Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Page 17
Morgunblaöið/Árni Sæberg MAGNÚS Fjalldal dósent við enskuskor með eintak af nýútkominni bók sinni. er sú sem hefur enst honum einna best. Ég byrjaði sem sagt að athuga hvað hefði orðið úr þessari kenningu síðustu hundrað árin. Hvernig landið lægi. Ég rak mig fljót- lega á það að menn höfðu skoðað þetta frá ótal sjónarhornum en það hafði enginn litið á þetta í heild, á allt dæmið. Það er fyrst þegar maður fer að reyna að fá þessa kenningu til að ganga upp sem hún byrjar að verða svona heldur hörð undir tönn. Hallelújakór fræðimanna Nú, það fór líka í taugarnar á mér þessi hallelújakór sem er búinn að vera allan tím- ann. Menn nánast gáfu sér það strax að at- hugun Guðbrands væri rétt og vísindaleg. Og þeir sem hreyfðu einhverjum andmælum voru strax kaffærðir. Þó að það hafí verið gríðarlega mikið skrifað um þetta var ekkert til í bókarformi, engin heildstæð stúdía á þessu. Þessi kenning Guðbrands fæðist eiginlega í eins konar Klondike-andrúmslofti þar sem menn voru sífellt að fínna eitthvað nýtt, nýjar sögur. Trú á framfarir alveg endalaus. Maður getur ekki annað en verið skilningsríkur að þessu leyti. Það var svo eiginlega Hugo Ger- ing, þýskur aðdáandi Guðbrands, sem kom þessu af stað og gerði kenninguna fræga. Hjá Guðbrandi var þetta neðanmálsat- hugasemd sem var lögð fram nánast upp úr þurru; hún var ekki heldur í tengslum við textann sem hún birtist í. Og Guðbrandi fannst þetta ekkert merkilegt heldur. Svo var þetta hent á lofti af Gering og fleirum þar á eftir og sett í sviðsljósið. Gering stillti upp lista yfir þá sem hlytu að hafa lesið Bjólfs- sögu og Grettis sögu. Langan lista sem byrj- aði á Grími Thorkelin, Gi-undtvig og William Morris. Svo var gengið á röðina og spurt, Hvemig í ósköpunum gátu mennirnir lesið þessi tvö verk án þess að sjá hversu augljós tengslin á milli þeirra voru?“ Klondike-óstand hið nýrra Magnús er ekki frá því að andrúmsloft fræðanna síðustu áratugina og kennt er við póstmodernisma geti kallast eins konar Klondike-ástand. Klondike-ástand hið nýrra; sem felur í sér visst leikfrelsi sem er jákvætt upp að vissu marki en neikvætt ef það er hóf- laust. „Kenning Guðbrands er ákaflega góð upp- spretta fyrir menn sem eru að leita sér að efni og hefur lifað góðu lífi í fræðunum vegna þess hve hugmyndin er yfirgripsmikil. Kenn- ingin fellur mjög vel að svona akademísku ímyndunarafli. I henni hafa menn getað fengið útrás fyrir sína eigin sköpunargáfu. Síðustu þrjátíu eða fjörutíu árin hefur svo útfærsla þessarar tilgátu farið út í algerar öfgar þegar menn hafa þóst finna merki um skyldleika hvar sem gripið var niður í text- ann. Manni sýnist, a.m.k. eftir á að hyggja, að margt af því sem hefur verið skrifað um þetta síðastliðna áratugi sé kannski athugan- ir sem menn hefðu hugsað sig um tvisvar að láta frá sér fara, hefðu þeir haft betra ráð- rúm og verið undir minni pressu. En þessi pressa er fyrir hendi og ekki minni núna heldur en hún var fyrr á árum. Þarna er um að ræða virta fræðimenn, t.d. eins og Peter Jorgensen sem lendir svolítið milli tannanna á mér, af óumflýjanlegum