Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Blaðsíða 16
EFINN ER FYLGIFISKUR LEIKHÚSSINS Eyvindur Erlendsson er að setjg upp leikritið Búasögu eftir Þór Rögnvaldsson, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur milli jóla og nýárs. ÞORNY JÓHANNSDÓTTIR tók leikstjórann tali. EYVINDUR Erlendsson er svo sem ekkert hrifinn af því að fara í blaðaviðtöl og í upphafi samtals okkar spyr ég hann hvers vegna. „Æli, mér finnst blaðaviðtöl eitthvað hálf til- gangslaus,“ segir hann. Og þar með er tónninn sleginn. Hann heldur áfram og vitnar í Guðberg Bergsson sem sagði eitt sinn að blaðaviðtöl segðu hvorki eitt né neitt um manneskjuna en væru í mesta lagi vitnisburður um það hvemig skapi fólk væri í daginn sem viðtalið er tekið. Eyvindur er að ljúka vinnuvikunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ferð okkar er heitið austur fyrir Fjall, að Hátúni í Ölfusi þar sem Eyvindur býr ásamt börnum og buru. Það er ekki gott að segja í hvernig skapi hann er. „Það er ætlast til að málsmetandi leikhús- fólk, rithöfundar og annað listafólk strái um sig oddhvössum hnyttiyrðum hvenær sem það opnar munninn í fjölmiðlum, já eða ein- hverjum gullkomum. Og ef talað er við bisk- upinn er ætlast til að hann svari á ákveðinn biskupslegan hátt um kirkjuna og þjóðfélag- ið. Fólk svarar í sama lit og spurt er. Þar af leiðandi er ekkert að marka hvað það segir í íjölmiðlum, því allir vita að svörin em öll eft- ir bókinni.“ Eyvindur færir umræðuna aftur að leik- húsinu. „Sé maður beðinn að svara spurning- um blaðamanna á borð við: Hvernig finnst þér íslenskt leikhús í dag? er enginn sem getur svarað af alvöru, það hlýtur alltaf að verða að einhverju leyti misheppnað og yfir- borðskennt. Enginn vill eða getur sagt skoð- anir sínar umbúðalaust. Þá á hann á hættu að særa starfsbræður sína, eða verða sjálfur fífl og asni, nema hvort tveggja sé.“ Hann heldur áfram og kemst að niðurstöðu: „Kannski væri helst reynandi að segja mein- ingu sína umbúðalaust en það er ekki á hvers manns færi!“ Söfnuðurinn og leikhúsið Afram með smjörið og ekki veit á gott að sp.yrja um leikhús á Islandi í dag! En af hverju fer fólk í leikhús? „Uppspretta þess áhuga sem dregur menn í leikhús getur verið margvísleg. Fólk er að fara út. Sumir eru að fara út í hóp og aðrir sækjast eftir því að vera með í því sem er að gerast. Einhverjir sækjast eftir andköfum hjá sjálfum sér yfir því sem fram fer á leik- sviðinu. Svo er náttúrlega algengt að fólk sækist eftir því að horfa á ævintýri um ein- hverjar persónur sem eru fyrir utan hvers- dagsleikann eins og Línu Langsokk sem get- ur allt, má allt og gerir allt. Bókmenntafólk fer í leikhús til að heyra bókmenntatexta og gerir ekki aðrar kröfur til leikarans en að hann fari sómasamlega með texta. Á áratugi raunsæisstefnunnar þegar alþýðan var að heimta frelsi fór fólk í leikhús til að sjá vonda manninn tekinn í gegn. Svo eru náttúrlega hópar fólks sem fara í leikhús til að sjá komið upp um náung- ann og svala þannig frumstæðum hefndar- þorsta. Sumir fara í leikhús til að reyna að skilja annað fólk. Enn aðrir fara í leikhús með þær óskir að sýningin sé hvorki of löng, né áreiti fólk. Það gerir kröfur til þess að sætin séu þægileg. Það hefur farið í bað, svo í sparifötin, og í hleinu pantar það drykki og spjallar við annað fólk. Eg segi stundum: mér finnst alltaf gaman í leikhúsi, ekki síst í hléi. Þetta má vitaskuld skoða serh gagnrýni á sýninguna, en raunin er sú að þetta er alveg