Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 5
EIRÍKUR rauði byggði sér bæ í Brattahlíð og sjást tóftir bæjarins mæta vel eins og myndin sýnir. L’ANSE aux Meadows á Nýfundnalandi. Þar fundust minjar um byggð norrænna manna. (2) Nokkrir niðjar landnámsmanna: Svo hafa og spakir menn sagt að á sex tigum vetra yrði Island albyggt, svo að eigi væri meir síðan. Því nær tók Hrafn lögsögu Hængs sonur landnámamanns, næstur Ulfljóti, og hafði tutt- ugu sumur; hann var úr Rangárhveiii. Þórarinn Ragabróðir, sonur Óleifs hjalta, tók lögsögu næstur Hrafni og hafði önnur tutt- ugu; hann var borgfírskur. En maður hét Þorsteinn surtur, hann var breiðfírskur, sonur Hallsteins Þórólfs sonar Mostrarskeggja landnámamanns og Óskai- Þorsteins dóttur hins rauða. Þingadeild mikil varð á milli þeirra Þórðar gellis, sonar Ólafs feilans úr Breiðafírði, og Odds þess er kallaður var Tungu-Oddur, hann var borgfírskur. Þorkell máni Þorsteins sonur Ingólfs sonar tók lögsögu eftir Þórarin Ragabróður og hafði fimmtán sumur. Þá hafði Þorgeir að Ljósa- vatni Þorkelsson sautján sumur. Land það er kallað er Grænland fannst og byggðist af Islandi. Eiríkur hinn rauði hét maður breiðfírskur er fór út héðan þangað og nam þar land er síðan er kallaður Eiríksfjörð- ur. En Hallur á Síðu Þorsteinssonur lét skírast snimhendis og Hjalti Skeggjasonur úr Þjórsár- dali og Gissur hinn hvíti Teitsson, Ketilbjarn- arsonar frá Mosfelli og margir höfðingjar aðr- ir. Samkvæmt þeim dæmum sem nú hafa verið talin úr Islendingabók og samkvæmt venju nú- tímans, má marka skýra reglu um þjóðerni íbúa Islands á fornum tímum: Landnámsmenn- irnir, sem flestir eru norskir að uppruna, skulu halda þjóðerni sínu, einnig eftir að þeir hafa flust til Islands. En afkomendur þeirra, sem fæddir eru á Islandi, skulu kallast íslenskir menn eða Islendingar. Að undanfórnu hafa orðið nokkrar umræður á íslandi og í Noregi um þjóðerni Leifs heppna og Eiríks rauða föður hans. Nafn mitt hefur dregist inn í þær umræður, og því er mér kær- komið að fá hér færi á að gera grein fyrir skoð- unum mínum um þetta efni. Landnámabók greinir frá öllum helstu land- námsmönnum Islands, segir hvar þeir námu land og rekur ættir þeirra. I öndverðu var bók- in rituð snemma á 12. öld. Ari fróði átti þátt í samningu hennar, en hún er miklu lengri og ít- arlegri en íslendingabók. En því miður hefur hún ekki varðveist í sinni upphaflegu mynd, og eru í hinum varðveittu gerðum innskot úr ýms- um öðrum ritum, meðal annars úr íslendinga- sögum (Egilssögu, Eyrbyggju o.m.fl.). Frásagnir af Eiríki rauða og Þorvaldi fóður hans er að finna á tveim stöðum í Landnámu. Fyrri frásögnin er miklu ítarlegri og hefst hún á þessa leið: „Þorvaldur son Asvalds Ulfssonar, Yxna- Þórissonar, og Eiríkur rauði son hans fóru af Jaðri fyrir víga sakir og námu land á Horn- ströndum og bjuggu að Dröngum. Þar andað- ist Þorvaldur. Eiríkur fékk þá Þjóðhildar, dótt- ur Jörundar Atlasonar og Þorbjargar knarrar- bringu, er þá átti Þorbjörn hinn haukdælski. Réðst Eiríkur þá norðan og ruddi lönd í Haukadal. Hann bjó á Eiríksstöðum hjá Vatns- horni.