ástæðum. Og Richhard Harris. Þetta eru mjög vandaðir fræðimenn í norrænum fræðum." Aðfcrðafræði óskhyggjunnar í bókinni gagnrýnir Magnús Hams og Jorgensen m.a. fyrir ákaflega frjálslega að- ferðafræði sem gæti nýst hvaða fræðimanni til að sanna „að símaskráin sé komin beint úr Biblíunni“ (114); þeir geti nánast lesið það sem þeir vilja út úr ólíklegustu textabrotum. Hann rekur og hrekur hverja tilgátuna af annarri og kemst að þeirri niðurstöðu að „Öll sú óskhyggja sem fræðimenn hafa lagt í að koma á tengslum milli Bjólfskviðu og Grettis sögu síðastliðna öld hafi, því miður, verið unnin fyrir gýg.“ (116). „Akademískt hugmyndaflug er auðvitað nauðsynlegt en framlagðar tilgátur verða að ' vera rökstuddar og þola gagnrýni. En í all- marga áratugi hefur gagnrýni á einhverju sem fest er á prenti verið litin miklu hom- auga. Rétt eins og allar skoðanir séu jafn- réttháar. Vandamálið er að kenning Guðbrands hef- ur aldrei fengið heilbrigt andóf. Það var ekki hlustað á þá sárafáu sem vora efins, eins og t.d. Finn Jónsson. Af því sem hefur verið skrifað um þetta hér á Islandi má finna visst stolt yfir því að íslendingur hafi fyrstur bent á þennan skyldleika. Þarna sé kominn enn einn menningai-stólpinn sem Islendingar höfðu varðveitt en aðrir glatað. Og lykillinn að Bjólfskviðu, að miklu leyti.“ Vandrataður meðalvegur Viðbrögð hafa ekki enn komið fram enda bókin tiltölulega nýkomin út. Að sögn Magn- úsar komu samt skýr viðbrögð frá þeim fræðimönnum sem forlagið fékk til að lesa handrit bókarinnar. „Mönnum fannst þetta annaðhvort þarft framtak eða hinn herfileg- asti hlutur, að það væri nánast verið að níða af mönnum skóinn. Þannig er oft vandratað- ur meðalvegurinn í þessu sem öðru. Ég á ekki von á því að þessi skoðun sem ég held fram fari einhverja sigurför heldur bara að hún geti stuðlað að einhverju jafnræði í umræðunni. Þetta skiptir heilmiklu máli þvi nánast hver einasta athugun á Bjólfskviðu á þessari öld hefur byggst á kenningu Guð- brands eða hugmyndum skyldri henni og menn hafa gefið sér það að þarna sé um að ræða sömu minni. I miðaldafræðum ganga menn ekki bara út og kortleggja svæðið eins og nútímasaga er kortlögð: Það er verið að leiða líkum að ein- hverju og það er á líkum sem hlutir standa og falla. Hugtök eins og rétt og rangt ná ekki mjög langt í þessum efnum. Þetta er fyrst og fremst spurning um hvort menn sannfærast af þeim rökum sem lögð eru fyrir.“ I lokaorðum bókar sinnar vitnar Magnús í handritasafnarann mikla og fornfræðinginn ‘ Ai-na Magnússon sem lét einhverju sinni þau orð falla að það væru aðeins tvenns konar fræðimenn í heiminum: Þeir sem legðu sig alla fram við að breiða út misskilning á sínu fræðasviði og þeir sem kæmu í kjölfarið og hreinsuðu upp eftir hina. Þetta tryggði, að áliti Arna, að báðir aðilar hefðu nóg fyrir stafni. Magnús er á því að þessi regla sé enn í fullu gildi í dag í rannsóknum á Bjólfskviðu: Segja má að hann taki sér stöðu í síðarnefnda hópnum í því augnamiði að koma einhverju jafnvægi á umræðuna og skerpa hana jafn- framt. endursögð til að hlustendur geti betur sett sig inn í umfjöllunarefni rímnanna. Raddir