Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 2
JÓL Á SJÓ SÝNING á ljósmyndum um jólahald sjó- manna á hafi úti verður opnuð í Sjóminja- safni Islands í dag, laugardag, kl. 13. Myndirnar, sem eru flestar teknar á tíma- bilinu 1970-97, sýna hvernig sjómenn reyndu að gera sér dagamun og halda heilög jól fjam ættingjum og vinum. Svo til allar myndirnar eru teknar af starfandi sjó- mönnum um borð í skipunm. Ágúst Georgsson deildarstjóri í Sjóminjasafninu sagði, að sýningin væri fyrsta skrefið til rannsóknarverkefnis um jól sjómanna á hafi úti. Sagðist hann vona að sýningin kallaði á fleiri myndir og hjálp- aði þeim að afla gagna og komast í sam- band við heimildarmenn. Ágúst sagði, að áður fyrr hefði eina tilbreyting togarasjó- manna á jólum verið maturinn og ekkert of mikill tími gefizt til þess að njóta hans. Á tímum nýsköpunartogaranna hefði það aft- ur tíðkast að taka inn trollið og gefa mönn- um tíma til þess að matast í ró og næði, en síðan hefði sjómennskan tekið strax við aft- ur. Hins vegar sýndist sér, að eftir 1960 hefði jólahaldinu verið gefinn meiri gaumur um borð í skipum á sjó. Ráðin forstöðumaður Tónlistarhúss Kópavogs VIGDÍS Esradóttir hefur verið ráðin forstöðu- maður Tónlistarhúss Kópavogs sem vígt verður 2. janúar 1999. Segir hún starfið leggjast ákaf- lega vel í sig. „Þetta erglæsilegt hús, hið fyrsta sinnar tegundar á Is- landi, og ég er stolt yfir því að vera treyst fyrir þessu starfi. Þetta er mikill heiður. Bæjar- stjórn Kópavogs hefur sýnt mikinn stórhug og framsýni í þessu máli og það er víst á engan hallað þó nafn Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleik- ara sé sérstaklega nefnt í þessu samhengi. Hann hefur með brennandi áhuga róið þessu hugðar- efni sínu í höfn. Kópavogsbúar mega vera hon- um þakklátir." Vigdís vonar að nýting hússins verði sem allra best og margt bendir til þess að starfsem- in eigi eftir að verða blómleg. „Tónlistarfólk hefur brugðist mjög vel við og þegar er búið að bóka tónleika iangt fram á næsta ár. Þannig að starfsemin hefur farið vel af stað, með miklum „fanfare-hljómi", og vonandi verður framhaldið í samræmi við það.“ Að sögn Vigdísar er allt að verða klárt fyrir vígsluathöfnina. Tónlistarsalur hússins verður prófaður í dag, bæði af hljóðverkfræðingi og tónlistarfólki. Kveðst hún finna fyrir mikilli eft- irvæntingu. „Vígsluathöfnin hefst klukkan 14.30 laugardaginn 2. janúar. Þá koma fram ýmsir tónlistarmenn, bæði söngvarar og hljóð- færaleikarar. Um kvöldið, frá kl. 18-23, verða tónleikar á klukkutíma fresti, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt efni. Markmiðið er öðr- um þræði að prufukeyra salinn. Fram kemur fjöldi listamanna sem allir gefa vinnu sína, þannig að fólk getur komið og hlýtt á góða tón- list sér að kostnaðarlausu. Einhver líkti þessu við það þegar Hvalfjarðargöngin voru prufuð, enginn þarf að borga.“ Fyrst um sinn mun starfsemi Tónlistarhúss Kópavogs hverfast um tónlistarsalinn, eða Sal- inn, eins og Vigdís segir að hann sé kallaður í daglegu tali, en næsta sumar er fyrirhugað að Tónlistarskóli Kópavogs flytji inn í húsið. Síðar meir er ráðgert að byggja safnahús við Tónlist- arhúsið, þar sem bókasafn verður meðal annars til húsa. JÓL um borð. Morgunblaðið/Kristinn Vigdís Esradóttir BYGGT VIÐ PRADO-SAFNIÐ TEKIN hefur verið ákvörðun um að stækka eitt þekktasta listasafn heims, Prado-safnið í Madríd. Hún hefur þó ekki reynst átaka- laus enda safnhúsið gamalt og sögufrægt og allar tilraunir til að hrófla við því illa séðar. Nú hefur einn þekktasti arkitekt Spánar, Rafael Moneo, lagt fram tillögu um við- byggingu sem hefur fengist samþykkt eftir mikið japl, jaml og fuður. Spænskir stjómmálamenn hafa dregið lappirnar er kemur að stækkun Prado- safnsins sem er löngu tímabær. Safnahúsið í miðborg Madríd er ein þekktasta bygging landsins og því fer fjarri að spænsk stjórn- völd hafí til að bera sama hugrekki og Francois Mitterrand, fyrrverandi Frakk- landsforseti, þegar kom að breytingum á Louvre-safninu í París eins og fram kemur í umfjöllun Berlinske Tidende. Þöifin á stækkun er brýn og fyrir hálfu öðru ári lauk samkeppni um viðbyggingu við safnið. Er skemmst frá því að segja að engin tillaga hlaut náð fyrir augum dóm- nefndar sem taldi alla arkitekta gera of rótttækar breytingar á umhverfi safnsins. Boðað var til samkeppni þar sem níu efstu arkitektarnir fengu að spreyta sig að nýju og niðurstaðan varð sú að tillaga Moneos var samþykkt. Hún felst í því að síðari tíma viðbygging- ar við aðalbygginguna eru fjarlægðar enda telja líklega engir eftirsjá í þeim. Fyiár aft- an safnið verður móttökusalur neðanjarðar. Þar verður safnverslun og veitingastaðir en glerkúpull veitir Ijósi niður. Meiri erfiðleikar hafa hins vegar verið bundnir við viðbyggingu