Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Qupperneq 11
 son var orðinn virkur listmálari á fyrsta tugi aldarinnar. í vatnslitamynd hans hér að ofan er lýsing á Reykjavík þessara ára: Konur á á leið inn í Þvottalaugar með þvottinn sinn. Þær eru hér á „Hlemmi“, brúnni yfir lækinn við Rauðarárstíginn. )ARINNAR 1901-1910 :eið Islandssögunnar SEYÐISFJÖÐUR var í miklum uppgangi í byrjun aldarinnar og þar voru byggð nokkur glæsileg hús, þar á meðal barnaskólabúsið sem kom tilhöggvið frá Noregi 1907. ar. Þegar á Austui’völl kom lék hornaflokkurinn „Ó, guð vors lands“, og söngflokkur söng upphafið að aldamótaljóðum Einars Benediktssonar. Eftir að Þórhallur Bjarnason lektor hafði haldið ræðu af svölum Alþingishússins var aldamótanna beðið með djúpri þögn. Um leið og Dómkirkjuklukkan sló 12 var skotið upp flugeldum. Að því loknu flutti Halldór Jónsson bankagjaldkeri ræðu af þinghússvölunum og flutti miðkaflann úr alda- mótaljóðum Einars Benediktssonar. Þar með var dagskráin tæmd og fólk tók að tínast heim á leið. Þetta geta varla talist merkileg hátíðarhöld á mælikvarða nútímamannsins, en þeim sem þátt tóku í þeim voru þau mikil upplifun. Nær öll vatnsföll óbrúuð Um aldamótin voru samgöngur á landi nánast með sama hætti og verið hafði um aldir. Nær öll vatnsföll voru óbrúuð. Meginbreyting í sam- göngumálum á Islandi á 19. öld hafði falist í til- komu strandferðaskipa en þeirra nutu einungis þeir sem bjuggu við eða áttu greiða leið til þétt- býlisstaða við ströndina. I þeim framfaranda sem ríkjandi var hjá kynslóð aldamótanna höfðu menn stórar hugmyndir um að færa samgöngur í það horf sem best gerðist erlendis og var þá fyrst og fremst horft til járnbrauta. Svo mikla trú höfðu sumir stjórnmálamenn á framtíð járnbrauta á Is- landi að halda má því fram með nokkrum rökum að sú trú hafi tafið fyi'ir eðlilegiá vegalagningu um landið. Öll ferðalög á landi varð að fara á hest- um eða fótgangandi og voru því tímafrek. Valtýr Stefánsson ritstjóri minnist þess á einum stað að hafa ferðast á hestum úr Hörgárdal til Reykja- víkur árið 1905, tók ferðin fímm daga og þótti fljót ferð. í júlí árið 1902 komu sex þingmenn í einum hópi gangandi suður Sprengisand, voru þeir fimm daga á milli byggða. Þar sem því varð við komið notuðu menn báta til þess að komast leiðar sinnar. Hinn 16. maí árið 1901 fórst áttær- ingur með fólk undan Eyjafjöllum í kaupstaðar- ferð til Vestmannaeyja. Um borð voru 28 manns, þar af 8 konur og bjargaðist aðeins einn maður. Fólkið hafði lagt upp í blíðskaparveðri um morg- uninn en báturinn sökk, að því er talið var vegna ofhleðslu skammt undan Heimaey. A þessum tíma kunni fólk almennt ekki að synda en mikið átak var gert til þess að efla sundkennslu næstu áratugina. Annað ámóta slys varð við Akranes ár- ið 1905, þá fórst bátur á heimleið með fólk frá Reykjavík. Þar fórust ellefu manns þar af fimm systkin, allt ungt fólk. Þessi bátur var einnig tal- inn hafa verið ofhlaðinn. A þessum tíma fyrir til- komu Veðurstofu gat enginn séð fyrir veðrabrigði nema með stuttum fyrii-vara. Lífið var stöðug áhætta. Þegar stjórnsýslan færðist alfarið inn í landið með heimastjórninni 1904 má segja að hin ís- lenska samgöngubylting hefjist að fullu og nokkr- ar veglegar brýr voru byggðar á næstu árum. Ár- ið 1905 var vígð brú yfir Sogið, sama ár á Jökulsá í Axarfirði og á Fnjóská 1908. í tilefni konungs- komunnar 1907 var ráðist í að leggja svonefndan konungsveg frá Þingvöllum að Geysi og á þeirri leið er Brúará, sem þá var brúuð. Vegaslóðinn sem ruddur var með skóflum og hökum náði síðan austur yfir Hvitá á Brúarhlöðum og fram Hiuna- mannahrepp. Mun þessi framkvæmd hafa kostað fímmtung íslensku fjárlaganna það ár. Þegar til kom kaus konungur heldur að ferðast á hestbaki. Vífilsstaðahælið og Kleppsspítalinn Stórvirki voru unnin, á heilbrigðissviðinu og veglegar sjúkrahúsbyggingar reistar, Kleppsspít- alinn tók til starfa 1907 og Heilsuhælið á Vlfils- stöðum 1910. Umræður um almennt hreinlæti fóru vaxandi og nútímalegri kröfur gerðar um hreinlæti í nánasta umhvei’fi. Mannaskítur hafði öldum saman verið nýttur til áburðar á íslandi eins og annars staðar en með vaxandi bæjar- menningu kvörtuðu æ fleiri yfir ólykt. Það sem losað var úr kömrum Reykvíkinga var notað til áburðar á grasbletti bæjarins og er yfir þvi kvart- að í einu bæjarblaðanna að túnbletturinn fyiár frarnan menntaskólann sé „albreiddur af samsett- um jafningi af mannaskít og kúamykju, svo ófært má heita út úr húsum.“ Fyrir tíma ritsímans, sem Iagður var til lands- ins árið 1906 voru fréttir oft lengi að berast til landsins og þó sérstaklega áfram til annarra landshluta. Þegar Rristján IX lést þann 29. janú- ar 1906 barst fréttin um andlát hans til landsins sama dag. Fyrirrennari hans Friðrik VII dó 15. nóvember 1863. Fréttin um andlát hans mun hafa borist með skipi til Skagastrandar 27. mars 1864 þ.e. næstum fimm mánuðum siðar. Þegar ferða- maður úr Skagafirði kom suður yfir Holtavörðu- heiði mánuði síðar komst hann að því að þar vissu menn enn ekkei't um andlátið. I byi’jun aldarinnar var íslands nánast hafn- p I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.