Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 2
ÖRLAGANÓTT í Getsemanegarðinum, eitt þeirra verka Benedikts Gunnarssonar sem sýnd eru í Hallgrímskirkju. NÝJAR LENDUR GUÐDÓMSINS „ÉG LÍT ekki á trú og vísindi sem andstæð- ur. Vísindin víkka út skynjunarsvið manns- ins og þar með alltaf nýjar lendur guðdóms- ins,“ segir Benedikt Gunnarsson, en á morg- un, sunnudag, verður opnuð sýning á verk- um hans í anddyri Hallgrímskirkju. Bene- dikt flytur fyrirlestur á fræðslumorgni í Hailgrímskirkju klukkan 10 um Iistina og trúna og málverkasýning hans verður opnuð að lokinni guðsþjónustu klukkan 12.15. Benedikt segir myndefnin sprottin úr sköpun, lffi, trú og vísindum. „Ég vinn stundum í svona myndaflokkum. Þannig eru þarna hlutbundnar myndir, til dæmis með Páli postula og Hallgrími Péturssyni. Svo eru líka abstraksjónir, sem tengjast ferð hins tæknivædda manns út í veröldina og leiðir í víðáttunum miklu. Þannig skarast á þessari sýningu vísindaleg þekking manns- ins og trúarviðfangsefni. Ég reyni svo að ljalla um þetta með mínum persónulega hætti.“ Benedikt segist ekki hafa skírt mynda- flokkana ennþá. En á næsta ári er fyrirhug- uð sýning í Kópavogi á myndaflokkum, sem hann hefur verið að vinna við að undan- förnu. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Art Hún, Stangarhyl 7 Toshiko Takaezu. Leirlistaverk. Til 8. okt. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Gunnar Bjarnason. Til 4. október. Gallerí Fold, Kringlan Samsýningin Hvalir. Gallerf Kambur, Holta- og Landsveit Ólafur Elíasson. Til. 4. okt. Gallerí Sævars Karls Haraldar Jónssonar. Til 28. okt. Gallerf Stöðlakot Vatnslitamyndir eftir Nikulás Sigfússon. Til 11. okt. Gerðuberg: Sjónþing Kristins G. Harðarsonar. Til 24. okt. Hafnarborg Apótekið: Ljósmyndasýning Bernts Schlussel- burg. Sverrissalur: Margrét Guðmundsdóttir, olíu- myndir. Aðalsalur: Anna Sigríður Sigurjónsdótir, skúlptúrar. Til 5. okt. Ilallgrfmskirkja Benedikt Gunnarsson. Ingólfsstræti 8 Eloi Puig. Til 11. október. Kjarvalsstaðir -30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Til 25. okt. Listasafn ASÍ Gryfjan: Jun Kawaguchi. Ásmundarsalur: Þóra Sigurðardóttir. Til 4. okt. Listasafn Einars Júnssonar, Skðlavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kðpavogs, Gerðarsafn Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Ólöf Einars- dóttir. Amælissýning Myndhstarskóla Kópavogs. Til 25. okt. Listasafn fslands fslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt. Listaskálinn í Hveragerði: Erotíka: Bragi Ás- geirsson, Einar Hákonarson, Eva Benjamínsdótt- ir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, Ragnhildur Stefánsdóttir og Stefán Boulter. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur Halldór Gunnarsson. Til 29. okt. Norræna húsið, Hringbraut Erla B. Axelsdóttir. Til 18. okt. Nýlistasafnið Bjarti og svarti salur: Eygló Harðardóttir. Súm- salur: Ásta Ólafsdóttir. Forsalur og gryfja: Þórdís Alda Sigurðardóttir. Til 18. okt. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn fslands, Ilafnarfir'ði Sumarsýning á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd Harpa Bjömsdóttir sýnir til 24. okt. TONLIST NQRRÆNA BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐIN SINFÓNfAN LEIKUR UNDIR CHAPLIN SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands mun leika á sýningu þöglu kvikmyndarinnar Borgarljósin eftir Charlie Chaplin í stóra sal Háskólabíós laugardaginn 24. október n.k. Forráðamenn Kvikmyndasjóðs Islands hafa rætt við Josephine Chaplin, dóttur Chaplins, sem býr í París en hún helgar sig sýningu þessara mynda við undirleik lifandi tónlistar, og ætla að sögn Oddnýjar Sen að bjóða henni og Geraldine Chaplin, sem er einnig búsett í París, til landsins við tæki- færi. Borgarljósin verða sýnd á tólftu Nor- rænu bamakvikmyndahátíðinni, sem verð- ur haldin á Islandi dagana 20.