safnsins sem hýsa á sýningai-sali. Til að rýma til íyrir henni verður gamalt klaustur, sem er i niður- níðslu, rifið og í staðinn reist múrsteins- bygging sem falla á eins og kostur er inn í umhverfið auk þess sem hún má ekki skyggja á gotneska kirkju, sem stendur fyr- ir aftan safnið. Luis Fernandez-Galiano, sem skrifar um hönnun og arkitektúr í spænska fjölmiðla segir bygginguna „groddalegan tening“ sem sé niðurstaða þeirrar spennitreyju sem arkitektarnir hafi verið færðir í er þeir settust að nýju við teikniborðið. Yfirvöld hafa með semingi fallist á að af mörgum vondum kostum í stöðunni sé nið- urstaða Moneos líklega skást. Sjálfur segir arkitektinn að aðstæður hafi ekki verið alslæmar, talsvert frelsi geti falist í svo mörgum, ströngum kröfum. Ætlunin er að viðbyggingin rísi eftir tvö ár og þar verða ýmsar sérsýningar á verk- um sem komá sjaldan fyrir almenningssjón- ir. í aðalbyggingunni verður fastasýning á verkum meistara á borð við Goya, E1 Greco og Velasquez. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni: Yfírlitss. á verkum Ás- mundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstrœti 1: Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerí Bílar & list Tolli. Til 24. des. Gallerí Borg: Rut Skúladóttir. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Haraldur Bilson, Kar- ólína Lárusdóttir, Gunnella og Soffa Sæmundsdótt- ir. Til 13. des. I baksal er úrvali eldri verka sem eru til sölu. Gallerí Horn: Steinn Sigurðsson. Til 30. des. Gallerí Stöðlakot: Magnús Þorgrímsson, leirker. Til 13. des. Gallerí Sævars Karls: Steingrímur Eyfjörð, Guð- laugur Kristin Ottarssona og Margréta Haralds- dóttir Blöndal. Til 15. des. Hafnarborg: Urval verka Sigurjóns Ólafssonar! Til 23. des. Apótekið: Ljósmyndasýning Lárusar Karls Inga- sonar. Til 24. des. Hallgrímskirkja: Myndir af Þorláki helga eftir Kri- stján Davíðsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Krisb- ínu Gunnlaugsdóttur, Jón Axel Björnsson, Pál Guð- mundsson og Gunnar Örn Gunnarsson. Ingólfsstræti 8: Ólafur Elíasson. Til 10. jan. Kjarvalsstaðir: Austursalur: „Framsýning: Fproysk nútíðarlist“. Vestursalur: Nýjar kynslóðir í norræn- um arkitektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Hall- dór Ásgeirsson og Snorri Sigfús Birgiss. Til 20. des. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti: Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn: Sæmundur Valdi- marsson. Til 13. des. Listasafn íslands: 80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan. Listaskálinn í Hveragerði: Haustsýning. Til 13. des. Listhús í Laugardal: Sjöfn Har. Til 22. des. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Þórður Hall. Til 24. des. Menningarmiðstöðin Gerðubergi: Sjónþing Hann- esar Lárussonar. Til 31. des. Mokkakaffi, Skólavörðustíg: Bjarni Jónsson. Til 19. jan. Norræna húsið, Hringbraut: Alvar Aalto. Til 20. des. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning. Þriðj., mið., fím. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjódd: Jón Axel. Til 19. feb._____ TONLIST Laugardagur Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Kam- merkór Kópavogs, dansarar úr Listdansskóla ís- lands. Óperan Amal og næturgestirnir. Kl. 17. Sunnudagur Kjarvalsstaðir: Snorri Sigfús Birgisson, píanóleik- ari. Útgáfutónleikar. Kl. 16. Hveragerðiskirkja: Cammerarctica. Kl. 17. Neskikrja: Óperan Amal, sjá laugardag. Kl. 20.30. Mánudagur Norræna húsið: Sigurður Bragason baríton, Vovka Ashkenazy, píanóieikari. Kl. 20.30. Digrancskirhja: Jólabarokk: Camilla Söderberg, Ragnheiður Haraldsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Martiai Nardeau, Snorri Örn Snorrason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir. Kl. 20.30. Listaklúbhur Lcikhúskjallarans: Léttsveit Kvenna- kórs Reykjavíkur. Kl. 20.30. Þriðjudagur Kristskirkja, Landakoti: Serenöðutónleikar Biásarakvintetts Reykjavíkur. Kl. 20.30. Norræna húsið: Söngkvartettinn Rúdolf. Kl. 20.30. Miðvikudagur Tjarnarbíú: Lúðrasveitin Svanur og Þorkell Jóels- son, horn. Ki. 20. Selljarnarneskirkja: Drengjakór Laugarneskirkju. Kl. 20.30. Grcnsáskirkja: Kirkjukór Grensáskirkju flytur tvær jólakantögur. Ki. 20.30. LEIKLIST Þjúðicikliúsið: Maður í mislitum sokkum, lau. 12. des. Borgarleikhúsið: Grease, lau. 12. des. Mávahlátur, lau. 12. des. Iðnú: Rommí, sun. 13. des. Þjónn í súpunni, lau. 12., fös. 18. des. Ncmendaleikhúsið, Lindarbæ: Ivanov, sun. 13., mið. 16., fim. 17. des. Menningarmiðslöðin Gerðubcrg Leikhúsið llak við cyrað: Málþing hljóðnandi radda, lau. 12. des. Möguieikhúsið við Hlcmm: Hvar er Stekkjastaur, sun. 12. des. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er 'eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist brcflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.