Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 12
VINNAN gerir okkur virk, við verðum þátttakendur. Við fáum tæktfæri til að vera frjó, að ná árangri. Atvinnuleysi er í raun ekkert annað en skipulagsvandamál eða skortur á frjósemi sem ekkert samfélag ætti að sætta sig við til lengri tfma. ÞAÐ sem flestir sækjast eftir í líf- inu og með lífinu eru lífsgæði. Leiðin að lífsgæðunum er því mið- ur óþekkt, þótt hægt sé að benda á atriði sem sMpta máli á þeirri leið. Ég nefni samband á milli manna og náin tengsl sem geta verið fyrir hendi í para- og vina- samböndum. Að tilheyra hópi eða vera í fjöl- skyldu er miMlvægt. Einmanaleikinn er and- stæða þessara lífsgæða. Lífsgæði fjalla um ytri skilyrði þar sem vinna, efnahagur og bústaður gegna þýðingarnúklu hlutverki. Það er einnig mikilvægt skilyrði lífsgæðanna hvernig sálará- standi manna er farið, það er í virkni, sjálfs- mynd og í tilfinningalegum tengslum. Heilsan skipar veglegan sess, ekki bara sú líkamlega, heldur ekki síður sú sálarlega og andlega. Nobelsverðlaunahafi í hagfræði, Vassilji Le- ontief, óttaðist að fólkið fengi sömu örlög og hrossin, það yrði of dýrt og óhentugt. Vonandi kemur aldrei tU þess, mennirnir þurfa að vera. Við þörfnumst þess að okkar sé þörf, að við höfum hlutverki að gegna. Vinnan er okkur mikilvæg, ekM einugis launanna vegna heldur veitir hún okkur aðrar upplifanir og sambönd en innan fjölskyldu og heimilis. Hún bindur okkur við önnur markmið en í einkalífinu og veitir sjálfsþekkingu og stöðu. Vinnan gerir okkur virk, við verðum þátttakendur. Við fáum tækifæri til að vera frjó, að ná árangri. Vinnan er samkvæmt brasilíska uppeldisfræðingnum Paulo Freire ekki það gjald sem við verðum að greiða fyrir það að vera manneskja heldur að- ferð til að elska og til að gera heiminn að betri dvalarstað. Atvinnuleysi er í raun ekkert ann- að en sMpulagsvandamál eða skortur á frjó- semi sem ekkert samfélag ætti að sætta sig við til lengri tíma. í nútímasamfélagi verður leitin að lífsgæðunum oft endalaust kapphlaup og margir örmagnast. Stundum er gripið til ör- þrifaráða. Notkun áfengis og vímuefna er t.d. orðin slík farsótt að vart er við ráðið. Forsenda þess að skapa lífsgæði er sú að við viljum og þorum að hugsa. í leikriti Becketts, Beðið eftir Godot, segir Valdimar við Estragon; „Að hugsa, það er ekki það versta." Og Estragon svarar; „Nei, nei, en það er nógu slæmt samt." „Hvað þá?" „Að hafa hugsað." „Maður hefði bjargað sér engu að síður." Við höfum betri möguleika til lífsgæða ef við veljum ígrundaða afstöðu til þess sem gerist og til þess sem við gerum sjálf. Möguleikar sem við höfum í okkar daglega lífi eru þess virði að þeim sé velt fyrir sér. Igrundun gerir okkur kleift að taka skipulagðar, meðvitaðar ákvarð- anir. Afleiðingarnar eru þá í besta falli æski- legar eða það sem við var búist. Það er árang- ur. Ef við tökum ígrundaðar ákvarðanir, en af- leiðingarnar verða ekM þær sem sóst var eftir verða mistök. Heppni er að taka illa grundað- ar ákvarðanir ef afleiðingarnar eru engu að síður jákvæðar og æskilegar. Það er vandi í okkar daglega umhverfi, að allt of margir eru að taka illa grundaðar ákvarðanir og afleiðing- ar eru oft langt frá þvi að vera æskilegar. DansM heimspeMngurinn Sören Kirkegárd taldi að miMlvægast væri að finna manneskj- una fyrir þar sem hún er, eigi að flytja úr einu ástandi í annað, t.d frá vanheilsu til heilbrigð- is, en aukin sérhæfing, tækniframfarir og hraði í nútímasamfélagi gerir það að verkum að mönnum sést stundum ekM fyrir. Það sama á við um samfélagið. Heilbrigðismál eru hluti af okkar samfélagsgerð, í örlítið þrengri merk- ingu, hluti af velferðarkerfinu í heild. Það þarf að ræða og ígrunda þörfina á að endursMpu- leggja þetta kerfi og í heildarsamhengi þess raunveruleika sem við lifum í en ekM sem A EG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS? EFTIR SKÚLA THORODDSEN Samfélagið þarfnast siðferðis og sjálfsaga. Siðferðis- reglur eru umferðarreglur þess sem er rétt eða rangt. Engu að síður ber að varast hinn harða, ógnandi mórolisma, sem þvingar aðra að sínum skoðunum. Menn þurfg frelsi en ekki endilega þannig frelsi að engu sé að tapg. HIN AUKNA velmegun er nýtt á rangan hátt af mörgum, til sællífis í stað vetferðar og lífs- gæða. Það má segja að nú sé tími velmegunarsjúkdóma og hið þríðja tfmabil í þróun heilsu- fars sé hafið. Alltof feit og þunglamaleg börn (eins og drengurinn á myndinni) eru ekki góð visbending. þröngt afmarkað sérsvið öðru óviðkomandi. Á þessari öld er hægt að tala um þrjú