“ Síðan er sagt frá vígaferlum Eiríks í Haukadal, hrakningi hans til Breiðafjarðar- eyja, sekt hans á Þórsnesþingi, könnunarfór hans til Grænlands og loks frá landnáminu þar. Sú er skoðun mín og fleiri sem um þessa frá- sögn hafa fjallað að hún muni ekki vera upp- runaleg í Landnámu: (1) Hún er lík því sem verið sé að gera út- drátt úr lengri (ritaðri) frásögn. Þannig sver hún sig í ætt við önnur innskot í Landnámu. (2) Kaflinn slítur sundur hina samfelldu röð landnámsfrásagnanna frá Vesturlandi. Þegar komið er að bænum Breiðabólstað á Skógar- strönd, þykir endurskoðandanum vel fara að setja þar inn kaflann um Eirík, því hann átti í deilum við Þorgest bónda á Breiðabólstað - en þær deilur urðu einmitt orsök þess að Eiríkur flæmdist til Grænlands og nam þar síðan land. En það er með öllu óeðlilegt að hafa þarna frá- sögn af landnámi á Hornströndum sem átti að koma löngu síðar. (3) Þegar svo kemur þangað norður birtist hin upprunalega frásögn Landnámu, stutt og laggóð: „Þorvaldur Asvaldsson, Ulfssonar, Yxna-Þórissonar, nam Drangaland og Dranga- vík til Enginess og bjó að Dröngum alla ævi. Hans son var Eiríkur rauði er byggði Græn- land.“ Sturlubók Landnámu bætir við til afsök- unar: „sem fyrr segir.“ En hin helsta Land- námugerðin, Hauksbók, sleppir frásögninni um Þorvald á seinna staðnum til að forðast endurtekningu. Hinir helstu Landnámufræðingar, svo sem Jón Jóhannesson og Jakob Benediktsson, eru á einu máli um það að upprunalegri og réttari muni seinni frásögnin þar sem Þoi-valdur er einn talinn landnámsmaður á Dröngum. Því til stuðnings má draga fram eftirfarandi atriði: (1) Á seinna staðnum er frásögnin á sínum rétta stað í röð landnámsmanna, sem taldir eru sólarsinnis umhverfís Island. (2) Ef Eiríkur hefði farið af Jaðri í Noregi „fyrir víga sakir“ og fylgt föður sínum til ís- lands, þá hefði það hlotið að gerast alllöngu eft- ir landnámsöld sem lauk um 930 að tali Ara fróða: Eiríkur er á lettu skeiði þegar hann fer að nema Grænland 985 eða 986. Hann stendur í bardögum og hefur varla verið miklu eldri en fertugur. Þá væri hann fæddur um 945. (3) Minnt skal á frásögn Ara fróða sem fyrr er til vitnað: „Land það er kallað er Grænland fannst og byggðist af Islandi. Eiríkur hinn rauði hét maður breiðfírskur er fór út héðan þangað og nam þar land er síðan er kallaður Eiríksfjörður.“ Ef Eiríkur hefði verið land- námsmaður kominn frá Noregi þá hefði Ari ekki kallað hann breiðfirskan mann, heldur norrænan eða austrænan. Einhverjum kynni að detta í hug að rengja þau orð Ara að Eiríkur rauði hafi verið breið- firskur. En Ai-a má örugglega treysta. Hann var sjálfur breiðfirskur að uppnma og hefur líklega á fullorðins ái-um verið prestur á Snæ- fellsnesi. Vitneskjuna um Eirík og landnám hans á Grænlandi hefur hann frá Þorkeli fóð- urbróður sínum „er langt mundi fram“. Þorkell hafði fengið fróðleik sinn á Gi-ænlandi hjá manni sem fylgt hafði Eiríki rauða út þangað. Ekki virðist ástæða til að hafna með öllu hinni ítarlegu frásögn Landnámu af Eiríki rauða, þótt hún sé viðauki við Frum-Land- námu og hafi þá tímatalsskekkju að láta Eirík vera landnámsmann með fóður sínum. Frá- sögnin er sýnilega byggð á gömlum munnmæl- um, og mannfræði hennar ber að mestu saman við aðrar heimildir að því leyti sem samanburði verður við komið. Vér