Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1998, Page 17
á því sem það er að gera. Fólk getur ekki hætt því sem það er að gera jafnvel þó það sé einskis virði því alltaf dettur því eitthvað í hug sem mætti bæta við og gera betur. I mörg ár las ég Passíusálmana einsamall í Hallgrímskirkju. Einhver segði Guði til dýrðar eða Hallgrími til dýrðar. En þegar grannt er skoðað var ég fyrst og fremst að iðka mína kunnáttu og þjálfa í mér röddina, sem hefur reynst mér erfið. Eg var að reyna að lesa betur árið í ár en ég gerði á síðasta ári. Og það er einmitt þetta sem fólkið í leik- húsinu er að gera. Það heldur áfram með og þróar það sem það kann. Eg held að þetta sé eins með flesta, hvort sem eru málarar, smiðir eða lögfræðingar. Skoðanir, hugsanir, hugmyndir spretta upp og maður verður að halda áfram til að sjá hvert þær leiða mann og reyna að gera betur en í gær. Svo eru náttúrlega sumir sem halda að þetta leikhúslíf sé svo mikið fjör, að það sé svo margt skemmtilegt að gerast á bak við tjöldin, að það sé svo gaman að leika sér og þurfa ekki að vinna.“ Eyvindur segir það ákaflega misjafnt hvernig fólk í leikhúsinu líti á vinnu sína. „Sumt leikhúsfólk þykist hafa æðri tilgang þó ekki nema að því leytinu að því finnst það vera að handfjatla hluti eða spurningar sem raunvenilegu máli skipta. En leikhúsfólk er oft í því hlutverki að þurfa að verja það sem það gerir. Kenningarnar um tilgang eða til- gangsleysi leikhússins snúast um að svara þeim sem segja að þetta sé allt saman til- gangslaust. Það þarf svo sem enginn æðri tilgangur að vera með verkinu, heldur fyrst og fremst áhugi á verkinu sjálfu." Hann staldrar við og segir svo: „vitanlega getur oft verið æðri til- gangur með uppsetningu í leikhúsi, kannski að ná sambandi við sannleikann - eða Guð. Þegar allt kemur til alls er þetta kannski ekki svo óttalega merkilegt. En auðvitað langar alla til að vera meiri menn, skilja meira, og vita meira.“ Eyvindur viðurkennir að stærsta glíman í leikhúsinu sé við efasemdirnar um tilgang listarinnar. Hann segir að efínn sé fylgifísk- ur leikhússins. „Ætli það fari ekki ansi stór hluti af tíma leikhúsfólksins í að telja sér trú um að leikhúsið sé vitleysa, jafn stór hluti fer í að telja sér trú um hið gagnstæða og það sem eftir er tímans fer í að hugsa um heimil- ið og skuldirnar. Einhvers staðar er svo svo- lítill hluti eftir sem fer í að vinna raunveru- legt skapandi starf.“ En eru þetta ekki vangaveltur ungs fólks? Sníður ekki aldurinn þessar efasemdir af? „Nei,“ svarar Eyvindur. „En aldurinn gef- ur manni umburðarlyndi fyrir því sem mað- ur er að fást við.“ Og hann bætir við kíminn á svip, „sérstaklega þegar maður sér hvað aðrir eru að fást við.“ Ferðin er á enda og Hátún er lokaáfang- inn þennan dag. Eyvindi er hugsað til æfing- anna á Búasögu þar sem Hómerskviður eru oft ræddar. „Þar segir einmitt að tilgangur- inn með ferðinni sé ferðin sjálf eins og Póseidon segir í Odysseifskviðu. Það er eng- inn tilgangur með lífinu nema að lifa því. Þetta er náttúrlega hundheiðið svar því að samkvæmt kristinni trú er tilgangur lífsins að komast til Guðs. En látum það gott heita.