Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 20
FJORSKIPTUR BOKMENNTALIKAMI I FRANKFURT SVISS verður í öndvegi á Bóka- stefnunni í Frankfurt sem stend- ur dagana 7.-12. október nk. og er sú fímmtugasta í röðinni. Stefnan er alþjóðleg og er reiknað með 9.500 sýnendum og 300.000 gest- um. Sýndar og kynntar verða 300.000 bækur. Margmiðlun hefur sett vaxandi svip á stefn- una og heldur sú þróun áfram nú. Einnig munu listaverk, bókaskreytingar og listaverkabækur fá meira rými en áður. Lítið land með fjórskiptan bókmenntalegan líkama er skilgreining á Sviss og er þá átt við að svissneskar bókmenntir eru á fjórum tungu- málum: þýsku, írönsku, ítölsku og retórómönsku. Annars er kjörorð Svisslend- inga: „Þröngir dalir - Háir himnar". I einum sýningarsalnum af mörgum verður „Grand Café Littéraire", sýning svissneskra ■^bókmennta, kynning svissneskra bókasafna og upplýsingar um nýja miðla landsins. Leiklist, danslist, tónlist, bókmenntir, myndlist, bygg- ingalist og kvikmyndalist frá Sviss mun breið- ast út um alla Frankfurt og verða sem flestum aðgengileg. Eins og Islendingar eiga Svisslendingar einn Nóbelsverðlaunahöfund, Carl Spitteler, sem fékk verðlaunin 1919. Þeir eiga reyndar dáh'tið í tveim öðrum sem bjuggu lengi í Sviss: Her- mann Hesse (verðlaun 1946) og Elias Canetti (verðlaun 1981). Spitteler var kennari og blaðamaður, en helgaði sig síðan ritstörfum, einkum skáld- sagnagerð. Verk hans eru söguleg og oft með efni úr grískri goðafræði. Meðal annarra kunnra svissneskra höfunda fyrri tíðar má nefna Gottfried Keller, en ein skáldsagna hans, ^ Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu, er til í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Ljóðskáldið Con- rad Ferdinand Meyer var einnig frá Sviss og þaðan var líka Robert Walser sem talið er að hafi haft áhrif á Franz Kafka og Hesse. Brennuvargar á meðal okkar Þegar farið er að rifja upp svissneskar sam- tímabókmenntir koma nokkur nöfn í hugann, en viðurkennt skal að þau eru ekki mörg. Efstir trjóna skáldsagna- og leikritahöfundarnir Max Frisch og Friedrich Diirrenmatt sem báðir eru látnir en blómaskeið þeirra hófst á sjötta ára- tugnum. Jí Homo Faber er ein kunnasta skáldsaga Max Frischs, en í skáldsögum sínum er hann gagn- - rýninn á borgaralega lífshætti samtímans, eink- um menntastéttanna. Leikritin Biedermann og brennuvargarnir (1958) og Andorra (1961) sem bæði hafa verið sýnd hér á landi, eru ádeilur á andvaraleysið, hugleysi borgaranna sem snúast ekki til vamar þegar þeim er ógnað. I Eðlisfræðingunum (1962) veltir Durren- matt fyrir sér siðferði og vísindum. Leikritið sem er kunnasta verk hans hefur verið leikið hérlendis og fleiri leikrit eftir hann hafa ratað á íslensk svið. Diirrenmatt er oft absúrd í verk- um sínum, tragíkómískur, hæðinn með afbrigð- um. Hann var líka ágætur skáldsagnahöfundur, gat skrifað meistaralega í eins konar reyfarastíl en boðskapurinn oftast alvarlegur. AðdráHarafl mjólkurpósfsins j Að þeim Frisch og Diirrenmatt slepptum er það Peter Bichsel (f. 1935 í Luzern) sem mesta athygli hefur vakið. Fyrsta bók hans var Eigin- lega vildi frú Blum kynnast mjólkurpóstinum (1964). Síðan kom skáldsagan Árstíðirnar (1967) en fyrir hana fékk hann Bókmenntaverð- laun Gruppe 47. Loks má nefna smásagnasafnið Barnasögur (1969), en það skal játað að undir- ritaður hefur haft litlar spurnir af Bischel síð- an, frétti þó að frá honum hafi komið bók 1985, Skjórinn: Um drykkjumenn, lögregluþjóna og hina fögru Magelone, þar sem sögupersónur eru ýmsir sérvitringar og að hann sé kunnur dálkahöfundur gagnrýninn á svissnesk stjórn- völd. Úr fyrstu bókinni þýddi ég nokkra þætti sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins. Sögur eða þættir Bichsels eru stundum á mörkum ljóðs og prósa, kannski mætti kalla þá ljóðrænar