Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1998, Síða 19
*
KÓRARNIR á æfingu í Langholtskirkju.
Morgunblaðið/Kristinn
RÍKI-
DÓMUR
ÞORKELS
KÓR Langholtskirkju gengst fyrir tónleikum
til heiðurs Þorkeli Sigurbjömssyni tónskáldi í
Langholtskirkju í dag kl. 17. Jafnframt koma
fram á tónleikunum Gradualekór Langholts-
kirkju, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran-
söngkona og Monika Abendroth hörpuleikari.
Eingöngu verða flutt kirkjuleg verk eftir Por-
kel sem varð sextugur fyrr á þessu ári.
Jón Stefánsson, sem stjórna mun flutningn-
um, segir efnisskrána til vitnis um mikil af-
köst Þorkels á sviði kirkjutónlistar í gegnum
tíðina. „Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert ís-
lenskt tónskáld hafi samið jafn mikið af verk-
um fyrir kirkjuna og Þorkell. Verk hans setja
sterkan svip á íslenska kirkjutónlistarsögu.
Þá hefur hann samið kynstrin öll af veraldleg-
um kórverkum. Á kórtónleikum sem haldnir
voru í Hallgrímskirkju í haust, Þorkeli til
heiðurs, voru aðeins örfá verkanna þau sömu
og hjá okkur. Á því má sjá hvílíkur ríkidómur
felst i tónsmíðum hans fyrir kirkjuna að hægt
skuli vera að fylla tvær efnisskrár með verk-
um hans.“
Jón segir kói’verk og sálma Þorkels jafnan
gera miklar kröfur til flytjenda - verkin séu
samin með þeim hætti að þau verði að vera
vel flutt til að njóta sín. Þessari áskonin hafa
Kór og Gradualekór Langholtskirkju, um 110
manns samtals, tekið.
Fjögur verkanna, sem ílutt verða í dag,
samdi Þorkell sérstaklega með Kór Lang-
holtskirkju í huga. Tvö þeirra, lofsöngvamir
Davíð 92 og Hósíanna, voru samin í. tilefni af
Norræna kirkjutónlistarmótinu í Helsinki
1978. Hefur kórinn flutt verkin víða um lönd
síðan og segir Jón að þau veki alltaf, einkum
Hósíanna, jafn mikla hrifningu.
Árið 1990 var kórnum boðið ásamt Sinfón-
íuhljómsveit íslands að taka þátt í vígslu tón-
listarhússins í Tampere í Finnlandi. í þeirri
för söng hann við biskupsmessu í Dómkirkj-
unni og af því tilefni samdi Þorkell verk við
texta úr Gamla testamentinu, Stælið.
Fjórða og síðasta verkið er skírnarsálmur
sem Þorkell samdi fyrir Kór Langholtskirkju
fyiT á þessu ári og frumfluttur var við skírn í
kirkjunni.
Fleiri sálmalög verða á efnisski'ánni en
mörg þeirra hafa náð mikilli hylli, svo sem
Heyr himna smiður, brúðkaupssálmurinn
Faðir vor þín eilíf elska vakir og kvöldsálmur-
inn Nú hverfur sól í haf. Sum þessara laga
hefur Þorkell samið við sálma föður síns, Sig-
urbjörns Einarssonar biskups, og segir Jón
þá feðga eiga einkar vel saman. „Þegar Sigur-
björn á textann og Þorkell lagið er von á
góðu!“
Gradualekórinn flytur meðal annars útsetn-
ingar á tveimur jólasálmum úr Hymnodia
Sacra, handriti síra Guðmundar Högnasonar í
Vestmannaeyjum frá 1742 og útsetningu á
Einn Guð í hæðinni, sem er þjóðlag úr fórum
Ingunnar Bjarnadóttur. Þá flytur kórinn lof-
sönginn Te Deum, sem Þorkell samdi fyrir ^
prestsvígslu bróður síns, herra Karls Sigur-
björnssonar biskups, árið 1973. í því verki
leikur Monika Abendroth á hörpu en að öðru
leyti er efnisskráin án undirleiks.
