Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 13
grímsson, „Listaskáldið góða“. Hagalín fjallar hins vegar um Jón Thoroddsen í tveimur fyr- irlestrum og hleður hann miklu lofi, segir hann raunar fremstan íslenskra sagnaskálda: „I Manni og konu hefur mál og frásagnarsnilli skáldsins náð slíkum þroska á grundvelli ís- lenzkrar sagnahefðar í fornbókmenntum og þjóðsögum, og með nákvæmu úrvali almenns íslenzks talmáls, að heita má, að höfundi skeiki þar hvergi, þó að hann breyti stundum nokkuð um stílblæ, þegar á við efnið, og ekki hefur honum þar fatazt um að gera samtölin þannig úr garði, að orðalag persónanna ein- kenni þær svo, að enginn hefur þar enn farið fram úr honum allt til þessa dags.“ Enn frem- ur segir: „Annars er persónusköpun nokkurra manngerða í skáldsögum Jóns Thoroddsens með þeim ágætum, að vafasamt er að mínum dómi, að nokkur íslenzkur höfundur hafi þar allt til þessa farið fram úr honum - [...].“ Lesa má úr umfjöllun Hagalíns um Jón að hann hafi orðið fyrir miklum áhrifum af sögum hans enda lifað með þeim allt frá æsku. Sömu- leiðis er þessi mikla áhersla á Jón ekki óeðli- leg þegar haft er í huga að hann var miðlægur í íslenskri bókmenntasögu á þeim tíma sem fyrirlestramir voru fluttir. Steingrímur Þor- steinsson hafði skipað Pilti og stúiku í sæti fyrstu íslensku skáldsögunnar í riti sínu Jón Thoroddsen og skáldsögur hans (1943) en við það styðst Hagalín mjög. Hins vegar verður vart hjá því komist að hugsa eilítið til Hall- dórs Laxness þegar klausumar hér að ofan eru lesnar (Hagalín minnist raunar á hann í þessu samhengi sjálfur), ekki síst í því ljósi að um verk hans fjallar Hagalín lítið sem ekkert en nánar verður vikið að því síðar í greininni. Þegar hér er komið sögu telur Hagalín að íslenskar bókmenntir séu komnar á beinu brautina. í upphafi fyrirlestrar um Grím Thomsen og Benedikt Gröndal slær hann hinn þjóðernisrómantíska tón: „Eg tel, að með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, þjóðsög- um Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar og skáldsögum Jóns Thoroddsens hafi þar verið komið fegrun og fágun íslenzkrar tungu og þannig mörkuð hin þjóðernislega og þjóð- holla stefna íslenskra bókmennta að samfelld- ur vöxtur og viðgangur íslenzkrar menningar væri orðinn tryggður, [...].“ I fyrirlestri um Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar leggur hann svo á það áherslu að rímumar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þessari þróun þar sem þær hafi haldið við „áhuga íslenzku þjóðarinn- ar á tungu hennar og kveðskaparíþrótt öllu öðru fremur, [...].“ Hann segist samt ekki, frekar en nokkur „verulega dómbær maður á bókmenntir," vilja draga í efa réttmæti rímnadóms Jónasar í Fjöini um Sigurð Breið- fjörð. Hann telur dóminn þó hafa verið full- harðan, svo harðan að hann hafi „flýtt fyrir ömurlegum ævilokum" Sigurðar og fer mest- ur hluti fyi-irlestrarins í að styðja þá skoðun rökum. En í lok nítjándu aldar er sem sagt, að mati Hagalíns, búið að leggja grunninn að sjálfstæði íslenskra bókmennta, íslenskrar menningar, sjálfstæði sem verður að verja fyrir ásókn og áhrifum að utan. „Erlendur gestur" Um þessa vörn fyrir erlendum áhrifum fjallar restinn af bókmenntafyrirlestrum Hagalíns á einn eða annan hátt. Það er tákn- rænt að þeir tveir fyrirlestrar sem fjalla um landnám raunsæisstefnunnar hér í lok nítj- ándu aldarinnar og skáld hennar heita „Er- lendur gestur". Hagalín segir frá Verðandi- mönnum og skáldskapar- og hugmyndafræði raunsæisstefnunnar. I lok umfjöllunar um Einar Kvaran tekur hann undir þann megin- boðskap stefnunnar að stuðla að „mannfélags- bótum“ og segir það raunar hafa verið ein- kenni á öllum þeim