Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1998, Blaðsíða 11
Einars upp í lyftingargatið tíðari, svipurinn ólundlegri og hreyfingamar snarlegri. Loks voru augun orðin flöktandi og óró og áhyggja í svipnum. Stýrimaður fór rólega að öllu, svaf þegar hann átti að sofa og hímdi lengst af á bekknum bakborðsmegin í lyftingunni, þegar hann átti að vaka. Lagðist hann þá stundum endilangur á bekkinn, hafði hendur undir hnakka, dingl- aði fótunum fram og aftur og raulaði fyrir munni sér: „Já, já, ég læt mér nú ekki svo ótt, þótt aðrir sigli frá landi. Mig dreymdi svo yfirtaks illa í nótt: Það elti mig kerlingarfjandi Og við og við varð honum á að nefna Jón sáluga, en aldrei svo hátt, að sá gamli hefði ástæðu til að skipta sér af því. En í hásetaklefanum tók að gerast hávaða- samt. Undrun hásetanna hafði náð hástigi sínu og var nú orðin að gáska og glettni. Það var nógu gaman að vita, hvað úr þessu yrði hjá þeim gamla. Hann mátti vist taka sér svona helgidaga á nokkurra ára fresti. Skipshöfnin fékk þá einu sinni að draga rólega andann. Loks byrjaði einn að kveða „Andri hlær svo höllin nærri skelfur“ - og aðrar fleiri slíkar vísur. Tóku hinir undir, og rykkjótt og lang- dregin rímnalög fylltu um stund loftið, tugi faðma frá skipinu. Síðan var byrjað á „Sigla á fleyi og sofa í meyjarfaðmi", og leiddi sá kveð- skapur af sér óheflaðar vísur, lítið fágaðar sögur, mergjaðar setningar og djarflegar um- sagnir um konur og meyjar. Loks bað matsveinninn menn heyra mál sitt og kvaðst nú vita, hvað bezt ætti við að syngja, að öllum ástæðum athuguðum. „Hvað er það?“ spurðu nú allir í einu. „Ýttu nú Jói, því ágætt er lag“, svaraði mat- sveinninn. Þið Bjössi og Geiri spilið undir á hárgreiður, og við syngjum." Síðan byrjaði söngurinn fullum hálsi, og var fjörugt leikið á hárgreiðurnar. Og þá er kom að þriðju vísunni, sem stýrimaður raulaði í sí- fellu fyrir munni sér aftur í lyftingunni, fannst skipverjum hún eiga svo vel við, að þeir endur- tóku hana með feikna raddmagni, svo að þvottakerlingin hjá Jónassen, kaupmanni á Langeyri, hristi höfuðið yfir spillingu mann- anna. Þeir lægju nú í blíðalogninu syngjandi fullir á henni Hfldi. Þá er komið var fram að miðjum aftni, dag- inn eftir að skipin létu í haf, vatt Einar sér rösklega fram úr lokrekkjunni, snaraðist í stígvélin, setti upp mórauða prjónahúfu og leit á loftþyngdarmælinn. Augnaráðið var haturs- legt og þrungið fyrirlitningu, og varirnar titr- uðu eins og Einari veittist erfítt að halda sér í skefjum. En hann teygði rólega úr sér, svo að hrikti í liðunum, fékk sér væna munntóbaks- tölu og ræskti sig hraustlega. „Láttu þá fara í dæluna,“ sagði hann síðan stuttlega við stýrimann, er mókt hafði á bekknum og horfði nú með forvitniblandinni undrun á yfirmann sinn: Þetta litla, sem hon- um Einari gekk á. Fram úr rúminu eins og hann væri fokbollandi-vondur! „Á að fara að fara?“ sagði hann loks sein- lega og eins og hvert orð kostaði hann erfiði. En Einar leit þannig á hann, að hann stóð upp án fleiri orða. Frammi í ganginum heyrð- ist hann nefna Jón sáluga, en samhengið varð ekki greint. Þá er stýrimaður var farinn gekk Einar skipstjóri fast að loftþyngdarmælinum og starði á hann nokkur augnablik. Loks hnykkti hann til höfðinu, steytti hnef- ana og spýtti löðrandi munntóbakslegi á gljá- andi glerið. „Þú fellur, bölvunin þín, en út skal ég samt!