Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 14
á Kunstakademíinu í Kaupmannahöfn og það var fyrir áeggjan hans sem sá síðarnefndi kom fyrrt til Skagen og hreifst af birtunni og um- hverfinu sem var algjör andstæða staðnaðs indrúmslofts akademíisins. Karl Madsen gerð- st seinna listgagnrýnandi Politiken og enn síð- ar fyrsti forstöðumaður Skagens Museum og .íkrifaði bækur um Skagamálarana. Seint á áttunda áratugnum fóru systkmin Anna og Degn til náms í Kaupmannahöfn. Anna varð nemandi í Málaraskóla Vilhelms Ky- hns fyrir konur og var þar þrjá vetur. Marie, r.tóra systir, fylgdi systkinum sínum til höfuð- jorgarinnar og sá um heimili fyrir þau. Anna og Degn eyddu frístundum sínum með Michael Ancher og Kaupmannahafnarbúum, vinum hans. 1878 var Degn kallaður heim tO að taka við hótelinu. Michael og Anna giftust 1880 á 21. afmælis- degi Önnu. Þau hófu búskap í gömlu, löngu, lágreistu húsi að baki hótelsins sem nú hafði verið byggt upp eftir bruna. Við hlið þessa húss var ofurlítið garðhús sem settur var á stór þak- gluggi og var þetta fyrsta vinnustofa þeirra hjóna. 1883 fæddist dóttirin Helga, einkabarn hjón- anna. Anna skrifaði frænku sinni: „Já, hugsaðu þér bara, við erum búin að eignast barn. Stund- um finnst mér það alveg undarlegt - þetta gerð- ist svo fljótt - ég skil ekki alveg að ég eigi það en svo hlýtur þó að vera." Hjónin fóru til Parísar til námsdvalar í hálft ár. Þau fóru auk þess í nokkrar utanlandsferðir svo sem til Berlínar, Vínar og Hollands þar sem Anna hreifst mjög af Gyðingabrúði Rembrandts en að sjá hana „var sem að finna áhrif dásamlegs áfengis streyma um sig" voru orð hennar. Michael og Anna voru afkastamiklir listmál- arar. Michael varð þekktastur fyrir sjómanna- myndir sínar þar sem njóta sín vel stórskorin og veðurbitin andlit ýmissa hversdagshetja byggðarlagsins. Hann málaði þá við björgunar- aðgerðir, veiðar og einnig á iðjuleysisstundum þegar ekki gaf á sjó. Svo hefur verið komist að orði um Önnu að hún kæmist aldrei langt frá eldhúsinu í list sinni. Um það ber fagurt vitni eitt þekktasta verk hennar, Stúlkan í eldhúsinu. Þar fangar fyrst augun sólskinið sem berst inn gegnum gult gluggatjald sem bærist fyrir léttri golu. Stúlka stendur við verk sín við eldhúsbekk og snýr baki í áhorfandann. Kyrrð og ró hvílir yfir öllu og skærir litir í pilsi stúlkunnar og nokkr- um munum gera manni glatt í geði. Mynd þessi er á Hirschsprungsafninu í Kaupmannahöfn. Sólskin og birta einkennir flestar myndir Önnu og er eftirminnileg mynd hennar af Helgu, dóttur hennar, þar sem hún situr og heklar í blámálaðri stofu ömmu sinnar en sólin skín skáhallt inn um gluggann og varpar skærri birtu á vegginn. Helga var mjög oft fyrirmynd beggja for- eldra sinna á myndum þeirra. Faðir hennar málar hana í rauðum sparikjól, hann málar þær mæðgur þegar Anna er að kenna Helgu að teikna. Hópmynd af presti og kirkjugestum málar hann þar sem AJnna heldur Helgu undir skírn og hann málar dóttur sína í rúminu að ná sér eftir veikindi. Anna málar hana krjúpandi á kvöldbæn við rúm sitt og á spjalli við ömmu sína sem situr og saumar auk fyrrnefndrar myndar í bláu stofu ömmunnar. Ótal myndir máluðu þau hjón hvort af öðru og einnig vinum sínum og kollegum og áttu bæði hvorttveggja