örsögur. Danski gagnrýnandinn Ni- j*els Barfoed hefur bent á það réttilega að sög- urnar fjalli um sambandið milli óska mannsins og uppfyllingar þeirra, hvernig og hvort þær rætast. Draumur og veruleiki takast á og því stærri sem óskin er verða vonbrigðin meiri. Firring og það hve erfitt reynist að fóta sig í tilverunni er efni sem Bichsel grípur sífellt til. Að því leyti er hann ekki frábrugðinn ýmsum höfundum sem skrifa á þýsku, til dæmis Peter Handke, sem hrærist þó meira í tungumálinu sjálfu. En verk Bichsels eru með ýmsu móti að- gengilegri, tala beint til lesandans. Eitt af helstu skáldum aldarinnar, brautryðj- andi og ævintýramaður, Blaise Cendrars, var Svisslendingur en telst meðal franskra skálda. Það var í Ziirich í Sviss sem dadaisminn spratt upp undir handarjaðri Hugo Ball, Tristan Tz- ara og fleiri. Og vel að merkja var málarinn Paul Klee frá Bern. Þaðan voru líka Honegger, Le Corbusier, Giacometti og Tinguely og auð- velt að lengja upptalninguna. ÞRÖNGIR DALIR HÁIR HIMNAR Sjónir gesta á Bókastefnunni í Frankfurt sem hefst í næstu viku beinast einkum að Sviss, en Sviss hefur sér- stöðu fyrir það að þar eru töluð og skrifuð fjögur tungumál. Kjörorð Svisslendinga er Þröngir dali ir - Háir himnar. JÓHANN HJALMARSSON rif jar af þessu tilefni upp svissneskar bókmenntir, fyrr og nú, og víkur einnig að öðru sem i stendur til boða á stefnunni sem er hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Merki 50. Bókastefnunnar í Frankfurt. Max Frisch Friedrich Dúrrenmatt Philippe Jaccottet Yoko Tawada Helsta ljóðskáld af svissneskum uppruna er Philippe Jaccottet sem nú býr í franskri sveit, settist að í smábænum Grignan í Próvins 1953 og er þar í skjóli fyrir vindum og óróleik samtímans, yrkir hljóðlát ljóð og er spar á yfirlýsingar. Kurt Marti er jafnaldri Diirren- matts og frá Bern. Hann hefur sagt um Svisslendinga í viðtali sænska menningárblaðamannsins Ninu Burton við hann, en í bók hennar Resans syster, poesin (1993) er m. a. sóttur fróðleikur um svissnesku Ijóðskáldin: „Við erum engin þjóð, við eru frekar vöndur þjóðerna. Við tökum þetta smáríki fram yfir hin stærri, Þýskaland, Frakkland eða Ítalíu, jafnhliða því sem við snúum bökunum hvert í annað og horf- um til stærri málsvæða." Jaccottet yrkir á frönsku, Kurt Marti á þýsku. Sú þýska sem töluð er í Sviss dregur dám af landinu og það er jafnvel skrifað á henni eða á máli sem líkist henni. Marti þykir merkilegt skáld, tilraunagjarn nýjungamaður og hann er lofaður fyrir það hvern- ig hann getur komið mállískum fyr- ir í nútímalegum skáldskap. Eftir sýnishornum að dæma er hann og fleiri svissnesk skáld ekki búnir að leggja arfleifð dadaismans til hlið- ar. Af nógu er að taka í þeim efn- um. Frönskumælandi skáld sem býr í Sviss er Alexandre Voisard sem hefur ort um „hið innhverfa land“ sitt. Franska er líka mál skáldkon- unnar Anne Perrier. Á ítölsku yrkja Franco Beltrametti og Gi- orgio Orelli sem er mjög athyglis- vert skáld. Retórómani var Andri Peer, látinn 1985, og það er líka Clo Duri Bezzola, fæddur 1945. Sá síðastnefndi skrifar á tungu sem sex þúsund skilja og njóta og bækur hans seljast í þúsund eintökum. Retórómanarnir verða æ aðþrengd- ari og tileinka sér óðum stóru málin, einkum þýskuna. Bezzola yrkir um útsýnið, kannski er hann að lýsa sjálfum sér og þjóð sinni, sem er lítil: Gluggi minn rúmar þrjú lerkitré án króna og róta. Til að sjá krónuna verð ég að beygja mig. Til að sjá rætumar verð ég að standa. Þetta er til þess að trén vaxi ekki upp í himininn. Ástandið í Sviss er þannig nú að 74% tala þýsku, 20% frönsku, 4,5% ítölsku og 0,9% retórómönsku. Dagskrám f jölgar Bókastefnan í Frankfurt er fyrst og fremst sýning og þar hittast bókaútgefendur, útgáfu- stjórar, ritstjórar, bóksalar, blaðamenn, gagn- rýnendur og þannig mætti lengi