Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 15
Þunglyndi sem flogteygðir fingur Hugleiðing um sagnalist Quðmundar Q. Hagalíns Eftir Matthías Viðar Sæmundsson i BÆRINN Neshólar stendur yst á nes- inu milli Hamrafjarðar og Djúpa- fjarðar...“ Þannig hefst smásaga Guð- mundar Gíslasonar Hagalíns, „Þáttur af Neshólabræðrum", sem birtist fyi’st í sagnasafninu Veður öll válynd árið 1925. Saga þessi lýsir mannlífi við ysta haf, bar- áttu við ofsafengin náttúruöfl, þunglamaleg- um manneskjum sem búa yfír bældum sárs- auka, þegja, þjást og sturlast. Sagan öll er þrungin af geðríki sem tjáð er með skörpu litamáli, ljósi og skuggum, frumlitum sem flökta og skiptast á í stríðum samleik - sam- samaðir tónmáli náttúrunnar: gný, dynkjum, kveini og brestum sem yfírgnæfa veikar, slitróttar mannsraddir. Þetta eru tónar og litir fólks sem haldið er ónefndum sársauka og missi það vald yfir sjálfu sér eitt stundar- korn er ekki eftir sökum að spyrja - fólks sem talar í stuttum, kjarnmiklum setningum og getur ekki tjáð tilfinningar sínar með neinu móti. Myndmálið er sama marki brennt: svartir hrafnar í myrkum hamrabelt- um og „djúpmyrkur sjór“ undir, löng og vis- in strá blaka við baðstofuglugga svo skuggai- þjóta um gólfið fyrir innan „eins og langir og mjóir flogteygðir fingur“; ljósbjarmi flöktir um andlit fólks sem „blóði rigndi yfir helhvítt hjarn“; og fyrir utan bratti og dökkir hamr- ar, bergrisar sem anda, jötunlófum er slegið á klappir, náttúran öll tekur á sig mynd hrikalegrar vættar sem hefur herjað á lund og tilfinningar fólks öldum saman. Því sálarlífið er sem djúpmyrkur sjór. II Guðmundur Hagalín lýsti viðhorfum sín- um til sagnalistar í langri ritgerð sem birtist í bókarformi árið 1923. Þar má finna ein- beitta gagnrýni á stefnur og strauma í ís- lenskum sagnaskáldskap, frá Jónasi Hall- grímssyni til Sigurðar Nordals. Hann skiptir sagnagerðinni í fjóra flokka út frá tendens, ljóðrænu, hugsjónum og mannlýsingum en ljóst er að sjálfur hneigðist hann til þess síð- asta sem deilt er í tvo meginflokka. Annars vegar eni skáld sem leggja rækt við þjóðfélagsleg málefni þegar sálarlífi ein- staklinga er lýst og geta verk þeirra haft „al- mennt gildi um aldabil“ þó hugsunin taki sér stundum of mikið vald yfir formi og fram- setningu. A hinn bóginn eru skáld sem ein- beita sér að sálarlífi fólks „án þess að þar þurfí að koma til greina þjóðfélagið og lög þess, að öðru en því, að það verður alltaf að einhverju leyti leiksviðið sem leikurinn fer fram á“. Verk þeirra geta aukið sjálfsskiln- ing okkar, ritaði Hagalín, gert okkur færari í listinni að lifa, enda hafa þau „gildi um aldur og æfi og hvar í heimi sem vera skal“. Hagalín gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir takmörkun þessarar flokkunar: jafnvægi verður að ríkja milli listar og boðskapar í hverju verki, ritaði hann, skáldið þarf að greiða sundur huglæga og félagslega þræði sem að sálarlífsflókanum liggja. Það á til dæmis við um eftirlætishöfunda hans, Grím Thomsen og Guðmund Friðjónsson, en þeim seinni tókst að sýna í sögum sínum eilíf stríðsefni mannlegrar sambúðar - „hversu smávægilegur kritur nágranna í hversdags- h'finu getur eitrað sambýlið, hversu sá kritur er voldugur og mikilvirkur til hins illa - og hversu hann er óendanlega lítilsverður og smár...