Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 8
Eftir Indriða Q. Þorsteinsson SEGJA má að Lokinhamrar í Amarfirði hafi aldrei talist vera í þjóðbraut, hvorki á nítjándu öld, þegar Guðmund- ur Gíslason Hagalín fæddist þar, eða síðar á tímum sífellt liðugri samgangna, sem hefur fylgt framfórum tuttugustu aldar. Guð- mundur Hagalín fæddist 10. október 1898, sonur hjónanna Gísla Kristjánssonar, bónda og skipstjóra, og Guðnýjar Guðmundsdóttur Hagalín. Nafn fæðingarstaðarins ber eigin- lega með sér, að bærinn er aðluktur. Engu að síður fór þannig fyrir barninu, sem fæddist þar, þegar tvö ár skorti í nýja öld, að það náði góðum þroska með aldri og menntun og hlaut víðsýni í vöggugjöf. Og veganestið dugði Guðmundi til mikilllar reisnar á löngu lífs- hlaupi. Að ævistarfi loknu stóð hann uppi sem einn mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinn- ar með um fimm tugi bóka að baki, mest skáldsögur og fjölda þýðinga. Guðmundur Gíslason Hagalín var mikili lífsins og lystisemdanna maður og sparði sig hvorki við leik eða starf. Vinir hans og sam- starfsmenn á langri ævi voru margir hverjir bókmenntamenn eða stjórnmálamenn, en úr þeim og öðru samferðafólki sneið hann per- sónur í skáldverk sín sem verða minnisstæð- ar lengi. Uppvöxtur hans í Lokinhömrum vestra færði hann í takt við alþýðu manna bæði af kynnum og afspurn. Guðmundur stundaði sjó á árabátum, vélbátum og skútum á skólaárum sínum, en hann var við nám í Núpsskóla á unglingsárum, en fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Hann hætti námi í fimmta bekk. Þá byrjaði hann í blaða- mennsku og stundaði hana uppihaldslítið næstu árin. Kynni hans af fólki fyrir vestan voru honum mikilsverð. Hann gekk í spor þess, hermdi svör þess og sagnir og steig við það dansspor sagnaskáldsins, þegar því var að skipta. Guðmundur var lágvaxinn og þétt- ur á velli og menn undruðust oft hvílík orka bjó í honum. A stundum var eins og honum væri allt mögulegt. Segja má að það hafi ver- ið einkenni margra samtíðarmanna hans, sem stóðu saman að því að hrinda Islandi út úr einangrun Norðurhafa og inn i samtím- ann. Guðmundur kynntist snemma við hafið og hóf sjóróðra komungur. Þá lamdi það á honum þegar hann gætti fjár í fjörunni við Lokinhamra. Seinna sagði hann sjálfur frá hver kúnst það hefði verið íyrir hann dreng- inn, að stökkva á sauðskinnsskóm á milli ísilagðra hleina án þess að missa fótanna. Guðmundur Gíslason Hagalín var íyrst og fremst rithöfundur og taldi sig hafa æðstum skyldum að gegna við að skrifa bækur. Hann var líka í forustusveit Alþýðuflokksins og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, eink- um á ísafirði, en einnig í Reykjavík, hug- kvæmur og djarfur eins og í bókum sínum. Hann kom því við dægurmál í landinu á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Þann tíma, sem hann dvaldi á Isafirði, árin 1929-1945, og gegndi starfi bókavarðar við Bæjarbókasafn- ið á staðnum, eignaðist hann marga málvini. Má þar nefna Vilmund Jónsson landlækni, Finn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, og Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi ráð- herra og verkalýðsleiðtoga. Þessir menn ásamt Guðmundi voru um tíma kjarni Al- þýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar á Isafirði og létu landsmál en einkum málefni ísafjarðar sig miklu varða. ísfirðingar kunnu vel að meta Guðmund Hagalín og sögðu af honum sögur, eins og gjaman vill verða um fræga menn. Þeir skírðu götustaur í höfuðið á honum og héldu því fram að hann hefði ein- hvern tíma á góðri stund stansað við staurinn og ávarpað hann. Staurinn nefndu þeir pró- fessor og heitir hann það sjálfsagt enn í dag. r Aður en Guðmundur Hagalín fluttist til ísafjarðar, þar sem hann átti lengsta samfellda búsetu á starfsævi sinni, lauk hann formlegri