Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 15
ÉG HEF lesið íslendingasögur ~ síðan ég var sextán ára og Ealltaf haft mikinn áhuga á að koma hingað að berja sögusvið þeirra augum. Nú þegar ég er loksins kominn hingað vil ég helst eiga heima héma,“ segir danski presturinn og rithöf- undurinn Johannes Mpllehave. Johannes segist þegai- hafa farið að skoða sögusvið Eglu og Gísla sögu. „Það jafnast ekkert á við það að koma á sögu- slóðirnar sjálfar; ég hef alltaf verið að reyna að ímynda mér hvernig þetta hefur litið út, hvern- ig aðstæður voru þar sem bardagarnir voru háðir, hvernig landslagið er en nú sé ég að þetta er allt mun stórkostlegra en ég ímyndaði Húmor sem vopn Johannes er hingað kominn til að ferðast um landið og halda fyrirlestra um tvo af mestu andans snillingum Dana, Kierkegaard og H.C. Andersen, og um þann eiginleika sem við kannski þekkjum Danina best af, húmorinn. Johannes segir raunar húmorinn vera eitt af meginstíleinkennum Andersens. „Þetta er hinn sérdanski hluti verka hans. Danir eiga mjög erfitt með að skilja tragedíur, hið harmræna. Þetta er mjög merkilegt. Við eigum einstaka harmræn skáld en við skiljum þau ekki, við skiljum Holberg, enda var hann fyndinn. En það má líka nota húmorinn sem vopn gegn því ranga og vonda, sem gagnrýni.“ Lýsing Johannesar kemur fyllilega heim og saman við þá mynd sem við Islendingar höfum af Dönunum og ég spyr hann hvort þarna sé ekki kominn einn aðalmunurinn á þeim og frændum þeirra Svíum. Er húmorinn ekki einmitt munurinn á Holberg og Strind- berg? „Jú, það er rétt. Strindberg er þungur á brún, alvarlegur. Ibsen þeirra Norðmanna er hins vegar húmorískur þótt hinn harmræni tónn sé alltaf undirliggjandi. Og fyrir vikið skiljum við Danir Ibsen miklu betur en Strindberg. Jú, vafalaust má svo heimfæra þennan greinarmun upp á Dani og Svía í heild. Við viljum umfram allt hlæja framan í heiminn." Samhengisleysið hsettulegasl Johannes fullyrðir að H.C. Andersen sé mest lesni liöfundur í heimi. „Hann er meira lesinn en Shakespeare og Dante, og raunar er Kierkegaard afar þekktur einnig. Þeir tengd- ust reyndar, því að Kierkegaard ski'ifaði um verk Andersens, reyndar ekki um ævintýrin heldur skáldsögur hans.“ Johannes er guðfræðingur að mennt og hef- ur lengi unnið með verk Kierkegaards. Hefur hann einkum haft áhuga á kærleikshugtaki hans, en í þeim efnum segir Johannes að Kierkegaard hafi verið undir áhrifum frá Platón og Shakespeare. í grein um kærleikann í bók sinni Da alting Morgunblaðið/Amaldur DANSKI presturinn og rithöfundurinn Johannes Mollehave segir að Danir skilji ekki hið harmræna, enda vilji þeir helst hlæja framan í heiminn. „DANIR SKIUA EKKI HIÐ HARMRÆNA" Danski presturinn og rithöfundurinn Johannes M0II- ehave mun halda nokkra fyrirlestra hér á landi í ágúst og september. ÞRÖSTUR HELGASON spjallaði við hann um umfjöllunarefnin sem eru Kierkegaard, H.C. Andersen og hugtakið húmor. blev anderledes, sem kom út í fyrra, segir Jo- legast en kærleikurinn Ijái lífinu samhengi. hannes að samhengisleysið sé manninum hættu- „Það eru margir sem upplifa þetta samheng- isleysi í heiminum og lífinu, bæði einstaklingar og fjölskyldur. Nútíminn, þessi póstmóderníski tími, einkennist af samhengisleysi. Fólk heyrir aldrei eða sér alla söguna frá upphafi til enda; það er alltaf að flakka á milli stöðva. Aðeins kærleikurinn getur læknað þessa tilfinningu; aðeins kærleikurinn getur léð lífinu dýpt, merk- ingu og samhengi.