Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Kristinn EFNIVIÐUR Ólafar Einarsdóttur er hör, hrosshár og snæri og myndefnið saekir hún í hræringar náttúrunnar. ÞRÁÐLIST ÓLAFAR EINARSDÓTTUR í GERDARSAFNI HRÆRINGAR í NÁTTÚRUNNI OG TILFINNINGUM FÓLKS ^T G heillaðist af spjaldvefnaði þegar ég Ekynntist honum í Myndlista- og hand- íðaskólanum," segir Ólöf Einarsdóttir veflistakona en í dag, laugardag, kl. 15 hefst í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, sýning á sjö þráðlistaverkum hennar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og stendur fram til 25. október nk. Á sýningunni, sem er í vestursal safnsins, eru spjaldofin veggverk og þrívíð verk og efniviður- inn er hör, hrosshár og snæri. Spjaldvefnaður er að sögn Ólafar afar seinleg iðja og ævafornt handverk, sem vitað er til að hafi verið stundað í Egyptalandi a.m.k. frá því um 2000 fyrir Krist. Hér á landi er spjaldvefnaður jafngamall landnámi, en með hjálp spjalda hafa löngum verið ofnir ýmiskonar borðar, belti, taumar og jafnvel styttubönd. Spjaldvefnaður hefur þannig aðallega verið notaður í nytjalist og mun minna í myndverkum eins og Ólöf gerir. „Þess vegna er þetta svo spennandi," segir hún. „Það eru nákvæmlega 10 ár síðan ég hélt fyrst sýningu á verkum af þessari gerð og eig- inlega hélt ég að ég myndi leggja það frá mér en það hefur aldeilis ekki orðið raunin. Spenn- ingurinn hefur rekið mig áfram," segir Olöf, sem hefur að mestu einbeitt sér að þessari tækni frá því hún lauk námi í textfldeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1985. Hún hefur einnig kennt á námskeiðum í spjaldvefnaði í Heimilisiðnaðarskólanum á síðustu árum. Sýn- ingin í Gerðarsafni er önnur einkasýning henn- ar en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Glæringar eg gjóska Andstætt hefðbundnum myndvefnaði sést uppistaðan í spjaldvefnaði en ívafið ekki. Ólöf notar hör í uppistöðuna og hrosshár og snæri í ívaf, sem hún þó með ákveðinni tækni nær að láta sjást. Aðspurð um þróun í verkum hennar segir hún að þau hafi smátt og smátt verið að flosna frá veggjunum. Hún hafi byrjað með veggverk en sé nú hægt og bítandi að þróast út í þrívídd. Hún segist sækja myndefnið í ís- lenska náttúru. „Þema sýningarinnar er hrær- ingar í náttúrunni eða það sem ólgar undir niðri. Verkin bera nöfn eins og rofabörð, glær- ingar og gjóska. Mér finnst gaman að velta fyr- ir mér tengslum náttúrunnar við manninn, því mér hefur fundist eins og margt sé hliðstætt í tilfinningalífi fólks og í jarðkúlunni okkar, allar þessar hræringar, sveiflur og umrót. Mér hef- ur líka þótt gaman að samræma þetta myndefni með þessum seinlegu aðferðum, vegna þess að jarðhræringar eru hlutir sem gerast á mjög löngum tíma og eiga þar af leið- andi mikið skylt við minn vef, því ég er heil- lengi að vefa," segir hún. Morgunblaðið/Kristinn MAGDALENA Margrét Kjartansdóttir og tvær af „drottningunum" hennar sem verða til sýnis I Gerðarsafni næstu þrjár vikurnar. MAGDALENA AAARGRÉT SÝNIR DROTTNINGAR ÍGERÐARSAFNI „DROTTNING UM STUND" ^r G öfunda skáldin sem geta sett allt Eí orð. Ég get bara tjáð mig í mynd- um," segir Magdalena Margrét Kjartansdóttir, sem líkir þó list- sköpun sinni við ljóðagerð eða frá- sögn. í dag, laugardag, kl. 15 hefst í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sýning hennar á.mannhæðarháum myndverkum, sem hún hefur þrykkt á ör- þunnan handgerðan japanskan pappír. Sýn- ingin er opin kl. 12-18 alla daga vikunnar nema mánudaga og stendur fram til 25. októ- ber nk. Verkin, sem eru unnin á undanförnum tveimur árum, og gefur nú að h'ta í austursal safnsins, sýna allflest stúlkubörn í ýmsum stellingum og klæðum, sakleysislegar en samt ögrandi „drottningar um stund" eins og yfirskrift sýningarinnar ber með sér. Að sögn Magdalenu Margrétar er myndunum ætlað að vekja tilfinningar áhorfandans um þá veröld og það áreiti sem við lifum við. „Mér finnst ég vera að taka konuna fyrir," segir hún. Magdalenu Margréti eru Ijóð hug- leikin og