“ I mörg ár las ég Passíu- sálmana einsamall í Hallgrímskirkju. Einhver segði Guði til dýrðar eða Hallgrími til dýrðar. En pegar grannt er skoðað var égfyrst ogjremst að iðka mína kunnáttu og þjálfa í mér röddina, sem hefur reynst mér erfið. Eg var að reyna að lesa betur árið í ár en ég gerði á síð- asta ári. Og pað er einmittþetta sem fólkið í leikhúsinu er að gera. Það heldur áfram með ogþró- arþað semþað kann. HORMALIÐ Á KÚGILI ^ EFTIR STEINGERÐI STEINARSDÓTTUR ARIÐ 1839 var tæplega hægt að tala um góðæri á íslandi. Dýrasta eign kot- bóndans var sauðkindin og henni ekki fórnað jafn- vel til að halda lífi í sínum nánustu. Þetta ár bjuggu að Kúgili í Eyjafirði hjón- in Þórður Þorfinnsson og Þórann Jónsdótt- ir. I heimili hjá þeim var einnig móðir Þórð- ar, Anna Þórðardóttir. Karl faðir hans, Þor- finnur Brandsson, hafði bragðið búi og af- hent Þórði helming eigna sinna gegn því að sonurinn sæi um móður sína meðan hún lifði. Karl hélt eftir helming til að sjá fyrir sér og var í húsmennsku hjá syni sínum. Þennan vetur er kuldi mikill og vósbúð í baðstofunni á Kúgili þar sem Anna Þórðar- dóttir liggur. Hún er sjötíu og tveggja ára og farin að heilsu. Sveitarrómur pískrar um að Anna muni ekki njóta hlýju eða góðs at- lætis hjá tengdadóttur sinni og þegar gamla konan deyr kemst pískrið í hámæli. Yfirvöld sjá sér loks ekki annað fært en að bregðast við og séra Hákon Espólín í Stærra-Árskógi skrifar Birni Jónssyni hreppstjóra á Auð- brekku. Hreppstjórinn sendir bréfið áfram til sýslumanns Eyjafjarðarsýslu. Hvað svo sem prestur hefur sagt er augljóst að það hefur verið kveðið fastar að orði en svo að eingöngu sé haft eftir sveitarslúðrið því sýslumaður skipar að lík Önnu sé flutt til sín tH skoðunar. Honum er þá sagt að búið sé að jarða Önnu en sex menn skoðað líkið áður. Sýslumaður telur næga ástæðu til að rétta í málinu og hinn 21. apríl er hafið rétt- arþing að Stærra-Árskógi. Kölluð eru fyrir ótal vitni og bera allir að margt hafi verið skrafað um illa meðferð á Önnu. Björn Jóns- son hreppstjóri hafði þess vegna gert sér ferð á hendur að Kúgili til að kanna hvað kynni að vera hæft í þessum orðrómi. Hon- um sýndist Anna grönn og vesælleg en ekki svo mjög. Hann spyr gömlu konuna um hvernig viðurgjörnings hún njóti en hún fer undan í flæmingi og kemur sér hjá að tala um það. Hreppstjóranum þykir þó ekki ástæða til að aðhafast frekar. Nágrannar þeiraa á Kúgili bera þeim feðgum almennt vel söguna en Þórann hús- freyja hefur slæmt orð á sér. Hún þykir þrasgjörn, nísk, nokkuð heimsk og illa lynt. Tengdafaðir hennar hefur það um hana að segja að hún hafi ekki látið skera nóg fé til heimilisins um haustið og að hún sé ekki nógu góð manneskja. Bertel Holm Borgen sýslumaður Eyjafjarðarsýslu er danskur og hann skilur ekki kotbóndann sem leiddur hefur verið fyrir hann. Sýslumaður spyr agndofa hvers vegna sonurinn hafi ekki skorið eina af kindum sínum móður sinni og matarlitlu búi til bjargar. Þorfinnur svarar að það hafi hann ekki getað vegna skulda. Sýsli innir hann þá eftir hvers vegna hann hafí ekki sjálfur fórnað einhverjum sauða sinna konunni til hressingar. Sá gamli svar- ar: „Ég mátti ekki missa þá, ég er að berjast f'yrir mér sjálfum." Borgen sannfærist fljótt um sekt