Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Side 15
lega þunglyndur eftir túrana og iðraðist mjög,
„mikill og óstöðugur" tilfinningamaður þótt
gáfur væru nógar, enda „gerði hann tilraunir
til að fyrirfara sér, og á endanum fór það svo,
eftir að hann var kominn úr skóla, að honum
tókst að stytta aldur sinn“. Tekið skal fram að
aðrar heimildir geta ekki um að Kristján hafi
reynt að stytta sér aldur á skólaárum sínum í
Reykjavík auk þess sem ekki hefur sannast
að hann hafi látið lífið fyrir eigin hendi.
Gestur Pálsson var einnig skólabróðir
drengsins, væskill að burðum og hugdeigur,
en „túlinn var óbilandi" líkt og síðar, enda var
hann í skólaorrustum hafður standandi uppi á
bekk eða borði bak við fylkinguna, og skamm-
aði hann óvinina óspart og ögraði þeim í
snjöllum ræðum. Gestur var gáfaður og tóm-
látur við lærdóm, mikill óreglumaður frá upp-
hafi skólaveru sinnar, auk þess sem hann var
haldinn geigvænlegum bresti líkt og Fjalla-
skáldið, að sögn Þorvalds, því þótt hann hefði
mjög mikið sjálfsálit „fann hann þó vel til
breyskleika síns, en var allt of þreklaus til
þess að geta stjórnað tilhneigingum sínum“.
Hér verður að hafa í huga að „drykkjuskapar-
öld“ var mikil um allt landið á þessum árum,
ekki síst í Reykjavík, og margir skólapiltar
voru drykkfelldir; þetta var hin svokallaða
„Stefánaöld" því þeir hétu Stefánar sem
mestir voru drykkjumenn. Drengurinn hafði
aftur á móti andstyggð á drykkjuskap,
kannski sagði heimanfylgjan til sín, og tók að
eigin sögn aldrei þátt í slarki eða drabbi,
braðaði varla áfengi og lærði ekki að reykja
fyrr en löngu seinna, en skólafélagar hans
brúkuðu hvort tveggja í óhófi, tuggðu, reyktu
og tróðu í nasirnar, auk þess sem þeir gerðu
sér dælt við kennara, eins og merkileg skáld-
saga, óútgefin, Föstuinngangurinn 1868 , er
til vitnis um.
Sumir þeirra þóttu líka sérkennilegir kvist-
ir. Eftir einum var haft: „Hví skyli ek
forýflask þó himinnafirnar (zenith og nadir)
falli ofan á upptyppingana (pýramídana) í
Jarðsmýglalandi (Spáni), er svá mikill orð-
spori fer af‘; notaði kennari þessi orðið
„mundi“ meira en aðrir menn og var því af
piltum kallaður Mundi. „Skál fyrir þeim sem
stika stórum“, mælti annar kennari í ræðu
fyrir minni kvenna, og þótti undarlegt. En
skrítnastur allra var síra Hannes Arnason,
spéhrætt góðmenni, en eftir honum var haft
að öll dýr hefðu höfuð nema sum sem væru
höfuðlaus. Sumar kenningar hans voru aukin-
heldur í minnum hafðar; „Allir segja að ljósið
sé hið fljótasta, en eg segi sjónin er fljótari,
sumar stjörnur eru svo fjarlægar, að ljósið er
mörg hundruð ár að komast hingað, en komi
eg út í dyr, sje eg stjörnuna". Þá lagði síra
Hannes grunn að nútímalegri skólaþjóðfræði
um huldufólk með eftirfarandi ummælum:
„Það hefur lengi verið fólks meining að álfur
gefst, en eg meina enginn hafi séð hann“.
Upplýst afturhald
Þorvaldur brást við áreitum tímans með
hugmyndalegu „afturhaldi", lofgerð um
fræðslustefnu átjándu aldar, jafnframt því
sem hann fordæmdi „sjálfræðis- og kæruleys-
isstefnu“ samtímans. Hann tamdi sér velsæmi
og hagsýni eftir að hafa lesið ævisögu Benja-
míns Franklíns, „ýmsar heillavænlegar kenn-
ingar“ sem urðu honum seinna til mikillar að-
stoðar; „sérstaklega tamdi eg mér að nota
tímann vel og fara skynsamlega með pen-
inga“. Þá mun hann hafa komið sér upp kerf-
isbundnu fasi sem virst gat stærilæti en átti
sér upptök í öflugri og öruggri vissu um
„rétt“ og „skynsamlegt" líferni. Þorvaldur
hefur einsett sér að lifa regluföstu lífi eins og
Franklín, samkvæmt nákvæmri stundaski'á,
enda átti lífið að lúta rökvíslegu kerfi í smáu
sem stóru, hver stund frá sólarupprás til sól-
arlags var liður í áætlun eða skipulagi.