“ Johannes Mollehave heldur sinn fyrsta fyrir- lestur á Sauðárki’óki á fóstudagskvöldið. Hann fer svo til Akureyrar um helgina en í septem- ber mun hann halda fyrirlestra í Norræna hús- inu, Háskóla Islands og í menntaskólum í borginni. TÓNLIST ENDURVAKIN TONLIST Sfgildir diskar SERGEI RACHMANINOFF Scrgei Rachmaninoff leikur eigin verk og út- setningar: 2 Prelúdíur, 2 Etudes-tableaux, Humorcsque, Lilacs, Polchinelle, Barcarolle, Mélodie, Polka de V.R., Elcgie, Serenade o.fl. verk. Einleikari: Sergei Rachmaninoff. Ut- gáfa: TELARC CD 80489 (1998). Lengd: 65’12. Verð: kr. 2.100 (12 tónar). TÆKNIFRAMFARIR nútímans eru eig- inlega hættar að koma á óvart. Einhvern veg- inn má búast við því að allt sé hægt. En samt verður maður einstaka sinnum furðu lostinn á því hvað nútimatæknin leyfir. Á þessum diski má heyra tónskáldið og píanistann Sergei Rachmaninoff leika eigin verk og útsetningar af píanórúllum í upptöku sem stenst saman- burð við það besta sem gerist í dag og gott er ef diskurinn hljómar ekki betur en aðrir pían- ódiskar sem ég hef heyrt! Sergei Rachmaninoff hefur verið talinn í flokki bestu pianóleikara aldarinnar. Það sem hins vegar kemur á óvart við að hlusta á diskinn er hversu glæsileg spilamennska Rachmaninoffs hefur verið, tæknin óviðjafn- anleg og túlkun tónskáldsins á eigin verkum og útsetningum bæði tilgerðarlaus og einlæg. Einnig vekur athygli í hve litlum mæli hann hefur notast við það ýkta „rubato" sem svo einkenndi spilamennsku ofurpíanistanna fyrr á öldinni. Ég gerði mér einfaldlega ekki grein fyrir að hann hefði verið svona góður. Nefna má glæsilega prelúdíuna op. 3 nr. 2 og hina þekktu prelúdíu op. 23 nr. 5 sem að sönnu er ógnvekjandi í meðfórum tónskáldsins. í Býflugu Rimskys-Korsakoffs sýnir Rachman- inoff óviðjafnanlega tækni sína í leifturhröðu lagferlinu. En hið ljóðræna og fínlega birtist einnig víða og má þar t.d. nefna Lilacs op. 21 nr. 5 sem hann spilar hreint ótrúlega fallega. Það er annars sama hvar borið er niður, allt vekur aðdáun og undrun manns. Það er sannarlega ótrúlegt hvern- ig tekist hefur að koma öll- um blæbrigðum og styrk- leikabreytingum í túlkun Rachmaninoffs til skila á þennan „mekaníska" hátt, því hér er að sjálfsögðu um að ræða píanórúllur sem spilaðar eru á nýtt hljóðfæri (Bösen- dorfer 290 SE Reproducing Piano). Þetta er í alla staði hreint frábær diskur sem allii' unnendur fallegrar píanótónlistar ættu að eignast. BENJAMIN FRANKEL Benjamin Frankel: Fiðlukonsert op. 24, Víólu- konsert op. 45, Serenata Concertante fyrir píanótrfó og híjómsveit op. 37. Einleikarar: Ulf Hoelscher (fiðla), Brett Dean (víóla). Pía- nótríó: Stephen Emmerson (pfanó), David Lalc (selló), Alan Smith (fiðla). Hljómsveit: Queens- land Symphony Orchestra. Hljómsveitarstjóri: Werner Andreas Albert. Útgáfa: cpo 999 422- 2. Lengd: 66’02. Verð: kr. 1.800 (12 tónar). ÁÐUR hefur verið gert að umtalsefni í þessum dálkum hversu skemmti- legt það er að kanna ókunnar slóðir um lönd tónlistarinnar. Það var gert í þetta sinn - undirrit- aður þeltkti hvorki haus né sporð á téðum Benjamin Frankel. Ekki er framhliðin á diskinum beinlínis árenni- leg: svört með hvítum bók- stöfum en ef til vill ekki svo óviðeigandi þegar eitt verkið á diskinum nefnist Fiðlukonsert í minningu milljónanna sex. Sinfóníuhljómsveitin í Queensland í Ástralíu er ekki meðal þekktustu hljómsveita og hljómsveitarstjóri og einleikarar (að und- anskildum Ulf Hoelscher) algerlega ókunnir þeim er þetta ritar. Sem sagt fátt sem verkar beinlínis freistandi. EN; kannski ætti maður einmitt að treysta útgáfu sem leggur svo lítið upp úr glansnöfnum og ytri umgjörð en gerir sér far um að vanda innihaldið. Og hér er sannarlega lögð rækt við hvert smáatriði - allt fi'á hinum sérlega fræðandi bæklingi (sem ski'ifaður er á mannamáli og með tóndæmum) til vandaðs flutnings og fallegrar upptöku. En hver var svo Benjamin Frankel? Hann fæddist í Lundúnum árið 1906 og var af pólskum gyðingaættum. Hann spilaði lengi vel jazz í klúbbum Lundúnaborgar og var eft- irsóttur útsetjari söngleikjatónlistar. Enn- fremur telja Englendingar Frankel einn sinn fremsta tónsmið á sviði kvikmyndatónlistar og eftir hann liggur tónlist við yfir 100 kvik- myndir. Hann samdi einnig fjöldann allan af hljómsveitar- og kammerverkum og þykja sinfóníurnar átta (1958-1972) og fyrrnefndur fiðlukonsert (1951) marka hápunkt sköpunar- ferils hans. Frankel lést í Sviss árið 1973 og hefur tónlist hans í alvai'legi'i kantinum nán- ast gleymst algerlega. Maður spyr sig hvern- ig hægt sé að „týna“ svona magnaðri tónlist. En nú er þýska útgáfufyrirtækið cpo að vinna að heildarhljóðritun hljómsveitarverka hans svo vonandi er Frankel kominn til að vera. Meginverkið á diskinum er Fiðlukonsert- inn op. 24 sem saminn er í minningu fórnar- lamba helfararinnar. Þungamiðja þessa sterka og dramatíska verks er hinn magnaði þriðji kafli. Þetta er sorgaróður sem lætur engan ósnortinn. Ulf Hoelscher leikur ein- leikshlutverkið af innileik og skilningi. Víólu- konsertinn op. 45 (1967) er mikið virtúósa- verk sem hlýtm- að vera góð viðbót við frekar fátæklegt safn konserta sem skrifaðir hafa verið fyrir þessa „öskubusku“ strengjahljóð- færanna. Einleikarinn, Brett Dean, hefur fal- legan tón og tæknilegir erfiðleikai' verksins virðast honum léttvægir. Lokaverkið á diskin- um er Serenata Concertante fyrir píanótríó og hljómsveit (1960). Þar kveður við nokkuð annan tón en í fyrri verkunum tveimur. Verk- ið er fullt af gáska og þrátt fyrir að vera byggt upp á einfaldri 12-tónaröð er það mjög svo áheyrilegt og fullt af skemmtilegum upp- átækjum. Þetta er ákaflega eigulegur diskur sem ég mæli heils hugai' með. VALDEMAR PÁLSSON Sergei Rachmaninoff Benjamin Frankel LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.