Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 20
HONNUÐURINN CHARLOTTE PERRIAND EFTIR BJARGEYJU GUÐMUNDSDÓTTUR Samvinna | þeirra Perriand og Le Corbusiers varð ákaflega árangursrík, húsgögn þeirra voru tákn nýrra tíma og nýs líf sstíls. CHARLOTTE Perriand með arkitektinum Le Corbusier árið 1928. HÉR er ekki bróderað í púða,“ var svarið sem ungi nýút- skrifaði innanhússhönnuður- inn Charlotte Perriand fékk þegar hún falaðist eftir vinnu hjá arkitektinum Le Cor- busier. Skoðanir hans á hús- gagna- og innanhússhönnun þessa tíma voru skýrar: Nútímamaðurinn _*þurfti ekki á skrauti að halda í hýbýlum sín- um heldur tækjum sem auðvelduðu honum lífið. Pað var því ekki að undra að svarið væri neikvætt. Þetta var árið 1927 en Charlotte var ein af örfáum konum sem höfðu útskrif- ast úr Ecole de l’Union centrales des Arts decoratifs í París sem húsgagnahönnuður. Sú menntun sem hún fékk var mjög hefðbundin og stóð föstum fótum í arfleifð Beaux Arts stefnunnar í Frakklandi. Allt handverk var mjög vandað, skreytingar miklar og þungar bæði á húsgögnum og hýbýlum. Eftir að hún lauk námi, las hún bækur Le vCorbusier „Vers une Architecture" og „Les Arts décoratifs d’aujourd’hui". Það var lestpr þessara bóka sem átti mestan þátt í því að hún ákvað að freista þess að komast að sem húsgagnahönnuður og nemandi á vinnustofu Le Corbusier. Bókin fjallaði um hina nýju stefnu, módemismann, og breytt viðhorf til hönnunar sem Le Corbusier fannst nauðsyn- leg í nýju þjóðfélagi tuttugustu aldarinnar, á öld véla, bíla, króms, steypu og stáls. Hús áttu að vera vélar til þess að búa í, húsgögn voru tæki sem þjónuðu ákveðnum tilgangi og allt átti að vera fjöldaframleitt úr endingar- góðum en ódýrum efnum. Charlott Peiriand varð heilluð af þessum hugmyndum og sagði síðar í viðtali að bókin hefði opnað fyrir sér nýjan heim. Eins og svo margir af hennar kynslóð þá voru það véla- og tækninýjungar r*jazztímabilsins sem höfðu mest áhrif á hana. I kjölfar þessarar hugarfarsbreytingar Charlotte Perriand, hannaði hún „bar undh' súð“ og sýndi hann á húsgagnasýningunni Salon D’Automn í París árið 1927. Krómað stál, ál og gler vom aðalefniviðurinn en ný- stárleg notkun Perriand á stál-rörum í háum barstólunum og borð með glerplötu vöktu verðskuldaða athygli á sýningunni. Það má teljast með ólíkindum hvað óreyndum hönn- uði eins og Perriand tókst að hrista af sér öll þau áhrif sem menntun undanfarinna ára hafði á verk hennar. Það hefur örugglega kostað hana mikið hugrekki og sjálfstraust en frá og með þessari sýningu var hún komin í röð frumkvöðla módemismans. Le Corbusier sá verk Perriand á sýning- unni og varð svo hrifinn að honum snerist Tiugur og bauð henni að vinna með sér að húsgagnahönnun á vinnustofu sinni ásamt því að gerast nemi hjá honum í arkitektúr. Ástæður fyrir þessari hugarfarsbreytingu hans era sennilega margþættar. Hann hafði sjálfur reynt að hanna húsgögn áður, en út- koman var ekki honum að skapi, þau voru klunnaleg og dýr í framleiðslu. Skoðun hans var reyndar sú að húsgagnaiðnaðurinn sjálf- ur ætti að snúa sér að því að fjöldaframleiða ódýr húsgögn. Þegar ekkert bólaði á slíku framtaki var það alveg í hans anda að kalia til sérfræðing á þessu sviði til samstarfs við sig. Annað atriði sem gæti hafa haft áhrif á ■^kvörðun hans var að hönnuðir við Bauhaus skólann