Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 12
KAPPAR OG KVENSKÖRUNGAR GÍSLI JÓNSSON hefur tekið saman í bók ævi þætti ís- lenskra fornmanna oq er bókarheitið sama oq fyrir- söqnin hér. Teikninqar oq kápumynd i eru eftir Kristinn G. Jóhannsson. Bókútgófan Hólar gefur bókina út. Á FORSÍÐU bókarinnar er kappinn Gunnar á Hlíðarenda, sem löngum hefur verið íslending- um hugstæður þar sem hann horfir upp til Hlíðarinnar og ákveður að fara hvergi. XX. Gunnar Húmundarson á Hlíðarenda (wm 945 - wm 990) Gunnar hét bóndi á Hh'ðarenda, þangað vildi eg vísu venda, segir í gömlu og afar vondu danskvæði, en kyn- strin öll hafa verið ort út af Brennu-Njáls sögu, og í hluta hennar er Gunnar höfuðpersóna. HÁMUNDUR hét maður Gunnarsson Baugssonar. Kona Gunnars var HrafnhOd- ur systir Orms Stórólfssonar sem sterkari var en aðrir menn, og er þetta ætt Hrafns Hængssonar er fyrstur varð lögsögumaður á eftir Úlfljóti. Hámundur Gunnarsson átti Rannveigu Sig- fúsdóttur, Sighvats sonar hins rauða, en af honum var einnig spekingurinn Mörður gigja. Gunnar Hámundarson átti bú á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Ekki eru allar heimildir eins um bræður hans, en nefna má Kolskegg, Hjört og friilusoninn Orm skógarnef. Gunnar á Hlíðarenda sprettur fram fullskap- aður, og ekki klaufalega, í Njálu. Hann var mikill og sterkur, manna best vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut, og vó svo skjótt með sverði að þijú þóttu á lofti að sjá. Varð það óvinum hans heldur skætt stundum. Hann var bogaskytta afbær og hæfði allt er hann skaut til. Hann hljóp meira en hæð sína með öllum herklæðum og ekki skemmra afturábak en áfram. Hann var syndur sem selur og átti ekki jafningja. Gunnar var fallegur maður, ljóshærður, blá- eygur og snareygur og ijóður í kinnum. Hann var manna kurteisastur, vinfastur og vinavand- ur, vel auðugur að fé. Albræður hans voru með honum á Hlíðar- enda. Njáll á Bergþórshvoli var einkavinur Gunn- ars og ráðgjafí. Að hans ráði fór hann fjár- heimtuferð fyrir frænku sína, Unni Marðar- dóttur gígju, í gervi Kaupa-Héðins, á hendur Hrúti Herjólfssyni, foðurbróður Ólafs pá. Varð af þessu fjandskapur, en þó bað Gunnar Hall- gerðar langbrókar, bróðurdóttur Hrúts, og var það þeim báðum gimdarráð, er síðar segir ger. Aóur hafði Gunnar framist erlendis og átt þess kost að mægjast við landstjómarmenn. Kom hann heim mjög búinn í skart og með atgeir forkunnlegan er söng í fyrir mannvígum. Gunnar lenti í miklum vígaferlum, mjög að óvilja sínum, því að hann var óáleitinn að fyrra bragði. Er hann hafði vegið menn, er sátu fyrir honum, mælti hann: „Hvat eg veit, hvort ek mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykkir meira fyrir en öðrum að vega menn.“ I Njáls sögu er mönnum tekinn vari fyrir því að vega í knérann, það er að drepa til dæmis son eftir föður. Þetta varð Gunnari, þó Njáll varaði hann mjög við. Var hann dæmdur fjör- baugsmaður og skyldi vera utanlands þijá vet- ur. A leið til skips snerist honum hugur, hann lítur um öxl og segir: „Fögur er hlíðin, svo að mér hefur hún aldrei jafnfógur sýnst, bleikir akrar og slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Þetta varð honum að bana. Óvinir umkringja bæinn með ofurefli liðs, og varðist hann vel og drengilega. Gat loks einn sóknarmanna höggvið sundur bogastreng hans, og fataðist þá brátt vörnin. Hallgerður kona hans vildi ekki veita honum lið, og segir meira af því síð- ar, en hann mælti til hennar stygglega: „Hefír hver til síns ágætis nokkuð, og skal þig þessa ekki lengi biðja.