hyllumst til að nota hana af því að hún er helsta heimild sem til er um Eirík rauða fyrir utan hina stuttu frásögn Is- lendingabókar. Varðveisla þessarar frásagnar er raunar mjög flókin. Hún er einnig í Eiríks sögu rauða og í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni miklu (eða mestu), nálega orðrétt samhljóða Landnáma- bók. Og til að rugla menn fullkomlega hefur texti Olafssögunnar verið settur framan við Grænlendingasögu! En allt er þetta sama frá- sögnin, og talið að hún sé upphaflegust í hinni varðveittu Landnámu. Að Leifi heppna Eiríkssyni er vikið í Land- námu, Heimskringlu Snorra Sturlusonar og nokknim fleiri ritum. En aðalheimildir um ævi Leifs eru íslendingasögurnar tvær, Eiríks saga rauða og Grænlendingasaga. Samkvæmt nýjustu niðurstöðu fræðimanna hafa sögurnai- verið skráðar hvor í sínu lagi eftir munnmæl- um, og ber þeim saman um sumt, en ekki um annað eins og vænta má um gamlar munn- mælasagnir. Mest sker í augu að samkvæmt Eiríkssögu er það Leifur sem finnur Vínland og önnur hin vestrænu lönd, og síðan fer Þor- finnur karlsefni og kannar löndin. En sam- kvæmt Grænlendingasögu er það Bjarni Herj- ólfsson - annars ókunnur Islendingur - sem fyrstur sér löndin, en Leifur kannar þau og gefur þeim nöfn. Hér á eftir skal reynt að rekja nokkur atriði í ævi Leifs, og er einkum stuðst við Eiríkssögu, en einnig að nokkru við Grænlendingasögu, Landnámu og Heimskringlu. Vér höfum tvo fasta tímatalspunkta í ævi- sögu Leifs: (1) Eiríkur faðir hans fór að byggja Græn- land 985 eða 986. Tímasetningin er traust, Ari segir að þetta hafi gerst „fjórtán vetrum eða fimmtán fyrr en kristni kæmi hér á Island, að því er sá taldi fyrir Þorkeli Gellissyni á Græn- landi er sjálfur fylgdi Efríki hinum rauða út.“ (2) Og Leifur fór utan til Noregs á fund Ólafs konungs Tryggvasonar, en hann var við völd í Noregi einungis fimm ár, 995-1000. Ei- ríkssaga getur þess ekki hvaða ái’ eða hvenær á stjórnartíð Ólafs þetta gerðist, en samkvæmt tímatali Heimskringlu hefur Leifur farið utan 999 og horfið heim til Grænlands og fundið Vínland árið eftir, árið 1000. Tímasetningin kann að vera getgáta Snorra, en hún er senni- leg því að þessi ár var konungur einmitt að reka smiðshöggið á kristnun íslands. Þegar íslenskir höfðingjasynir fóru utan til Noregs eða annarra landa að leita fjár og frama, munu þeir yfirleitt hafa verið ungir að árum - segjum 20-30 ára. Eg hef kannað utan- farar-aldur nokkurra höfðingjasona á Sturl- ungaöld, en um þá höfum vér samtíma heimild- ir og tímatalið er traustara. Hinn yngsti þeirra er 19 vetra þegar hann heldur utan, en hinn elsti 27 vetra. Leifur var skipstjómarmaður í utanför sinni og hefur því líklega ekki verið kornungur; það skeikar varla miklu að láta hann vera hálfþrítugan þegar hann sigldi til Noregs árið 999. Hann væri þá fæddur 974, á Eiríksstöðum í Haukadal þar sem foreldrar hans bjuggu á fyrstu búskaparái'um sínum. Samkvæmt atburðarásinni í Landnámu má telja árin frá því að Eiríkur er ger brott úr Haukadal uns hann fer að byggja Grænland. Fyrst er hann einn vetur í Suðurey, og þá ljær hann Þorgesti á Breiðabólstað setstokka. Árið eftir sækir hann setstokkana og berst við Þor- gest hjá