“ Því auvirðileg sundurlyndisefni, eig- ingirni og öfund, geta orðið að „stórveldi í lífi fjölda fólks“, risið því yfir höfuð, eitrað það og sýrt, uns allt er um seinan. III Islenskt líf sem eldur undir hrímuðu borði, sem „djúpmyrkur sjór“ sturlunar, sem sjúk- Ritgerð Hagalíns frá 1923 varpar Ijósi á stefnumið hans sjálfs sem ungs sagnaskátds. Þunglyndi sem mynd- huörf íslenskrar nátt- úru, eða var það öf- ugt? Er náttúran ef til vill myndhvörf þess sem margir finna hrær- ast hið innra: risastór líking sem gefur sáiar- lífinu form og merk- ingu? legt þunglyndi þar sem „Einn grætur, annar hlær, og hvorugur veit hug sinn allan“. En þetta er jafnframt spaugilegt trölladrama, lýsing á kaldri ást vestfirskra hrímþursa sem tóku sér mannsmynd fyrir misskilning. Eða er ekki eitthvað skoplegt við svart- brýndan karlmann sem þrammar þungum og ákveðnum skrefum að ókunnugri stúlku á víðavangi, grípur hana föstum tökum, kyssir fast á munn henni og segir síðan lágum sein- um rómi: „Svona er ég nú hræddur", óvenju heitur í augum og með brosviprur í þrótt- miklum munnvikum; karlmann sem gloprar sömu stúlku upp í rúm bróður síns fyrir þrjósku og þumbaraskap - og glápir síðan yfir baðstofugólfið myrkum feiknsjónum. Ásamt Þór og Unni, Þetta er með eindæmum spaugilegt, jafnvel melódramatískt, en samt búa alvöruþrungin átök í lýsingu fólksins - harmræn átök sem við getum lýst með hugtaki sálræns ósjálf- ræðis, eða eins og það er orðað: „Þetta hefur verið eins og...eins og vera dæmdur til að grafa sína eigin gröf‘. Þvi Hagalín hefur tæplega haft ljóðræna sagnalist í huga þótt stíll hans sé þrunginn stemningu. Hann virðist að minnsta kosti ekki hafa hrifist af „náttúruskáldskap" þar sem mennirnir eru hluti af ytri náttúru, „eins og teknir með til þess að hafa náttúrumynd- ina fullkomna, en alls ekki htið á þá sem óháða og sjálfstæða veru...“; þar sem mann- eskjan hefur svipaða stöðu og tófa eða úlfur í skauti náttúrunnar. Persónur hans eru þó hvorki óháðar né sjálfstæðar því þær sligast undan eigin þyngslum; Neshólabræðurnir eru sem klofin gerð hins sama, Kain og Abel í vestfirsku landslagi, hvor um sig ósjálfráða, ekki vegna félagslegrar kúgunar heldur sök- um landshátta sem mótað hafa mikilúðlegt geð eða lund: Vestfirskt þunglyndi. IV Ritgerð Hagalíns frá 1923 varpar ljósi á stefnumið hans sjálfs sem ungs sagnaskálds; það sem lengst hefur lifað og lengst mun Mfa, ritaði hann, er „sá skáldskapur þar sem bein- línis er skyggnst inn í sálarlíf mannsins til rannsóknar og skilnings". Hann virðist þó hvorki hafa aðhyllst sálarfræði samtímans né félagslega nauðhyggju fyrri aldar heldur einhvers konar náttúrulöghyggju, hugmynd- ir um óskilvitleg tengsl manns og lands, að sálarlíf og tungutak fólks mótist af landslagi og lífsskilyrðum: „Eins og hver einstaklingur á sín einkenni á hver þjóð þau þegar vel er aðgætt. Landið