Þórunn- ar húsfreyju en allt bendir til að þeir feðgar hafi lítið fylgst með og verið afskiptalitlir um matarskammta eða önnur innanhússmál. Sýslumaðurinn einbeitir sér að því að knýja fram játningu konunnar. Hann lætur gi-afa lík Önnu Þórðardóttur upp og tengdadóttir hennar er látin votta að þarna sé tengdamóð- ir hennar komin. I dómsmálabókinni segir að hafi hún við það verið „stúrin og niðursleg- in“. En Borgen hefur erindi sem erfiði, Þór- unn játar. Hún segist allan þennan vetur hafa gefið Önnu lítið að borða í þeim tilgangi að hún skyldi deyja úr hor. Hún tíundar mat- arskammtinn sem sannarlega var skorinn við nögl en segir að þetta hafi ekki komið til fyrr en þetta misserið því áður hafi Anna getað gert ýmislegt til gagns en þennan vet- ur legið í kör. Hún játar einnig að hafa talað illa til gömlu konunnar og verið henni vond. Þórann segir þetta ekki hafa verið saman- tekin ráð þeirra hjóna en þó muni Þórður hafa vitað hve naumt móður hans var skammtað. Síðan biður hún guð og menn að fyrirgefa sér þennan misgjörning. Þeir feðg- ar eru síðan báðir kallaðir fyrir aftur og enn sem fyrr segja þeir Þóranni húsfreyju bera alla ábyrgð á matarskömmtum og að ekkert hafi þýtt fyrir þá að reyna að tala um fyrir henni. Þórann væri ráðrík og hafi ætíð farið sínu fram. Þórður reynir þó enn að bera blak af konu sinni og segir að hún hafi aldrei kvartað við sig um að móðir hans væri til þyngsla. Hún hafi að vísu haft á orði þegar gamla konan hafði legið lengi veik að gott væri ef guð tæki hana til sín svo hún þyrfti ekki að þjást svona mikið. Borgen telur sig hafa unnið mikinn sigur, fyrir liggi játning og nú sé ekki annað eftir en að dæma. Hann setur réttarþing 2. maí til að ljúka vitnaleiðslum og leggja málið síð- an í dóm. En Þórann húsfreyja er ólíkinda- tól og snýr taflinu óðar en hendi er veifað. Þegar hún kemur fyrir réttinn þennan dag dregur hún fyrri játningu til baka og kveður hana tilkomna af aðgæsluleysi, gáleysi og sansati'uflun sem komið hafi yfir sig, þegar hún var að hugsa um þetta mál sennilega vegna þess að hún væri ólétt. Rétturinn er óstarfhæfur um stund sök- um undrunar sýslumanns en síðan tekur hann til við að reyna að flækja húsfreyju í eigin neti. Hann lætur lesa upp framburð hennar og nefnir að hún muni hvert smáat- riði um matarskammtinn og beri það hvorki vitni um gáleysi né aðgæsluleysi hvað þá sansatraflun. Þórunn svarar að það geti vel komið fyi'ir að maður sé með fullum sönsum á einu augnabliki en á öðra ekki. Eftir þessa uppákomu tekur sýslumaður sér réttarhlé í nokkra daga en síðan er Þór- unn kölluð fyrir aftur. Þau þrefa aftur og fram og enn reynir sýslumaður að koma henni á kné en hún verst öllu fimlega. Hún játar að Anna heitin hafi fengið of lítið að borða og telur að það ásamt kuldanum í bað- stofunni hafi sennilega flýtt dauða hennar. Borgen finnur þarna snöggan blett og er fljótur að fylgja eftir og spyr hvort hún hafi þá ekki gert sér grein fyrir því í vetur að hverju stefndi? Þórunn segist eiginlega ekki hafa hugsað um það. Enn heggur Borgen og spyr hvort í þessu orði, „eiginlega", liggi ekki ábending um að hún muni hafa hugsað um þetta og því verið meðvituð um að tengdamóður