Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 6
H
Þótti vænt um
fólk og var
ákaflega
mannblendinn
Unnur Hagalín las að kvöldi það sem maður hennar,
Quðmundur Qíslason Hagalín, hafði skrifað frá því
eldsnemma á morgnana og einnig las hún prófarkir
verka hans og þótti slyngur lesari. JÓHANN
H]7\LM7)RSS0N rabbaði við Unni um daglegt líf
þeirra hjóna og einkum vinnubrögð rithöfundarins.
UNNUR Hagalín, þá ekkja Guð-
mundar Gíslasonar Hagalíns,
dvaldist á öldrunarheimilinu
Kumbaravogi, í næsta nágrenni við
son sinn Þór Hagalín, tengdadótturina Sigríði
Óskarsdóttur og böm þeirra á Eyrarbakka,
þegar ég heimsótti hana nokkrum dögum eft-
ir að hún varð 87 ára. Hún fæddist 16. sept-
ember 1911. Unnur lést 29. september sl.
Þegar við Unnur hittumst rétt fyrir kaffi-
tíma á regnvotum haustdegi berst talið strax
að próforkunum, enda er lestur þeirra henni
minnisstæður. Hún segist hafa fundið 7-8
villur í prófórk sem Helgi Sæmundsson var
búinn að lesa, en Helgi hefur löngum þótt
snjall prófarkalesari. Við þessi tíðindi varð
Helga að orði: „Það er menntandi að sofa hjá
svona manni.“
Vinnwþjarkur
Vinnuþjarkur er það orð sem við Unnur
emm sammála um að nota um Hagalín. Unn-
ur segir að hann hafí byrjað að skrifa klukk-
an fimm á morgnana. Eftir matinn lagði
hann sig, en ef hann sofnaði ekki á korteri,
tuttugu mínútum hélt hann áfram að skrifa.
Hve lengi hann skrifaði „fór allt eftir því
hvort einhver kom“ eins og Unnur kemst að
orði og nefnir enn orðið vinnuþjarkur. „Hann
átti bágt með að leggja niður vinnu og fara í
heimsókn, þótti það tímasóun,“ bætir hún
við.
Hún las það sem hann hafði skrifað um
daginn. „Stundum var það fljótyfirfarið,
stundum seint. Við ræddum síðan um það“,
segir hún.
Reyndirðu að hafa áhríf á hann ?
„Ef mér fannst það ekki nógu gott. Stund-
um sagði ég: Nú ertu orðinn þreyttur og far-
inn að endurtaka þig. Ég er búin að kaupa
flösku af brennivíni en þú færð hana ekki
nema með hrísgrjónagraut og engar rúsínur
í honum. Þegar hann var á því sá ég um að
hann væri aldrei heima."
Afhverju ekki rúsínur?
„Því að þá borðaði hann of rnikið."
„Ég hafði nóg að gera uið að lesa prófarkir", svaraði Unnur Hagalín þegar hún uar spurð
að því hvort henni hefði aldrei dottið i hug að skrifa sjálf.
Hagalín tók óspart í nefið og þurfti stund-
um að fara til Erlings Þorsteinssonar læknis
til að láta hreinsa nasirnar, sagðist ekki
koma örðu upp í sína nös. Erlingur lét Haga-
lín stundum bíða, en það líkaði honum ekki.
Einu sinni þegar honum leiddist biðin sagði
hann: „Hann hlýtur nú að fara að verða bú-
inn, ég held hann treini sér þetta. Næst not-
um við bandprjón."
Leið best á Mýrwm
„Hvar leið ykkur hjónum best?
„Við byggðum á Mýrum í Reykholtsdal og
okkur leið best þar, eignuðumst stóran og
tryggan vinahóp á Kleppjárnsreykjum og í
sveitinni. Meðal kollega Guðmundar sem við
heimsóttum var Jónas Árnason rithöfundur
og nokkrum sinnum Guðmundur Böðvars-
son.
Herrann og
höfuðskepnurnar
Matthías Johannessen hefur gerst skrifað um verk
Guðmundar G. Hagalín, einkum um Kristrúnu í
Hamravík. ÞRÖSTUR HELGASON valdi tvo kafla úr
skrifum Matthíasar sem birtir eru hér. Sá fyrri er úr út-
gáfu hans á Kristrúnu í Hamravík (1973) í bókaflokki
Ríkisútgáfu námsbóka og hinn úr riti hans, Bók-
menntaþættir (1985), þar sem birt er lítið breytt rit-
gerð hans til lokaprófs í íslenskum fræðum við Há-
skóla íslands, Stríðið við herrann og höfuðskepnurnar.
