Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 9
arlega. En oftast var höfnunin grunntónninn: Eg gef skít í ykkar fegurðarskyn, sjálfsá- nægðu góðborgarar! Höfnun, sköpun gegn viðurkenndum smekk var sterkt einkenni listamanna sem voru ungir menn kringum 1950, líklega ekki að ástæðulausu. Dieter var sendur til Sviss til að lifa af. Annar góður drengur á sama aldri var líka að deyja, Kurt Kren, líka sendur úr landi, til Rotterdam, og lifði af. Hann var snjall stuttmyndasmiður, metinn í dag sem af- burða kvikmyndagerðarmaður í kvikmynda- sögu Austurríkis. Hann kom að verki úr líkri átt og Dieter, sem og fjöldinn allur af fólki um allan heim á þessum tíma. Kurt var ekki í því að sýna samborgurum sínum hvað þeir og líf þein'a væri yndislegt í hinu fagra Alpalandi. Kurt vann í seðlabankanum, í prentsmiðjunni ef ég man rétt. Það kom að því að verk hans sem hann vann að í frístundum sínum ofbauð góðborgurum í bankanum og þeir ráku hann. Kurt flúði til Ameríku og fékk þar brátt ró- lega vinnu sem safnvörður þartil hann kom aftur heim, mikilsmetinn, og seðlabankinn mátti skammast sín. Hér er ekki staður til að fást við viðfangs- efnið, en það er nokkuð ljóst að stríðsbörnin, auk ýmissa ungra manna sem þurftu að berj- ast gegn vilja sínum og komu lifandi úr hild- arleiknum og því kannski örlítið eldri eins og t.d. skáldið H.C. Arthmann, höfðu að marki líka afstöðu. Margt sem forboðið var að minn- ast á meðal „venjulegs fólks“, saur, þvag, sæði, blóð, óhefðbundnar gælur, gjarnan í tengslum við bakhlutann, urðu þeim mörgum síendurtekin stef. Uppreisn gegn of ströngu uppeldi? Má vera. Hafði ekki kynslóð uppalendanna, margir af henni, tekið þátt í ódáðum? Oskemmtilegur hópur þetta „venju- lega fólk“, hættulegur hópur. Einn daginn fórum við snemma til Vínar, m.a. til að endurnýja kynnin við Belvedere; fallegar hallir með ljóðrænum garði á milli. I aðalhöllinni er safn austurrískrar og evr- ópskrar listar frá 19. og 20. öld sem ég hef aldrei gefíð mér tíma til að skoða. Við förum með lest í bæinn og stöðin sem við komum á, Suðurjárnbrautarstöðin, er ekki langt frá höllinni. Strax og við komum inn í garðinn mæta okkur stórir hópar af ferðafólki, margir ítalir og töluvert af Frökkum. Eugen prins sem lét byggja þessa höll var jú Frakki, snjall herforingi í þjónustu Austurríkis, sigraði Tyrki við Belgrad (1683) og her Lúðvíks 14. við Blenheim (1704). Sú orrusta bjargaði Vín frá ásókn fransk-bæverska hersins m.m. Höll- in var m.a. auðsýndur þakklætisvottur Aust- urríkis. I safninu er fræg austurrísk myndlist frá 19. öld sem orkar undarlega á nútímafólk, goðkynjaðar svallveislur, hópur af glettnisleg- um, fáklæddum stúlkum, þjórandi skeggjaðir guðir. Broslegt. En þarna eru líka stórvirki Klimts eins og Kossinn, Judith, Adam og Eva o.fl. Einnig stórvirki Schieles, Kona lista- mannsins, Fjölskylda listamannsins, Dauðinn og stúlkan, eftir Kokoschka eru frægar myndir, t.d. Höfnin í Prag, Kyrralífsmynd með dauðum hi'úti, allt víðfrægar og þekktar myndir af ótal eftirprentunum. Tvær myndir sem ég þekkti ekki snertu mig sérstaklega, önnur eftir Daumier, Sancho Panza hvílist. S.P. sést sitja mæddur og þreyttur í skugga laufríks trés, í útjaðri myndarinnar sést ruglukollurinn húsbóndi hans standa og veifa öllum öngum upp í himininn. Já, mikið verður „fólkið“ að þola af hendi herra sinna og lætur sig hafa