Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 13
SKALLA-GRÍMUR-Kveldúlfsson. BERGÞÓRA Skarphéðinsdóttir. GUÐRÚN Ósvífursdóttir. STEINUNN Refsdóttir skáld. Kveldúlfsson rógborinn. Grímur, sem snemma var lengt nafn hans í Skalla-Grímur, leitaði bóta, en neitaði að gerast hirðmaður konungs. Hann gekk fyrir konung með tólf fylgjara og voru margir þeirra hamrammir og tröllum lík- ari en mennskum mönnum. Skalla-Grímur storkaði konungi mjög, kvað sig lítt færan að veita honum þá þjónustu sem hann vildi og vert væri. Urðu þau orð varla misskilin. Síðan bjuggu þeir félagai', og svo Kveldúlfur, skip sitt til Islandsferðai', og höfðu áður komið fram greypilegum hefndum, og orti Grímur um: Nú er hersis hefnd við hilmi efnd; gengur úlfur og örn of ynglings böm. Flugu höggvin hræ Hallvarðs á sæ. Grár slítur ari undir Snarfara. Undir eru sár; Hallvarður og Snarfari vinir konungs, ari=örn. I atganginum hafði runnið berserksgangur á Kveldúlf, en eftir á varð hann miklu ómáttugri en að vanda og dó í hafi. En Skalla-Grímur nam mikið landflæmi á íslandi og setti bæ sinn að Borg á Mýrum. Með honum komu hinir tröllauknu vinh' hans: Ani, Grímúlfur, Grani, Þorbjörn krumur, Þórður beigaldi, Þórir þurs, Þorgeh' jarðlangur. Sjáum við ekki liðið fyi'ir okkur svona nokkurn veginn? Dóttir Þóris þurs var Þórdís stöng. Skalla-Grímur var mikill bóndi, veiðimaður, járnsmiður og skipasmiður. Kafaði hann ofan á hafsbotn eftir steini til að lýja járn sitt við, og var svo þungur að nú mundu ekki meira hefja fjórir menn. Stóð á mörgum fótum fjárafli Skalla- Gríms. En það sagði hann í vísu, að sá sem vildi auðgast á járnsmíði, þyrfti að rísa ár, og vönduðu húskarlar hans um fótaferðina. Skalla-Grímur fékk ágætrar konu, Beru Yngvai'sdóttur, og var þó nokkuð grimmlynd. Eignuðust þau mörg börn, en upp komust Þór- unn, Sæunn, Þórólfur og Egill, sjá fyrr. Þórólfur var eftirmynd nafna síns Kveldúlfs- sonar, en Egill eftirmynd föður síns. Ekki var þó kært með þeim feðgum. í hamremmi sinni drap Skalla-Grímur í leik vin Egils, Þórð Granason, og var þá orðinn svo óður að hann flaug á Egil, sem enn var á ung- lingsaldri. Þetta sá Þorgeður brák, fóstra Egils, ambátt karlgild að burðum og mjög fjöl- kunnug. „Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum“. Grímur lét þá lausan Egil, en elti Þorgerði út af bergi í Digranesi. Komst hún á sund. En Skalla-Grímur kastaði efth- henni steini og setti milli herðanna, og kom hvorugt upp síðan. Þá var Egill allreiður og hjó til bana vildarhúskarl fóður síns. Ræddust þeir feðgai' þá ekki við og langtímum saman ærið fátt. í orustunni á Vínheiði í Englandi 937 áttu þeir bræður, Egill og Þórólfur, meginþátt í sigri Aðalsteins konungs á Ólafi kvar- an(rauða)Skotakonungi. En sigurinn var dýr- keyptur. Þórólfur féll, og Egill mælti ekki fyn' en konungur hafði gert honum mikinn sóma í fébótum. Sjálfur hafði Egill sýnt minningu bróður síns mikla virðingu í greftri hans og eft- irmælum, og var ekki sínkur á haugfé. Konungur lét færa Agli tvær níðþungai' kist- ur, fullai' af silfri. „Kistur þessar, Egill, skaltu hafa, og ef þú kemur til íslands, skaltu færa fé þetta fóður þínum; í sonargjöld sendi ég hon- um, en sumu fé skaltu skipta með frændum ykkrum Þórólfs." Aldrei skilaði Egill fóður sínum fénu. Þegar Skalla-Grímur fann á sér feigð, kallaði hann til fjárins. Egill, sem vissi gleggst um efnahag fóður síns, svaraði: „Er þér nú féfátt, faðir?