“ Skömmu áður hafði Þorgrímur Austmaður verið sendur upp á bæjarvegg að hyggja að Gunnari. Hann sá til Þorgríms og rak í gegn- um hann atgeir sinn. Austmaður gekk á völlinn til félaga sinna. Þeir spurðu hvort Gunnar væri heima. Þá mælti Þorgrímur: „Vitið þér það, en hitt veit eg, að atgeir hans var heima.“ Ekki mælti hann fleira. Gunnar féll eftir svo frækilega vörn, að hann hafði fellt tvo, en sært átta menn miklum sár- um. Þegar hann var fallinn, mælti Gissur hvíti, sá er aðsókninni stýrði: „Mikinn öldung höfum vér nú að velli lagið, og mun hans vöm uppi, meðan landið er byggt.“ En er þeir spurðu Rannveigu, móður Gunnars, hvort hún vildi „veita jörð“ þeim tveimur er fallið höfðu, mælti hún: ,Að heldur tveimur, að eg mundi veita yð- ur öllum.“ Gunnar varð mönnum mjög harmdauði. Hann sást stundum sitja uppi í haugi sínum og vísu heyrðu menn hann kveða. En í dansinum vonda, sem fyrr var til vitnað, sagði: Svo lyktaði þeirra fundum, að Gunnar lá dauður á grundu. Kveður við annan tón í Gunnarshólma Jónasar og Fljótshlíð Bjama Thorarensens, og mjög svo annan hljóm í Gunnarsrímu Gríms Thomsens: Hann stökk hugprúdur af svölum fram. Allt hrökk undan fræknum stálagamm. Björt svall brandahríð, en atgeir söng um fali fullhugans í sverðaþröng. XXII. Hallgerðwr HöskwldsdóHir langbrók (10. öld) Höskuldur, sonur Dala-Kolls, eins af skjól- stæðingum Auðar djúpúðgu, átti Ásgerði Bjarnardóttur norðan af Ströndum og með henni nokkur böm, Þorleik, Þuríði, Bárð og Hallgerði sem brátt getur nánar. Með ambáttinni (konungsdótturinni)Mel- korku Mýrkjartansdóttur, átti svo Höskuldur glæsimennið Ólaf pá. Höskuldur hafði vinaboð, og sat Hrútur hálf- bróðir hans hið næsta honum (sá sem átti 26 börn við tveimur konum og reið eitt sinn til þings með 14 sonum sínum). Höskuldur kallaði á vildardóttur sína, Hallgerði, kyssti hana og spurði Hrút hversu honum litist á mey þessa. „Þykir þér eigi fögur vera?“ Hrútur svaraði: „Ærið fögur er mær sjá, og munu margir þess gjalda, en hitt veit eg eigi, hvaðan þjófs- augu era komin í ættir vorar.“ Þessum ummælum reiddist Höskuldur, en spá Hrúts reyndist ekki með öllu falsspá. Hallgerður ólst upp í stjórnlitlu eftirlæti. Hún var fríð sýnum og mikil vexti, hárið svo fagurt sem silki og svo mikið að hún gat hulið sig með því. Hún var stjórnsöm, veitul, örlynd og skaphörð. Margh- renndu til hennar hýru auga. Einn þeirra var Þjóstólfur, fóstri hennar, suðureyskur maður, sem unni henni því meir sem vonlausara var að hann fengi hennar, ekki meiri maður. Mun þó varla hafa verið þræll. Höskuldur Dala-Kollsson var stundum hvat- ráður, og þá gætti hann sín ekki, þegar Hall- gerðar var beðið. Taldi sig og eiga að ráða kosti hennar. Þorvaldur hét biðillinn Ósvífurs- son frá bæ er seinna kallaðist Staðarfell, ekki mikill maður og heldur fésínkur. Höskuldur hét honum dóttur sinni án þess að spyrja hana. Henni mislíkaði mjög, þóttist vargefin og varð þeim sundurorða. Hallgerður mælti: „Mikill er metnaður yðvar frænda, og er eigi undarlegt að eg hafi nokkurn." Þjóstólfur drap Þorvald, og ekki að óvilja Hallgerðar, enda hafði hann slegið hana kinn- hest. Næst var Hallgerður höfð í ráðum. Giftist hún þá Glúmi Ólafssyni, ágætum manni, og unni honum mjög. En Þjóstólfur spillti í milli