Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1998, Blaðsíða 7
ÞRJÁE sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í dag, laugardag, kl. 16. Á efstu hæðinni, í SÚM-sal, sýnir Ásta Ólafsdóttir lágmyndir unnar með blandaðri tækni, sem margar hverjar eiga sér tilvísun í Eddukvæði. I Bjarta og Svarta sal sýnir Eygló Harðardóttir samsetningar í þrí- víðum formum, unnar út frá rýminu í pappír og pappa. Þá sýnir Þórdís Alda Sigurðardótt- ir skúlptúr og innsetningar í Forsal og Gryfju. Sýningin stendur fram til 18. október nk. og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Jörðin, himinninn og við Sýning Ástu ber yfirskriftina „Jörðin, him- inninn og við". Verkin eru átta og skiptir hún þeim í þrennt; fjögur þeirra eru unnin með Alvíssmál í huga, eitt er tilvísun í Grímnismál og þrjú hin síðustu bera titilinn „Himinn og jörð". Verkin eru öll unnin á þessu ári, flest þeirra á allra síðustu mánuðum og sjálf segir Ásta að litagleðin sé orðin meiri í verkum hennar en áður. Hún segist hafa mikinn áhuga á því að tengja saman í verkum sínum himin og jörð, nútímann og fornar hugmynd- ir og reyna að myndgera þessi tengsl. Orðið „við", sem einnig er inni í titli sýningarinnar, vísar að hennar eigin sögn til allra í heimin- um, manna frá ólíkum heimshornum með ólík trúarbrögð, litarhátt og lífsskoðanir, dýranna og jarðarinnar. Auk þess er hún mjög upp- tekin af hinum ólíku tungumálum veraldar- innar og myndlistinni sem einskonar tungu- máli. Sólin er áberandi í verkum Astu. „Sólin er okkar lífgjafi, sem maðurinn hefur alltaf dýrkað og allt snúist um," segir hún. Samsetningar Eygló segist hafa unnið sín verk inn í rým- ið í Bjarta og Svarta sal, sem séu tveir ólíkir heimar. Verkin eru úr pappír og pappa, sem hún límir gjarnan saman í nokkrum lögum. Hún segist skemmta sér við að setja saman, brjóta og líma, tengja á einhvern hátt. Allt segir hún þetta byggja á útsjónarsemi, að finna leið til að gera viðkvæmt efni sterkt. ÞRJAR MYNDUSTARKONUR SYNA I NYLISTASAFNINU EDDUKVÆÐI, SAMSETNINGAR OG HREINSUN Morgunblaðið/Þorkell ÁSTA Ólafsdóttir, Þórdfs Alda Sigurðardóttir og Eygló Harðardóttir sýna verk sfn f Nýlista- safninu næsta hálfa mánuðinn. Þannig byggi hún lag yfir lag svo efnið styrk- ist smám saman. Verkin hennar eru eins kon- ar íverustaðir eða hylki. I Bjarta sal er form þeirra heilt og lokað en í Svarta sal eru þau meira eins og gapandi tóttir, hús sem eru bara útveggir og þak og varla það. „Ég hef verið að stúdera eyðibýli og þessa tilfinningu sem verður eftir inni í húsum þegar fólk er flutt úr þeim," segir hún og bendir svo á hinn bóginn á verk þar sem ljósmyndir af glugga- tjöldum eru límdar fyrir göt og lýst á með ljósaperu. „Gluggar eru eins og augu okkar, maður sér út með þeim en ekki inn. Fyrir gluggum eru oftast gluggatjöld, eins konar blæjur svo ekki sjáist inn heldur bara út." Þjóðþrifaverk Þórdísar Öldo „Þvottur - Þjóðþrif - Þróun" er yfirskrift sýningar Þórdísar Öldu. í Gryfjunni gefur meðal annars að líta hvít rimlarúm með hreinum, hvítum sængurfötum og litla, opna skápa með vandlega samanbrotnu líni. I For- sal eru stór og þung straujárn í aðalhlutverki og að sögn Þórdísar vísa þau til þess sem fólk vill gleyma og straujar yfir til þess að geta gleymt og þar með haldið áfram. „Ég er að reyna að nálgast allt þetta sem er í kringum okkur í daglega lífinu, sem við tökum oft ekkert eftir, það sjálfsagða og jafn- vel ósjálfráða," segir hún og bætir við að rúm hafi oft birst í einhverri mynd í verkum henn- ar áður. „Við eyðum svo stórum hluta af lífinu í rúminu, svo það er allrar athygli vert. Mað- ur hreinsar hugann og líkamann í svefni," segir Þórdís, en eins og yfirskrift sýningar- innar gefur til kynna er hreinsun og endur- nýjun í víðu samhengi henni hugstæð. Innan á hurðir skápanna sem geyma línið hefur hún hengt tilvitnanir í Handbók húsmæðra, þar sem gefin eru ýmis hagnýt ráð um þvotta, t.d. um það hvernig ná skuli erfiðum blettum úr flíkum og dúkum. Um bletti af óþekktum uppruna segir t.d.: „Reyna má fyrst að ná blettunum með sápuvínanda eða blettavatni. Eða: hræra eggjarauðu, glyseríni eða sápu- vínanda í blettavatnið, smyrja á blettina, þvo síðan úr volgu vatni og skola úr köldu vatni." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. OKTÓBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.