Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Síða 2
• • ASKELL HORFIR UM OXL HORFT um öxl er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða í Iðnó í dag. Verða þar flutt verk eftir Áskel Másson tónskáld sem á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Tónverkaskrá Askels telur um eitt hundrað verk en tónskáldið segir efnisskrá dagsins endur- spegla einleiks- og kammertón- verk hans í gegnum tíðina - hvernig stíllinn hafí þróast. „Nú seturðu mig í vanda,“ seg- ir Askell þegar blaðamaður spyr hvað hafi breyst á þessum aldar- fjórðungi. Hann telur hæpið að hann gæti í dag samið verk í sama stíl og hann gerði árið 1973 - og þó! „Þegar ég fer að skoða tónsmíðar mínar gegnum árin kemst ég að því að maður kemst aldrei langt frá sjálfum sér.“ Verkin sem flutt verða á tónleikunum spanna tuttugu ára_ tímabil á tón- sköpunarferli Áskels, frá 1978-98. Eitt verk verður frum- flutt, Sónatína fyrir klarínettu og píanó, sem er svo nýtt af nálinni að blekið er vart þomað, eins og Áskell kemst að orði. Hjónin Sig- urður Ingvi Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir munu flytja verkið en það er skrifað með þau í huga. Annað verk heyrist hér á landi fyrsta sinni, Rhythm Strip fyrir sneriltrommur. Flytjendur verða Pétur Grétarsson og Steef van Oosterhout. Var verkið frumflutt í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Áskell mun sjálfur leika í einu verkanna, Fantasíu, á hand- trommuna darabúku. Með honum leikur Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Annars er hljóðfæraskipan fjölbreytt í verkunum sem eru átta talsins. Auk listamannanna sem þegar hafa verið nefndir koma fram í Iðnó Blásarak- vintett Reykjavíkur, Sigi'ún Eðvaldsdóttir fíðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Guðmundur Kristmundsson víóluleikari. Tónskáldið kann þessu fólki bestu þakkir fyrir að leggja honum lið í Iðnó. „Þetta eru allt eðalhljóðfæraleikarar sem sýna mér mikla virðingu með því að koma fram á tónleikun- um;“ Áskell hefur í mörg horn að líta um þessar mundir. Hann er meðal annars að semja verk fyrir norskt tríó sem fyrirhugað er að flytja í níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Þá er hann að skrifa verk fyrir túbu og stóra kammerhljómsveit sem frumflutt verður á stórri tónlistarhátíð í Lahti í Finnlandi árið 2001. Áskell er jafnframt með í smíðum fiðlu- konsert handa Sigrúnu Eðvaldsdóttur, sem hann vonast til að ljúka við innan tveggja ára, og slagverkskonsert sem Evelyn Glennie, hin skoska, hefur óskað eftir að fá að frumflytja. Á TÓNLEIKUNUM í Snælandsskóla koma fram liðlega 100 hljóðfæraleikarar sem æft hafa fyrir þessa tónleika frá því í haust. Myndin var tekin á æfingu. SKÓLAHUÓMSVEIT KÓPAVOGS UMRÆÐUFUNDUR UM MÓTUN LISTAHÁSKÓLA (SLANDS NÝIR MÖGULEIKAR KORTLAGÐIR FÉLAG um Listaháskóla fslands efnir til umræðufundar um mótun stefnu Listahá- skólans í Norræna húsinu á mánudags- kvöld. Fundinum er ætlað að byrja að safna í hugmyndapott fyrir skólann og ef undirtektir verða góðar er gert ráð fyrir að slíkir fundir verði fleiri, að sögn Péturs Einarssonar, formanns Félags um Lista- háskóla íslands. Frummælendur á fundinum verða Páll Skúlason háskólarektor, Gunnar J. Ama- son listheimspekingur og Hjálmar H. Ragnarsson, nýráðinn rektor