-25. október nk. og er þetta í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Hápunktur hátíðarinnar er sýning Kvikmyndasjóðs íslands og Sin- ÁSTARGYÐJAN í HVERAGERÐI EROTÍKA nefnist myndlistarsýning með verkum Braga Ásgeirssonar, Einars Hákon- arsonar, Evu Benjamínsdóttur, Gunnars Arn- ar Gunnarssonar, Hörpu Bjömsdóttur, Hauks Dór, Ragnhildar Stefánsdóttur og Stefáns Boulter, sem opnuð verður í Lista- skálanum í Hveragerði í dag kl. 15. Heiti sýn- ingarinnar er í samræmi við viðfangsefni listamannanna sem sýnd verða. Ástarljóð heitir dagskrá með ljóðum og djassi, sem hefst í veitingasal Listaskálans klukkan 16. Matthías Johannessen les úr Ijóð- um sínum og Karl Guðmundsson leikari les ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson. Djasstríó Carls Möller píanóleikara, Guðmundur Stein- grímsson trommuleikari og Birgir Bragason bassaleikari leikur. fóníuhljómsveitar íslands á þöglu kvik- myndinni Borgarljósin eftir Charlie Chaplin í stóra sal Háskólabíós laugardag- inn 24. október kl. 17. Stjórnandi hljóm- sveitarinner er Þjóðverjinn Gunter A. Buchwald. Hann hefur áður komið við sögu hér á landi, í janúar í fyrra lék hann á píanó og fiðlu þegar kvikmynd Chaplins, Gullæð- ið, „The Gold Rush“, var sýnd í Háskólabíói. Þetta er í tólfta sinn sem Norræna bama- kvikmyndahátíðin er haldin, en hún var fyrst haldin í Stokkhólmi árið 1978. Á hátíðinni verða sýndar leiknar myndir, stuttmyndir, heimildamyndir og teikni- myndir, alls 30 myndir, þar af tvær íslensk- ar, Stikkfrí eftir Ara Kristinsson og Palli einn í heiminum, eftir Ásthildi Kjartans- dóttur. Morgunblaðið/Aldís HAUKUR Dór og Einar Hákonarson hengja upp verk í Listaskálanum. Laugardagur Menningarmiðstöð Gerðubcrgs: Tatu Kantomaa harmonikkuleikari. Kl. 17. Sunnudagur Norræna húsið: Elísabet Waage hörpuleikari og Peter Verduyn Lunel, flautuleikari. Kl. 17. Hveragerðiskirkja: Ljóðatónleikar: Sigrún Val- gerður Gestsd. og Sigursveinn Magnúss. Kl. 16. Mánudagur Listasafn Kópavogs: Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Kl. 20.30. Fimmtudagur Háskólabfó: SÍ. Grænir tónleikar. Stefan og Dmitri Ashkenazy. Stjórnandi Michael Christie. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Bróðir minn Ijónshjarta, sun. 4. okt. Óskastjarnan, lau. 3. okt. Gamansami harmleikurinn, lau. 3., fös. 9. okt. Borgarleikhúsið Grease, lau. 3., sun. 4. okt. Sex í sveit, fös. 9. okt. íslenski dansfiokkurinn Night, Jorma Uotinen; Stoolgame, Kiri Kylián; La cabina 26, Jochen Ulrich, lau. 3. okt. Iðnú Dimmalimm, sun. 4. okt. Þjónn í súpunni, lau. 3., sun. 4. okt. Rommí, fim. 8., fös. 9. okt. (slenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 4. okt. Hellisbúinn lau. 3., sun. 4. okt. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 4. okt. Fjögur hjörtu, sun. 4. okt. Listaverkið, lau. 3., fös. 9. okt. Hafnarfjarðarleikhúsið Við feðgamir, fös. 9. okt. Sfðasti bærinn í dalnum, sun. 4. okt. Kafflleikhúsið Svikamylla, fös. 9. okt. Mögulcikhúsið við Hlemm Snuðra og tuðra, frums. lau. 3. okt. Einar Áskell, sun. 4. okt. Leikfólag Akureyrar Rummungur ræningi, frums. lau. 3. okt. Sun. 4. okt. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflcga eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.