Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 10
Myndskreyting eftir Qunnar Qunnarsson listmálara.
Barómetið eftlr Hagalín birtist fyrst í Strandbúum
(1923). Hann sagði svo frá tildrögum sögunnar síðar:
„Á bernskuárum mínum vestra hafði ég heyrt sagt frá
skipstjóra, sem uarð fyrstur manna þar um slóðir til
að kaupa sér loftþyngdarmæli. Hann þóttist mjög af
gripnum og tiafði á honum tröllatrú, en brátt hafði sú
trú leikið hann svo grátt, að hann tók mælinn í reiði-
kasti og fleygði honum út á sjó.“
EINAR skipstjóri snaraðist fram úr
lokrekkju í lyftingunni á fiskiskútunni
Hildi, er lá fyrir tveim akkerum á Lang-
eyrarhöfn í Ingjaldsfirði. Hann geispaði
hátt, klóraði sér á hálsinum og leit síðan á átt-
strenda skipsklukkuna.
„Hálf sjö. Bráðum vökuskipti."
Hann smeygði sér í stígvélin, stóð upp,
studdi höndunum á borðið og leit á loftþyngd-
armæli, er hékk á þilinu, vinstra megin ldukk-
unnar. Var logfægð umgerð um mælinn, glerið
gljáandi og letrið stórt og skýrt.
„Hann fellur þá, bölvaður!“ Og Einar barði
tveim fingrum á glerið. „Og fellur enn. Annað
eins tíðarfar."
Vorið hafði verið með langversta móti. Skip-
in siglt höfn af höfn og sáralítið fiskað. í lest-
inni á Hildi voru tvö eða þrjú þúsund fiskjar,
og hálfu minna átti hún á landi. Alltaf fjörð af
firði. Sífellt slit á tói og seglum. Annað ekki.
Og Einar átti sjálfur skipið. En í gær keypti
hann loftþyngdarmæli, og nú skyldi hann ekki
alltaf vera að asnast út, meðan þessi fjandans
ótíð héldist.
En hvernig skyldi nú veðrið vera? Og Einar
opnaði hurðina, þrammaði upp í miðjan stig-
ann og stakk höfðinu upp úr lyftingargatiu.
„Á, svei - búinn stormurinn!"
Hægur vindur blés innan af firðinum, og
himinninn var að mestu heiður. Daggperlur
grænkandi grundanna glitruðu, marglit húsin
vörpuðu leiftum, og hvítgulur skeljasandurinn
ljómaði, hlýr og vingjamlegur.
Innar á höfninni lágu fjögur fiskiskip. Tvö
þeirra höfðu tjaldað öllu til nema forseglunum,
og hömuðust þar skipshafnimar við að létta
akkerum. Á því þriðja vom hásetamir önnum
kafnir við að leysa rif úr stórseglinu, og það
fjórða hafði þegar dregið upp skutseglið.
Hvinur í strengjum og ískur í blökkum barst
að eyrum Einars, og undir tóku hriktandi
vindur og skarkandi festar.
Utar á höfninni sáust tvö skip sigla fullum
seglum, og úti á firðinum voru önnur tvö. Öll
stýrðu þau til hafs, þar sem margfaldlega
skyldi vinna upp tafirnar.
Hvað var að tarna? Voru þeir allir að fara?
Hvaða fjandans læti vom þetta? Höfðu þeir
ekki barómet? Þeir máttu þá víst fara. Ekki
leiddist þeim að slíta tói og seglum. Og Einar
strauk skallann. Gaman að vita, hvað langt
yrði, þangað til þeir kæmu inn aftur. Skiptu
kannski um höfn. Þótti það eitthvað skemmti-
legra. Auðséð, að þeir áttu ekki skipin sjálfir.
Ójá, það sá á.
Nú hafði eitt skipið létt akkemm. Forseglin
vom dregin upp, og skútan nálgaðist óðum.
Var hún tvísigld, skrokkurinn dökkur og
brjóstin hvít. Hún renndi fram hjá Hildi, og
skipstjórinn, ungur rnaður skegglaus, röskleg-
ur og glettnislegur, sleppti annarri hendinni af
stýristaumunum og veifaði Einari, er ennþá
stóð í lyftingargatinu, þrekinn, hálsstuttur og
hálsdigur, gráhærður og sköllóttur. Grátt
kjálka- og hökuskeggið var eins og umgerð um
karlmannlegt og stórskorið andlitið, þar sem
stór, stálgrá augu brugðu birtu yfir hmkkur
og hörkulega drætti.