í Þýskalandi, Marcel Brauer og Mies van der Rohe, höfðu hafist handa við að hanna húsgögn sem vora miklu betri og þekktari en þau húsgögn sem hann sjálfur hafði hannað. Launagreiðslur til starfsmanna BAR UNDIR súð, C. Perriand 1927. FRÁ HAUSTSÝNINGUNNI í Frakklandi, 1929. ELDHÚS í Arc 1800 í Savoie, 1976 „CHAISE Longue“, Einn frægasti stóll sem hannaður hefur verið. Höfundar: Le Corbusier, P. Jeanneret, C. Perriand, 1927. SKRIFSTOFUR Air France í London, C. Perriand 1958. hans og nema vora stopular og má segja að vinnustofan hafi frekar verið rekin af hugsjón en peningum. Þrátt fyrir að Le Corbusier hafi verið orðinn þekktur arkitekt í Evrópu á þessum tíma þá fékk hann sárafá verkefni innan Frakklands. Samvinna þeirra Charlotte Perriand og Le Corbusier varð ákaflega árangursrík, hús- gögn þeirra voru tákn nýrra tíma og nýs lífs- stíls. Stólarnir sem þau hönnuðu eru fram- leiddir enn þann dag í dag, í Cassina hús- gagnaverksmiðjunni á Italíu. En það var samt ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem hún var nefnd á nafn sem höfundur að hús- gögnunum ásamt Le Corbusier, þrátt fyrir að hennar hlutur í hönnun þeirra hafi verið mjög mikill. Eftir að hafa verið í tíu ár hjá Le Corbusi- er fannst Charlotte Perriand vera kominn tími til að slíta sig lausa og vinna sjálfstætt. Kannski fannst henni að hún þyrí'ti að starfa undir eigin nafni en samvinnu við Le Cor- busier var ekki lokið með öllu. Skömmu fyrir þessi tímamót breytti hún að mörgu leyti um stefnu þó að stíllinn væri ennþá einfaldur og nútímalegur. Það var aðallega notkun á efni- viði sem breyttist, í stað stáls notaði hún meira tré og önnur hlýlegri náttúruleg efni í alla sína hönnun. Hún fékk meiri áhuga á gömlum hefðum í húsgagnasmíði frá sveita- héruðum Frakklands en sem bam hafði hún dvalið löngum stundum hjá fjölskyldu sinni í Savoie og Burgundy. Tengsl Pemand við Japan áttu án efa líka sinn þátt í þessari breytingu. Arið 1941 bauðst hepni að fara til Japans og vinna þar fyrir Útflutningsráð Japansstjórnai'. Hún slapp naumlega frá Marseille áður en Þjóðverjar hertóku Frakk- land en Japan var ekki enn orðið þátttakandi í seinni heimsstyi'jöldinni. Vinna hennar fólst í því að ferðast um landið, skoða og velja hús- gögn og aðra hluti sem voru vænlegir til fjöldaframleiðslu og útílutnings til Evrópu. Hún tók einnig að sér að breyta hönnun ým- issa japanskra hluta til að fella þá betur að evrópskum mai-kaði og lét jafnvel framleiða sumt af eldri verkum sínum í nýjum efnum með hefðbundnu japönsku handbragði. Frá því að hún snéri aftur til Frakklands árið 1946 hefur hún unnið að mörgum verkefnum innan Frakklands og utan. Helst mætti nefna skrifstofur Air France í London og Japan, eldhúsinnréttingar fyrir íbúðarblokk LeCor- busier, Unité d’Habitation í Marseille, þrjú skíðahótel í Savoie héraðinu í Frakklandi og skrifstofur fyi-ir ferðamálaráð Frakka í London í samvinnu við breska arkitektinn Emö Goldfinger. Stai-fsferill Charlotte Perriand hefur verið bæði fjölbreyttur og óvenju langur. Hún verður níutíu og fjögurra ára gömul á þessu ári og hefur því starfað við hönnun í bráðum sjötíu ár. Á síðasta ári hannaði hún sýningar- skála fyrir UNESCO, endurhannaði sína eig- in íbúð í París ásamt því að skrifa æfisögu sína. 120 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.