Dröngum. Þriðja árið er hann gerður sekur á Þórsnesþingi. Síðan er hann þrjú ár í útlegð og landkönnun á Grænlandi. Eftir heim- komuna til Islands er hann einn vetur með Ingólfi á Hólmslátri. Um vorið berjast þeir Þorgestur, en síðan takast sættir, og það sum- ar fer Eiríkur að byggja Grænland. Þetta eru samtals 7 ár. Drögum þau frá landnámsári Grænlands, og útkoman verður 978 eða 979. Leifur hefur þá verið 4-5 vetra þegar fjölskyldan fluttist frá Eiríksstöðum út í Breiðafjarðareyjar. Og hann hefur verið 11-12 vetra þegar hann fluttist til Grænlands með foreldrum sínum. Hann vex síðan upp í Bratta- hlíð. í Eiríkssögu (5. kap.) segir svo: „Efríkur átti konu þá er Þjóðhildur hét og við henni tvo sonu; hét annar Þorsteinn, en annar Leifur.“ Líklega ber að skilja þessa röð svo að Þorsteinn hafi verið eldri. Síðar (í 8. kap.) eru nefnd tvö önnur börn Eiríks, Freydís og Þorvaldur. Tekið er fram að Freydís hafi verið laungetin. Þor- valdur er nefndur formálalaust til sögunnar og hefur líklega einnig verið óskilgetinn fyrst hann er ekki nefndur með sonum Þjóðhildar. I Grænlendingasögu er Þjóðhildur, kona Ei- ríks, ekki nefnd. Þar eru börn Eiríks talin svo: Leifur, Þorvaldur, Þorsteinn, Freydís. Röðin er önnur en í Eiríkssögu og þess ekki getið að Freydís væri óskilgetin. Þorsteinn Eiríksson andaðist á sóttarsæng, nýlega kvæntur Guðríði Þorbjarnardóttur. Þor- valdur bróðir hans féll á Vínlandi fyrfr örvar- skoti skrælingja. Freydís fór einnig til Vínlands samkvæmt Grænlendingasögu og framdi þar hið versta ódæðisverk. Þótti síðan engum um hana vert né afkvæmi hennar, segir sagan. Þorfinnur karlsefni úr Skagafirði fékk Guð- ríðar Þorbjarnardóttur að Þorsteini Eiríkssyni látnum. Það kom í hlut Þorfinns að freista þess að nema land á Vínlandi. En tih'aun hans mistókst sakfr ófriðai' við skrælingja, og hélt hann fyrst aftur til Grænlands og síðan heim til Islands þar sem hann gerðist bóndi í átthögum sínum í Skagafirði. Ef lagt er saman tímatal Heimskringlu og Efríkssögu hefur Þorfinnur komið til Græn- lands úr sinni misheppnuðu Vínlandsför sumar- ið 1006. Þá er Eiríkur rauði enn á lífi (sam- kvæmt Eiríkssögu), og dvelst Þorfinnur með honum næsta vetur, 1006-1007. Eftir brottfór þeirra hjóna Þorfinns og Guðríðar segja sög- urnar tvær ekkert fi’á Grænlandi né Vínlandi. Þau hjónin hafa verið heimildannenn og frá- sagnirnar af hinum vestrænu löndum verið bundnar við reynslu þeirra. Landnáma segir að Leifur hafi búið í Bratta- hlíð eftir fóður sinn, og lætur það að líkum. í Ólafs sögu helga segir Snoná að konungui'inn hafi fengið Þórarin Nefjólfsson, íslenskan mann, til að flytja Hrærek blinda til Grænlands og færa hann Leifi Eiríkssyni. En Þórarinn „fékk réttu stóra og volk mikil“ og varð aftur- reka til Islands. Komst Hrærekur aldrei til Leifs, en lauk ævi sinni á kotbænum Kálfskinni við Eyjafjörð. - För Þórarins mun eiga að ger- ast árið 1018 samkvæmt tímatali Snorra, og hefur hann talið að þá væri Leifur höfðingi á Grænlandi. I Fóstbræðrasögu segir við komu Þormóðar Kolbrúnarskálds til Grænlands: „Þorkell Leifs- son var þá höfðingi yfir Eiríksffrði. Þorkell vai’ mikill höfðingi, ríkur og vinsæll; hann var vinur mikill hins helga Ólafs konungs.