dagsatt. Það er gam- an að fara í leikhús og vera á samkomum manna á milli þar sem fólk er að sinna sam- eiginlegu áhugamáli. Sjálfsagt fara aðrir í leikhús til þess að leita að einhverju svipuðu sambandi og þegar það fer í kirkju. Fólki finnst mikils virði að tilheyra þeim söfnuði sem er í kringum leikhúsið. Það er ekki síst þetta sem leikhúsáhorfendur eru að leita eft- ir. Og þarna erum við einmitt komin að kjarna málsins. Fólki finnst mikilvægt að til- heyra söfnuði af einhverju tæi. Það eru margir þræðir milli leikhússins og trúarinnar. Ég þekki prest sem langar til að sviðsetja trúarathafnir. Hann upplifir sig sterkar sem leikara en sem prest. Upphaf leiklistar er í helgiathöfnum.“ Sveitamaður Eyvindur er 61 árs, Rússlandslærður leik- stjóri, og á langri ævi er hann búinn að fara í gegnum heil reiðinnar ósköp af kenningum og skoðunum um kommúnisma, realisma og feminisma svo fátt eitt sé nefnt. En hann segist í raun vera skoðanalaus maður. „Ég er efahyggjumaður sem reynir að forðast skoð- anir. Eina haldbæra skoðunin sem ég hef og virkilega trúi er kenning sem ég lærði í líf- fræði í barnaskóla og hljómar svona: Sér- hver lífvera fæðist, vex, þroskast, eykur kyn sitt, hrörnar og deyr. Og þetta má heimfæra upp á allt milli himins og jarðar, félagsleg fyrirbæri, skoðanir, stjórnmál og ríki.“ Hann staldrar við og segir: „Ég hef nú svo sem aldrei verið uppnæmur fyrir hverju sem er. Kannski kemur það af því að vera alinn upp í sveitinni hérna fyrir austan. Þar skila kenn- ingar engu, fólkið heldur áfram að þræla. Konurnar í sveitinni halda áfram að fara út í fjós og hugsa um kýrnar sínar þó að ein- hverjar tali um feminisma í Reykjavík." En þegar þú varst yngri? „Ég skipaði mér aldrei í neinn flokk og trúði aldrei á neitt. Ég reyndi að finna mér stað þeim megin sem mér fannst að réttlætið vera. Það styrkir sjálfsímyndina.“ „Ég gel leikið leiksljóro" Eyvindur segist vera svolítið upptekinn af því þessa dagana hve mikil áhrif hver maður getur haft með tilveru sinni. Hann vitnar í rit Helga Pjeturs jarðfræðings frá því í byrjun aldarinnar þar sem segir að sérhver ögn í heiminum leitist við að breyta umheiminum í sína eigin mynd. „Allir geta haft áhrif með veru sinni. Þetta finnst mér skemmtileg, góð og frjóvgandi hugmynd. En svo get ég líka farið inn á æfingu og leikið leikstjóra. Það er vel hægt. Þannig leikstjóri hefur farið víða, segir frá frægu fólks, slær um sig og „imponerar“ leikarana sem fara síðan heim og segja frá því hvað leikstjórinn hafi verið dásamlegur og „gefið sér mikið“. En þegar upp er staðið þá veit svo sem enginn hver þessi maður var eða hvað hann var að segja. Það er merkilegra og skemmtilegra að hugsa til þess að maður verði þess umkom- inn að segja eitthvað það við leikara sem ræður því hvernig leikið verður á íslandi eft- ir fimmtíu ár. Leikararnir sjálfir hafa vitaskuld aðeins áhuga á því sem ég segi af því að þeir treysta því að ég sé að gera eitthvað fyrir þá sem bætir þeirra leiktækni. Það sem vekur þeirra áhuga er eitthvað sem gefur þeim möguleika á að leika betur en þeir gerðu í síðustu sýn- ingu.“ Að iðko, þjálfa og þróa Nú er lag að hætta sér aftur inn í leikhúsið til að fá svör við því hvað fólkið í leikhúsinu sé eiginlega að bjástra. Það kemur löng þögn og síðan svarar Eyvindur. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst að vinna sína vinnu, iðka sína íþrótt, reyna að þroska sig og ná betri tökum 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.