Þorvaldur Thoroddsen markaði djúp spor
líkt og Benedikt Gröndal skáld sem taka má
til samanburðar, en varla er hægt að hugsa
sér ólíkari einstaklinga þótt hugðarefni þeirra
féllu um sumt saman. Sá síðari kenndi hinum
ensku einn vetur; vorum við byrjendur í mál-
inu, ritaði Þorvaldur, en Gröndal lét okkur
lesa Manfred eftir Byron sem varla er „hin
hentugasta bók fyrir byrjendur". Benedikt
var í orðum sínum og gerðum fjarstæða, leit
og glundroði, gagnstætt Þorvaldi sem var
talsmaður skynsemi og skipulags, mótaður af
hugsjónum um staðfestu, heilindi og sjálfs-
stjórn. Hann var af annarri öld en Benedikt
þótt hann hrifist af Gefn og snuddaði um fjör-
ur líkt og skáldið gamla, enda vísar mismunur
þeirra á ólíka aldarhætti, kerfísbundið ein-
lyndi og óreiðumagnað marglyndi, manngerð-
ir sem lýstur enn saman í umræðu um upplýs-
ingu og rómantík, höft og frelsi, heimspeki og
síðnútíma.
Við skulum sem fyrr velja á milli Byrons og
Benjamíns, Benedikts og Þorvalds Thorodd-
sen. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Höfundurinn er dósent við Háskóla íslands.
FLUGNAHÖFÐINGINN
EFTIR ÞÓRHALL HEIMISSON
KOLBHINN jöklaraskéld kveðst á við hann í neðra og hafði betur. Það
er sérkennilegt við íslenskar sagnir af viðureign manna við myrkra-
höfðingjann að hann hafði ekki roð við hinum snjöllustu mönnum svo
sem Kolbeini og Sæmundi fróða. Teikning Halldór Pétursson.
Sjálft nafnið Djöfull er komið úr grísku og
heitir þar diabolos, sem merkir rógberinn.
Hann er sá sem ber róginn og illyrðin milli
manna og kemur þannig af stað illindum
og átökum, sundrar og sáir misklíð. Ann-
að nafn yfir joetta illa afl er Satan.
Á ÞESSARI 16. aldar mynd er Djöfsi hyrndur vel en eftir svipnum að
dæma á konunni léttklæddu líst henni hreint ekki svo illa á hann.
UGMYNDIR
okkar Vestur-
landabúa um hið
illa hafa verið
lengi að þróast
og tekið á sig
margbreytilegar
myndir í gegnum
tíðina. A stundum hefur hið illa
verið persónugert og þá gjarnan
dregin upp litskrúðug mynd af
Djöflinum og árum hans. A öðr-
um tímum hafa menn gert lítið úr
hinu illa nema sem þjóðfélags-
legu afli og hlegið að fornum
hugmyndum um karlinn með
hornin og klaufirnar sem kominn
er til okkar úr Pan-dýrkun Forn-
Grikkja. Allir vita þó hvað átt er
við þegar Djöfulinn ber á góma,
hvort sem menn hrista höfuðið
yfir ofsatrú og bábiljum, eða trúa
því að hann sé til og vinni gegn
hinu góða í heiminum.
En hvaðan eru hugmyndir
okkar og fyrri tíma um þennan
illa ára komnar? Og skyldu þær
fela í sér einhvern þann sann-
leika sem við í dag gætum tekið
mark á? Eða eru frásagnir ald-
anna um Hinn illa ekkert annað -
en kerlingarbækur? Djöfullinn
ber mörg nöfn og flest eru þau
lýsandi fyrir það illa afl sem hann
einkennii'. Sjálft nafnið Djöfull er
komið úr grísku og heitir þar di-
abolos, sem merkir rógberinn.