skáldum sem hann hafi fjallað um, allt frá Eggerti til Verðandimanna, og eigi að vera meginskylda skálda. Þennan boðskap endurtekur hann nokkrum sinnum í erindunum og fléttar saman við hið menning- arlega hlutverk skálda: „[...] ég hef viljað leit- ast við að sýna í erindum þeim, sem ég hef flutt innan þessara veggja í vetur, að öll okkar skáld á öld upplýsingai’stefnunnar, tímabili hinnar rómantísku vakningar og loks boðber- ar raunsæisstefnunnar hafa vitandi vits verið áhugasamir fræðarar og sumir beinlínis leið- togar þjóðar sinnar á hinni erfiðu leið hennar úr erlendri kúgun, óábyrgð og umkomuleysi, deyfð og dáðleysi, til frjálshuga metnaðar framtaks og menningarlegrar reisnar í trú á sjálfa sig og land sitt“. Hagalín telur annars raunsæið ekki hafa haft mikil áhrif á íslenskar bókmenntir heldur fyrst og fremst á hugsunarhátt manna hér á landi, einkum hvað varðar félagsleg málefni: „En þó að raunsæið ylli hér ekki byltingar- kenndum bókmenntaöfgum, sem slitu sam- hengið milli gamals og nýs, hafði hún - og þá ekki síður þær þjóðfélagshreyfingar og fræði- stefnur, sem hún var runnin af, veruleg áhrif á hugsunarhátt og ýmis viðhorf ekki aðeins í hópi íslenzkrar menntastéttar, heldur og meðal greindra og andlega vökulla manna meðal alþýðu manna víðsvegar um byggðir landsins [...].“ Hagalín fjallar um Þorstein Erlingsson, Stephan G. Stephanson og sagnaskáldin Þorgils gjallanda, Guðmund Friðjónsson og Jón Trausta en hann segir að sér hafi sviðið svo mjög árásh’ ýmissa vandlætara á hendur honum sem skáldi að hann hafi skrifað varnar- grein sem fékkst þó ekki birt. Það skáld sem hann telur þó hafa verið gagnteknast af ádeilu og umbótaanda raunsæisstefnunnar hér á landi er Jónas Jónasson frá Ulfá í Eyjafirði. Hann fjallar um Einar Kvaran sem hann segir hafa aukið næmi þjóðarinnar fyrir vel formuð- um bókmenntum og Einar Benediktsson kall- ar hann risann í íslenskum bókmenntum og líkir honum við Egil Skallagrímsson. Hann talar um Þorstein ritstjóra Gíslason og Guð- mund Guðmunsson skólaskáld sem fyrstu ís- lensku nýrómantíkerana eða symbólistana en telur þó að þeir hafi ekki gengið hinni nýju stefnu fyllilega á vald. Helstu eiginlegu ný- rómantíkerarnir voru, að mati Hagalíns, Sig- urður Sigurðsson frá Amarholti, Jóhann Sig- urjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Jónas Guðlaugsson. Efnistök Hagalíns breytast eilítið þegar komið er lengra fram á öldina, þau verða per- sónulegri enda kynntist hann flestum þeim skáldum sem hann fjallar um. Hann segir frá kynnum sínum af Þórbergi Þórðarsyni og seg- ir þau hafa haft mikil áhrif á sig. Segist hann hafa átt nokkurn þátt í því að Bréf til Láru var prentað en upphaflega hafi það einungis átt að vera „langt sendibréf til þeirrar ágætu konu“. Segir hann að Þórbergur hafi lesið fyrir hann úr bréfinu og hann hafi í framhaldi hvatt hann til að gefa það út. Þórbergur hafi svo borið það undir Sigurð Nordal sem hafi verið Hagalín sammála. Síðan segir: „Ég vil taka það fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að það er síður en svo, að ég þakki mér eitt eða neitt í formi eða hugsun hinnar sérstæðu bókar, en hvers vegna leitaði Þórbergur til mín um áheyrn? Við vorum orðnir alllangreyndir vinir, við áttum báðir í allríkum mæli skopskyn, höfðum yndi af sögum um sérkennilegt fólk og kunnum dável að segja frá. Hann fann svo, að ég naut hins sérkennilega bréfs - og því meir, sem ég heyrði fleiri kafla. Ég var fordómalaus á skoðanir hans og þær athugasemdir, sem ég gerði, munu hafa vitnað um, að ég fylgdist ær- ið nákvæmlega með vinnubrögðum hans - hin- um nýstárlega stfl, hinni djörfu einlægni og loks frábærri og óvenjulegri nosturssemi." Hagalín