blíða og stranga tóna í pensl- um sínum. Eftir að Degn Bröndum tekur við veitinga- rekstrinum aukast mjög heimsóknir listmálara til Skagen. Naut gestgjafinn þar m.a. kunnings- skapar sem stofnað var til við Kaupmannahafn- ardvölina. Flestir frægustu listmálarar Norðurlanda dvöldust á Skagen sumar eftir sumar og nokkr- ir settust þar alveg að. Þekktastir eru Viggo Johansen, P.S. Kröyer, Norðmaðurinn Christi- an Krohg, Laurits Tuxen, Svíinn Oscar Björck og Holger Drachmann sem einnig var þekkt skáld. Sá síðastnefndi keypti gamalt bakarí á staðnum og settist þar að og er grafinn úti und- ir Grenen. Líklega eru myndir P.S. Kröyers þekktastar. Hann málaði ótal myndir frá ströndinni þar sem ýmist nýtur sín skær sumarbirta eða draumkennd kvöldbirta. Kröyer fékk leyfi Degns Bröndums til að mála andlitsmyndir af öllum listamönnunum sem komu til Skagen og hengja þær upp undir lofti í matsal hótelsins. Auðvitað náði þessi iðja yfir langt tímabil og tækifæri var notað til að slá upp kampavíns- veislu í hvert sinn sem ný mynd var hengd upp. Borðsalurinn hefur nú verið gerður í uppruna- legri mynd á Skagens Museum og þar má sjá allar þessar andlitsmyndir. Hagur Ancherhjónanna vænkaðist fljótt fjár- hagslega því að myndir Michaels urðu eftirsótt- ar. Þau keyptu hús á Markvej 2 nokkrum árum eftir brúðkaup sitt og var heimili þeirra þar upp fráþyí. Fljótlega varð húsið og einkum garðurinn ekki síður samkomustaður listamannanna en Bröndums hótel. Menn gengu þarna út og inn því að dyrnar voru alltaf opnar. Væri enginn INNIMYND eftir Onnu Ancher frá um 1890. Þetta var vinsælt mynd- efni danskra málara á þessum tíma og sumir gerðu því frábær skil. ANNA Ancher: Eldhússtúlkan, 1883 SÓLSKIN (bláu stofunni, 1891. Ein þekktasta mynd Önnu Ancher. inni settist fólk niður og beið gestgjafanna. Stundum kom vinnustúlkan og bauð kaffi eða Anna sjálf með kaffi og vanillukransa. Ef hús- ráðendur létu ekki sjá sig vissu gestir að þeir voru önnum kafnir við málverk sín. Önnu þótti gaman að efna til smáveislna en oft voru veitingar þó ekki neinn sérlegur veislu- kostur. Ef mat skorti var oft skroppið yfir á hótelið og vistir sóttar, niðursuðuvörur og rín- arvínsflaska. Miklum sögum hefur farið af stórveisluhöld- um Skagamálaranna. Af samtímaheimildum má sjá að þær eru mjög orðum auknar. Afmælis- dagar voru þó alltaf haldnir hátíðlegir, einkum afmæli Önnu, 18. ágúst. Segja má að sá dagur hafi orðið nokkurs konar „þjóðhátíðardagur" bæjarbúa. Ekki varð frægð hans minni eftir að Kröyer málaði sína þekktu mynd af garðveisl- unni á þessum degi. Þar sést Anna í forgrunni t.h. og Helga, dóttir hennar, hjá henni. Myndin er nefnd „Hip, hip, húrra" og svo hét einnig prýðileg kvikmynd um Skagamálarana sem sýnd var í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Leikstjóri var Svíinn Kjeld Frede. Margir hafa velt fyrir sér hvernig Anna gat komið í verk að mála þvflíkan fjölda ágætra málverka svo sem raun ber vitni um og vera samtímis þessi ágæti gestgjafi. Oscar Björck segir um Önnu að hún hafi á kyrrlátan hátt gefist viðfangsefmnu og litir hennar hafi verið svo mettaðir og safaríkir að menn hafi notið þeirra eins og þroskaðra ávaxta. Hún hafi málað öruggt og hægt og notið þess að flýta sér ekM of mikið. Henni hafi