„Halló! Heldurðu nú að hún drífi ekki fyrir
tveimur hjá þér í þessu veðri?“ kallaði skip-
stjórinn kumpánlega til Einars og greip um
leið báðum höndum á ný um stjómtaumana,
þar eð þota hafði komið í seglin.
Einar yggldi sig og glotti kaldlega.
„Skilaðu heilsun í land“, kallaði skipstjórinn
aftast af skipi sínu og setti höndina fyrir
munninn eins og lúður. Síðan veifaði hann
hendinni, og skipið var komið úr kallfæri.
Nú kom stýrimaðurinn á Hildi upp úr há-
setaklefanum, hár maður, beinastór og útlima-
langur. Hann gekk aftur eftir þilfarinu og
bauð góðan dagin.
„Góðan dag“, sagði Einar þurrlega og hafði
nú ekki augun af einsigldri, snoturri og renni-
legri skútu, er létt hafði akkerum og sigldi fyr-
ir fullum seglum út höfnina.
„Eigum við ekki að fara að draga inn eitt-
hvað af þessu, sem við eigum úti? Þú kannski
ætlar líka að láta það bíða til vökuskiptanna og
setja þá í það allan mannskapinn?" sagði stýri-
maður og settist á lyftingarþakið.
Einar leit ekki við honum, en horfði á skút-
una, sem nú renndi á hlið við Hildi.
Skipstjórinn var tengdasonur Einars, hár
maður, toginleitur, bleikur á hár og skegg.
„Sæli nú, sæli nú?“ kallaði hann og sté fram
á fótinn við stýrið. „Heldurðu hann sé nú ekki
að ganga niður?“
„Veit ekki,“ hreytti Einar út úr sér og beit
góðan bút af munntóbakshönk.
„Barómetið lækkar, en ég kann ekki við að
liggja,“ kallaði hinn og fékk sér munntóbaks-
tölu, að dæmi tengdaföður síns.
„Verði þér gott af,“ kallaði Einar hrottalega
og hvarf ofan um lyftingargatið, eins og skút-
an hefði gleypt hann.
Þá er niður kom gekk hann að loftþyngdar-
mælinum og leit á hann.
„Kominn ofan á miðjan storm og var neðar-
lega á óstöðugu í gærkvöldi. Þeim gott af að
sigla út.“ Og Einar hló kaldlega.
Nú kom matsveinninn með kaffið, þar eð
klukkan var orðin sjö. Hann setti könnuna
þegjandi á borðið, og fór síðan til starfa sinna.
Rétt á eftir kom stýrimaðurinn, og yfirmenn-
irnir settust að kaffidrykkju.
„Þeir sigla,“ sagði skipstjórinn og leit á loft-
þyngdarmælinn.
„Hann fer nú að skána," sagði stýrimaður.
„Annars var hann nú svona svipaður þessu
fyrsta vorið, sem ég var hjá honum Jóni sál-
uga á Frúnni.“
„Skána! Það er líkast til. Andskotans svika-
lognið! Slær þetta niður aðra stundina. Láttu
sjá, hvort hann verður ekki kominn stinnings-
hvass vestan í kvöld.“
„Ætli það? Náttúrlega væri það rétt eftir
honum, úr því hann var norðan í gær. Hann
Jón sálugi var farinn að þekkja þá, umhleyp-
ingana hérna.“
„Líttu á barómetið!"
„Ég þekki nú lítið svoleiðis. Jón sálugi hafði
aldrei barómet, alla sína skipherratíð á
Frúnni, og þú fékkst víst þitt í gær.“
„Ætli það sé ekki rétt eins gott að hafa
barómetsgrey? Maður er þá kannski ekki
alltaf að sendast höfn af höfn.“ Einar hnykkti
sér til á bekknum, skellti krukkunni á borðið,
hristi af sér stígvélin og vatt sér inn í rekkj-
una.
„Barómetin geta líklega verið góð. Þeir hafa
þau allir, þessir yngri. Það er ekkert að marka
hann Jón sáluga. Hann var svo hárviss," sagði
stýrimaður og lapti með skeiðinni sykurleðj-
una af botni krukkunnar.
„Ég hef ekki kært mig um þau hinga til. En
í svona tíðarfari ættu þau að geta orðið að
gagni. Það er víst óhætt að segja. Skoðaðu
seglin, sem voru spónný í vor. Skoðaðu brand-
seglsstrengjarann - eða stórskautið. Heldurðu
að það sé slit? Það er ekkert sérlega vel farið
með segl að vera sífellt að þvæla þeim, sífellt
að rifa og leysa út rif. Eða tóin. Sífellt að
leggja yfir, sífellt að draga segl upp eða ofan.“
Og Éinar bylti sér í rúminu.