skeið í þróun heilsufars í okkar heimshluta. Fyrst er tímabil fátækrasjúkdóma með rætur aftur i öldum kulda, vosbúðar og næringarskorts þeg- ar hvers kyns sýkingar voru ráðandi heilsu- vandi. Stjórnmálaástæður fyrir bættum kjör- um virðast hafa verið jafn þýðingarmiMar fyrir útrymingu sjúkdómanna og hinar læknisfræði- legu ástæður. Hinir Massísku smitsjúkdómar eru úr sögunni og dánartíðni af þeirra völdum hverfandi á Norðurlöndum. Hjarta- og æða- sjúkdómar hafa nú teMð forystu sjúkdóma sem valda dauða. Krabbamein fylgir fast á eftir. Síðastliðinn aldarfjórðungur hefur verið tíma- bil tæknilækninga. Að sjúga fituvef úr líkam- anum í stað þess að grafast fyrir um orsaMr offitu er dæmi um þetta. Hjartaaðgeðir og líf- ÞVÍ MIÐUR eru niðurrifsöfl heilbrígðis vfða. Þeim er komið á framfæri í auglýsingum og kvikmyndum og jafnvel meðvitað f duldu formi. Þannig smjúga eiturlyfjaauglýsingar inn f vinsæla popptónlist og myndbönd. færaflutningar eru önnur dæmi. Þrátt fyrir samdóma álit vísindamanna um helstu áhættu- þætti vanheilsu, er aukin velmegun nýtt á rangan hátt af mörgum, til sællífis i stað vel- ferðar og lífsgæða. Því má segja að tími vel- megunarsjúkdóma og hið þriðja skeið í þróun heilsufars sé hafið. Margir sem leita til sérfræðilækna í dag, kannsM þrír af hverjum fjórum, þjást ekM af líkamlegum kvillum fyrst og fremst. Vanheils- an á sér margþætta skýringu. Ein getur verið lífið sjálft. Fyrir marga er oft of erfitt að vera til og vanheilsan stafar af geðræum, tilfinn- ingalegum, andlegum eða félagslegum ástæð- um. Hin nýja vanheilsa birtist í formi mis- notkunnar á eigin lífi og annarra, lélegri sjálfsímynd, árásarhneigð, valdbeitingu og til- iínningalausri hegðan. Þessi tegund vauheil.su flæðir yfir eins og farsótt sem lesa má um og sjá í fjölmiðlum nánast daglega. Nærri því þriðja hver manneskja hefur sjálfsvígshugleið- ingar einhverju sinni í líSnu. Að skapa traust er sennilega miMlvægasta félagslega verkefnið sem samfélagið, stendur frammi fyrir í dag, bæði pólitísM og meðal að- ila vinnumarkaðarins. Traust er tilfinning og sannfæring fyrir því að aðstæður batni eða verði a.m.k. eins góðar og mögulegt er. Skorf> ur á trausti felur í sér vanhæfni til að takast á við áhættur lifsins og óöryggi. Velferðar- og heibrigðiskerfið verður að skapa traust. Fyrir einstaklingana er það eigið eftirlit með sinni andlegu heilsu sem er lyMlatriði. FinnsM heilsusérfræðingurinn Aarons Antionovsky telur miMlvægast til að geta teMst á við stöðu sína í lífinu, að sMlja og finna að lifið sjálft sMpti máli, hafi þýðingu. Því miður er margt í nútíma samfélagi sem vinnur gegn og grefur undan trausti. Starfsöryggi fer hverfandi. Fjöl- skyldur riðlast. í rannsókn meðal skólabarna í fimm löndum svöruðu 11% sænsku barnanna spurningunni um hvort einhverjum þætti vænt um þau, að svo væri aldrei. Maður veltir fyrir sér hvort „stofnunin", leikskólinn eða skólinn sé að verða fasti punkturinn í lífi margra barna í þeim svokölluðu velferðarsamfélögum. KannsM sá eini hjá mörgum börnum. Allt mannlegt líf er umgirt reglum. Sumar eru lögfræðilegar og byggjast á lögum og samningum. Aðrar eru ósMáðar. Reglurnar hafa það makmið að auka væntingarnar í mannlegum samsMptum. Fyrirfram ákveðið hegðunarmynstur köllum við siðvenjur. Þær fjalla um hvað sé fáguð eða ófáguð hegðun. Fylgi maður þessum reglum, hegðunar- mynstri, er maður í sátt við umhverfi sitt og virtur. Ef ekM er manni útskúfað. Sá sem hugsar hefur hæfileika til að taka afstöðu út frá skynsemi sinni. Annar flokkur mannlegra reglna, hinar sið- ferðislegu reglur, fjalla um hið góða eða hið vonda. Með siðferði (ethic) er átt við hvað manni ber að gera eða ber ekM að gera. Sið- ferði er á nokkurn hátt sett yfir aðrar reglur um mannleg samsMpti. Hótun um refsingu gerir ekM manninn siðferðislega réttlátan. Baráttan gegn siðferðisbrotum er háð með því að höfða til hins góða í manneskjunni, með upplýsingum og félagslegum þrýstingi. Sið- ferði er sMlgreingin á siðferðisreglum (moral) og endurspeglun á mikilvægi þeirra í mann- legri hegðan. Siðferðisreglur fjalla um það sem er gott og vont. Siðferði gerir ráð fyrir sam- kennd milli manna það er ábyrgð sem gengur lengra en hin lagalega. Hin klassíska saga úr biblíunni um Kain og Abel; „Á ég að gæta bróður míns?" endurspeglar hvaða ábyrgð ég ber á því sem gerist í kringum mig. Það eru tengsl milli þess hvernig fólM Iíður og þeirra siðferðislegu reglna sem gilda. Þeit sem menn eru háðir hverjir öðrum vakna 12 ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.