LESENDUR sjá gömlu konuna í baðstof-
unni í Hamravík, sem var í senn athvarf
hennar, viðmiðun og stytzta leiðin að
hinum háa tróni. Kristrún í Hamravík
er ekki öll, þar sem hún er séð, en það er
himnafaðirinn ekki heldur. Þó að það sé í hans
verkahring að hafa í öllum höndum við líf og
örlög allrar mannsskepnu, ætlar hún sér
einnig þó nokkum hlut í þeim leik, gamla kon-
an í Hamravík. Einkum og sér í lagi þykir
henni rétt að hafa gott stjórnmálasamband við
tilverumeistarann, þótt ágreiningsefni séu all-
mörg, og ómútanlegu eðli hennar þykir ekki
rétt, ef svo ber undir, að láta það liggja í lág-
inni. En aldrei dettur henni í hug að kveina
eða kvarta, því síður að gefast upp, þó að á
móti blási. Skilningur hennar á sér rætur í
móðurástinni og langri og fjölbreytilegri
reynslu, þótt hún hafi alið allan sinn aldur í af-
kima útskagasveitar. Hún þekkir ekki þann
Guð, sem frelsaður sonur hennar, Ólafur Bet-
úelsson, boðar í baðstofukytrunni í Hamravík,
skilur hann ekki eða vill ekki skilja hann, sem
ki-efst „þess af sínum bömum, að þau væra
sem ein flatskríðandi hundtík fyrir hans fót-
um“. Hnakkakerrt skyldi hún mæta Drottni
allsherjar á þeim mikla degi. Henni sinnast
jafnvel við hann. Og henni sinnast einnig við
sr. Hallgrím Pétursson og Passíusálmana, en
sættist svo við sálmaskáldið, er hún eygir tak-
mark sitt: „Nú úr því að hann lét sér segjast,
þá ætlaði hún ekki að vera að erfa neitt við
hann.“ Haltrandi gekk hún ávallt upphtsdjörf
fyrir þann, sem telur öll höfuðhárin. Énda þótt
Kristrún í Hamravík sé öguð og alin upp við
guðsorðabækur, þekki Passíusálmana út í æs-
ar, geymi þá undir koddanum sínum og leiti til
þeirra eins og annað fólk, hefur hún aldrei til-
einkað sér auðsveipni sr. Hallgríms eða tak-
markalausa auðmýkt: „kalla þú þræl þinn aft-
ur mig“. Sr. Hallgrímur leitar sinni mildu
reisn skjóls og athvarfs í eigin verkum. Þau
voru stolt hans og sáluhjálparleið. Kristrún í
Hamravík bar einnig höfuðið hátt fyrir sjálfs
sín hönd og síns herra, en ekki síður ættar
sinnar og óðals. Hún ætlaðist til hins sama af
honum og hann af henni. Hún krafðist eins
konar jafnréttis með þeim: t.d. að hann refsaði
henni ekki fyrir „að kasta ekki allri sinni
áhyggju upp á hann, heldur taka til sinna ráða
og venda út þeirri hliðinni, sem honum þótti
ekki sem stásslegust... „
Sé Kristrún íslenzk alþýða holdi klædd, má
sú sama alþýða vel við una. Kristrún í Hamra-
vík, sú góða gamla kona, hefur litlar áhyggjur
af syndinni, sem var sr. Hallgrími í senn inn-
blástur og örlagaþraut, og a.m.k. minni
áhyggjur af freistingunni en guðsmennirnir,
enda hefur hún vafalaust ónáðað þá meira.
Trú hennar var sízt af öllu byggð á ótta,
hvorki vegna sjálfrar sín né annarra. Orðið
sálarháski var t.a.m. ekki í orðasafni hennar,
heldur frí og frívilji. Hún gerir upp við guð
sinn, sættist við hann með þessum orðum í
sögulok: „Og þar sem þú lézt mig nú, fría og
óhindraða, greiða þessa flækjuna eftir beztu
getu, og hefur kveikt nýtt líf í þessu baðstofu-
korni, þá mundi geta svo heitið, að við værum
nú loksins fyi'ir alvöra klár og kvitt. Minnsta
kosti mun hún ég ekki setja í mig neinn hof-
móð, þegar hlutaskiptin eiga fram að fara. Og
þó ... Yrðir þú með eitthvert rex eða vesen út
af mínu áralagi, þá er hætt við, að ég legði
kollhúfur...Hún frelsaðist ekki vegna iðr-
unar, þrælsótta, ofstækis né hræsni, heldur
vegna eigin gerða og þess hjartalags, sem var
aðal hennar og óðal.
Úr BókmenntaþáHum
í Márasi á Valshamri er ekki séð með aug-
um einnar persónu eins og í Kristrúnu í
Hamravík. Þar er vegið og metið af mörgum
sjónarhólum. Margræði bókarinnar er styrkur
hennar, en einkum þó átökin milli Márusar
bónda og meistara Jóns, eða öllu heldur orða
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998