðingu,
námarekstri og fjárfestingum. Þær hafa oft
verið fjölfaldaðar eftir mynstri sem tíðkast
sunnar og við allt aðrar aðstæður. Norðurslóð-
irnar hafa sín einkenni og takmarkanir. Þær
hafa ennfremur þýðingu á heimsmælikvarða.
Rányrkja í lífríkinu þar, staðbundnar breyt-
ingar á veðurfari (t.d. vegna gróðureyðingar
eða þurrkunar votlendis), röskun víðerna og
margt fleira hefur áhrif um allan heim.
Um leið verður að virða rétt fólks og þjóða
til náttúrunytja í norðrinu; ekki hvað síst
veiða. Þar er t.d. sjálfbær nýting sela og hvala
eitt af því sem á að rúmast í samfélagi þjóða
rétt eins og kvikfjárrækt eða ostruveiðar.
Einnig hafa norðurbúar rétt til að nytja jarð-
efni í eigin þágu. Langoftast hafa aðrir notið
mesta arðsins, sbr. hinar 27 þjóðir Síberíu sem
sáu langminnst af því sem fékkst fyrir vinnslu
jarðefna á tímum Sovétríkjanna og er svo
reyndar enn. í hnotskurn má segja að norður-
kollubúar hafi sama rétt til veiða og auðlinda-
vinnslu og t.d. íbúar landbúnaðarsvæða til að
yrkja jörðina eða íbúar skógarklæddra lánda
til trjánytja.
Menning i sókn
Hér er aðeins rúm til þess að skoða svolítið
menningu þjóðanna hið næsta okkur. Hún
endurspeglar ágætlega allar norðurslóðir.
Menningararfur frumbyggjanna er að mestu
með öðru sniði en landnemanna sem komu að
sunnan. Samar t.d. og inúítar eiga sér munn-
lega sagnahefð, handverk sem sumpart brúar
bil milli nytjahluta, trúargripa og myndlistar
og loks tónlist sem mest er fólgin í söng og
notkun eins einfalds hljóðfæris. Landnemar, í
þessu tilviki einkum norrænir menn, áttu rit-
aða sagna- og skáldahefð og færðu mið-evr-
ópska tónlist og handverk til norðursins. A
einni til tveimur umliðnum öldum hafa svo
þessir næsta ólíku menningarheimar bland-
ast. Frumbyggjaþjóðirnar hafa við það tekið
meiri lit af hinum suðrænni straumum en
segja mætti um sunnanmenn. Nú eru hefð-
bundin skáld að rita sögur og ljóð í Grænlandi
og Samalandi, listmálarar og myndhöggvarar
þar eru virkir og mikið er samið af tónlist;
poppi, vísnasöng og stærri tónverkum. En
sérkenni eru oftast augljós og vísanir í hefðir
og menningararfinn óteljandi; rétt eins og
gerist í Færeyjum, á íslandi eða í Skandinav-
íu. Eru flestir sammála um að einn kröftug-
asti vaxtarbroddur mannlífs á norðurslóðum
er einmitt að sjá í menningarstarfi. Á sama
tíma er barátta frumbyggja, einkum inúíta,
fyrir auknum réttindum og viðurkenningu á
stöðu þeirra og sögu að bera æ meiri árangur.
Heimastjóm Grænlendinga og stofnun
Nunavut í Kanada eru til að mynda teikn um
það. Sérkenni mikils hluta menningarefnis í
norðrinu er nálægð dýranna og gróðursins;
náttúrunnar allrar og þá sér í lagi, í okkar
hluta, nálægð hafsins.
Á ári hafsins væri verðugt verkefni að finna
í vandaðri kynningu á þætti sævarins og lífrík-
isins þar í menningu á norðurslóðum; í tónlist,
myndlist, ritstörfum (ekki aðeins skáldritum!)
og í umræðu um siðfræði náttúrunytja. Er þá
átt við kynningu á menningu mismunandi
hluta norðursins, t.d. menningu Færeyja og
Islands í Nunavut og öfugt; menningu þeirra
sem byggja svæði austarlega í Rússlandi og
við þekkjum flest sem Jakútíu og Alaska-búa
t.d. í Færeyjum, á Grænlandi og Islandi og öf-
ugt; og loks menningu Sama annars staðar í
norðrinu og öfugt. En langt er liðið á ár hafs-
ins að þessu sinni svo eflaust verður að horfa
til næstu ára, verði jafnmikilvægum málum
sinnt af þeim krafti sem þarf. Með tilkomu
Heimskautaráðsins ættu slík verkefni að vera
auðveldari en ella.
Höfundurinn er lífeðlisfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 7