Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 12
„Hverf þú til átthaga þinna og reyndu að finna þar sjálfan þig‘ QUÐMUblDUR Hagalin var orðlagður ræðumaður og fyrirlesari og tók oft til máls á opinberum fundum og samkomum. Háskólafyrirlestrar Quðmundar Q. Hagalíns um íslenskar bókmenntir Eftir Þröst Helgason VETURINN 1971 til 1972 flutti Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur 24 fyrirlestra í Háskóla íslands um ís- lenska bókmenntasögu. Þeir hafa aldrei verið gefnir út, eins og ætlunin var, en eru til vélritaðir á gul A5-blöð með ýmsu kroti skáldsins. Fyrirlestrarnir eru afar hnýsileg menningarsöguleg heimild. Þeir eru bæði eins konar summa af vissri hugmyndalegri þróun sem orðið hafði á öldinni og lýsa einnig inn í þá pólitísku eða hugmyndafræðilegu tog- streitu sem einkenndi menningarumræðu hérlendis fyrr á öldinni. í fyrsta fyrirlestrinum tekur Hagalín sér stöðu innan hinnar þjóðemislegu menningar- stefnu sem íslensk skáld og islenskir mennta- menn höfðu mótað á öldinni. Eins og berlega kemur fram í fyrirlestrum Hagalíns var aðal- höfundur þessarar þjóðemispólitísku menn- ingarorðræðu Sigurður Nordal en vissulega má rekja hana til fleiri svo sem Guðmundar Finnbogasonar. Stefnuskráin er inngangsrit- gerð Sigurðar að Islenzkrí lestrarbók frá 1924, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum“. I huga Hagalíns hefur hún reyndar meira gildi því með henni telur hann að Sigurður hafí „sett íslenzkri bókmenntaþróun stjórnar- skrá, byggða á ómótmælanlegum rökum þús- und ára reynslu“, eins og segir í fyrsta fyrir- lestrinum, - gæti orðalagið bent til þess að hér væri verið að fjalla um heimspekileg fmmrök eða vísindalega staðreynd fremur en fræðilega tilgátu. Meginboðskapnum í ritgerð Sigurðar lýsir Hagalín svo: „Þama var sýnt fram á gildi íslenzkra menningarerfða í ljóð- um, leidd rök að því, hve erlend áhrif höfðu verkað frjóvgandi á íslenzkar bókmenntir, en hins vegar fom hefð jafnt í bundnu sem óbundnu verið sá hemill, sem hefði forðað ís- lenzkum skáldum yfirleitt frá að verða nokkm sinni einskonar hermikrákur erlendra öfga.“ Rökin um samhengið em samnefnarinn í fyrirlestmm Hagalíns, bæði í hefðbundinni umfjöllun hans um bókmenntir íyrri alda og í eilítið gagnrýnni umfjöllun hans um samtíma- bókmenntir. Það er líka athyglisvert að sjá að með samhengisrökunum styður hann gagn- rýni sína á þá pólitísku kröfu sem hann segir gerða á skáld, einkum ung skáld, að þau flétti byltingarboðskap inn í skáldskap sinn. Þessi krafa er, að mati Hagalíns, erlendur tísku- straumur sem íslensk skáld mega ekki beygja sig undir frekar en aðra slíka, það rýfur sam- hengið í bókmenntasögu okkar, raskar því jafnvægi sem við höfum haldið á milli inn- lends og erlends í menningu okkar. I upphafsfyrirlestrinum telur Hagalín upp fleiri háskólamenn, eins og hann kallar þá, sem áhrifavalda sína. Fyrstan nefnir hann Björn M. Olsen en einnig telur hann Agúst H. Bjamason, Bjama Jónsson frá Vogi, Guð- mund Finnbogason, Alexander Jóhannesson, Steingrím Þorsteinsson og fleiri. Hagalín hef- ur mikla trú á gildi og hlutverki Háskóla ís- lands og leggur til að prófessorar hans vinni með íslenskum rithöfundum að því að sía burt óæskileg áhrif að utan: „Ég sjálfur lít [] þannig á,“ segir hann, „að æskilegt sé, að kennarar háskólans eigi beinan þátt í mótun strauma og stefna í íslenzkum bókmenntum í samstarfi við áhugamenn í hópi skálda og rit- höfunda með tilliti til ákveðinnar, en þó frjáls- legrar varðstöðu um kjarna íslenzkra menn- ingarerfða, þar eð yfir landið flæða nú áhrif úr öllum áttum, misjöfn að gæðum og upp- runa.