þeirra og drap Glúm, er hann hafði einnig lost- ið Hallgerði í stundarreiði vegna Þjóstólfs. Þá sendi Hallgerður fóstra sinn út í opinn dauð- ann. Þegar Gunnar á Hlíðarenda kom úr utanför sinni, hlaðinn sæmdum og skartklæðum, hitt- ust þau Hallgerður á Þingvöllum. Var nú eins og kveikt í tundri, og tjáði hvorugt að letja, enda þótt Höskuldur og Hrútur hefðu fyrr átt í illdeilum við Gunnar. Þeim Gunnari og Hallgerði var þetta mikið gimdarráð, en slíkt töldu ýmsir fornmenn ekki vænlegt, enda kólnuðu stundum snemma heit- ar ástir. Hallgerður fer með Gunnari austur í Fljóts- hlíð og er þegar illa tekið meðal vina Gunnars, einkum hjá þeim hjónum á Bergþórshvoli, Bergþóru og Njáli. Við fyrsta tækifæri móðgar Berþóra Hallgerði og lætur hana víkja sæti fyrir tengdadóttur sinni. Hallgerður fokreiðist og bíður færis. Og það kom. Bergþóra gekk með handlaugar að borðinu. Hallgerður tók höndina Bergþóra og mælti: „Ekki er þó kosta munur með ykkur Njáli:þú hefur kartnagl á hverjum fingri, en hann er skegglaus“. Varð nú af þessu senna, og bregst Gunnar Hallgerði fullkomlega og tekur málstað þeirra á Berg- þórshvoli. Með húsfreyjunum verða síðan langvarandi skærar, sjá Bergþórukaflann. Hallgerður og vinir hennar gerðu spott mik- ið að Bergþórshvolsmönnum. Var Njáll nefnd- ur karl hinn skegglausi, en synir hans tað- skegglingar, enda var skarn borið á túnið á Bergþórshvoli. Um slík orð áttu menn vígt, enda guldu sumir með lífí sínu. Rysjótt var sambúð Hallgerðar og Gunnars, en syni áttu þau tvo, Grana og Högna, mjög ólíka. Hún vann honum margt móti skapi. Gerði hún sér mjög títt við Sigmund Lambason frænda hans, en hitt var þó miklu verst er hún lét stela mat í Kirkjubæ. Þá laust Gunnar hana kinnhest, sem fyrri bændur hennar höfðu gert, og dæmdi sig þar með til dauða. Hún varð feg- in, þegar Gunnar sneri aftur, hvað sem þeim feginleik hefur valdið. Þegar bogastrengur Gunnars var höggvinn sundur, í sókninni miklu að honum, bað hann Hallgerði að snúa sér nýjan streng úr hári sínu hinu mikla og fagra. Hallgerður mælti: „Ligg- ur þér nokkuð við?“ „Líf mitt liggur við“, sagði hann. „Þá skal eg nú muna þér kinnhestinn, og hirði eg aldrei hvort þú ver þig lengur eða skemur.“ ■ Hallgerður hrökklaðist nú að Grjótá til Þor- gerðar dóttur sinnar sem hún átti með Glúmi. Hún skammast og skattyrðist við Skarpéðin Njálsson og hverfur svo úr sögunni. Fyi'stur síðari tíma manna til að taka mál- stað Hallgerðar til muna var Sigurður Breið- fjörð skáld. Eigum við aðeins að heyi-a hinn óvenjulega tón Sigurðar: Boginn þegar brostinn er, býður hann fljóði sínu fýlulega: „Fáðu mér flygsu úr hári þínu.“! Seinni tíma menn hafa mjög skipst í deildir, með eða móti Hallgerði, sem Breiðfjörð leyfði sér að kalla Gerðu. Skáldið Matthías Johannessen lét það hins vegar eftir sér að láta Gunnar segja á örlaga- stund:Fögur er Hallgerður. XXXIX. Skalla-Grímwr Kveldúlfsson (wm 863-946) Kveldúlfur Bjálfason, kappi mikill og hamrammur, og Salbjörg Káradóttir úr Berðlu, áttu syni tvo, Þórólf og Grím. Þórólfur sór sig í móðurætt, glæsimenni og hinn mesti kappi, vin- sæll og glaðvær. Grímur var mikill og sterkur, svartur og ljót- ur og líkur fóðm’ sínum, bæði í sjón og raun. Hann var verkmaður mikill, hagur á tré og járn og gerðist hinn mesti smiður. Hann stundaði og síldveiðar. Haraldur hárfagri Hálfdanarson drap Þórólf «12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.