Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MENMNG LISTIR 38. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Verðlaunahús Segja má að Björn Hallsson arkitekt hafi komið, séð og sigrað vestur í Ameríku, en hann gafst upp á samdrættinum hér 1994 og flutti með fjölskyldu sína til Chicago. Hann fékk vinnu á þekktri arkitektastofu og er kominn þar í yfirstjórn allra verkefna og nýlega fékk hann árleg verðlaun, sem veitt eru þar vestra, fyrir heilsurætarmið- stöð og einnig fyrir bókasafnsbyggingu. Gísli Sigurðsson hefur rætt við Björn af þessu tilefni. Kemur nýtt jökulskeið? Á ári hafsins skrifar Ari Trausti Guðmunds- son um þá reglu í náttúrunni að kuldaskeið og hlýskeið skiptast á. Síðan síðasta í'söld hófst fyrir um 3 milljónum ára hafa kulda- skeið með mikilli ísmyndun á norðurslóðum að jafnaði staðið í um 120 þús. ár, en hlý- skeiðin á milli aðeins í 10-12 þúsund ár. Nú eru um 10 þúsund ár síðan hlýnaði og jökull- inn, sem náði út á landgrunn íslands, hopaði upp á hálendið. Nýtt kuldaskeið mundi ekki aðeins gera Island óbyggilegt, heldur mundi það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir mannkynið. HeiðarbyggSin á Jökuldalsheiði er til umfjöllunar í annarri grein Braga Melax, sem gluggar í heimildir um hreindýrastofninn á þessum tíma og þýðingu hans fyrir byggðina. Ein þessara heimilda segir hreindýrin „fordjarfa heiða- löndin með traðki og eyðslu grasanna" en um það leyti er byggðin hófst á heiðinni var talið að þeim hefði fækkað mjög. Um nytjar heiðarbýlanna af hreindýrastofninum er fátt vitað en hitt er víst að menn höfðu ekki hátt um það þó að hreindýr væru skotin. Hugleikur tók þátt í Norður-evrópsku leiklistarhátíð- inni 1998, sem var haldin í Harstad í Noregi. Hátíð þessi er opinber hátíð Norræna áhugaleikhúsráðsins og er haldin fjórða hvert ár. Einni sýningu er boðið frá hverju Norðurlandanna, fyrir utan heimalandið og Finnland, sem fær að senda eina á finnsku og eina á sænsku. Hugleikur sýndi Sálir Jón- anna ganga aftur í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. Hlaut sýningin mikið lof og einn gagnrýnandi klykkti út með að fullyrða, að ef rétt væri, sem hann þ<5 dró í efa, að Hug- leikur væri áhugahópur, þá væri afrek hóps- ins og leikstjórans ekkert minna en krafta- verk. FORSÍÐUMYNDIN er af heilsuræktarstöð í Chicago sem Björn Hallsson arkitekt hefur teiknað. WALLACE STEVENS NJOKARLINN HALLBERG HALLMUNDSSON ÞÝDDI 'aður þarf til þess vetrarh ug að virða fyrir sér gaddinn og fannbarðar furugreinar og hafa lengi kaldur verið til að horfa á hrímloðinn eininn og hrjúft grenið ífjörru skini þorrasólar ogþó ekki hugsa um kvöl við kveinstafi vindsins við kveinstafi örfárra laufa kveinstafí landsins sjálfs sama vindinum nætt sem um sömu öræfin blæs eyranda sem hlustar í snjónum - hann sjálfur ekkert - og sér ekkert sem erþar ekM ogþað ekkert sem er. Höfundurinn er bandarískt skóld. Þýðandinn býr í New York. RABB EG segi það satt, ég sit hérna á laugardagsmorgni og veit ekki um hvað ég á að rabba. Ekki fer ég að rabba um hin dauð- þreyttu sumar- og haustmál, gagnagrunnsfrumvarpið og ferska vindinn Kára, eða um meinta skapvonsku ráða- manna, hvað þá upplýsingu á kynlífsathöfn- um Clintons, hins frjósama höfðingja Vest- urheims, þótt myndrænar séu og tengist Kúbu. Var það Rómeó-og-Júlíu vindill sem hann notaði á Lawinsky? Var kveikt á hon- um? Nei, nóg er komið af dónaskap kring- um veslings klofið á manninum. Og alls ekki ætla ég að rabba um sameiningu gamla sundurlyndis-fjandans sem vill heiminum svo vel. Nei, ég bregð bara á hið gamla góða ráð ungmennafélaganna: Þegar innblástur skortir þá bregður maður bara upp í sig broti úr góðu ljóði. Það situr eitt slíkt í höfði mér eftir þjóðskáld minnar kynslóðar sem allir vita hver er: „Sæla er síðasta orð- ið, og seint fæst niðurstaða, hugsaðu bara hugsun sem hugsar þig aftur glaða." Það er það sem ég ætla að gera í þessu rabbi, ég ætla að rabba hugsun sem hugsar mig glaða, því að sæla er síðasta orðið og seint fæst niðurstaða. Þegar ég skrifa þetta er ekki enn komið upp hneykslismál haustsins, þið munið, það hefur verið til siðs nú í nokkur haust að fórna ágætismönnum sem frægir eru í okk- ar litla samfélagi á altari slúðurs, og ástæða fórnarinnar hefur oftar en ekki ver- ið tengd þeirri lífshvöt sjálfsviðhalds sem AÐ HUGSA SIG GLAÐA ku víst bærast með oss öllum, líka hinum siðavöndu. Ég er undir rós að tala um svip- uð mál því sem gerir forsetann Villa Clint- on sífellt vinsælli vestanhafs, samkvæmt skoðanakönnunum. Á eftir bolta kemur barn, en getur nokkuð hneykslismál komið á eftir máli Villa? Er nokkuð svæsnara til sem getur orðið okkur siðavöndum sálum hér í norðri svölun? Við höfum átt svipaða foringja með svipaðar hvatir og Clinton og gert þær opinberar. Við höfum átt dóna- kalla sem gerðu þau mistök að sýna gand- inn á Akureyri sem enginn skyldi gera. Við höfum átt pedófíla, eiturstíla og krókódíla. Ég er hrædd um að þetta haustið verðum við uppiskroppa með skemmtiefni, yfirvof- andi kosningar leggi sína dauðu hönd yfir þetta haust. Við höfum ekkert nema ekk- ertið og ljóð og vídeóspólur og músik og bækur til að ganga með inn í berg skamm- degisins. Hætt er við að leiðinn taki völd sem aldrei fyrr nema Spaugstofan geti gert eitthvað í málinu og Fóstbræður allra kynja haldi áfram að vera drengir góðir. Næstum ekkert skemmtilegt getur mað- ur gert gegn leiðanum og tilbreytingarleys- inu í skammdeginu. Ekki getur maður étið nema lítið, því annars lendir maður í því að dragnast með græðgi sína í kílóavís sem fljótt síga í. Ekki getur maður reykt vindla né annað fyrir ofstæki samfélagsins sem heldur að þetta indjánameðal drepi alla samstundis sem sjúgi það í sig. Ekki getur maður heldur drukkið nema tvö rauðvíns- glös heilsunnar vegna. Mjólk er víst bara holl fyrir ungbörn og ger býr til sveppabú í þörmunum, og sykur elur á leti og lífleiða sem nóg er af fyrir. Og ekki örlar enn á neinu skammdegismáli sem getur glatt landann því upplýsingin hefur þegar dregið allt sem akkur er í og spennandi fram í flennibjart rafmagnsljósið á skjánum. Draugar eru horfnir og öll skrímsli og heimurinn virðist ætla að lækna sig og draga upp birtu hins nýja árþúsunds í hinni nýju sól hins nýja dags réttlætis, hreinlætis og mannúðar. Og kannski þarf manni ekk- ert að leiðast ef maður hefur þjóðskáld allra kynslóða, vídeóspólurnar sínar, músik og fjöTvarp heimsins heima í stofu. Myrkrið er notalegt og jólin líka og bráðum hægt að skauta á tjörninni í skjóli okkar fallega ráð- húss og nýuppgerða bæjarleikhúss. Þetta er ekki svo slæmt, útlitið meina ég. Við höfum pólitíkina, rómantíkina og eró- tíkina og frjálst hundahald og undanhald og íþróttahús. Og jólabækur síðasta árs ókeypis á bókasöfnum. Við höfum allt nema tíma til að láta okkur leiðast nema á kvöld- in og yfir blánóttina því við vinnum svo mikið og erum svo duglegt fólk og sum okkar fræg í útlöndum og við erum fremst í flokki sem erfðagreiningar efniviður. Við höfum ættfræði og einstaka náttúru, við höfum Lindu við höfum KEA. Og ég tek hundinn og tíkina og fer á fundinn við vík- ina. Ég ætla að rabba um ekkert, bara alls ekki neitt, því allt er búið að segja, bæði ljóst og leynt. En Mogginn þarf að komast út hvern dag fullur af orðum, það er si svo nauðsynlegt sem maturinn sem við borð- um. Skyldi ég fá borgað fyrir þetta bull? Ég þarf varla á því að halda því ég er svo dugleg að vinna mína eigin baráttu gegn leiðanum að ég fæ meiri laun en ég kemst yfir að eyða. Og Ijótt er að vera ríkur því svo marga er verið að deyða, úr sulti niður- lægingu, lyfjaleysi og almennri fátækt í þessum heimi sem bestur er heima. Heima er best. Já heima er flest best því þar er maður sjálfur, svo yndislega vitlaus og öruggur í skammdeginu í húsi sem er hlýrra en hús meginlandsins því þetta yngsta land heimsins gubbar svo miklu ókeypis heitu vatni upp úr stærstu sprungu heimsins. Og guð hjálpi Keikó og öllu hans fólki að jafna sig á vonsku heimsins. Hann hjálpar annars þeim sem hjálpa sér sjálfir svo vel að þeir geta hjálpað hinum sem ekki geta vegna misgengis heimsins hjálp- að sér sjálfir. Hvað gerir maður svo þegar maður hef- ur það svona sterkt á tilfinningunni að allt hafi verið sagt og maður hafi gert nóg af því að gera sig að fífli? Maður rabbar, af- sakið, um ekki neitt þegar um er beðið og reynir að hafa vit á því að þegja þess á milli. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.