Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 17
Flestum þótti hæfilegt að rísa úr rekkju í tíma til að rölta í bæinn og mæta til umræðna um sýningar gærdagsins, svona upp úr hádegi. Fjórir valinkunnir leikhúsmenn höfðu það hlutverk að segja álit sitt á sýningum hátíðar- innar. I forsæti var John Ytteborg, Norðmaður að uppruna en Dani að vegabréfi, ráðgjafi Danska áhugaleiklistarsambandsins í alþjóða- málum, og manna fróðastur um áhugaleikhús heimsins. Auk hans voru það Jacob Oschlag, danskur leikstjóri og kennari, dr. Chua Soo Pong, forstöðumaður Kínaóperustofnunarinn- ar í Singapore og Svanhild Hansen, fram- kvæmdastjóri áhugaleiklistarsambands Há- logalands. Hugleikur var fyrstur til umræðu. 011 luku þau miklu lofsorði á sýninguna og lék mikil for- vitni á að fræðast um félagið og íslenskt áhuga- leikhús almennt. Hins vegar vandaðist málið þegar þau vildu vita um hugmyndafræðilegar forsendur sýningarinnar, hvað við værum eig- inlega að meina með þessu öllu saman! Vafðist þá hugleikstungan lipra okkur um tönn, því einhvern veginn höfum við alltaf litið á það sem verkefni áhorfenda að henda reiður á „mein- ingu" verkanna, alla vega gerum við það yfir- leitt ekki sjálf, fyrr en kannski eftir á. Þessa léttúð áttu Skandinavarnir bágt með að skilja, en þrátt fyrir þann menningarmun hafði sýningin greinilega talað til þeirra og hljóðin þótt fögur, hvað svo sem átt var við með þeim. Sem þýddi að okkar tilgangi var náð. Sérstaka hrifningu vakti hversu heilsteypt sýningin var þrátt fyrir að við fyrstu sýn virtist öllu ægja saman og öllum brögðum beitt til að koma áhorfandanum í opna skjöldu. Fyrstu kynni útlendinga af hinum „Hugleikska stíl", sem enginn veit þó almennilega hvað er, mælt- ust greinilega vel fyrir. Þetta kom jafnvel enn betur í ljós þegar okk- ur barst í hendur bæjarblaðið Harstad tidende. Þar var hópnum hrósað í hástert fyrir fag- mennsku og ótrúlegt vald á ólíkum stfltegund- um, jafnt í tónlist sem í leikstfl og gagnrýnandi blaðsins klykkti út með að fullyrða ef rétt væri, sem hann þó dró í efa, að Hugleikur væri áhugahópur, þá væri afrek hópsins og leik- stjórans ekki minna en kraftaverk. Þó má segja að stærsta hrósið hafi komið frá sænskum hátíðargesti sem heilsaði upp á for- mann félagsins, Huldu B. Hákonardóttur, og benti henni á Ijóta skrámu á enni sér. Maður- inn hafði sem sagt tekið þvflík bakföll af hlátri á sýningunni að hann réði ekki við sig en skall með ennið á stólbríkina fyrir framan sig, með fyrrgreindum afleiðingum! Hláturinn lengir kannski lífið, en allt er samt best í hófi, eða hvað? Eftirleikurinn Fyrirfram hefði mátt búast við því að eftir spennuna í kringum sýninguna yrði slíkt spennufall að fyrir hópnum væri hátíðin nánast búin. Svo fór þó ekki, enda nóg við að vera. Reyndar var okkar fólk hvað ötulast við að nýta það sem hátíðin hafði upp á að bjóða, hvort sem það voru málþing, umræðufundir, námskeið eða sýningar. Harstad var svo sann- arlega eins og aðrir heimshlutar þessa daga, allsstaðar rakst maður á Islendinga! Á kvöldin ræktuðum við svo sambandið við gistifélaga okkar í Þrándarnesi, hópana frá Rússlandi, Lettlandi og Litháen. Við gleymum seint stundunum á grasflötinni við gistiheimil- ið, miðnætursólin við hafflötinn, gítarar, harm- ónikkur, balalækur og þessar ótrúlegu slav- nesku raddir: Það var maíkvöld í Moskvuborg. Sýning Lettanna var afburðagóð, án efa sú eftirminnilegasta á hátíðinni. Leikhópur frá bænum Jelgava, skammt sunnan við Riga, sýndi Kennslustundina eftir Ionescu. Með út- hugsaðri heildarsýn sem birtist jafnt í leik- mynd, Ijósum, staðsetningum og leikstíl náðist að magna upp stemmningu sem fékk mann til að óska þess að hafa ekki þekkt leikritið og geta gefið sig óskiptur á vald óhugnaðinum og spennunni sem þessi dauðadans galdraði fram. í umræðunum daginn eftir var Jacob Oschlag svo hrifinn að hann fann sig knúinn til að halda hálftíma fyrirlestur um leiklistar- og hugmyndasögu fyrri hluta aldarinnar áður en hann klikkti út með að flokka sýninguna sem eina af tíu mögnuðustu leikhúsupplifunum sín- um. Gott ef fleiri gætu ekki