“ Að svo mæltu sneri hann sér á hæl og þaut upp á þilfarið. Klukkutíma síðar sigldi Hildur út af höfn- inni. Loft var skýjað og blika í norðri. En hæg- ur kaldi af suðvestri fyllti seglin. Og hátíðlega og skriðþungt sé gamla konan í áttina tfl hafs. Við stýrið stóð sá gamli, skyggndist til lofts, renndi flöktandi augum til blikunnar í norðr- inu og spýtti í allar áttir. Varð því matsveinn- inn að sæta lagi, þá er hann um vökuskiptin skauzt aftur í lyftinguna með sjóðheitt kaffið á könnunni. „Þú siglir niður á Hyrnurnar og reynir þar svona fyrst,“ sagði Einar skipstjóri við stýri- mann og stakk sér um leið inn í rekkju sína. Klukkan var fjögur að nóttu. Hægur vindur blés af suðvestri, en til norðurs og norðausturs gat að líta ískyggilega bliku, er teygði horn og skækla upp og suður á loftið. Og stýrimaður ók sér eins og hrollur færi um hann. Ekki var hann svo sem fallegur, það var nú öðru nær. Áttabarningur upp á síðkastið og nú að ná sér rakinn norðan. Það vantaði nú ekki annað en hann færi að ganga í byl. En rétt var það eftir honum. Það hafði þá ekki verið til lít- ils legið inni góðu dagana. Sá gamli hafði ekki til einskis keypt þetta barómet. Jón sálugi hafði flotið án þess, og Hildur hafði hingað til komizt ferða sinna án slíkra hluta. Ojæja! Kristín Jónsdóttir, fyrri kona Hagalíns, og Quðmundur Hagalín ásamt börnum sínum. Sigríði og Hrafni. Myndin er tekin rétt fyrir 1930. Nú sneri stýrimaður sér að þeim, er tekið hafði við stjóm um vökuskiptin. „Láttu horfa norðar, Bjössi,“ sagði hann og settist síðan á lyftingarþakið. Reri hann þar fram og aftur og raulaði vísu. En nú sortnaði blikan meir og meir og varð öldótt sem úfinn sær. Yfir dölum norður- strandanna dró upp illhryssingslegar hríðar- leiðingar, og áður en varði var suðvestanblær- inn þrotinn. Á ölduhryggina sló grábláum, öm- urlegum litblæ, en á milli þeirra var sem sæi í svarta, nýtekna gröf. Skútan valt ferlega. Seglin slógust með þyt og skellum, strengimir hvinu, blakkirnar ískruðu, rámar mömuðu - og svo var sem krampakenndur titringur færi um rammbyggðan eikarskrokk skipsins. „Sem ég er lifandi ætlar hann að hvessa!" sagði Björn við stýrimann, er tvísté nú á þfl- farinu, skimandi og þefandi, eins og hann byggist bæði við að sjá og finna á lyktinni, hvort óveður væri í nánd. „Við skulum leggja yfir,“ sagði hann loks og tók við stýrinu af Birni. Var nú dregið saman stórskautið, skutseglið togað upp til kuls og brandseglið dregið yfir stórstaginn. En eftir árangurslausar tilraunir til að leggja skipinu yfir vora forseglin tekin niður, slakað á stórskautinu og beitiásinn á skutseglinu dreginn því nær út að höfuðbönd- um á hléborða. „Það er bezt að við köstum út færi, piltar," sagði síðan stýrimaður. Brátt dró einn hásetanna steinbít, og innan fárra mínútna lágu á þilfarinu og í fiskikössun- um blágráar iðandi kasir. En þorskurinn gerði ekki vart við sig. Stýrimaður stóð aftastur á skipinu og hafði lítt hugann við færið. Leit hann ýmist til norð- urloftsins eða á seglin og reiðann. Ætlar þessi andskotans veltingur að hýða allt í sundur? Það sá lítið á, að barómet væri á skipinu! Urðu nú hríðarleiðingarnar æ skýrari og myrkari og myrkari bakkinn. Og brátt tóku dökkgráar hríslur að teygja sig upp um himin- hvolfið, eins og ferlegir, höggreiddir hrammar. Sjórinn gáraðist, smáfelldar vindbárar risu á kömbum undiröldunnar, og í bylgjudölunum urðu skuggarnir flöktandi og titrandi, eins og glytti þar í fellingar á snögghærðu lifandi fer- líki. „Dragið upp, piltar. Nú fáum við hann yfir“, kallaði stýrimaður og hafði ekki augun af land- inu, sem hríðarleiðingamar vora að fela sýn. Skipuninni var hlýtt, stafnhyman var dregin upp, og skrið kom á skipið. Lét það nú að stjóm, og eftir nokkrar mínútur sneri það framstafni til lands. Vindurin hafði aukizt og stýrimaður sagði hásetunum að renna ekki fyrr en hann hefði talað við skipstjórann. Þaut hann síðan ofan í lyftinguna. Þá er stýrimann bar að stóð Einar skipstjóri við borðið og starði á loftþyngdarmælinn, sem nú var hættur að falla. „Hannn er að ganga í versta norðanbyl. Nú mundi ég rifa“, þeytti stýrimaður úr sér og horfði einarðlega á skipstjóra. „Skyldi hann ekki mega það?