hennar biði ekki annað en dauðinn yrði ekki bót á aðbúnaði gömlu kon- unnar. Þórunn svarar að hún sé fávís kona og viti ekki hvað þetta orð þýði en það hafi verið eftir dauða tengdamóður sinnar að granur sinn um að ofangreindar þrjár or- sakir hafi valdið dauða hennar hafi vaknað. Og þessi kona hlaut þann vitnisburð sveit- unga sinna að hún væri nokkuð heimsk. Hvernig sem Borgen reynir fær hann Þórunni ekki til að játa aftur að hún hafi ein- sett sér að losa sig við karlæga tengdamóð- ur sína. I forsendum dómsins er fæðuskort- ur talin önnur af dánarorsökunum ásamt meinsemd í lifur. Borgen fer þó ekki ofan af því að það hafi verið ásetningur Þórunnar húsfreyju að koma af sér þeirri heimilis- byrði sem Anna var orðin. Hann dæmir hana því til að erfiða í betrunarhúsi Kaup- mannahafnar í sex ár. Þeir feðgar voru dæmdir í 30 ríkisdala bætur í fátækrasjóð Arnarneshrepps. Landsyfírréttur sýknaði Þóranni en gerði henni að greiða varðhalds- kostnað og öll lögleg útgjöld af sökinni. Hæstiréttur staðfesti þann dóm en bætti 20 vandarhögga refsingu við. Allar eigur Kúgilsfólksins vora því seldar á uppboði til að mæta málskostnaðinum og þar með tald- ar sauðféð allt sem ekki mátti fórna til að hressa gamla sjúka konu á nýmeti á þorran- um. Höfundurinn er blaðamaður. JÓN VALUR JENSSON AF ORÐSINS LIST OG VANDA SKÁLDS Undur sem særir og sundrar, sameinar (stundum ergaman), ögrar og þreytir í þrætu- þrotlaus erfíðislota. Mál dýrt, miklu að skarta, morð þó hver leit að orði hug þínum stoltum, en stilltum- stríði linnir um síðir... Allt hér á vegi villtum -veraldar fírrt frá herra- brestur á skyn; því skýzt þér skýrleiks um orð hin dýru. Lúta lágu þá máttu, lagsm, svo sem ertu vaxinn, hlutskipti’, eryrkir, oghefur hlóða’ undan orðaskrjóðum! Illt er að kljást og eltast eigin við hugð, er sveigist bljúg undan hverjum hægum hvatvind, sem til þín ratar. Tjáð færði ei orðs í óði innstu af rót hvað fínnst þér, sízt þcgar sæla ástar sárblíð um huga líður. Höfundur er guðfræðingur, ritfiöfundur og forstöðumaður Æ.ttfræðiþiónustunnar. INGÓLFUR STEINSSON AÐVENTA I ijólubláu rökkri fínn ég hálfgleymdan ilm af kiufabrauði ogglansandi rauðum eplum heyri rödd í útvarpsmessu segja frá skínandi stjörnu yfír Betlehem og ungbarni íjötu og ég sé hana sitja á rúmi lotna í herðum með glampa frá lýsandi kerti í hálfblindum augum ömmu mína. Höfundur starfar hjá Námsgagnastofnun. SIGRÚN ÁRMANNS HAUSTLAUF Tárin falla og verða að perlum á haust- laufínu. Sorgin nístir hjarta mitt brostnar vonir um sumar sem að engu varð. Þetta var sumarið sem aldrei kom, hnípin sit ég hér ein og horfí á haustlaufín falla eitt af öðru. Kannski kemur aftur sumar, sem felur í sér von, um ást og kærleik sem aldrei bregst. VILLTAR RÓSIR Þarsem givndirnar gi'óa, hunang fellur af hverju strái, rósirnar vaxa villtar og dansað er við mánans blik þar ert þú. Þangað vil ég svífa vængjum þýðum. Við hafíð bláa er bærist við mjúka strönd sitjum við saman við sólarlagsins roðagull. Og villtar voru rósirnar er réttir þú mér, mátturinn er mikill sem tengir þig við mig. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. DESEMBER 1998 1 7>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.