tekið undir það. Það er lelkur að læra Af námskeiðum bar hæst kynning Soo Pong á aðferðum kínversku óperunnar. Það var al- deilis heillandi að vera kominn langt norður fyrir heimskautsbaug á æskuslóðir Ásbjörns Selsbana og Þóris Hunds og öðlast þar innsýn í leikhúshefð hinum megin að af hnettinum sem rekið getur rætur sínar með ritheimildum frá löngu fyrir Krist. Soo Pong reyndist vera stórskemmtilegur kennari og reyndi að setja okkur þessa klunna- legu Norðurlandabúa inn í fíngert og fágað hreyfingamynstur Kínaóperunnar með mis- jöfnum árangri, sumir voru reyndar glettilega góðir. Nokkrum af forsprökkum Hugleiks þótti sem þarna væri kominn rétti stfllinn til að end- urvinna gömlu íslensku klassíkina. Galdra- í FERÐINNI voru vinasambönd styrkt mjög við hópana frá Rúss- landi, Lettlandi og Litháen. Hér eru Alla Tarhova frá Rússlandi, Ylfa Mist Helgadóttir og Hulda Hákonardóttir að skiptast á vinargjöfum. SÝNING rússneska leikhópsins var einn af hápunktum hátíðarinn- ar, ótrúlega kraftmikil, litrík, fagmannlega leikin og hvergi dauður punktur. I FORSÆTI dómnefndar var John Ytteborg, ráðgjafi danska áhugaleiklistarsambandsins f alþjóðamálum, og með honum voru Jacob Oschlag, danskur leikstjóri og kennari, Chua Soo Pong, forstöðumaður Kínaóperustofnunarinnar í Singapore og Svanhild Hansen, framkvæmdastjóri áhugaleiklistarsambands Hálogalands. ÍSLENDINGURINN Haukur Gunnarsson, leik- hússtjóri við Hálogalandsleikhúsið í Tromso og fyrrum Þjóðleikhússtjóri Sama, var með fyrirlestur á leiklistarhátíðinni. HUGLEIKUR var með skemmtidagskrá í hátíðarklúbbnum og var hún í senn, þjóðleg og alþjóðleg. HUGLEIKUR á heimleið. Það var komið að ferðalokum, leikmenn þreyttir en þessi þreyta var ívafin ánægjunni yfir vel heppnaðri ferð. Loftur í Peking-óperunni? Ja, hann var ágætur í íslensku óperunni svo... Fimmtudagsmorguninn leiddu þeir saman hesta sína Soo Pong, norskur þjóðfræðingur, Johan Einar Bjerken að nafni, og Haukur „okkar" Gunnarsson, leikhússtjóri við Háloga- landsleikhúsið í Troms0 og fyrrum Þjóðleik- hússtjóri Sama. Þar bættist enn við þekkingu okkar á austurlensku leikhúsi, því Haukur er menntaður í Japan og sagði frá KabuM-leik- húsinu og tilraunum sínum við að nýta þessa fornu leikhúshefð í vestrænum leikhúsum. Bjerken sagði frá kenningum sínum um munn- lega varðveislu þjóðsagna. Hann þurfti dæmi um draugasögu til að vinna með, og spurði sal- inn hvort einhver hefði séð draug. I bjós kom að allar hendur á lofti voru islenskar! I tengslum við hátíðina var að sjálfsögðu starfræktur hátíðarklúbbur, og þangað lá leið okkar gjarnan á kvöldin. Flest kvöldin voru uppákomur. Gjarnan voru það leikhóparnir sem stóðu fyrir þeim og ekki vildum við vera eftirbátar nokkurra að þessu leyti. Á fimmtu- dagskvöldið var komið að okkur. Dagskráin var úr ýmsum áttum, þjóðleg og alþjóðleg í senn, kveðnar rímur, sungin þjóðlög og amerískir söngleikjaslagarar, og leikinn Shakespeare! Þar fór Sævar Sigurgeirsson á kostum í eintali úr „Herramenn tveir í Veróns- borg", sem hann hafði upphaflega æft á ís- lensku en ákvað daginn áður að hafa á frum- málinu! Voru þá góð ráð dýr því ekki fundust verk skáldjöfursins frá Avonbökkum á bóka- safni staðarins. En á tímum veraldarvefsins er ekkert ómögulegt og eftir stutta leit fannst leikritið í gagnagrunni einhversstaðar útí í heimi og hljómaði óaðfinnanlega hjá Norður- Þingeyingnum þetta sumarkvöld norður undir Smugunni. Boð til Litháen Áður en við héldum heim barst formlegt boð frá fulltrúa áhugaleikhússambandsins í Lit> háen um að sýna á leiklistarhátíð þar í landi á næsta ári. Þetta boð verður að sjálfsögðu skoð- að og því tekið sé þess nokkur kostur. Hugleikur kemur ríkur úr þessari ferð. Þessi fjórtán ára snáði hefur nú farið utan, flutt kvæði sín og sögur í landi forfeðranna við góðan orðstír. Og þótt hann hafi ekki verið ' leystur út með dýrum gjöfum þá er sjóður reynslunnar og minninganna digur og mun efla metnað og dugnað félagsmanna um ókomna tíð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 3. OKTÓBER 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.