“ hreytti Einar út á milli tannanna. „Jæja, ég bara læt þig vita. En hafðu einu sinni mín ráð og komdu nú upp. Barómetið, sem bæði Jóni sáluga og þér hefur dugað, hugsa ég að skýri þér rétt eins vel frá í þetta skipti og hitt, sem hangir þama á þflinu.“ Varð nú ekki séð á stýrimanni leti eða deyfð, enda sneri hann sér við sem snarlegast og þaut upp á þilfarið. Einar skipstjóri bölvaði og dróst upp í lyft- ingargatið. Hann sá skipverja standa í hvirf- ingu á þilfarinu, sjóinn úfinn og illhryssingsleg- an og hríðarhríslurnar seilast ógnandi tröll- fingram eftir sólargeislunum, sem reyndu að rjúfa mistrið, er byrgt hafði blátt austurloftið. Einar fölnaði, leit á áttavitann, brá við hart, missti af sér klossana og þaut upp á þilfarið. ,Allir upp! Við föram að rifa,“ grenjaði hann svo hatt, að sjávardynur og vindgnýr megnuðu ekki að kefja röddina. Og Einar hamaðist. Færði til stýrið, rauk of- an í lyftinguna og sótti þangað rifreipin, leit eftir þvi að allt gengi sem fljótast og gaf sér rétt aðeins tíma til að gjóta hornauga til hækk- andi sjóa og þjótandi skýja. Þá er lokið var við að rifa seglin kom hver þotan annarri stærri. Við stýrið stóð Einar skipstjóri, berhöfðaður, berhentur og á sokka- leistunum. Á báða bóga spýtti hann munntó- baki, og með tóbakslöðrinu ultu út ógreinilegar upphrópanir, formælingar og fúkyrði, en við fiskiskassann stóð stýrimaður og brosti gegn- um særokið ... Nú hefði Jóni sáluga þótt gam- an að standa við stýrið á gömlu konunni. Nú hefði honum líkað lífið. Um miðjan dag vora mörg skip lögzt við akkeri á Sandvík í Djúpafirði. Vora þau mis- stór og frá ýmsum stöðum og landshlutum. Sum vora norðlenzk, önnur vestfirzk og enn önnur sunnlenzk. Meðal skipanna var Hfldur, er lá nú á ný fyrir tveim akkeram. Mörg höfðu fengið ágætan afla góðu dagana, svo sem skip þau, er legið höfðu á Langeyrarhöfn. Lá nú eitt þeirra rétt hjá Hildi, og hafði það fengið eins mikinn fisk og það hafði getað á móti tekið. Sparaði skipstjórinn ekki að senda Einari tón- inn og spyrja hann spjöranum úr. En svörin, sem hann fékk, vora hvort tveggja í senn, kuldaleg og gagnorð. Þá er seglum hafði verið hlaðið gekk Einar til lyftingar. Hafði hann á leiðinni til lands klæðzt sjófötum og var ærið mikilúðlegur, þeg- ar hann þrammaði aftur þilfarið. Niðri í lyft- ingunni nam hann staðar, studdi höndum á borðið og hvessti augun á loftþyngdarmælinn, sem hækkað hafði að mun, síðan um nóttina. Og nokkur augnablik stóð Einar grafkyrr. En allt í einu brá hann við, greip mælinn oo tví- henti honum á gólfið. Síðan studdi hann aftur höndunum á borðið, hóf sig upp og lét fallast með öllum sínum þunga á glerið. í sömu svifum bar stýrimann að. Hann horfði um stund á skipstjóra, gekk síðan tfl hans, klappaði á öxl honum og brosti. „Þetta var fallega gert! Alveg er ég viss um, að Jón sálugi hefði farið nákvæmlega eins að í þínum sporam.“ Einar sneri sér að stýrimanni, og veðurbarið andlitið var fölt af geðshræringu. Loks settist hann á bekkinn stjómborðs megin, tók af sér sjóhattinn, strauk skallann og stundi þungan. En félagi hans horfði vandræðalega niður fyrir fætur sér. Hann var alltaf að verða van- stilltari og vanstilltari, sá gamli. Þetta hlaut að enda með slagi. Þeir fóra þá sömu leiðina, Jón sálugi og hann. Og stýrimaður andvarpaði. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. OKTÓBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.