eru nefnilega ekki síður hugsaðar sem ljóðabók en geisladiskur," segir Andri. Passíusálmarnir lifðu i fólki Á Röddum syngur kona fædd í Fljótshlíð 1886 hluta af 30. Passíusálmi séra Hall- gríms Péturssonar. Saga Passíusálmanna vakti Andra til ákveðinna pælinga og hann bendir á nokkur sjónarhorn þeim tengd. „Manni er kennt að sálmarnir voru merki- legir, en samt náði ég ekki tiltakanlega miklum tengslum við þá fyi-r en ég heyrði upptöku þar sem kona flytur þrjú erindi úr einum sálminum. Þegar maður veit að hún kann alla sálmana utan að og heyrir jafn- framt einlægnina í kveðskapnum, þá skynj- ar maður sannindin á bak við þá staðhæf- ingu að þeir hafi verið merkilegir: Passíu- sálmarnir lifðu í fólki en ekki hjá því, eins og síðar varð. Annað sem er ekki síður at- hyglisvert er að séra Hallgrímur gerði fimm handrit að sálmunum og gaf þau eig- inkonum og dætrum vina sinna, en það má skilja sem svo að hann hafi e.t.v. treyst kon- um betur til að láta sálmana lifa og kenna þá afkomendum sínum, en flest ljóðin og lögin á disknum lærðu menn af mæðrum sínum og ömmum sem sumar lærðu kvæðin af sínum ömmum.“ Einstök tónlist í heiminum En hví að halda upp á löngu liðna tíma í formi hljómdisks með rímum og fleiru og í hverju felst raunverulegt listagildi þessarar Morgunblaðið/Kristinn ,EF fólki þótti þjóðlögin skemmtileg í 600 ár þá er útilokað að þau séu ómerkileg," segir Andri Snær Magnason í spjalli um geisladiskinn Raddir. menningararfleifðar, sem Jónas Hallgríms- son kallaði „leirburðarstagl og holtaþoku- v væl“? Andri segir að enginn vafi leiki á því að listir úreldast, en hinu sé ekki hægt að neita að þjóðlögin séu einstök og hluti af ís- lenskri sögu. „Þetta er tónlist sem er ein- stök í heiminum og menn þurfa að læra að meta hana. Það er ekkert mál að afgreiða óperuskræki og rappið með orðum Jónasar eftir fyrstu hlustun," segir Andri Snær. „I þjóðlagaarfinum er líka brunnur sem lista- menn ættu að geta ausið endalaust úr. Það hafa þeir gert allt frá Jóni Leifs til Kolrössu krókríðandi, það væri fróðlegt að sjá techno-kynslóðina vinna úr arfinum, auk þess sem það hljóta að leynast fleiri sérvitr- ingar, sem væru til í að læra listina í upp- runalegri mynd. Það er ekki hægt að eyða þjóðlögunum því annars kæmi 600 ára eyða , í söguna,“ segir hann. „Disknum er ekki síst ætlað stoppa í þetta gat. Það er nauðsynlegt að eiga þjóðlögin, ekki síst til skilnings á fyrri tíð og í mínum huga eru þau lykill að bókmenntasögunni. Seiðurinn í þeim, sá persónulegi blær sem er yfir þeim og sú einlægni sem er viðhöfð í flutningnum verð- ur til þess að maður getur ekki annað en heillast af þeim. Sú sífellda klifun sem er í þeim ber líka uppi listfengið í þeim, kraftur- inn í tungumálinu, hrynjandin og hvernig er yfir höfuð gerlegt að tjá sögur og atburði með fastmótuðum bragarháttum. Af þess- um sökum er full ástæða til að varðveita þessa menningararfleifð og ef fólki þótti þjóðlögin skemmtileg í 600 ár þá er útilokað að þau séu ómerkileg, þótt margt annað hafi komið til sögunnar síðustu öldina," segir Andri Snær að lokum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.