“ Þetta á að hafa gerst seint á ævi konungsins, en hann féll á Stiklarstöðum 1030 svo sem alkunnugt er. En Fóstbræðrasaga er hai-la ótraust heimild. Höf- undur hennar þekkir ekkert til staðhátta á Grænlandi, og lítið er að marka þá atburði sem hann setur þar á svið. Að baki sögunni kann þó að búa vitneskja eða sögn um það að sonur Leifs heppna hafi heitið Þorkell og verið höfð- ingi á Grænlandi eftir föður sinn. Svo sem nú hefur verið rakið ætti enginn vafi að leika á þjóðerni þessara ágætu feðga, Eiríks rauða og Leifs heppna, samkvæmt upplýsing- um Ara fróða og þeim skýru reglum sem hann beitir í íslendingabók: Eiríkur rauði er maður breiðfírskur að sögn Ara og þar af leiðandi maður íslenskur. Leifur heppni sonm' hans er fæddur við Breiðafjörð og á þar heima í æsku. Hann er því einnig maður breiðfírskur og íslenskur sam- kvæmt málvenju Ara. Fráleitt er að hann geti talist norskur. Sumir vilja halda því fram, að þar eð Leifur fluttist vestur til Grænlands á ungum aldri hafi hann mátt kallast grænlenskur. Það fær þó varla staðist samkvæmt reglu Ara fróða. I Is- lendingabók, sem rituð er meir en tveim öldum eftir landnám Grænlands, talar hann að vísu um Grænlendinga. En eins og fyrr segir kallai' hann landnámsmenn Islands norræna, og á sama hátt mundi hann hafa kallað íslenska þá sem til Grænlands fóru með Eiríki rauða. Nú er hin íslenska byggð á Grænlandi löngu liðin und- fr lok. Vér íslendingar erum nánustu ættingjar hinna fornu Grænlendinga sem allir voru af ís- lensku bergi brotnir. Ekki urðu þeir Norðmenn þótt þeir væru, um svipað leyti sem Islending- ar, lagðir undir veldi norskra konunga. Seint á 10. öld áttu Islendingar enn leifai' þeiiTa góðu skipa sem höfðu flutt þá yfir hafið, og því gátu þeir siglt lengi-a vestur til að nema enn annað land. En 1262, þegar þeir játuðust undir yfirráð norskra konunga, voru þeir orðnir skipalausir. Þá biðja þeir hinn nýja herra sinn auðmjúklega að senda til landsins árlega sex skip með hinar brýnustu nauðsynja vörur. Ekki er kunnugt um að Grænlendingar hafi beðið slíkrar bónar eða fengið neitt slíkt fyrir- heit frá Noregskonungi. Þeir voru um alla að- drætti gersamlega háðfr hagsmunum norskra kaupmanna. Siglingaleiðin vai' löng og háska- leg, og þegar tímar liðu kólnaði veðrátta, Græn- lendingar gerðust fátækir og vörur þeirra lækkuðu í verði á erlendum markaði. Þá strjál- uðust siglingar og lágu stundum niðri árum saman. Síðasta skipið sem heimildir eru um lét í haf fi'á Grænlandi til Noregs árið 1410. Þegar Evrópumenn komu þangað aftur nær tveim öldum síðai- var öll byggð hinna fornu Græn- lendinga liðin undir lok. Erlendii' stjórnai'herr- ar, sem hefðu getað bjargað þeim frá glötun, höfðu sýnt þessum þegnum sínum hryggilega vanrækslu. Þá var Noregur, og með honum Is- land og Grænland, kominn undfr Danmörku. I stað þess að þrátta við Islendinga um þjóðerni Leifs Eiríkssonar geta Norðmenn, ef þeim býð- ur svo við að horfa, metist við Dani um það hvor þjóðin eigi meiri sök á tortímingu hinna fornu Grænlendinga, þeim atburði sem Kristján Eld- járn forseti kallaði mesta harmleik norrænna þjóða. Höfundurinn er fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.