það þótt erfitt sé. Hin myndin er eftir Nolde, dökk og djúp, lítill hópur Gamla testa- mentis Gyðinga stendur í kringum ungan mann, stara á hann fullir eftii’væntingar, hann segir frá í sakleysislegri gleði: Jósep að segja frá draumi sínum. Fyrir framan höllina, þ.e. á milli efri hallar- innar sem er aðalbyggingin og þeirrar neðri sem er miklu minni og var hugsuð sem sum- arhöll, en hin, sú efri fyrir veislur og móttök- ur, er langur garður með röðum af furðudýr- um með mannshöfuð. Gaman að sjá hve svip- ur þeirra er mismunandi. Þessi manndýr hafa flest verið strokin og eru orðin mjög ljós á lit í stað skítugs grámans sem einkennt hafði þau í fjölda ára. Austurríkismenn leggja sig greinilega fram við að má gróm fátæktar og niðurlægingar af þessari víða fallegu og eftir- tektarverðu borg. Annað sem vekur athygli gestsins er hin mikla áhersla á endurvinnslu. Söfnun efnis til endurvinnslu er skipulögð í öllum borgum og sveitum. I borgum eru í öllum hverfum söfn- unartunnur fyrir mismunandi úrgang, pappír, gler, plast, málma og lífrænan úrgang. Litur- inn á lokum tunnanna segir til um hvað í þær á að fara. Það er ekki fullyrt við mig að þetta borgi sig allt saman en mengunin er öragg- lega minni. Fyrirkomulagið hér heima er líkt en kostar borgarann meiri fyrirhöfn. En áherslan á það sem ætti að vera þýðingarmik- GÖTUMYND frá Sopron. MfÞRÁS-helgidómurinn í Fertörákos. ESZTERHÁZA í Fertöd, kölluð Versalir Ungverjalands. ið fyrir okkur er miklu meiri, á lífrænan úr- gang. Við leggjum enn ekki áherslu á hann, en það þýddi flokkun rasls frá heimilum. Hér fara enn ávxtahýði, skrælingur, matarleifar, allt í ruslið. Ætti að geta nýst til að verða að jarðvegi, góðum jarðvegi, kannnski höfum við of mikið af honum? Þá höfum við auðvitað efni á að láta flestan lífrænan úrgang glatast. Þar sem sveitin sem við dvöldumst í er rétt við ungversku landamærin, var skroppið til Ungverjalands. Við ökum í kringum vatnið, fyrst í Austuraíki, síðan áfram í Ungverja- landi og svo aftur inn í Austurríki. Vatnið, Neusiedlervatn í Austurríki, Fertö í Ung- verjalandi, er eina steppu-vatnið í Mið-Evr- ópu, sérkennilegt, ofanjarðar er aðeins ein lít- il á sem rennur í það en engin spræna úr því, samt minnkar það stundum og hverfur jafnvel alveg. Kringum vatnið er víðast mikið sef sem er nýtt á ýmsan hátt. I næsta nágrenni við það vex mjög gott vín, þorpin era gamalgrón- ir og frægir vínframleiðslustaðir, t.d. Rust, Oggau og Ilmitz. í nálægð vatnsins Ungverja- landsmegin eru ýmsir ljúfir staðir, Fertöra- kos, Balf, Fertöd, þar stendur höllin Eszter- háza, sögð stærsta og fegursta höll Ungverja- lands. I dag er höllin notuð til hljómleika og sýninga. Þarna um kring er margt að skoða, gi’óður, kirkjur, fræg hús og gamlar menjar, í Fertörakos t.d. má augum líta helgidóm til- einkaðan Míþra sem rómverskir hennenn sem trúðu á Míþra hafa gert sér fyrir meir en 2000 áram. Á myndinni sést guðinn Míþra sitjandi á nauti, hann spennir höfuð nautsins aftur með annarri hendi og ætlar að fara að stinga í háls þess með hinni. Verurnar sitt hvorum megin tákna sólaruppkomu og sólar- lag. Míþra ber sigurorð af myrkrinu. Sögu- lega séð var Míþradýrkun um tíma harður keppinautur kristninnar. Þess má geta að í Szombathely sem er nokkru sunnar og var ekki á leið okkar nú, er Isis-helgidómur, þ.e. helgidómur trúar af forn-egypskum uppruna. Þegar