Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 14
Á KISTUÖLDU. Hágöngur í baksýn. ÉG VEIT UM STAÐ EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR E ilsku Vatnajökull, qaman að sjó þiq, datt út úr mér 1 oksins þeqar éq qat saqt eitthvað. Vonarskarð var miklu stærra oq tilkomumeira en éq hafði qert mér í huqarlund, það var óralanqt niður oq svartir sandar oq qrænir dýjamosar fléttuðust saman ó botninum. NÆTURSTAÐUR í Vonarskarði. SVO KOM að því að ég hætti að hugsa og rann saman við óþekkta vidd sem skilningarvitin þó námu. Tilfinning um að mað- ur standi í ljósum logum og sé örlítill flöktandi logi. Logi sem bregður birtu á heiminn svo ferð mín verður Ijósari. Þó ég eigi þetta íína land til að ferðast í er ég alltaf í mín- um heimi. Stundum snertast heimarnir, landið mitt og ég. Rennum saman og verðum eitt. Þannig finn ég að ég sé raunverulega til. Og tilað þetta skilningarvit opnist verð ég að gefa allt, gefa mig alla. Ef ég gef mig alla á ég auð- veldara með að taka á móti. Skilningarvitin verða næmari. Og samruninn magnaðri. Einu sinni fór ég yfir Sprengisand. Ég gekk alla leiðina og hugsaði margt með sjálfri mér. Svo kom að því undursamlega augnabliki þeg- ar ég hætti að hugsa og rann saman við feg- urðina, óendanleikann, víðáttuna, eilífðina, villtan tímann og leyndarmálið. Ég verð að eiga leyndarmál. Sagan er aðeins ýkt, ég hef aldrei gengið þarna yfír en dreymir um það einn góðan veðurdag og þá vil ég ekki þurfa að krækja fyrir miðlunarlón og stóriðjuskýja- bólstra á leið minni. Ég hef reyndar ekið yfir sandinn. Þegar ég var orðin viðþolslaus af for- vitni yfir því að heyra þessa frægu þögn. Einn daginn þoldi ég ekki lengur við og tók næstu rútu yfir Sprengisand. Eg var eini Islending- urinn íyrir utan par sem hafði unnið ferðina í happdrætti. Annars voru þetta allra þjóða kvikindi í lopapeysum. Við ókum yfir enda- lausan sandinn, svartan og gráan, svo lengi að það varð absúrd og þegar við komum í Bárðar- dal um kvöldið virkaði græni liturinn einsog ofsjónir. Þetta var í júní, það snjóaði og bíllinn festist í snjóskafli en annars fór dagurinn í þetta að keyra yfir þennan óskaplega mikla sand sem varð einsog algleymisástand. Að hluta til friður frá landslagi, formum, útlínum, reglu, girðingum, einhverju mældu og fyrir- framgefnu. Ef þessi sandur var einsog eitt- hvað var það óígandi hafið. Á því sekúndubroti þegar ólgan er dauðakyrr. Sprengisandsleið liggur uppúr Þjórsársdal og þegar við keyrðum framhjá Heklu sýndist hún gjósa pínulítið en í útvarpsfréttum heyrð- ist að ferðamaður hefði verið að grilla á toppn- um. Á leiðinni var stoppað til að skoða sig um eða borða nesti. Þú getur séð mig sitjandi á svörtum öldutoppi að naga kótelettu og horfa gáttuð á jöklakrúttin í fjarskanum þegar næsta alda kemur æðandi. Bflstjórinn benti á örsmá, örlítil öræfablóm sem leyndust bak við steina og ég varð svoleiðis að píra augun til að sjá þau. Orverur í titrandi tilbeiðslu. Eitt var íslandsblátt og hét Karlmannstryggð. Afbrigði af rós sprettur í sandinum, ofurfíngerð og skarlatsrauð. Menn hafa stungið rósina upp og borið í bæinn til að rækta í görðum og gróður- húsum en þar visnar hún og deyr. Hún dafnar aðeins á öræfum þar sem brjálaðir snjóstorm- ar og frosthörkur ráða mestanpart ríkjum. Kannski nærist þetta blóm á þögninni. Þannig skrölti bfllinn áfram og leiðsögu- maðurinn dældi í okkur þjóðsögum, drauga- sögum og örnefnum. Hann þagði stundum sem betur fer en fékk okkur Islendingana til að taka lagið í Ríðumriðumrekumyfirsandinn í miðjunni á Islandi. Miðja landsins liggur nefnilega á Sprengisandi og þar er hlaðin varða til sannindamerkis. Beinakerling heitir varðan. Ég stal steini úr sandinum og stakk í vasann til að minna mig á að miðjan er