segir að Þórbergur hafi kynnt sig fyrir Stefáni frá Hvítadal og fjallar hann um þá í sama fyrirlestrinum. Davíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson eru svo efni annars fyr- irlestrar en þar upphefst hinn pólitíski þáttur erindanna. Hagalín segir að þrátt fyrir að hafa fengið á sig harða gagnrýni frá sósíalrealistum hér á landi um að vera „háður hinum spillandi áhrifum borgaranna" þá standi Davíð Stefáns- son jafnréttur eftir sem áður, „eins og fleiri," bætir hann við, „sem að var vegið og enn er að vegið, ef þeir að minnsta kosti nálgast ekki, hallast ekki í átt til hinnar einu sönnu trúar, sem þarna var boðuð og er enn boðuð - en meira í laurni." Þessi pólitíski undirtónn verð- ur skýrari í síðustu þremur erindunum sem Hagalín helgar bókmenntum fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda áratugarins. Formbylting og islenskar menningarerfðir Fyrstu formtilraunirnar í íslenskri ljóðlist vöktu ekki löngun með Hagalín til þess að feta í sömu spor. Hann telur að söguljóðið „Hel“ eftir Sigurð Nordal hafi ekki fengið þær viðtökur sem það átti skilið. Hins vegar hafi það verið „svo fágað, svo þrungið spak- legum, en þó háljóðrænum og hnitmiðuðum skáldskap" að hann freistaði ekki til eftir- breytni og eins var um hið órímaða ljóð í smá- sögunni Lognöldur. Hagalín sá sjálfan sig ekki í slíkum skáldskap: „Ég held líka, að Fornar ástir með allri sinni myndríku dul, sínu fastmótaða formi, sínum efninu sam- ræmu spakmælum, hafi í stað þess að hvetja mig til að halda áfram ljóðagerð undir áhrif- um erlendra sýmbólista og tilraunum til skáldskapar í óbundnu máli undir sama merki, stuggað við mér, já, til mín talað á þessa leið: I töfraveröld þessa forms, þessarar lífs- og persónutúlkunar átt þú alls ekki heima, samkvæmt eðli þínu og uppeldi. Hverf þú til átthaga þinna og reyndu að finna þar sjálfan þig.“ Hagalín er mikið niðri fyiir þegar hann ræðir formbyltinguna svokölluðu, bæði í ljóða- og sagnagerðinni. Astæðan er augljós: „Mér er enn sárt um hið hefðbundna form sakir þess, að ég hef talið það prýði á íslenzk- um kveðskap og ærna tryggingu fyrir sam- hengi nýrra bókmennta við íslenzkar menn- ingarerfðir, sem ég er ekki viss um, hve menn gera sér almennt ljósa grein fyrir, hver mikil- væg eru.“ Rökin fyrir hinu bundna formi eru samhengið í íslenskri bókmenntasögu. Að auki óttast Hagalín að hinn nýi skáldskapur höfði ekki til íslenskrar alþýðu, að hún hafi engin not af honum, eins og hann tekur til orða, - skáldskapurinn hefur jú, að mati Hagalíns, ákveðnu menningarlegu og samfé- lagslegu hlutverki að gegna eins og áður hef- ur komið fram. Hagalín setur fram eins konar lausn á vandanum í anda samhengiskenning- arinnar: „Ég efa ekki þjóðemislegan menn- ingarvilja hinna ungu skálda og þeirra, sem *■ þar eru að verki, og hitt veit ég líka, að þó að hin íslenzka rímhefð sé rofin, þaríþað ekki að slíta hin íslenzku menningartengsl í hugsun og hófsömum og skynsamlegum viðhorfum. En tengslin milli gamals og nýs mega heldur alls ekki rofna. Það nýja verður að hæfa hin- um íslenzka jarðvegi, hinni íslenzku sérstöðu, hinum íslenzku þörfum. En til þess að svo geti orðið þurfa hin ungu íslenzku skáld og hinir bókmenntalegu leiðtogar að gera sér grein fyrir, hvað í menningar- og bókmenntaþróun okkar hefur reynzt svo heillavænlegt, að þessi þjóð hefur staðizt allar sínar miklu þrengin- ar.