Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 10
+ ÚTI FYRIR aðalinngangi bókasafnsins. Björn Hallsson arkitekt fluttist til Bandaríkjanna f/rir fjórum árum þegar verulegur sam- dráttur haföi orðið í bygg- ingum á íslandi. Þar hefur íann unni o síð teiknað bókasafn og heilsu- ræktarstöð, en bæði húsin valdi arkitektgfélgio á svæðinu til verðlauna. FYRIR fjórum árum var hér í Les- bók umfjöllun um Setbergsskóla í Hafnarfirði, sem þótti og þykir enn hin athyglisverðasta bygging og af því tilefni spjallaði ég lítið eitt við arkitektinn, Björn Hallsson, sem því miður virtist vera uppgefinn á því samdráttarástandi sem staðið hafði um árabil. Hann hafði þá ráðið sig til vinnu í Bandaríkjunum, nánar tiltekið á arkitektastofu í bænum Libertyville, útborg frá Chicago. Þar hafði hann áður verið við nám og starfað um tíma 1991. Líkt og margir aðrir sem læra og starfa um tíma í útlöndum, stóð hugur hans til þess að koma heim og nota fremur starfskraftana þar. Það gerði hann; vann að skipulagn- ingu í Hafnarfirði og teiknaði nokkur prýðileg hús. En hvorttveggja var að dauft var yfir ný- byggingum á íslandi þessi árin og svo hitt, að móguleik- arnir vestra þóttu freistandi. Fjöl- skyldunni hafði líkað vel að búa þar og ekki þótti það sízt kostur að skólarnir voru afbragðs góðir. Svo fór að ákveðið var að flytja utan að nýju og starf beið eftir Birni á sömu teiknistofu og hann hafði áður unnið á. Þessi teiknistofa arkitekta í Libertyville er nefnd eftir eigendum sínum og heitir O'Donnell Wicklund Pigozzi and Petersen Architects Inc, skammstafað OWP&P, og hún hefur starfað í 40 ár. Framan af voru verkefnin smá, en á síð- ustu árum hefur vegur stofunnar farið vaxandi og hún fengið stór og betri verkefni fyrir skap- andi arkitektúr. Allra síðustu árin hefur stofan nánast sprungið út, sagði Björn, þegar ég ræddi við hann f síma nýlega. Þegar hann kom aftur utan til starfa sumarið 1994 var starfsfólkið 140 manna hópur, en í upphafi þessa árs var sá fjöldi kominn upp í 260, en þar af eru arkitektar og innanhússarkitektar 190. Sá fjöldi starfar nú í nýinnréttuðu húsnæði á einum stað á 20.-22. hæð í Burnham-bygging- unni í miðju bæjarins. Áður hafði hópurinn unnið dreift, en Björn segir að sameiningin á þessum stað hafí aukið allar væntingar um fag- urfræðilegan árangur og að það hafi haft áhrif á sín störf. Frá því Björn fluttist utan hefur hann unnið að hönnun tveggja bygginga og heldur betur fengið byr í seglin, því báðar hafa verið verð- launaðar. Önnur er heilsuræktarmiðstöð í tengslum við eitt af stærri sjúkrahúsunum á svæðinu, byggð í Arlington Heights, sem er eitt af úthverfum Chicago. Byggingin er um 8.500 fermetrar að flatarmáli og þar er innan veggja hvaðeina sem lýtur að heilsurækt, svo sem hlaupabrautir, körfuboltavellir, tækjabúnaður til hverskyns þjálfunar, salir fyrir aerobic og lyftingar, sundlaug ofl. Hin byggingin er almenningsbókasafn í bæn- um Wauconda í Illinois, um 3000 fermetrar að • • an °9L m.a. flatarmáli og kostnaðurinn varð sem svarar til 910 milljóna íslenzkra króna. Við hana var lokið síðastliðið haust. Báðar byggingarnar þykja hafa tekizt afar vel, en myndirnar sem hér fylgja með, ættu að segja eitthvað um það. Heilsuræktarbyggingin hefur verið verðlaunuð í tvígang fyrir vandaða hönnun; annarsvegar af arkitektafélaginu á Chicago-svæðinu og hins- vegar af tímariti um byggingar á heilsugæslu- sviði í öllum Bandaríkjunum (Athletic Business Magazine). Bókasafnsbyggingin hafði rétt naumlega ver- ið tekin í notkun þeg- ar arkitektafélagið verðlaunaði hana fyr- ir hönnun og notkun viðar sem mikilvægs þáttar við gerð bygg- ingarinnar. Enn var von á verðlaunum, því arkitektafélagið veitir á ári hverju heildar- verðlaun. Þá eru upp- lýsingar um 300 byggingar sendar inn, en af þeim koma 100 til athugunar og úr þeim eru valdar 8 sem fá verðlaun. Af þessum 8 fékk Björn Hallsson tvenn verð- laun og má það heita með ólíkindum góður árangur. Margir snjallir og frægir arkitektar taka þátt í samkeppninni um verðlaunin. Þar á meðal er arkitektafirmað Skidmore Owings & Merrill, sem er með verk- efni um víða veröld, til dæmis í Kína. Annar þátttakandi er Lohan, sonarsonur Mies van der Rohe, þess fræga brautryðjanda í módernisma, en hann tók við stofunni af afa sínum. Björn vinnur nú að hönnun þriggja bygginga og eru þær á ýmsum stigum. Þar af eru tveir stórir gagnfræða/menntaskólar (high schools) og skrifstofuhúsnæði fyrir firmað Arthur And- ersen World Wide Inc. sem verður byggt í einkar fögru umhverfi á skógi vöxnum árbakka í einu af úthverfum Chicago. Þessar þrjár byggingar munu kosta sem svarar til 7,7 millj- arða íslenzkra króna. Jafnframt því að vinna að hönnun þessara bygginga, hefur Björn komið að yfirstjórn teiknistofunnar í vaxandi mæli. Frá því seint á árinu 1996 hefur hann haft með höndum yfir- umsjón með hönnun allra híbýlaverkefna teiknistofunnar, en það eru að stærstum hluta húsnæði fyrir eldri borgara. Markaður fyrir þesskonar verkefni er mjög vaxandi þar vestra, því mikill fjöldi fólks er að komast á eftirlauna- aldur um þessar mundir. Björn segir þó að það hafi ekki verið að öllu leyti skemmtilegt að vinna að slíkum verkefnum, því arkitektum sé íþyngt með krófum um lágan byggingarkostnað og afturhaldssömum sjónarmiðum hvað varðar fagurfræðileg gildi. I upphafi þessa árs urðu þau tímamót hjá Birni, að honum var falin yfirumsjón með allri nýbyggingahönnun teiknistofunnar (Head of Architectural Design). Það má rekja til þess segir Björn, að mjög hafa verið skiptar skoðan- ir innan teiknistofunnar um árangur þeirrar stefnu sem stuðst hefur verið við á umliðnum árum, en hún hefur verið nokkuð reikandi og ómarkviss, segir hann. Þær byggingar sem '¦"¦-¦¦¦¦•' '¦¦¦"' ¦ '••• BÓKASAFNiÐ - Wauconda Area Library -Hluti barnadeildar bókasafnsins. Hér sést HLUTI LESSTOFU á bókasafninu. I bakgrunni sést út í skógarrjóður. NORÐURHLIÐ bókasafnsins. IV! efnisnotkun oc ARKITEh • • TVO VERÐLAUNAHUS BJORN 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.