tekist það sem engum hinna málaranna tókst. „Hún var sem sólskin," sagði Osckar Björck. Knud Voss segir um Önnu í bók sinni „Skag- ensmalerne":„Sólin, kyrrðin og fólkdð hjá henni er eins og djúpt ker þaðan sem maður getur sí- fellt ausið upp hinum fegursta skáldskap." Ancherhjónin fengu Skagaarkitektinn Ulrik Plesner til að stækka húsið á Markvej 1913-14. Raunar var byggt annað og stærra hús og tengt með lágri byggingu, þar sem borðstofan er, við gamla húsið. í nýbygg- ingunni fengu þau hjón hvort sína vinnustofu. Anna var ákaflega ánægð með sína og bjó hana sem best hún mátti. Hún var sérlega ánægð með Ijósbláu gluggatjöldin sem náðu niður á gólf og málaði mynd af glugganum með kringlótt borð og blómavasa með dökkbláum blómum í forgrunni. Örlög Helgu urðu dapurleg. Hún var fallegt barn og aðlaðandi unglingur. Hún gerðist mál- ari og liktist í því foreldrunum. En hún var ósjálfstæð og hana skorti sjálfstraust. Ungur maður, Hugo Abrahamswicz Larsen, af gyðingaættum en ættleiddur af dönskum for- eldrum, gerðist nemandi og hjálparmaður Michaels. Hann bjó á heimili Ancnerhjónanna og herbergi hans og Helgu voru hlið við hlið og með þeim tókst samband sem var ekM „við hæfi". Michael rak Abrahamswicz og Helga var send burt um skeið. Michael lést árið 1927 og Anna 1935. Þá flutti Helga úr húsinu yfir til móðursystkina sinna en bjó á vetrum á pensjónati í Kaupmannahöfn. Hún giftist aldrei. Á sumrin kom vinkona henn- ar, Lizzie Hohlenberg, sem einnig var ógift, í heimsókn og þá bjuggu þær stöllur í Anchers- húsi. Þegar Helga dó 1964 kom í ljós að hún hafði arfleitt Ancherssjóðinn að húsinu. Henni má því þakka að það er nú eitt best varðveitta lista- mannaheimili í heiminum og þangað koma þús- undir ferðamanna ár hvert. Um hvítasunnu 1995 var ég ásamt hluta af FRIÐSÆLT umhverfi á Skagen: fbúðarhús Önnu og Michaels Anchers á efri myndinni og á neðri myndinni eldhúsið sem varðveitt er eins og það var. fjölskyldu minni á ferð um þessar slóðir. Við gengum um Skagabæ í björtu vorsólskini, horfðum á „sólsetrið á Skagen" (að vísu við Tannisbugt), nutum draumkenndrar kvöld- birtunnar í sandhólunum við ströndina, horfð- um á æfingu björgunarsveitar sem ýtti bát sín- um á flot eins og á myndum Michaels Anchers. Og við komum í hús Ancherhjónanna á Markvej. Komum fyrst inn í gamla húsið og gengum gegnum gömlu lágreistu stofurnar þar sem húsgógn og ummerki eru hin sömu og á dögum Ónnu og Michaels. Eg virti fyrir mér blámálað eldhús Önnu þar sem bláa kaffikann- an stendur enn á eldavélinni og bláa saltkerið hangir á veggnum við gluggann með hvítu stíf- uðu gardínunum. Við gengum yfir í nýja húsið og ég stóð í vinnustofu Önnu rétt við gluggann með bláu gluggatjöldunum úr þunnu netkenndu efni og aðrar hvítar innan undir. Við gengum til baka gegnum borðstofuna og síðdegissólin skein björt inn, nákvæmlega eins og á þekktu málverki dótturinnar, Helgu. Oftast eru þúsundir Íslendinga staddar í Kaupmannahöfh en færri koma til Skagen. Benda má á að prýðilegt safn Skagamálverka er á Hirschsprungsafhinu við Stockholmsgade 20. Heimildir: Knud Voss: Skagensmalerne, Bind I og II Lena Sewall: Til bords med Skagensmalerne. Höfundur er húsmóðir i Reykjavík. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.