Hann er sá sem ber róginn og ill-
yrðin milli manna og kemur
þannig af stað illindum og átök-
um, sundrar og sáir misklíð.
Annað nafn yfir þetta illa afl er
Satan. Það er hebreskt og merkir
andstæðingurinn eða sá er vinn-
ur gegn vilja Guðs. Einnig er
nafnið Lúsifer komið úr hebr-
esku, en Lúsífer er ljósberinn og
samkvæmt frásögnum Gamla
testamentisins einn af erkiengl-
um Guðs sem gerði uppreisn
gegn Guði, vildi sjálfur verða
sem Guð og var því kastað niður í
myrkrið þar sem hann ríkir sem
myrkrahöfðinginn. í lagabókum
gyðinga er heita Mishna og Tal-
múd, er gert háðulegt grín að
þessum andstæðingi Guðs og
hann kallaður Belsebúl sem
merkir Flugnahöfðinginn, sá er
ríkir yfir rotnuninni og flugunum
sem safnast um hræin. Einnig
bei' hann þar nafnið Belíel en það
táknar verðleysi.
Öll þessi nöfn tákna þá illt afl,
andstæðing Guðs, þann er vinnur
gegn hinu góða. En í Biblíunni er
þessi andstæðingur Guðs aldrei
talinn jafnoki Guðs. Víða í Gamla
testamentinu er hann jafnvel tal-
inn sendiboði Guðs, sendur til
þess að reyna mennina. Guð er
einn Guð og ekkert afl er til sem
stenst hann, sú er trú Biblíunnar.
Aftur á móti er víða talað um
svokallaða demóna í Gamla testa-
mentinu, sem ei-u heiðin goð eða
heiðnir guðir sem mennirnir
dýrka ranglega. Þeir eru í raun
ekki til, því Guð er einn. Kallast
þessi kenning Biblíunnar ein-
hyggja, þ.e. aðeins eitt guðlegt
afl er til. Að illt afl skuli fínnast í
veröldinni telur Biblían vera
vegna þess að mennirnir hafi
snúið sér frá Guði, eins og Lúsí-
fer gerði, til þess að gera sjálfa
sig að guðum. Slíkt kann ekki
góðri lukku að stýra.
Hugmyndir ísraelsmanna um
hið illa urðu fyi'ir miklum áhrif-
um frá Persum en í Persíu trúðu
menn á tvö jafn sterk öfl í heim-
inum, hið illa og hið góða. Hinar
upprunalegu hugmyndir um Sat-
an sem andstæðing mannanna í
hinni himnesku hirð en í þjón-
ustu Guðs (Jobsbók 1:6-12, 2:4-
7), þróuðust undir persneskum
áhrifum yfir í algera tvíhyggju,
sem er kenningin um hin tvö
andstæðu, jafnsterku, öfl er
takast á í veröldinni. Litu Persar
þá á Satan sem leiðtoga demón-
anna er stæði víggirtur andspæn-
is Guði og englum hans. Á hinum
efsta degi myndi fylkingunum
ljósta saman og þær berjast til
úrslita. Þangað til væri vígvöllur-
inn hugur og vilji mannanna.
í Nýja testamentinu er lítill
áhugi fyrir vangaveltum um þessi
myrku fræði. Vissulega er talað
þar um demóna, púka og ára sem
eru leikbrúður andstæðingsins,
Satans, og freista kristinna
manna. Gegn þeim og rógberan-
um sjálfum, Djöflinum, þurfa
kristnú' menn að standa. En
Jesús hefur algert vald yfir þess-
um illu öflum og rekur burt illu
andana hvar sem þeir mæta hon-
um. Þannig sýnir hann óskorað
vald Guðs í heiminum (Matteusar-
guðspjall 12:22-30). Eftir daga
Krists blómstrar aftur á móti
djöflafræðin, bæði meðal gyðinga,
í frumkirkjunni og hjá kirkjufeðr-
unum. Var þessi þróun í tengslum
við hin svokölluðu heimsslitafræði
eða apokalyptik, sem einnig var
ættuð frá Persum, og fjallaði um
yfirvofandi endi tímanna. Sjást
þess glögglega dæmi í Opinber-
unarbók Jóhannesar svo dæmi sé
tekið, þar sem hið góða og hið illa
takast á um heiminn á efsta degi.