telja, til að fylgjast með því nýjasta, gera útgáfusamninga og leggja drög að þeim eða einfaldlega skoða hvað er í boði. Sé sýningin, bækur, listaverk, margmiðlunarefni skoðað rækilega og af gagni getur það tekið nokkra daga, en síðustu helgina er stefnan opin almenningi og þá verður varla þverfótað á svæðinu. Vissara er því að vera meðal sýnenda, fagfólks og blaðamanna fyi-stu daga sýningarinnar. Þess gefst kostur að hitta rithöfunda á stefn- unni, margir þeirra koma á sýningarsvæði for- laga sinna og þar má taka þá tali. Einnig eru kynningarfundir með þeim og nú færast dag- skrár í aukana. I svonefndiri Alþjóðlegri mið- stöð er að þessu sinni boðið upp á fjölda for- vitnilegra dagskráa með kunnu fólki sem að sér hefur látið kveða í bókmenntum og menningar- málum almennt, eins og til dæmis mannúðar- og ritfrelsisbaráttu. Meðal kunnra manna sem lofað hafa að miðla af þekkingu sinni eru rithöf- undurinn og leikarinn breski Sir Peter Ustinov, palestínska skáldið Mahmoud Darwish, pólska skáldið Adam Zagajewski, þýsku rithöfundarn- ir Joseph von Weatphalen og Gaby Haupt- mann, Ken Follet spennusagnahöfundur, Jorge Semprún rithöfundur og fyiTverandi mennta- málaráðherra Spánar, japanska skáldkonan Yoko Tawada, líbanski rithöfundurinn Rachid al-Daif, spænski metsöluhöfundurinn Arturo Pérez-Reverte og Kyrrahafshöfundurinn Al- bert Wendt. Heimskaffihús skáldanna verður opið og þar verða ljóð mælt af munni fram. Skáld frá Ásíu og ýmsum framandi slóðum munu ýmist syngja eða flytja ljóð. Rætt verður um sjónvarp og bókmenntir, nýjar þýskar bækur, heiðursgestir stefnunnar aldamótaárið sem verða Pólverjar, munu kynna sig og mannréttindi í Alsír verða reifuð af blaðamönnum og rithöfundum. Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda og bóksala Friðarverðlaun þýski'a bókaútgefenda og bóksala verða veitt sunnudaginn 11. október kl. 11.00 í Heilags Páls kirkju að vanda og mun forseti Þýskalands vera viðstaddur ef að líkum lætur. Verðlaunin fær að þessu sinni þýski rit- höfundurinn Martin Walser. Hann er fæddur 1927 í Wasserburg við Bodenvatn, tók um hríð þátt í stríðinu, en var fangelsaður. Eftir það nam hann bókmenntafræði, heimspeki og sögu við háskólana í Regensburg og Túbingen. Walser hafur lagt margt fyrir sig, m. a. leik- stjórn í útvarpi og sjónvarpi og hann er meðal afkastamestu höfunda í Þýskalandi og ferillinn fjölbreyttur: útvarpsleikrit, leikrit, smásögur, skáldsögur og ritgerðir. I uppsláttarbókum er sagt að fyrstu skáldsögur hans spegli skugga- hliðar þýska velferðarundursins á sjötta ára- tugnum og þá nefnd bók hans Halbzeit (1960). Eftir að hafa staðið vesturþýska Kommúnista- flokknum nærri sagði hann skilið við hann. Skáldsögur Walsers á síðustu áratugum lýsa vandamálum miðaldra þýskrar millistéttar og eru sálfræðilegar. Meðal þekktari verka af þessu tagi er Ein fliehendes Pferd (1978) eða Trylltur hestur. Persónunum má líkja við hest- inn sem er á flótta. Tveir fyrrverandi skólafé- lagar og samstúdentar ásamt eiginkonum sín- um hittast óvænt í sumarleyfi við friðsælt vatn, en þetta setur þá úr jafnvægi og kemur á stað dramatískum atburðum. íslendingar margir ■ Frankfurt Að sögn Vilborgar Harðardóttur, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, munu margir íslenskir útgefendur ætla til Frankfurt að þessu sinni. Vaka-Helgafell verð- ur með sér sýningarbás eins og áður og sömu- leiðis Mál og menning og Forlagið í samein- ingu. Fleiri útgefendur og fulltrúar þeirra verða á svæðinu, sumir til að semja um útgáfu bóka eða bara til að skoða. Islenskir rithöfund- ar eru líka væntanlegir og ýmsir frömuðir bókamála sækja fundi, m. a. hjá Alþjóðasam- bandi útgefenda og undirbúningsfund Kennslu- bókaráðstefnu Norðurlanda, svo eitthvað sé nefnt. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.