skóla- göngu og hóf störf við blaðamennsku korn- ungur að aldri. Hann fluttist tuttugu og eins árs til Seyðisfjarðar til að taka við ritstjórn á blaði, Austurlandi, en blaðaútgáfa hafði verið rekin þar frá upphafi aldar. Meðal ritstjóra á Seyðisfirði höfðu verið Skapti Jósepsson, sonur Jóseps læknis á Hnausum, og Þor- steinn Erlingsson skáld. Það var því ekki í kot vísað að fara til Seyðisfjarðar að stýra blaði á þessum árum og víst er að hinum unga manni hefur hlaupið kapp í kinn. Hann frá Lokinhömrum . Quðmundur kynntist snemma uið hajið og hóf sjóróðra kornungur. komst strax í vinfengi við Kristján lækni, Gunnar á Fossvöllum og Karl Finnbogason, sem þá var skólastjóri. Snemma á Seyðis- fjarðarárunum kynntist Guðmundur verð- andi eiginkonu sinni, Kristínu Jónsdóttur, al- þingismanns á Hvanná. Þau eignuðust tvö böm, Hrafn, sem andaðist ungur maður, og Sigríði, þekkta leikkonu, sem gift var Guð- mundi Pálssyni leikara. Þau em bæði látin. Kristín og hann skildu, en um miðja öldina kvæntist Guðmundur aftur, Unni Aradóttur. Þau eignuðust einn son, Þór Hagalín. W Ibókaflokk æviminninga sinna skrifaði Guðmundur Hagalín um lífið á Seyðisfirði og segir þar skemmtilega frá eins og oft áður. Þar leiðir hann fram konur og karla, sem hann var í góðum kynnum við eystra. Kostulegar em lýsingar hans á Gunnari á Fossvöllum og er sýnilegt að Fossvallabónd- inn hefur tekið því fegins hendi að geta talað við skáld, sem hirti ekki um hvort sagan væri sönn ef hún var góð. Margur hefði nú getað haldið að starf ritstjórans hefði sveigt Guð- mund, sem var ágætlega pólitískur, inn á braut blaðamennskunnar. En svo var ekki. Þarna á Seyðisfirði gaf hann út fyrstu bók sína, kvæðabók, sem nefndist Blindsker (1921). Nafnið á kvæðabókinni var ekki lang- sótt, enda höfundurinn gamall skútukarl. Þó liggur nær að álíta, að nafnið hafi sótt að hon- um þegar hann fór með Sterling til Seyðis- fjarðar í febrúar 1918, um það bil sem spánska veikin var að koma til landsins. Þá hreppti skipið slíkt óveður, að það varð að snúa við aftur til Reykjavlkur og bíða færis. Má segja að við slíkar aðstæður hvarfli hug- urinn að blindskerjum og öðmm boðavöldum. Þótt kvæðabókin Blindsker hafi ekki valdið neinum óróa í samfélaginu, hvorki á Seyðis- Nafn fæðingarstaðarins ber eiginlega með sér, að bærinn er aðluktur. Engu að síður fór þannig fyrir barninu, sem fæddist þar, þegar tvö ár skorti í nýja öld, að það náði góðum þroska með aldri og menntun og hlaut víð- sýni í vöggugjöf. firði né annars staðar, hafði þó Guðmundur Hagalín brotið ísinn. Seyðfirðingar spöruðu ekki að kalla hann skáld í tíma og ótíma, eða skáld og ritstjóra. Ljóðin voru angurvær ungs manns kveðskapur þótt stungið væri við fæti reynslunnar af sæ og volki. Vestfirðir vom ekki mjög áberandi í þessum kvæðum Guðmundar, en tveimur ámm síðar kom bók- in: Nokkur orð um íslenskan sagnaskáldskap, sem kalla verður stemningsfull skrif blaða- manns. En nú fór að styttast í dvöl Guð- mundar og Kristínar á Seyðisfirði. Þau hjón undirbjuggu ferð sína til Noregs, en á þess- um áram leituðu menn úr fásinninu hér heima í önnur lönd, einkum til Norðurlanda, til að verða sér úti um meira olnbogarými og ný tækifæri. Þetta átti sér einkum stað í bók- menntum og listum, en tveir íslenskir rithöf- undar öfluðu sér einkum frægðar í útlandinu. Það voru þeir Gunnar Gunnarsson, sem skrif- aði á dönsku, og Kristmann Guðmundsson, sem skrifaði á norsku. Báðir þessir höfundar hlutu sæmilega frægð í Evrópu. Auk þess má nefna Guðmund Kamban, þótt ekki hlyti hann sömu frægð. Geta má þess að Krist- mann kom út á yfir fjöratíu þjóðtungum fyrir seinni heimsstyrjöld og telst það meira en frægustu íslenskir höfundar mega una við í dag, þótt allt sé skipulagt út í æsar, líka í sambandi við norrænu kotríkin, sem hafa