“ og skilaði engu. Þá tók gamli maðurinn það til ráðs að sökkva í jörðu öllu lausafé sínu, svo að ekki yrði Agli að gagni. Síðan dó Grímur og sat uppi stinnur og stirður á rekkjustokki og ekki mjög bifanlegur. Sent vai' í ofboði eftir Agli, sem ekki var heima. Hann tók í herðar Skalla-Grími og kneikti hann aftur á bak og veitti honum ná- bjargir. Síðan var rofinn veggur og Grímur borinn út um raufina, að hann færi ekki um bæjardyr, ef hann gengi aftur. Síðan var hann heygður í Digranesi, og með hestur hans, vopn og smíðartól. „Ekki er þess getið, að lausafé væri lagt í haug hjá honum.“ Egill tók þar við arfi, löndum og lausum aur- um. FLUGNAVAÐUR: NOKKUR ORÐ UM „FLUGUR OG FJÖLL" MATTHÍASAR VIÐARS EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐ ERU ekki flugumar á hon- um“, sögðu Vestur-íslendingarn- ir við Winnipeg-vatn um skilríka menn, grandvara og falslausa. Matthías Viðar Sæmundsson dós- ent sendir mér nokkrar flugur í greinaflokki sínum, „Flugur og fjöll“, sem nýverið hefur birst í Lesbók Morgunblaðsins.1 Greinaflokkur þessi, sem að formi til er stílæfingar um allt milli himins og jarðar, er að einhverju leyti skrifað- ur til höfuðs ádrepum mínum á póstmódernis- mann sem birtust fyrir rúmi ári á sama vett- vangi.2 Matthías kemst á mikið flug í texta sínum og er þá á köflum í senn fyndinn og skemmtilega ósvífinn. Slíkum mönnum fyrirgefst margt. Hann virðist hins vegar ekki meta mér til tekna viðleitni í líka átt heldur lítur hvatvíslegt orðalag í greinaflokki mínum sömu vandlæt- ingaraugum og sú gamla frú Grundy sem þekkt er meðal enskumælandi þjóða. Að svo miklu leyti sem skrif Matthíasar koma málefnum og rökum við - og þau gera það raunar á stöku stað - þá hef ég þegar mætt gagnrýni af sama tagi, bæði í áréttingum mínum um póstmódernisma sem birtust í Les- bókinni og í ritgerð í Tímariti Máls og menn- ingar.3 Bendi ég þeim lesendum sem hug hafa á að grufla í hinum dýpri forsendum póst- módernismans og andófsins gegn honum á þær ritsmíðar. Mér er umtalsverður sómi að lögu- neytinu með þeim andans mönnum, Þorvaldi Thoroddsen, síra Hannesi Árnasyni, Hannesi Hafstein, Indriða Einarssyni og fleirum sem Matthías er svo vinsamlegur að telja til lags- bræðra minna. Svigurmælum hans um „spaugilegan hroka“ minn, „hrikalega sjálfum- geði“, „misskilning" og „úrtínslu" (MVS, I, II, III) kann ég ekki að svara. Þá vil ég ekki held- ur íþyngja lesendum Lesbókar með upplapi eigin raka. Ég ætla því að láta nægja að bregð- ast við fjórum beinum rangtúlkunum Matthías- ar á máli mínu. I fyrsta lagi gerir Matthías mig að talsmanni frumstæðrar „raunsæishyggju" um samband tákna tungumálsins og tilvísana í hinum ytri heimi (MVS, I). Sú „raunsæishyggja" kom ein- ungis fyrir í greinaflokki mínum er ég lýsti þeim söguskilningi póstmódernista, með Foueault í broddi fylkingar, að hún hefði verið allsráðandi hjá heimspekingum og listamönn- um fram á ofanverða síðustu öld. Staðreyndin er hins vegar sú að flestir málsmetandi heim- spekingar hafa frá fornöld átt í þungum þönk- um um hið lævísa samband tákna og tilvísunar. Eini heimspekingurinn sem ég man eftir sem talsmanni bernskrar „raunsæishyggju“ í skiln- ingi Matthíasar heitir Friedrich Engels. Sú veraldarhyggja sem ég boða er engin