“ Oftar kemur fram að Hagalín telur að skáld og rithöfundar hafi fyrst og fremst þessum menningarlegu skyldum að gegna gagnvart þjóð sinni: „þeir menn hér eftir sem hingað til verða að vera ábyrgir um þróun ís- lenzkrar tungu og bókmenningar, hinn lifandi tengiliður fortíðar, samtíðar og framtíðar." Það er svo skylda þjóðarinnar að gera lista- mönnunum kleift að vinna verk sinnar köllun- ar. Er þessi gagnkvæma skylda listamanna og þjóðar eins konar leiðarstef í fyrirlestrun- um, leiðarstef sem byggir undir hina róman- tísku þjóðemispólitík sem myndar grunn- þema fýrirlestranna. „Blysið sem aldrei má slekkna" Efni fyrirlestranna átti samkvæmt upplagi háskólarektors að vera samtímabókmenntir en eins og Hagalín segir í viðtali við Morgun- blaðið daginn fyrir fyrsta lesturinn í byrjun október 1971 er nauðsynlegt að fjalla um bók- menntir fyrri alda svo að heildarsýn og skiln- ingur á hinu sögulega samhengi nútímabók- menntanna fáist. Einn af fyrirlestrunum 24 er glataður og er ekki vitað með vissu hvað hann fjallaði um. Þó virðist sem hinn týndi sé annar tveggja inngangsfyrirlestra sem Hagalín sagðist í fyrmefndu viðtali við Morgunblaðið ætla að flytja. Má vera að þar hafi Hagalín rakið sögu íslenskra fombókmennta en á það efni er ekki mikið minnst í þeim fyrirlestmm sem varðveittir em. I fyrirlestri sem hann kallar „Blysið sem aldrei má slokkna" gerir hann þó sannfræði íslendingasagnanna að umræðuefni. Hagalín þykir fræðimenn fara offari í því að rýra sannsögulegt gildi sagn- anna og segir það hafa hvarflað að sér að þar kunni að koma að mjög líklegt þyki að hér hafi aldrei verið numið land, að íslendingar og öll þeirra saga sé hrein og bein sjónhverfing: ,ja, hvers?“ spyr hann í háðstón, „ekki þó skaparans, því það mun löngu þykja full sann- að, að hann sé enginn til og hafi aldrei verið!“ Hagalín segist ekki ætla að draga í efa að sumar Islendingasögur séu skáldsögur og að jafnvel í þeim sannsögulegustu séu ýmis atvik og ekki síður orðaskipti orðin til í „hugskoti getspaks og hagvirks sögumanns." Eigi að síður vilji hann halda því fram að margt í sög- unum sé satt og bendir því til áréttingar á aðrar sögulegar heimildir, landlægan ætt- fræðiáhuga Islendinga og hlutverk sagna- manna fyrr á tímum. Sömuleiðis bendir hann á að íslendingar hafi áður fyrr þurft að geyma sér margt í minni og að sumir hafi haft ótrúlega hæfileika á því sviði. Nefnir hann dæmi af Bjarna Thorarensen sem var svo næmur „að hann las auglýsingar á dönsku aft- an frá og gat síðan haft þær þannig yfir orð- rétt.“ Hagalín segist minnast á þetta „marg- þvælda efni“ vegna þess að honum sé sárt um og telur „beinlínis menningarlega skaðvænt, að fræðimenn allt að því geri það að mark- vissri stefnuskrá sinni að draga sameiginlega sem allra mest úr sannleiksgildi íslendinga- sagna - og það langt fram yfir það, sem þrautrannsakaðar staðreyndir gefa tilefni tíl.“ Athyglisvert er að hér gengur Hagalín þvert á bókfestukenningu Sigurðar Nordals og félaga í íslenska skólanum svokallaða þar sem því er haldið fram að fornsögurnar séu höfundarverk. Hann gerir raunar góðlátlegt grín að tilburðum lærdómsmanna til að finna höfunda sagnanna, segir að þeir hafi „leitað sannkallaða dauðaleit“ og meðal annars kom- ist að þeirri niðurstöðu að Snorri væri ekki höfundur Heimskrínglu og að einhver annar en Egill hefði ort Sonartorrek: „0, jamm og jæja,“ bætir hann við, heimsfrægur gagn- rýnandi og ritsnillingur, ef ég man rétt, taldi sig sanna, að Jesús Kristur hefði aldrei verið til, og raunar þarf þá víst ekki lengur að deila um faðerni hans.“ „Samfelldur vöxtwr og viðgangur íslenzlcrar menningar orðinn tryggðwr" Hagalín fjallar afar lítið um bókmenntir fram að upplýsingaröld en þegar þar er komið sögu fá Eggert Ólafsson og Jón á Bægisá hvor sinn fyrirlesturinn enda telur Hagalín þá hafa haft mikil áhrif á skáld nítjándu aldar- innar, ekki síst Jónas; Jón með málauðgi þýð- inga sinna og málfegurð, myndríki þeirra og myndsnilli en Eggert með hugsjónum sínum í upplýsingaranda. Bókmenntum nítjándu ald- arinnar eru svo gerð ítarleg skil. Umfjöllunin er að mestu bundin við einstök skáld, nema hvað þjóðsögur eru efni fyrirlestrar sem nefn- ist „Ékki er allt sem sýnist“. Fyrirlestrarnir um skáldin eru hefðbundin ævisöguleg um- fjöllun þar sem gert er grein fyrir ævi og ætt- um skáldanna, fjallað um verk þeirra, áhrifa- valda og áhrif. Það sem er kannski einna hnýsilegast í fyr- irlestrum um nítjándu öldina eru þær áhersl- ur sem Hagalín leggur. Fimm fyrirlestrar fjalla um fyrri hluta aldarinnar, einn um Bjarna Thorarensen, sem Hagalín lýsir sem jökli þöktu eldfjalli, einn fyrirlestur undir heitinu „Bóndi á Suðumesjum veldur straum- hvörfum í íslenzkum bókmenntum" fjallar um Sveinbjörn Egilsson og einn um Jónas Hall- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.