þannig eru skrifuð ljóð á tvö verk- anna á sýningunni, annað eftir Matthías Jo- hannessen og hitt eftir ísak Harðarson. Pappírinn sem hún þrykkir á er örþunnur, handgerður og unninn úr mórberjatrjám. „Ég fékk þennan pappír fyrir fjórum árum og það tók mig langan tíma að komast í takt við hann," segir hún en kveðst nú loksins vera orðin sátt við hann. „Ég fékk gefins gamlar klisjur, eða dúkkulísur, og fór að leika mér að því að vinna út frá þeim. Og þetta er afraksturinn. Ég skar út stórar dúkkulísur og reyndi að ná að túlka tilfínn- ingar hjá þeim, þar sem þær eru jú tilfinn- ingalaus pappírsleikföng í upphafi en öðlast heilmikið líf og gildi þegar þær eru með í leiknum," segir listakonan. Allmargar einkasýningar Magdalena Margrét lauk námi frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands ár- ið 1984. Síðan hefur hún haldið allmargar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi jafnt sem erlendis, á þessu ári t.d. í Hamborg, Kaupmannahöfn og ísa- firði. Hún var ásamt Ragnheiði Jónsdóttur valin af finnska grafíksambandinu sem full- trúi íslands á sýningunni Save í Strandka- sernen í Helsinki. ERLA AXELS SYNIR OLIUMALVERK I NORRÆNA HUSINU BIRTA, ANGAN OG LITIR HÚN málar birtu og dimmu og ang- an frá náttúrunni og svo fær hún stundum óvæntar heimsóknir þeg- ar hún er úti á heiði að skissa, eins og til dæmis glitský og fallhlífa- menn, sem slæðast inn á myndirn- ar. Myndlisterkonan sem lýsir verkum sínum þannig heitir Erla B. Axelsdóttir og dvelur löngum stundum í sumarbústað fjölskyldunnar við Selvatn á Mosfellsheiði og þar í grennd. Sýning á verkum hennar hefst í Norræna hús- inu í dag, laugardag, kl. 14, og stendur fram til 18. október nk., alla daga kl. 14-18. A sýningunni, sem ber yfirskriftina Nánd, eru um fjörutíu olíumálverk unnin á síðastliðnum fjórum árum. Mörg verkanna eru upprunnin á heiðinni og á Hengilssvæðinu en einnig eru þar verk máluð í Skaftafellssýslu, Skagatá og víðar. Fór óvenjulega ieið Sýningin er ellefta einkasýning Erlu en auk þess hefur hún tekið þátt í fjðlda samsýninga hér á landi og erlendís. Hún er einn stofnenda vinnustofanna og gallerísins Art-Hún. Erla segist hafa farið heldur óvenjulega leið í mynd- listarnámi sínu. Arið 1975 hóf hún nám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík, þar sem Hringur heitinn Jóhannesson listmálari var kennari hennar, og síðar fékk hún hann til þess að vera sérlegan gagnrýnanda sinn og leiðbeinanda. Seinna lá leið Erlu til Bandaríkjanna til frekara náms. Erla notar núna fyrst og fremst olíuliti en kveðst þó alltaf hafa unnið í pastel líka. Að- spurð um þróun í verkum hennar segir Erla að á fyrstu sýningu sinni í Asmundarsal árið 1983 hafi myndefnin verið margvísleg og svolítið skondin, hún hafi alltaf verið dálítið fyrir það að spauga. Á sýningu í Norræna húsinu árið eftir var stfllinn Iaus og litirnir bjartari. „Það var fínt út af fyrir sig en eftir þá sýningu ákvað ég að fara út í skóla til að festast ekki í þessu, heldur þróa mig áfram," segir hún. Skólinn sem varð fyrir valinu var listadeild Skidmore í Saratoga Springs í New York „Þar fóru form- in að verða heilli og ekki eins laus í sér," segir hún. Á sýningu sem hún hélt í FÍM-salnum 1989 voru dökkir litir áberandi og þá spurðu margir gestanna hvort það væru erfiðleíkar í fjölskyldunni. „Ég var að vinna úr dökku litun- um og kynna mér þá," segir Erla. Seinna setti hún sér það markmið að brjóta þessi heilu og Morgunblaðið/Golli MÁLVERKASÝNING Erlu Axels hefst í dag kl. 14 í Norræna húsinu. dökku form aðeins upp og fara yfir í sterk form en léttari í málverkínu. Nú segist hún vera mjög upptekin af birtu, angan og litum og smæð fólksins í landslaginu. Erla hefur tekið Netið í þjónustu sína, en á heimasíðu hennar og netgalleríi má sjá sýnis- horn verka hennar, á slóðinni http://www.- mmedia.is/~xog^/erla. Þegar sýningin hefur verið opnuð í Norræna húsinu í dag má sjá átján verkanna í netgalleríinu. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.