ÞEGAR þjóðféiagið virðist stefna
hraðbyri til Orwellsískrar hryll-
ingsmyndar, þar sem haldin
verður ítarleg skrá um ystu og
innstu leyndardóma manneslg-
unnar, allar lækjarsprænur og
bunulækir virkjaðar í þágu auðs
og skammvinnra valda - og það
sem meira er; einstaklingurinn hverfur end-
anlega í fjöldann og verður númeraröð - er þá
nokkur furða að sjónir manna beinist að
kvæðum Jónasar Svafárs - þegar þeir sem
gæta eiga lands og þjóðar sýnast dauðrotaðir
- eða sofa svo fast að svefnárin mælast auð-
veldlega á stofum sérfræðinganna, í áratug-
um en ekki árum.
Endanlegt gjaldþrot hugmynda og hug-
sjóna er ekki nýuppgötvaður sannleikur, en
nú hefur syrt í álinn svo um munar; súrreal-
ískur sýrudraumur hefur tekið völdin af sér-
hverjum heilvita manni. Þetta minnir á þegar
sjálf - grasmoldin gekk af göflunum yfír
hrunin hús með heiluhristing í jarðskjálfta
suðurlandsins. Þá skiiðum við á fjórum og
lærðum að hjóla - inní geðklofíð líf sem er
þrýstiloft í gjaldþroti - fengum
fíið til að fíjúga í segulmagnaðri
tölvuvölvu sem tæknifrjógvar
mannkynið með vélmenni á
hvert heimili. Þá getum við
geispað golunni - segir í kvæð-
inu því.
Nú er tími vísinda - og loforða
um hugsanlegan ofsagróða í
beinhörðum peningum sem af
uppgötvunum snjallra raunvís-
indamanna getur leitt. Hin
venjulega manneskja heldur sig
í skugganum, minni en nokkru
sinni. Þorir vart að mæla því
tungumálið tekur örum breyt-
ingum líka. Sérfræðingarnir
kasta á milli sín orðum sem fáir
hafa heyrt - fáheyrðum orðum
um enn fáheyrðari hluti sem
erfitt reynist að fá nokkurn botn
í; ætli gagnagrunnar nútímans
séu ekki almenningi þegar allt kemur til alls,
jafn framandlegir og lífið á Mars, eða geim-
verurnar góðu á Snæfellsjökli. Á
heimskringlu heilans hanga nú sem fyrr
beinagrindur í faðmlögum. Bilið milli ríkra og
snauðra eykst dag frá degi. Það er almælt að
fátækt hefur fyrir alvöru fest rætur á ðls-
landi, í margumtöluðu góðæri. Ekki geta allir
makað krókinn í spákaupmennskunni á verð-
bréfamörkuðunum. Verkalýðnum er skömmt-
uð hungurlús úr hnefa, stéttaskiptingin vex
hröðum skrefum líkt og samkvæmt fyrirfram
ætlaðri ráðagerð bergrisa. Allt er því í lukk-
unnar velstandi að sögn landsfeðranna. En
margir spyrja sig: ef þetta er þeirra góðæri -
HUGSJONIR
GADDAVlRA
Jónas Svafár er rammíslenskt skáld og verðugur arftaki
aHpýðuskálda að mati ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR
sem segir að sum Ijóða Jónasar ort í gær séu eins
og töluð út úr tíðarandanum í dag.
JÓNAS E. Svafár.
„Kannski er hann að
brýna okkur til að gæta
að okkur...“
hvert verður þá þeirra harðæri?