dólga- þekkingarfræði í anda hans. Matthías hneykslast, í öðru lagi, ótæpilega yfir því að ég skuli vísa til heimspekingsins góða Nietzsches sem „brjálæðings" og hugs- ana hans sem „heilakasta" (MVS, I). Matthíasi láist að geta þess að orðið „brjálæðingur“ var innan gæsalappa í grein minni. Það birtist er ég greindi frá túlkun póstmódernista á tilkomu módernismans og viðbrögðum hefðbundinna heimspekinga og vísindamanna við honum. „Brjálæðingur með heilaköst" var ekki lýsing mín á Nietzsche heldur sú einkunn sem póst- módernistar segja að hann hafi fengið hjá and- legum skoðanasystkinum mínum: „ginningar- fíflum skynsemishyggju" (MVS, I). Þessi inn- römmun öll var að vísu nokkuð flókin og ef til vill ekki von að Matthías skildi hana; hefði þó vorkunnarlaust átt að sjá ljósið er ég útskýrði málið í áréttingum mínum.4 Hefðbundnir heim- spekingar líta fráleitt á Nietzsche sem „höfuð- andstæðing" sinn (MVS, I); ég hef meðal ann- ars gert mér mat úr andmælum hans gegn úr- valshyggju (elítisma) í nýlegi'i grein.5 Raunar er mest af því efni sem Matthías segir réttilega að nú sé helgað verkum Nietzsches ættað úr vöruskemmum „hefðbundinnai' heimspeki". Þriðja rangtúlkun Matthíasar snertfr þrá- hyggju hans um fljótandi úrgangsefni manns- líkamans. Hann vitnar, innan gæsalappa, i orð mín um að viðhorf póstmódernista séu á borð við „hland“; og þetta segi ég „margsinnis“ (MVS, IV). Nú vill þannig til að orðið „hland“ er mér ekki sérstaklega munntamt og því ráð- gáta að ég skyldi hafa notað það. Lausn gát- unnar var hins vegar einfóld. Leit með „find“- skipuninni í Word, sem aldrei lýgur, leiddi í ljós að þetta orð kemur hvergi fyrir í greina- flokki mínum. Ég veit að póstmódernistar blása á trúnað við texta annarra eins og hverja aðra afdankaða goðsögn, en er þetta ekki full- langt gengið? Eina skýringin sem mér dettur í hug á þessari sérkennilegu ívitnun Matthíasai' er sú að á einum stað i texta mínum kom fyrir orðtakið „að skvetta úr skinnsokk sínum“, sem upphaflega merkti „að kasta af sér vatni“. En ég hélt að nýmerkingin sem ég léði þessu orð- taki þar væri sprottin af hvötinni til að skapa nýjar og nýjar myndhverfingar, er Matthías dásamar sem eina „af frumþörfum manneskj- unnar“ (MVS, I)!, í fjórða lagi: Ég hef eins og fleiri bent á hvernig póstmódernismi, eða raunai' ákveðin tegund hans, geti ýtt undir kynþáttahatur og tortryggni manna í millum. Matthías setur þessa ábendingu mína upp sem hallærislega, ógilda rökfærslu: „menn skilja ekki hver annan til fulls; ég er maður; ergó: mig langar til að berja aðra menn sundur og saman!“ (MVS, IV). Þetta er bráðsniðugt, ekki satt? Öllum sem skilja vildu mátti þó Ijóst vera að ég var einungis að benda á alþekkta sálfræðilega og sögulega tilhneigingu: Áherslan á að annað fólk sé ekki eins og við, heldur af öðru andlegu sauðahúsi og einangrað í ógagnsæjum fram- andleik, er algeng undfrrót kynþáttahaturs og mismununar gagnvart jaðarhópum. Þarf naumast að minna Matthías á hvers konar rök voru notuð til stuðnings aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku fram á síðasta ára- tug eða í suðurríkjum Bandaríkjanna fram á þann sjöunda. Við „umfeðmingar" - en svo kallaði Stephan G. sig og aðra „universalista"6 - eigum það augljósa svar við þessum rökum að sálum fólks svipi saman meðal dökkleitra Súdanbúa og ljósleitra