Listaháskól- ans. Þeir munu flytja stutt erindi og að þeim loknum verður fundargestum hugs- anlega skipt upp í umræðuhópa svo að sem flestir eigi kost á að tjá sig, að sögn Péturs. „Við höfum hingað til verið í bið- stöðu eftir að skólinn yrði stofnaður. Nú er loksins búið að stíga það skref og meira að segja kominn rektor,“ segir Pétur. „Nú er að hefjast mótunarferli og við verðum að gefa okkur góðan tíma í það. Við erum að búa til nýjan skóla með alveg nýjum möguleikum og það þarf að kortleggja þá,“ segir hann. Fundurinn hefst kl. 20.30 á mánudags- kvöld í Norræna húsinu og er opinn öllum félagsmönnum í Félagi um Listaháskóla íslands, sem eru nú þegar vel á þriðja hundrað, að sögn formannsins. SUÐRÆNT I SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur tón- leika í íþróttahúsi Snælandsskóla laugardag- inn 21. nóvember kl. 15. Yfirskrift tónleikanna er Suðrænt í Snælandi. Þessir tónleikar eru að því leyti frábrugðnir öðrum tónleikum hljómsveitarinnar, að allri tónlist sem flutt verður fylgir ákveðinn suð- rænn blær og á rætur sínar að rekja til í Suð- ur-Ameríku og Afríku Spánar og Arabíu. M.a. eins og Tequila, La Bamba og La Cumparsita og lög úr teiknimyndunum um Lion löng og SNÆLANDI Aladdin. Einnig verður flutt verk í fjórum þáttum sem samið er um ákveðna kastala á Spáni. Á tónleikunum koma fram liðlega 100 hljóð- færaleikarar sem æft hafa fyrir þessa tónleika frá því í haust og hafa helgarferðir í æfínga- búðir verið stór hluti af undirbúningnum. Hljóðfæraleikararnir eru mislangt komnir í námi, sumir eru að stíga sín fyrstu spor á tón- leikapall en aðrir hafa allt að 7 ára nám að baki. STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI FÆR GÓÐA NÚ UM stundir stendur yfir sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í borgarlistasafninu í Kristianstad í Svíþjóð. Gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um verk Steinunnar en hún sýnir þar 18 verk unnin í gifs, járn, blý og gler. Kristianstadborg hefur fest kaup á tveimur verkum hennar og verða þau sett upp í borginni nú á næstunni. Bera Nordal forstöðumaður listasafnsins í Málmey opnaði sýninguna og hélt um leið stutt erindi um verk Steinunnar og stöðu þeirra í ís- lenskri samtímalist. Gagnrýnandinn Jörgen Klinthage segir í Norra Skáne að verk Steinunnar taki á ýmsum krefjandi spumingum tilvistarstefnunnar (ex- istensialismans) um frelsi og helsi mannsins og um samband anda og efnis. Thomas Kjellgren gagnrýnandi í Kristianstadsbladet segir m.a. að myndmál Steinunnar sé ákveðið, beinskeytt og um leið klassískt. Hún fari ekki í kringum hlut- ina. Um eitt verkanna, „Rauður þráður", segir hann: „í einfaldleika sínum er þetta verk hreint snilldarlega margslungið og lýsir vel flókinni tilvist manneskjunnar. Það er jafnframt í verk- um sem þessum sem Seinunn Þórarinsdóttir nær lengst og dýpst í list sinni.“ DOMA I SVIÞJOÐ Ljósmynd/Amaldur Halldórsson STEINUNN Þórarinsdóttir myndhöggvari. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallcri Bflar & iist Hildur Waltersdóttir. Til 10. des. Gallerí Borg Pétur Gautur. Til 6. des. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Zhang Hong. Til 22. nóv. Gallerí Horn Lára Halldórsdóttir. Til 2. des. Gallerí Listakot Hrönn Vilhelmsdóttir og Charlotta R. Magnús- dóttir. Til 28. nóv. Gallcrí Sævars Karls Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 25. nóv. Hafnarborg Úrval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23. des. Hallgrímskirkja Benedikt Gunnarsson. Til 1. des. Ingúlfsstræti 8 Guðmunda Andrésdóttir. Til 29. nóv. Kjarvalsstaðir Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíðarlist". Vestursalur: Nýjar kynslóðir í norrænum arki- tektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Halldór Ás- geirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur: Anna Þóra Karlsdóttir. Gryfjan: Sigríður Ágústsdóttir. Arinstofa: Kristinn Pét- ursson. Til 6. des. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des. Listasafn Islands 80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sigmjón Ólafsson _ Ævi og list. Til 1. des. Listaskálinn í Hveragerði: Haustsýning. Til 13. des. Listhós Ófcigs, Skólavörðustíg Sigrún Jónsdóttir. Þjóðbúningar. Til 9. des. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sjónþing Hannesar Lárussonai'. Til 31. des. Mokkakaffi, Skdiavörðustíg Þóroddur Bjamason. Til 20. des. Norræna húsið, Hringbraut Herdís Tómasdóttir. Til 29. nóv. Anddyri: Ljósmyndir Ujuukulooqs. Til 1. des. Nýlistasafnið Þóroddur Bjarnson, Lilja Björk Egilsdóttir, Að- alsteinn Stefánsdóttir, Hjörtur Hjartarson og Pétur Guðmundsson. Til 29. nóvember. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. TONLIST Laugardagur Ráðhús Reykjavíkur: Lúðrasveit verkalýðsins. Kl. 14. Langholtskirkja: Kór- og Gradualekór Lang- holtskirkju. Kl. 17. Iðnó: Kammertónleikar með verkum Askels Más- sonar. Kl. 16. Tjarnarbíó: Tjarnarkvartettinn. Kl. 16. Sunnudagur Hafnarborg: Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, Junah Chung, lágfiðluleikari og Sigurður Hall- dórsson, sellóleikari. Ki. 20.30. Þriðjudagur Gerðuberg: Einieikstónleikar David Bobroff kontrabassabásúnuleikara. Kl. 20.30. Iðnó: Camerarctica leikur rússneska tónlist. Kl. 20.30. Miðvikudagur Hafnarborg: Sólrún Bragadóttir og Margaret Singer. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Abel Snork býr einn, frums. fós. 27. nóv. Maður í mislitum sokkum, lau. 21., íim. 26., fös. 27. nóv. Solveig, lau. 21., sun. 22. nóv. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 22 Tveir tvöfaldir, fim. 26., íös. 27. nóv. Borgarleikhósið Grease, lau. 21., sun. 22. nóv. Sex í sveit, lau., 21., fim. 26., fös. 27. nóv. Mávahlátur, sun. 22. nóv. Sumarið 37, lau. 21. nóv. Iðnó Dimmalimm, sun. 22. nóv. Rommí, lau. 21, fös. 27. nóv. íslenska óperan Avaxtakarfan, sun. 22. nóv. Hellisbúinn sun. 22., fim. 26. nóv. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, sun. 22. nóv. Listaverkið, lau. 21. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið Vírus, lau. 21., fim. 26. nóv. Síðasti bær í dalnum, sun. 22 nóv. Skcmmtihúsið, Laufásvcgi 22 Ferðir Guðríðar, sun. 22. nóv. Sjúnleikur. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 21. nóv. Nemendaleikhúsið, Lindarbær Anton tsjekhov, lau. 21., sun. 22., mið 25. nóv. Leikfólag Kópavogs Betri er snurða í þræði en þjófur I húsi, irums. lau. 21. nóv. Leikbrúðuland Fríkirkjuvcgi 11 Jólasveinar einn og átta, sun. 22. nóv. Möguleikliúsið við Illemm Snuðra og tuðra, lau. 21. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.