tekið að sér að úthluta Islendingum heims- frægð. Guðmundur Hagalín var í Noregi sem rit- höfundur, ekki sem blaðamaður. Það sýnir m.a. útgáfa hans frá þessum árum. Hann er árin 1924-1927 í Noregi og var búinn að gefa út þriðju bók sína 1923. A næstu þremur ár- um komu út bækurnar Vestan úr fjörðum (1924), Veður öll válynd (1925) og Brennu- menn (1927). Þetta sýnir að hann sat ekki auðum höndum í Noregi, en tíðarandinn vildi heldur rómönsur Kristmanns en sögur af sæ- börðum og sérkennilegum Vestfirðingum. Með ritstörfunum fór Guðmundur í fyrir- lestrarferðir um Noreg og mun hafa unnið eitthvað við blaðamennsku. En sagnagerðin kallaði sterkt á hann og hún yfirgnæfði aðra fyrirtekt. Heimkominn hafði hann ekki að neinu sérstöku að hverfa en fékk starf við Al- þýðublaðið sem blaðamaður fyrsta árið. Árið eftir réðst hann svo til ísafjarðar og gerðist bókavörður. Þetta var mjög heppilegt starf fyrir hann. En Guðmundur hélt áfram að skrifa eina bók á ári, án þess að hann ætlaðist til að hann gæti lifað af skáldskapariðju sinni. Þessu er öfugt farið nú til dags. jr Arin á Isafirði voru um margt mjög frjór tími á rithöfundarferli Guð- mundar Hagalín. Segja má að hann hafi verið á söguslóðum allan tím- ann, eða eins nærri þeim og aðstæður leyfðu. Hann stundaði frjóa pólitíska iðju og var í nánu sambandi við fólk, sem hann hafði gam- an af, fræddist af og deildi geði með áður en bútar úr því lentu í skáldsögum. Þegar hann var búinn að koma sér vel fyrir á Isafirði hóf hann að rita sína kostulegustu sögu, Kristrúnu í Hamravík. Hún kom út 1933 og þótti með afbrigðum skemmtilega skrifuð. Árið eftir kom svo Kristrún í Hamravík og himnafaðirinn. Kristrún í Hamravík hefur verið endurútgefin oftar en einu sinni. Auk þess mun hún hafa komið út í skólaútgáfu með ritgerð eftir Matthías Johannessen skáld. Upp úr þessu fara að verða nokkur skil á rithöfundarferli Guðmundar. Hann heldur áfram að skrifa ævisögur merkra manna og skáldsögur í bland, m.a. skáldsöguna Sturlu í Vogum í tveimur bindum. Á sama tíma var það að gerast í landinu, að kommúnistar höfðu klofið sig út úr Alþýðu- flokknum árið 1930 og stýrðu sinni pólitík hér á landi eins og aðrir slíkir flokkar, eftir bend- ingum frá Moskvu og síðan Komintern. Þeir áttu á þessum ámm að ganga hart fram gegn demókrötum um alla Evrópu. Þessari hryju- verkastefnu var alls staðar vel tekið, einkum í Þýskalandi Hitlers fyrir valdatöku hans þar. Alþýðuflokkurinn hér varð stöðugt að sæta áreiti vegna þessa og lítt siðlegum pólitískum ofsóknum, sem komu fram í andúð á einstak- lingum eins og Stefáni Jóhanni Stefánssyni forsætisráðherra. Guðmundur G. Hagalín var vegna baráttugleði sinnar og þess að hann skrifaði bækur kjörinn til sérstakrar með- ferðar innan raða kommúnista. Þeir notuðu útkomu Sturlu í Vogum til að hefja áróðurinn gegn honum og undirróðrinum linnti ekki síð- an meðan Guðmundur var á dögum. En hann lét engan eiga hjá sér og gerðist mjög óþæg- ur andstæðingum sínum hvarvetna sem hann gat því við komið. Kommúnistar dreifðu öllu sem þeir gátu upphugsað gegn Guðmundi. Og fræg varð vísa, sem kveðin var um Sturlu í Vogum, þar sem undrast var yfir, að með þessari þjóð skyldi finnast fólk, sem þætti bókin um Sturlu í Vogum góð. Guðmundur brást hraustlega við úr virkj- um sínum á Isafirði, þegar hann áttaði sig á að hin pólitísku slagsmál áttu líka að ná til bókmenntanna. Þessi nýja aðferð, að láta ekkert undanskilið í hinni pólitísku ofbeldis- stefnu, var í rauninni nýtt fyrirbæri á Islandi, þar sem skáld höfðu fengið að vera skáld í friði. En hrifningin var slík yfir boðun nýrrar 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 10. október (10.10.1998)
https://timarit.is/issue/242854

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. október (10.10.1998)

Aðgerðir: