Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Síða 13
THOMSENSBÍLLiNN varð ekki notadrjúgur, enda nánast engir vegir til 1904. Bíllinn markaði samt merkileg tímamót í samgöngutækni. Saga Reykjavíkur I STÉTTASKIPTING var mikil í höfuðstaðnum um aldamótin. Efnamenn og embættismenn höfðu með sér félagskap í „Klúbbnum" þar sem þeir púuðu vindla og brugðu sverðum að hætti aðalsmanna úti í Evrópu. Gamlar myndir, Norðri 1956. borga konum hálf karlmannslaun fyrir sama starf. Sumarið 1907 fóru hafnfirskar verkakon- ur, sem unnu við fiskbreiðslu í verkfall, sem stóð þó aðeins hluta úr degi því konurnar fengu launahækkun. Yar þetta í fyrsta skipti sem kon- ur fóru í verkfall hér á landi. Hin íslenska iðnbylting Um aldamótin voru róðrarbátar enn undir- staða íslenskrar útgerðar, en þilskipum hafði fjölgað mjög síðustu áratugi 19. aldarinnar. Sí- vaxandi ásókn vélknúinna togara á Islandsmið og sfldar- og hvalveiðiútgerð Norðmanna við Is- land síðustu áratugina fyrir aldamótin sýndi landsmönnum fram á að til þess að framfarir yrðu, þyrfti að brjótast út hinu gamla fari. Fyrstu tilraunir íslendinga til togaraútgerðai’ urðu heldur endasleppar enda vantaði hér al- gjörlega þá verkkunnáttu og hefð sem til þurfti. Fyrsti botnvörpungurinn kom til landsins árið 1901 og var í eigu Walgarðs Ó. Breiðfjörð. Petta var hundrað tonna seglskip með gufuvél, sem í raun var aðeins hjálparvél. Þessi tilraun mis- heppnaðist gjörsamlega og á endanum var botn- varpan sett í land og skipið útbúið til handfæra- veiða og gert út eins og hver annar kútter. Næsta tilraun var gerð árið 1904 þegar Fisk- veiðihlutafélag Faxaflóa í Hafnarfirði keypti botnvörpunginn Coot. Sama ár var togarafélag- ið „Alliance" stofnað og var það í eigu Thor Jen- sen og fleiri. Það félag lét smíða botnvörpung í Englandi sem kom til landsins árið 1907. Það sama ár kom enn einn botnvörpungur til lands- ins. Var það sjö ára gamalt skip, 250 smálestir að stærð og var Hjalti Jónsson (Eldeyjar Hjalti) skipstjóri en eigandi hlutafélagið Island. Áhöfn- in var að mestu íslensk, nema tveir botnvörpu- menn enskir og tveir vélstjórai' og kyndari sem voru danskir. Þannig náðu Islendingar smám saman tökum á hinni nýju tækni með með að- stoð útlendinga. Fyrsfa vélin setf ■ íslenskan bát 1902 A sama tíma var að verða í íslenskri útgerð bylting sem var ekki síður merkileg og afdrifa- rík fyrir íslenskt efnahagslíf en togaraútgerðin, en það var vélvæðing íslenska bátaflotans. Is- lenski bátaflotinn vai' vélvæddur með undra- verðum hraða, sennilega hefur engin þjóð vél- vætt flota sinn á jafn skömmum tíma og hin ís- lenska. Þetta var hin raunverulega íslenska iðn- bylting, sem af einhverri ástæðu hefur fallið í skuggann af þeirri dýrð sem stafaði af hinum stóru og nýstárlegu togur- um. Árið 1902 var fyrsta vélin sett í íslenskan bát. Þetta var róðr- arbátur á Isafirði og var for- maður og annar eigandi hans Árni Gíslason. I bátinn var sett dönsk, tveggja hestafla vél og sendi verk- smiðjan mann með til þess að setja hana í og kenna á hana. Þrátt íyrir vantrú margra sem fylgdust með þessari til- raun tókst hún vel og gekk báturinn líkt og sex menn réru. Þar með fór skriðan af stað og næstu árin vélvæddist íslenski bátaflotinn með undraverðum hraða. Fyrsta vélin var sett í bát í Reykjavík árið 1903 og til Vestmanna- eyja komu fyrstu vélbát- arnir 1906 og árið 1912 var svo komið að hvorki meira né minna en 58 vélbátar voru gerðir út frá Vestmannaeyjum. Nú var öllum ljóst að framtíðin var í vélarafl- inu og Islendingar urðu meðal fyrstu þjóða til að vélvæða bátaflota sinn. Tilkoma vélbáta jók til muna hagnað af út- gerðinni, skipstjórar og útgerðarmenn urðu ijölmennir í hópi þeirra sem greiddu hæst út- svar og byggðu sér reisuleg einbýlishús. Sláttuvélar og rjómabú Miklar hræringar voru einnig á öðrum svið- um atvinnulífsins. Árið 1903 var sett á stofn klæðaverksmiðan Iðunn og voru keyptar til hennar þýskar vélar. Fyrstu sláttuvélarnar bár- ust til landsins á síðasta áratug 19. aldarinnar en á fyrstu árum þeirrar 20. fjölgaði sláttuvélum mjög og árið 1911 var talið að um 100 sláttuvél- ar væru til á landinu. Breytingar urðu annars ekki miklar í íslenskum landbúnaði á áratugn- um. Vaxandi markaði í bæjum var fyrst og fremst sinnt af þeim sem næst bjuggu. Lélegt vegakerfí og erfiðleikar við að halda vörunni ferskri útilokuðu þá sem lengra bjuggu frá markaðnum. Fjársalan til Englands, sem hafði gefið mörgum bændum góðar tekjur á síðari hluta 19. aldar, hætti um aldamótin. Reynt var að bæta þetta upp með þvi að byggja sláturhús og framleiða saltkjöt til útflutnings, en árangur var ekki góður og var ónógri vöruvöndun kennt um. Önnur nýjung voru rjómabúin, sem voru rekin með samvinnusniði að danskri fyrirmynd. Þetta var mögulegt vegna almennrar notkunai' skilvindna, sem urðu algengar í sveitum upp úr aldamótum. Mjólkin var skilin heima á bæjum, en rjóminn fluttur til rjómabúanna og strokkað- ur þar í afkastamiklum strokkum. Smjörbúin urðu flest um þrjátíu talsins og var helmingur þehra í Ámes- og Rangárvallasýslum. Árið 1904 tók Islandsbanki til starfa en það hafði lengi verið baráttumál mai’gra stjórnmála- manna að koma hér á fót sterkum einkabanka sem afl hefði og áræði til að fjármagna stærri verkefni í atvinnulífínu. Árið 1905 var borað eftir vatni í Öskjuhlíð, sem hafði nokkuð aðrar afleiðingar en búast mátti við því upp kom sandur sem inni- hélt eitthvert magn af gulli. Þetta vakti að sjálfsögðu gífurlegan áhuga íbúa Reykjavíkur og héldu sumir að bærinn yrði önnur Kalifornía. Hlutafé- lag var stofnað um vinnsl- una, keyptar borvélar og erlendm' sérfræðingur ráðinn. Ekkert varð þó úr vinnslunni enda gull- magnið í jarðveginum á mörkum þess að geta borið uppi vinnslu. Áhuginn dofnaði og varð félagið gjaldþrota árið 1910. En fjárfrekasta og umdeildasta verkefni sem ráðist var í á ára- tugnum var lagning sæsíma til landsins sem lokið var við hinn 31. ágúst árið 1906. Hér var um stórpólitískt deilumál að ræða og virðast sumii' hafa látið andúð á Hannesi Haf- stein, sem var eindreg- inn fylgismaður sæsíma, ráða afstöðu sinni til málsins. And- stæðingarnir héldu fram ódýrari kosti sém var sending loftskeyta, en lítil reynsla var enn _ komin á slíka starfssemi. Til þess að sanna að slíkt væri mögulegt fengu þeir Marconifélagið til þess að setja upp loftskeytastöð í Reykjavík, sem eingöngu tók við loftskeytum. Var stöðin sett upp fyrst og fremst til þess að sýna Islend- ingum að hægt væri að koma Islandi í samband við umheiminn á kostnaðarminni hátt en með lagningu sæsíma. Þó þessi tilraun gengi vel hafði hin pólitíska ákvörðun þegar verið tekin og ritsímasendingar um sæsímastreng urðu að veruleika. Sérstakt fyrirtæki, Landssími ís- lands var stofnað til þess að leggja símalínu áfram um landið og hversu umfangsmikið þetta verkefni var sést best á því að við það unnu nær 300 manns, 220 Norðmenn, 18 Danir og 60 ís- lendingar. I október 1906 var Reykjavík komin í símasamband við útlönd. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er sagnfræðingur. HANNES Hafstein, aldamótaskáld og stjórnmáiamaður, varð ráðherra 1904. Heimastjórnin var stórviðburður í stjórn- málum og sjálfstæðisbaráttu landsmanna á fyrsta áratugi aldarinnar. Úr ævisögu Einars Benediktssonar, 1997. VEÐURANNÁLL 1901-1905 1901 FYRSTA ár aldarinnar fær þá einkunn að veð- urfarið hafi verið nokkuð hagstætt, úrkoma yfir meðallagi og fremur hlýtt. Talsverður snjór var í janúar og mjög umhleypingasamt en miklir veðurskaðar á Vestfjörðum og í Suðursveit. I febrúar var hlýtt og suddasamt sunnan- og vestanlands, en íshrafl komst inn á Eyjafjörð. Marz var umhleypingasamur og kaldur og hafís að slæðast úti fyrir Norðurlandi. Apríl var í heildina kaldur, hafíshroði áfram við Norður- land, en NA-ofsaveður gerði með skaða og manntjóni. í maí var vætusamt framanaf en síðan hlýtt og komst hiti í 23 gráður á Akureyri. 