„Já, það er hroðalegt slit. Ég man ekki eftir
öðru eins nema einu sinni hjá okkur Jóni sál-
uga.“
„Kemurðu með Jón sáluga - æ sí og æ með
Jón sáluga! Þú ættir að segja frá frægðarverk-
inu hans á Höfrungnum, þegar hann sigldi
honum inn á Hornvík undir hafgarð og allt fór
í spón! Eða þegar þið létuð Frúna leggja allt á
sjó norður í Djúpinu." Einar hreytti úr sér
orðunum og blés eins og hvalur.
Stýrimaður hellti í krukkuna og leit heiftar-
augum tO lokrekkjunnar. Þannig hafði það
gengið í 10 ár, Jón og Frúin og daglegt jag og
nudd, einkum þó í höfn. Og stýrimaður klóraði
sér bak við eyrað, setti frá sér krukkuna og
saug skeggið. Þetta var of léttur sigur hjá
Einari.
„Ég var ekki með Jóni sálaða, þegar hann
dreif í land á Hornvík. Ég var þá strákhvolpur
heima. Og þetta í Djúpinu var ekki okkur Jóni
að kenna. Sökin var hjá Jósef í Leiru. Hann
átti að stoppa stórskautið, þegar við vorum að
leggja yfir, missti undan klampanum - og allt
fór úr höndunum á okkur. Það var mesta
guðslán, að hann drap okkur ekki.“
Nú sneri Einar sér fram í rúminu.
„En þegar sjór fór í brandseglið hjá ykkur
undir kópnum? Mig minnir að seglið færi í
tætlur. Líka mætti kannski minna þig á, að
einu sinni siglduð þið frá ykkur bátinn og af
ykkur stöngina og toppseglið. Þetta hefur lík-
lega allt verið af því, hvað hann Jón var hár-
viss.“ Og Einar hló kaldlega.
„Ég sé ekki, að þetta komi barómeti nokkra
minnstu ögn við,“ sagði stýrimaður snúðugt.
„Og ég hélt að mér væri rétt heimilt að minn-
ast á Jón sáluga.“
„Kemur það barómeti ekki við? Ég segi, að
það hefði komið því við og gæti komið því við
ef þið hefðuð haft það og kunnað og viljað fara
eftir því.“ Einar hafði teygt sig fram úr rekkj-
unni, en dró sig nú inn aftur, eins og fiskur í
skel.
Stýrimaður tók á ný krukkuna og saup kaff-
ið í löngum teygum. Hann þekkti það af 10 ára
reynslu, að Einar varð að hafa síðasta orðið,
hvort sem nokkur eða engin sanngirni mælti
með því.
— Eftir hálftíma var sofið vært í lyfting-
unni á Hildi. Stýrimaður hafði vakað sinn
ákveðna tíma, og skipstjórinn átti með sig
sjálfur. Skipið sá um sig, meðan ekki var komð
fárviðrið, sem loftþyngdarmælirinn boðaði,
svo að ekkert raskaði ró yfirmannanna.
Við og við komu hásetarnir upp, settust á
lestarhlerana eða hölluðust upp við framsigl-
una. Þeir geispuðu ólundlega, svipuðust um,
spjölluðu saman og undruðust værðina sem
allt í einu var komin á þann gamla.
Bölvuð vitleysa gat verið hlaupin í karlinn!
Liggja inni í bezta og blíðasta veðri, en hafa
ekki unað í höfn stundu lengur í allri bölvaðri
ótíðinni. Og hásetarnir brostu gremjulega.
Hann virtist ætla að fara að taka upp á nýjum
siðum sá gamli. Þeir áttu svo sem að þekkja
hann. Það lengi voru þeir búnir með honum að
vera.
En enginn í hásetaklefanum hafði hugmynd
um skipverjann nýja, er réð nú gerðum skip-
stjórans. Matsveinninn hafði enn eigi veitt
loftþyngdarmælinum athygli, yfirmennirnir
ekki minnzt á hann og aðrir af skipshöfninni
ekki stigið fæti sínum ofan í lyftinguna síðustu
dagana.
Allan daginn og næstu nótt lá Hildur fyrir
veim akkerum á höfninni. Skipstjórinn hélt sig
að mestu í lokrekkju sinni, en við og við vatt
hann sér fram úr, snaraðist upp í lyftingargat-
ið, strauk skallann og svipaðist um. Síðan fór
hann ofan í aftur, gaut illu auga til loftþyngd-
armælisins og stakk sér á ný inn í rekkjuna.
Alltaf lækkaði mælirinn, og alltaf urðu ferðir
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998