“ Hagalín segist sífellt heyi’a hrópað á eitt- hvað nýtt, nýtt að formi, nýtt að efni, hvort sem nýjungin á við eða ekki, hvort sem af henni kynni að leiða aukinn íslenskan kjarna- gróður eða kalskellur, kalflæmi, jafnvel upp- blástur. Hann segist þekkja dæmi um slíkt sem hræða sig. Hann víkur aftur að Davíð frá Fagraskógi sem fengið hafði ágjöf í bók- menntatímariti frá „rómuðu ljóðskáldi og ein- um af fremstu forystumönnum í bókmenntum okkar um afbrigðilegt ljóðform og oft ærið torskilið líkingamál“, eins og Hagalín segir, en þetta rómaða Ijóðskáld hafði sagt að Davíð hefði alls ekki verið gæddur skáldgáfu, hann hefði einungis verið lipur hagyrðingur. „Hví- lík einsýni, hvílík andleg forherðing," hrópar Hagalín. „Hvert gæti hún leitt, menningarleg forysta slíkra manna, sem ekki sjáandi sjá né heyrandi heyra.“ Hagalín telur bæði sagna- og ljóðagerð Davíðs hafa haft meira gildi fyrir íslenskar bókmenntir en verði að fullu metið. Að hans mati jafnist Sólon Islandus á við þær „skáldsögur, sem nú setja mestan merkis- og ónátturusvip á höfunda sína, sakir sýndar- mennsku, apakattarháttar og hofmóðs út af erlendri forfrömun, sem mætti þó stundum jafna við duglega kaghýðingu og þrælkun á Brimarhólmi. Það er ekki laust við, að maður kannist við í sjálfslofi og keyptu kjassi sumra, tóninn í þessum lofsöng Sölva: Ég var gull og gersemi / guði sjálfum líkur.“ Enn fremur segir hann að Ijóð Davíðs hafi haft meiri áhrif á formbreytingarmenn en hann og þeir geri sér grein fyrir. „Þá ber að nefna það, að með því, hve hann tíðkaði það mjög einkum í fyrstu ljóðabókum sínum að breyta hætti og hi-ynjandi sama kvæðis til samræmis við breytingar á efninu, þrátt fyrir fastheldni á stuðla, höfuðstafi og endarím, gerðist hann meiri og áhrifaríkari brautryðjandi hinnar síðar miklu formbreytingar heldur en hann sjálfur og þá ekki síður hin yngsta skáldakyn- slóð gerði sér grein fyrir.“ Boðskapurinn er skýrlega sá að hið gamla og nýja verður að haldast í hendur. Hagalín nefnir skáld sem hefur tekist að láta hefð og nýsköpun ríma saman. Jóhannes úr Kötlum hefur til dæmis „orðið þeirrar hamingju að- njótandi að yrkja rímlaus ljóð, heila bók, sem sannar áþreifanlega, að svo má láta sér leika íslenzkt mál á tungu, að hið órímaða og óstuðlaða ljóð verði í órofa samhengi við ís- lenzkar menningai’erfðir." Og það sem gladdi Hagalín hvað mest í ljóðum Snorra Hjartar- sonar voru tilraunir hans til þess að brúa bilið milli fomrar og nýrrar formhefðar: „En svo komu Lauf og stjörnur, þriðja ljóðabók Snorra, og þar var hann allur á valdi hinnar nýju ljóðahefðar... En hvað skyldi segja, þeg- ar ljóðin virtust einskis hafa misst.“ Hann tel- ur Stein Steinarr ekki hafa verið formbylting- armann þar eð meirihluti ljóða hans hafi verið undir hefðbundnum háttum auk þess sem margir hafi ort órímað á undan honum. Það hafi svo verið Jón úr Vör sem steig skrefið til fulls í bók sinni, Þorpinu. Kveðst Hagalín hafa litið þessa bók homauga í fyrstu en síðan átt- að sig á því að hún væri „sérstætt, mjög at- hyglisvert og hreiníslenzkt skáldrit". Að síðustu í ljóðaumfjöllun sinni nefnir Hagalín fimm ung skáld sem hafi komið fram eftir 1950. Yngst þessara skálda eru Jóhann Hjálmarsson og Þorsteinn frá Hamri. Haga- lín talar um að Jóhann hafi ort myndræn og margslungin ljóð, „án þess þó að yrkja ýkja ■ torrætt". Þorstein segir hann í nánum tengsl- um við þjóðlegan íslenskan fróðleik, hann sé kjarnorður og gagnorður en stundum skorti nokkuð á að ljóðið sé „æskilega samstæð heild“. Þriðja skáldið í þessum hópi sem Hagalín nefnir - og kannski það óvæntasta - er Þorgeir Sveinbjamarson sundhallarstjóri sem gaf út þrjár ljóðabækur, þá fyrstu, Vfsur Bergþóru, árið 1955. Hagalín segir tök Þor- geirs á hinu órímaða formi slík að hann hafi sjálfur ekki tekið eftir þvi að hann væri að HAQALÍN ásamt Sigurði Nordal en ritgerð Nordals Samhengið i íslenskum bókmenntum hafði mikil áhrif á hann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.