1 júní var hagstæð og góð tíð, hitinn náði 24,7 gráðum á Akureyri. I júlí var hlýtt og úrkomu- samt og þá mældist hæsti hiti í veggskýli á landinu, 32,8 stig í Möðrudal. Sunnanlands varð þetta eitt af óþurrkasumrunum, einkum í ágúst og alveg til vandræða í september, en mjög hlýtt. Október vai' áfram úrkomusamur, eink- um fyrir norðan, en hagstæð tíð með meðalhita í nóvember; frost fór þó í 25,2 gráður í Möðru- dal. I desember var úrkomusamt fyrstu vikuna, en síðan lengst af þurrt og kalt. 1902 Árið fær þá einkunn að hafa verið kalt og þuirt og tíðin hafi verið fremur óhagstæð; syðra var þó gott sumar og haust. í janúar varð 28,2 gráða frost í Möðrudal og talsvert snjóaði nyrðra. Ofsaveður olli skemmdum í Reykjavík og víðar. Hafís varð vart við Siglufjörð. í febr- úar kom mikill hafís að landinu norðanverðu og þar var kalt en snjólítið suðvestanlands. Seinni hluta marz bætti við snjó og var kalt, enda var mikill hafís við landið, allt suður að Ingólfshöfða. I apríl var áfram kalt fyrir norð- an og mikill hafís á Húnaflóa, Skagafirði og við Austfirði. Lengst náði ísinn til Vestmannaeyja. Vont voi' var syðra í maí, með kulda, hretum og frosti siðustu vikuna, en hafísinn lét undan síga. í júní var þuri't og kalt, enn ís á Húnaflóa og Skagafirði, og í júlí var áfram kalt í nánd við ísinn, en syðra gerði hagstæða tíð, sem hélt áfram í ágúst og september. Á sunnanverðu landinu var úrkomusamt í okt. en fremur hlýtt, en kólnaði með snjókomu í nóv. Stórfelldur skaði varð af ofsaveðri um mestallt land 15/11. í des. var umhleypingasamt syðra en mikið frost og hríðarveður gerði nyrðra. 1903 Árið fær þá einkunn að það hafi verið umhleyp- ingasamt og fremur óhagstætt lengst af, kalt, en úrkoman nærri meðallagi. Ofsaveður gerði í janúar en umhleypingar syðra og áfram í febr- úar og fremur kalt. Mikill snjór nyrðra í marz en 9/3 gerði ofsaveður víða um land. Apríl var óhagstæður nyrðra og snjóaði talsvert syðra, en hafís vai' við Hornstrandir. Sæmileg tíð í maí en Grímsvatnagos fram efth' ári og hafís við Hornstrandir. Tíðindalítil tíð í júm, og þurrvirðrasamt um mikinn hluta landsins í júlí. Hiti vai'ð hæstur í Reykjavík, 20,6 gráður. Fá- dæma rigningar nyrðra í ágiíst en mjög þurrt syðra og ágúst varð sá kaldasti frá því mæl- ingar hófust. Mjög úrkomusamt um allt land í sept. og austanlands í okt. en þá var þurrt syðra. Nóv. var blautur syðra, en annarstaðar þurr og kaldur og miklar rigningar á Suður- og Austurlandi í des. 1904 Þetta sögufræga ár fær þá einkunn að tíð var talin í bezta lagi, hiti í meðallagi og úrkoma yf- ir meðallagi. I janúar: Talsverður snjór með köflum nema suðvestanlands. I febrúar var fremur kalt og ofsaveður með snjóflóðum 23/2 á Austfjörðum. Góður marz með meðalhita og aprfl vai-ð eins. I maí, júní, júlí og ágúst var hagstæð tíð, úrkomusamt í sept., en venjulegir umhleypingar í okt., nóv. og des. og hiti í með- allagi. 1905 Árið fær þá einkunn að fyrstu tveir mánuðirnir hafi verið óhagstæðh- og síðsumars fyi-h' norð- an, en að hiti og úrkoma hafi verið í meðallagi.-- I janúar gerði mikil hríðaráhlaup nyrðra og snjóaði talsvert syðra, en í febrúar héldust kuldi og snjór. Frost fór í 30 gráður í Möðru- dal. I marz var einmunatíð syðra og mjög þurrt þar í apríl en fremur kalt. Hagstæð tíð var í maf og júní og methiti mældist í Reykja- vík í mai, 20,7 gráður. í júní var góð tíð og hlý, en stopulir þurrkar syðra í júlí. Sunnlendingai' gátu þó þurrkað töður sínar í ágúst en aftur brá til rigninga þar og nyrðra í sept. Óhagstæð tíð og köld vai- víðast hvar í okt. en lagaðist í nóv. og þá sást eldbjarmi yfir Vatnajökli. Rysj- ótt tíð í des. og vestan ofsaveður með tjóni nyrðra þ. 11.-13. Veðurannáll áranna 1906-1901 birtist í næstu Lesbók. Gísli Sigui'ðsson tók saman. Heimild: Veður á Islandi í 100 ár eftir Trausta Jónsson veður- fræðing. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 1 3‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.