Þessar hugmyndir hafa síðan
borist til okkar daga í gegnum
tvíhyggjuhreyfingar margskonar
og leynifélög. Má þar sem dæmi
nefna kabbalahreyfinguna sem
var gyðingleg leynihreyfmg og
fleiri ónefnd en þekkt leynifélög
samtímans. I galdrafárinu á 16.
og 17. öld blómstruðu hugmynd-
irnar um Djöfulinn bæði innan og
utan kirkju og sömu hugmyndir
lifa enn í dag í leynifélögum og
dulspekihreyfmgum mai'gskonar.
Eins og fyrr segir þá viður-
kennir Biblían aldrei myrkra:
höfðingjann sem jafnoka Guðs. I
Gamla testamentinu má sjá að
Guð skipar honum fyrir og þar
sem hann ræður sér einn, má
hann sín einskis gegn almætti
Skapai'ans. Aftur á móti er hon-
um stillt upp sem andstæðingi
englanna í gyðinglegum fræðum.
Leiðtogi englanna var talinn erki-
engillinn Mikael en gegn honum
stóð Satan. Undirpúkar fram-
kvæmdu vilja Satans í baráttunni
við engla Mikaels.
Jesús á oft í höggi við hið illa í
Nýja testamentinu, en berst
aldrei við Satan á jafnréttis-
gi'undvelli eins og fyrr segir.
Freistarinn freistar hans sem
annarra manna, en Jesús hefur
algert vald yfir honum sem sonur
Guðs. Jesús talar þannig ætíð
niður til Freistarans, skipar hon-
um fyrir og rekur hann frá sér
(sjá Matteusarguðspjall 4 kapít-
ula, versins 17-20). Lækningar
Jesú eru af sama meiði, hann
læknar sjúkdóma og sorg því allt
slíkt er andstætt Guði. En hann
varar mennina við andkristinum,
andstæðingnum sem mun standa
gegn vilja Guðs. Alvarlegasta
barátta Jesú er ekki við Satan
heldur við sjálfan sig þegar hann
á í bænastríði við eigin vilja
(Matteusarguðspjall 26. kapítuli).
I Opinberunarbók Jóhannesar
sem verður til ‘eftir daga Jesú
hafa heimsendafræðin eða
apokalyptikin mikil áhrif. Þar
gegnir andkristurinn stóru hlut-
verki í baráttunnþum heiminn en
tapar að lokum. Ákefð hins illa í
heiminum er útskýrð þannig að
andkristurinn veit að hann hefur
tapað fyrir Jesú og berst því um
þegar endalokin nálgast.
Biblían hefur yfirleitt lítinn
sem engan áhuga á demónum eða
árum. Niðurstaða hennar er sú að
allir þeir sem rísa gegn Guði,
hvort sem það eru menn eða
englar, geri það eingöngu til þess
að verða sem Guð, gera sjálfa sig
að Guðum. Laun þeirra er niður-
læging og í stað þess að verða
Guði líkir verða þeir eins og orm-
urinn, verðleysið, myrkrið. En sá
sem gerir vilja Guðs ber mynd
Guðs og verður í verkum sínum
hluti af Guði. Þannig getur
stjórnarfar endurspeglað hið illa,
verið veldi myrkursins, ef stjórn-
endur kjósa að gera sig Guði líka.
Þetta skildi Reagan forseti vel á
sínum tíma er hann kallaði Sovét-
veldið veldi myi'kursins.
íslenskar þjóðsögur og alþýðu-
frásagnir fjalla lítið um hina
heimspekilegu hlið baráttunnar
milli hins góða og illa í heiminum.
í þeim mætum við Kölska fremur
í samskiptum við einstaklinga
sem láta freistast af gylliboðum
hans eða gera við hann samning
og reyna síðan að plata myrkra-
höfðingjann. Eins og í Mishna og
Talmud tengja íslenskar frásagn-
ir oft púka og ára við skít og
ómennsku. Þar segir t.d. frá púk-
anum á fjósbitanum sem fitnar
þegar fjósamaðurinn og konan
bölva, en einnig freistar Kölski
bænda og búaliðs til að slá slöku
við nauðsynlegum verkum og
lenda þau þá í erfiðleikum. þ-
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 1 5