við stefnum aftur inn í Austurríki eftir sveiginn um vatnið komum við til Sopron / Odenburg rétt innan við ungversku landa- mærin. Borgin er gömul og full af menjum frá ýmsum tímum, byggingum frá miðöldum, endurreisn og síðar, heildarsvipur samt frá 19. öld. Á tímum Rómverja hét borgin Scarbantia og var þýðingarmikill höndlunar- staður á leið rafsins milli Vindobonu (Vínar) og Byzanz (Konstantinopel). Sagt er að ekki sé hægt að stinga niður skóflu í bænum án þes að koma niður á fornar menjar. I dag er í Sopron sérstakt andrúmsloft, umhverfið er nítjándualdarlegt, grátt og gamallegt, en líf, merki og tákn nútímans gægjast víða fram, gallabuxur, kók o.s.frv. Snerpa lífsins hefur öll aukist eftir opnun landamæranna. Margt að sjá og skoða, vötn til að synda í, góður matur og gott vín - og það sem mesta undran vekur - Ungverjaland virðist enn ódýrt, ég get nefnt sem dæmi að kostnaður af vera fjögurra manneskja, þ.e. fyrir mat og drykk frá því fyrir hádegi til kvölds, var innan við þrjú þúsund krónur! Kunnugir segja mér að af næstu löndum fyrrverandi austantjalds- landa beri Ungverjaland af í gæðum þjónustu, mat og drykk. Eg veit því miður ekki hversu auðvelt er fyrir Islendinga að nálgast þetta land langt inni á meginlandi Evrópu þar sem sumrin eru heit, jörðin gjöful, vötnin volg og fólk kurteist og elskulegt. Þegar ég kem heim tek ég eftir því að ýms- ir era mjög uppteknir af Comedian Harmon- ists - sem er réttmætt. Ég komst því miður ekki til að sjá nýja þýska kvikmynd sem gerð hefur um þennan fræga söngflokk, en tók eft- ir að í auglýsingum í blöðum var hún auð- kennd með litlu skáletri sem merkir mikils- verð. Myndin hefur verið sýnd síðan um jól við mikla aðsókn um allt hið þýska málssvæði og víðar. Mér datt svona í hug að kannski væri hægt að sjá hana hér. En það var nú eitt- hvað annað, skoði maður reykvískt kvik- myndaframboð mætti halda að Reykjavík, til- vonandi evrópsk menningarborg, væri út- hverfi í L.A. Höfundurinn er rithöfundur. SIGURÐUR V. SIGURJÓNSSON FRÝS í ÆÐ- UM BLÓÐ Dalalæðan lekur lygn úr augntóftum, háir sofa humrar hugans dimmir. Djúpt undir dagsbrúnum. Hrímgrám grönum Grímur hnjúks frera fólk flekar, fláráður ormur. Gráðugur á gulli gena. Með vindsins þunga í báðum skautum veikir menn sigla á guðs náð. Vísindin efla alla dáð. Með eyri Nóbels á brám báðum, brigðula mynt á tunguhafti, ferjutoll falskan friðrofar greiða. Niftir í Niflheimum nepju finna. Hrímþursar þungir þoku vaða. Vergir í helgum véum. Höfundurinn er læknir. HRANNAR BALDURSSON SIGGA Það er kalt úti andvarinn frýs í vitum él kemba götuna það er svört nótt Héi-na innan dyra sviðnar enni og hjarta og þú ert nærri einhvern veginn Þú ert lítil stúlka í gulu pilsi á alltof köldum sumardeginum fyrsta Þú ert ung dökkhærð kona í Borgar- firði með vonbiðla á hælunum Þú ert móðir móður minnar Þú ert ég Nú ert þú dáin og lífið hefst að nýju en án þín - án þín lifum við þig Þú varst ekki aðeins amma mín og leiðbeinandi Þú varst spekingur og vinur minn og saman lærðum við um heiminn Þú ert ég Þú elskar sögur ljóð og fagra veröld Lífþitt og breytni skal ég spegla Við ræddum við eldhúsborðið um öll heimsins undur þú gafst mér ís og grillaðar samlokur og þú kenndir mér að hlusta Þú ert ég Og innan í mér svífur eins og í fallhlíf björt minning um þig LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.