skapar lífsskilyrði og lífs- hætti að hinu ytra en hið ytra hefur aftur á móti mikil áhrif á hið innra. Jafnvel málið verður að miklu leyti eftir lífsskilyrðunum hart eða lint, hljómfagurt eða hljómlítið. Jafnvel í sama landinu getur mismunandi landslag héraðanna haft áhrif á málið“. Dæmi um það er málfæri Vestfirðinga því heyrðist ekki brimið surga saman sorfnum íjöruhnullungum þá er gamall og hardmælt- ur Vestfirðingur talaði? Þetta viðhorf má rekja til rómantíkur nítj- ándu aldar en á sér dýpri rætur í íslenskri skynjun, til hugmynda um sérstök þjóðarein- kenni sem í senn eni einstök og almenn. Auga skáldsins hlýtur að vera ,jafnt opið fyrir sérkennileik og sameiginlegum eigind- um manna“, ritaði Hagalín, sagnaskáldskap- ur er „rannsókn þjóðareinkenna" líkt og rit þjóðfræðilegs efnis því „Eins og hverjum manni er nauðsyn að læra að þekkja sjálfan sig, eins er hverri þjóð það nauðsyn“. Þetta tvennt verður í rauninni ekki sundur skihð því örlög einstaklingsins mótast í samspili við sameiginlegan arf og aðstæður. SMk sál- arfræði útheimti hlutlægan sögustíl, taldi Hagalín, ekki ljóðræna tilfinningasemi eða útskýringar, enda er Grímur Thomsen nefndur til fyrirmyndar: mannlýsingar hans bjuggu yfir hlutlægni, þunga og krafti forn- sagna, voru „eins og meitlaðar út í stein“: Skúli fógeti, Bergþóra, Grettir, Hrólfur sterki, Þorbjörn kólka, Ólöf Loftsdóttir... Sagnalist Hagalíns er í samræmi við þetta þanin á milli röklegs sögustíls og ljóðræns geðríkis sem birtist okkur ýmist í víxlun eða myndhvörfum sálarlífs og landslags. V Þunglyndi sem myndhvörf íslenskrar nátt- úru, eða var það öfugt? Er náttúran ef til vill myndhvörf þess sem margir finna hrærast hið innra: risastór líking sem gefur sálarlíf- inu form og merkingu? Og áður en varir hættum við að greina á milli kvíða og hrafns, ólgandi dynur verður að góli, svellbrot að vá- bresti, skuggaspil að erindum drauga... ; áð- ur en varir er skynsemin horfin okkur niður þvernípi hyldýpisins þar sem sturlun óráðs- ins tekur við eða bróðir gengur af bróður dauðum, líkt og í sögu Hagalíns, þar sem hið skipta sameinast í faðmlagi undir hrímuðum steini í afskekktum firði. Þetta er fagurfræðileg smíði, endurómur annarra verka, en í henni má samt greina skynjun sem brýst um og leitar sér tjáning- ar, reynslu sem er ekki bókmenntalegs eðlis og tengist nánustu samskiptum manns og náttúru - reynslu sem brýtur af sér há- stemmdar líkingar er lýsa eiga ægifegurð. Þessi skynjun tengist fremur óviti en skyn- semi, hyldjúpum og ærandi þögn, niður- nístandi svima eða diomga sem ekkert á skylt með léttleika rómantískra landslags- kvæða, með draumi borgarbúans um súbMma náttúru. Náttúra Hagalíns sækir sér fremur merkingu í þunga undirstrauma, það sem er duMð og ómeðvitandi, frumstæða og hrikalega drætti mannshugans. En þar með er sagan ekki öll því þessi náttúra felur einnig í sér framandleika sem skáldlegu myndríki verður ekki komið yfir, og sem skapar mannMfið í mynd sinni: seigt, drumbslegt, kalt og ofsafengið. En framar öðru þungt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.