kannski þar sem þú ert hverju sinni. Þannig er hægt að taka mið. Á einum stað heitir Kistu- alda, þar var líka hlaðin varða, minnismerki um ást. Einu sinni hittust hér maður og kona utanúr heimi, það var ást við fyrstu sýn, þau giftu sig við fyrsta tækifæri og vitjuðu lands- ins á hverju sumri. Svo veiktist konan og dó og varð manninum harmdauði en til að verða við hinstu ósk hennar kom maðurinn hingað til að reisa vörðu um ástina í brjóstum þeirra og til GREINARHÖFUNDURINN á Sprengisandi. landsins sem þau unnu svo heitt. Af Kistuöldu sést vítt til allra átta; Hekla, Hofsjökull, Lang- jökuli, Vatnajökull, Kerlingarfjöll, Hágöngur blasa við og gott ef ekki glittir í Keili þar sem einhver var að vínka fyrir tuttugu árum en eitt vínk getur verið tuttugu ár á leiðinni. En þau eru hérna enn maðurinn og konan þegar þau sáust í íyrsta sinn. Og núna þessi varða. Við vorum búin að keyra í hundrað ár þegar komið var í Sæluhúsið í Nýjadal. Grænn dalur birtist í svörtu sandhafinu, hann gengur úr Tungnafellsjökli sem er fjólublár og rauður og blá áin eins og liðugur spegill. Nýidalur er líkt og Þjófadalir á Kili uppspretta þjóðsagna um útilegumenn og útópíu á leyndum stað. Mig ljingaði til að verða eftir í sæluhúsinu. Óvænt. Óundirbúið. Sofa þar um nóttina, eina öræfa- nótt. Ég lét það ekki eftir mér en síðan hefur draumurinn greinilega blundað vært því að síðasta sumar tók ég uppá því að láta hann rætast. En áfram héldum við eftir veginum sem hlykkjaðist um þessa svörtu eyðimörk. Ailt þetta grjót. Sandur,_sandur og meiri sand- ur. Og enn meira grjót. Ég var sosum ekki far- in að heyra neitt sérstakt þó ég kynni ljóm- andi vel við mig. Þegar við stoppuðum voru einhverjir að spjalla eðajjað heyrðist skóhljóð eða brak í nestispoka. Eg var hálfpartinn að vonast til að leiðsögumaðurinn mundi biðja okkur fallega um að þegja. í einum áfangastað þegar við vorum meiren hálfnuð fann ég að við svo búið mátti ekki standa og ákvað að stinga af frá hópnum, staðráðin í því að heyra öræfa- þögnina ef hún væri einhver. Ég skaust burtu og í hvarf. Þá gerðist það. Ég trúði vart mín- um eigin eyrum. Ég var hrifin burtu og um- lukt kynngimögnuðum krafti eða svo ég orði þetta hreint og klárt: Ég heyrði tónlist. Það var engin venjuleg tónlist. Það var einsog upp- spretta tónlistarinnar, tónlist sem fór hamför- um, tónlist sem var að verða til, villt, óhamin, handan tilfinninga og hugsana. Tónarnir sveifluðust af óútreiknanlegri dýrð og krafti. Það var verið að leika á öll hljóðfæri heimsins uppá líf og dauða. (Þögn.) Síðan hef ég trúað því að tónlistin verði til á öræfum og streymi þaðan til byggða. Kannski er allt búið til úr þessu efni, tónlistinni, og hálendið svo heilagt vegna þess að tónlistin er þarna. Ég varðveitti leyndarmálið einsog hamingju mína og nærð- ist á því. í sömu ferð sá ég Dettifoss í fyrsta skipti og gat ekki slitið mig í burtu. Ég stóð bara þarna dolfallin á blautum og sleipum klettunum og þessi mórauða, ærandi, tryllta sjón sem kallaði sig foss og fossinn hlýtur að hafa dáleitt mig því alltíeinu heyrði ég að það kom söngur úr mér, byrjaði á leyndum stað í líkamanum, streymdi um innyflin, dunaði um blóðið, titraði í beinum og fann sér leið út um varirnar. Svo stóð ég á brúninni og söng. Af því að Dettifoss var búinn að dáleiða mig. Hugsaði ekki en rann inní algleymisástand söngsins. Kannski hafði ég bara breyst í blóm. Eða breyst í eitthvað annað en sjálfa mig eða kannski hafði ég einmitt breyst í sjálfa mig. Ég var einsog pínulítill feiminn guð sem tilbið- ur foss sinn og deyr. Söngurinn kviknaði ósjálfrátt og magnaðist. Og ég rétt stóðst mátið að fleygja mér í foss- inn. Kannski bjargaði söngurinn mér. Því þeg- . 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.