Grímsnesinga. Slíkt svar er eitur í beinum póstmódernista; og það skelfír mig.7 Dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kvartar yfir því í nýlegri svargrein til Matthí- asar Viðai's Sæmundssonar af öðru tilefni að Matthías leggi honum fullyrðingar í munn svo að jaðri við meiðyrði. „Ég skil blátt áfram ekki, af hverju sumir menn virðast ekki getað fai'ið rétt með“, segir Árni.8 Ég er ekki eins hart leikinn og Árni en spyr þó, í ljósi rangtúlkan- anna hér að ofan, hvers vegna Matthías kjósi að fara svona frjálslega með sannleikann? Éru skilin milli raunheimsins annai's vegar, þar sem menn skrifa á Hyundai-tölvur hugleiðing- ar um tíðai-anda í aldarlok og reyna að fara bærilega rétt með tilvitnanfr í aðra, og hins vegar heims „töfra og drauga“ ef til vill ekki al- veg skýr í huga Matthíasar? Svo mikið er víst að skyld hvöt vfrðist búa að baki andófl hans gegn Árna (er hafði leyft sér að vefengja út- breiðslu drauga- og hindurvitnati’úar Islend- inga í fortíð og nútíð) og mér: að vísindahyggja 20. aldai' sé ef til vill ekkert réttari - ekkert mefr í takt við veruleikann - en það sem tals- menn hennar kalla „kreddur og vitleysu“ (MVS, IV). Þetta er sjónarmið út af fyrir sig. Matthías á þakkir skildar fyi-ir að tjá aflýsingu sína og þá- tíðarþrá umbúðalaust. Hann gengur líka ekki skáhallt heldur beint að kjarna póstmódern- ismans er hann skopast að mannhyggju í hefð- bundnum skilningi, hugmyndum um einstak- linga sem uppsprettu varanlegrai' merkingar, vonum og draumum upplýsingarmanna um rétta skynjun og tilgangsríkt samhengi, bar- áttu þefrra gegn hjátrú og hindurvitnum: „Hvað er hjátrú annað en skynsemi annan-a þegar allt kemur til alls?“ spyr hann (MVS, IV). Við síðalningar upplýsingarinnar trúum hins vegar enn á mannúð, merkingarbæi't líf, sannleika og samhengi. Við trúum því að fólk eigi ekki úr öðru að spila í lífinu en sameigin- legi'i skynsemisglóru sinni og að afrakstur hennai', heimspeki og vísindi, geti fært okkur ofm'lítið nær drauminum um fagurt mannlíf. Flóknari er nú deilan um póstmódernismann og flugur hans ekki. Tilvísanir: 1 „Flugur og fjöll“, Lesbók Morgunblaðsins, 14. nóv. - 5. des. (1998). Eftirleiðis verður vísað til greinaflokksins í sviga í megmmáli (með MVS + númeri greinar). 2 „Tíðarandi í aldarlok", Lesbók Morgunblaðsins, 6. sept. til 8. nóv. (1997). 3 „Tíðarandi í aldarlok: Málsvöm heimspekings - Arétt- ingar um póstmódemisma, eftirmáli", fyrri og síðari hluti, Lesbók Morgunblaðsins, 24. og 31. jan. (1998); „Leiðinlegt er myrkrið: Um póstmódemisma, framfarir, frjálslyndi - og tvígengil Þorsteins Gylfasonar", Tímarit Máls og menningar, 59 (4) (1998). 4 „Áréttingar Um póstmódernisma”, 24. jan., c)-liður. 6 „Stórmennska", Skirnir, 172 (vor 1998), bls. 126-27. 6 Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir, III (Reykjavík: Gutenberg, 1947), bls. 137. 7 Um andlegan skyldleika póstmódernisma og „kenn- inga“ Hitlers og Mussolinis um afstæði visinda og sið- ferðis má að auki fræðast hjá Þorvaldi Búasyni í grein hans, „Prakkarastrik í háskólasamfélagi: ‘Sokal-senn- an’“, Afmælisrit Daviðs Oddssonar (Reykjavík: Bókafé- lagið, 1998), bls. 895-96. 7 Arni Björnsson, „Trú og efi“, Skírnir, 172 (vor 1998), bls. 167. Höfundur er prófessor í heimspeki við Hóskólann ó Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.