Skyldu hinir gunnreifu fjármálaspekúlant-
ar nútímans á verðbréfamörkuð-
unum - hafa yfir faðirvor Jónasar
Svafárs, áður en haldið er út á
vígvöllinn á morgnana? Eða er
það ekki alveg tilvalið fyrir kvóta-
eigendur, að gera Vertíðar-Faðir-
vorið að baráttusöng sínum?
Hugsjónir í gaddavíra
faðir vor þú sem ert á himnum
höfuð þitt er fullt tungl
sem veður í skýjum
helgist þitt nafn tilkomi þitt ríki
af morgunroða heimskautsins
í sólargangi árstíðanna
verði þinn vfiji svo á jörðu sem á himni
þegar þú ferð á fjörur við hafið
og skapar líf í meyjarmerkinu
gef oss í dag vort daglegt brauð
og sneið þeim sem eiga
fyrirgef oss vorar skuldir
þær eru hvorki fugl né fiskur
en lántraustið fallið í gjalddaga
svosemvérogfyi’irgefum
vorum skuldunautum
kvenfólki æsku og öldungum
JÓNAS hefur sjálfur myndskreytt
flest Ijóð sín.
eigi leið þú oss í freistni
með kvikfénaði iðnaði og verslun
heldur frelsa oss frá illu
veðurfari í skerjagarðinum
því að þitt er ríkið mátturinn og dýrðin
í aflabrögðum verðlagsins
á heimsmarkaðnum
að eilífu amen
Það blæðir úr morgunsárinu
Einhver sagði að skáldskapur og listir
væru að mestu leyti; „guðdómlegt bull“ og
oftar en ekki er maður sammála þessari skoð-
un. Skáldum hættir til líkt og öllum öðnim
mönnum að verða fótaskortur á tungunni og
myndimar sem rísa eru ekki allar jafn til-
komumiklar. Fáum er gefið að yrkja ættjarð-
arljóð í nokkrum beinskeyttum hendingum.
Sjálfsagt er gleðin víðsfjarri, og kiðin, kýmar,
smalarnir, túnin, þoi-pin, heiðarnar og blómin.
En heiður himinninn er þarna og víðáttan
sem honum fylgir, í kjarnyrtum óði um ís-
land:
mold minnar
hjartarótar
heiður himinninn
yfir hvítu myrkrinu *
fyllist af hrísgrjónum
Mörg kvæði Jónasar Svafárs minna á þjóð-
vísur þó tungumálið sé harla ólíkt. Ljóðmál
hans er nútímamál, spriklandi af nýyrðum og
hugvitsamlega togað og teygt á alla kanta. Þó
er eins og þjóðvísan kraumi alltaf undir niðri
og komi alltíeinu upp á yfirborðið...
æskuástir með brunnin bál
brennimerkja mín leyndarmál
tungur hugans tala lengi
titrandi við hjartastrengi
í trúnni á tregans höfuðborg
ég treysti þér heita ástarsorg
Jónas Svafár er rammíslenskt skáld og
verðugm’ arftaki alþýðuskálda. Hann á margt .
sameiginlegt með forverum sínum en heillast
af súrrealísma í orðum og myndum - og fer
sínar eigin leiðir. Sum ljóða hans ort í gær,
eru eins og töluð út úr tíðarandanum í dag.
Kannski er hann að brýna okkur til að gæta
að okkur áður en myrkrið hvíta kæfir okkur
öll og rænir okkur endanlega vitglórunni. Eða
vara okkur við að láta fólk sem talar tungu-
mál sem við skiljum ekki og slær um sig með
orðum sem við vitum ekki hvað merkja, ráða
ferðinni. Kannski er erindi hans það eitt að
minna okkur á - að móðir lífs er moldin enn
og málið vex á lýðsins tungu
gangaafturgamlirmenn 4
gráhærðir með frosin lungu
dagsins morgunn er draumasár
dauðinn sefur í beinum dýra
þungt vatn blæðir í húð og hár
og husjónir í gaddavíra
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. NÓVEMBER 1998 19