Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Qupperneq 2
BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR Á MYRKUM MÚSlKDÖGUM f GERÐUBERGI
FJÖRLEIKUR JÓNS ÁSGEIRS-
SONAR FRUMFLUTTUR
BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur; Hafsteinn Guðmundsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ogni-
bene, Daði Kolbeinsson og Bernharður Wilkinson.
VERK eftir Pál Pampichler Pálsson, Jón Ás-
geirsson, Dianna Burreil, John Cage og Jón
Leifs eru á efnisskrá tónleika Blásarakvintetts
Reykjavíkur á Myrkum músíkdögum í Gerðu-
bergi í dag kl. 16.
Fyrsta verkið á efnisskránni er Expromptu
eftir Pál Pampichler Pálsson. Það er byggt á
Impromptu í b-dúr eftir Schubert, var upphaf-
lega skrifað fyrir fíðlu og píanó árið 1997 og
frumflutt í þeirri mynd í
Austurríki í september 1997.
I desember sama ár umskrif-
aði Páll verkið fyrir blásara-
kvintett og í þeirri útgáfu var
verkið verðlaunað, líka í
Austurríki, í júní síðastliðn-
um. Verkið verður nú flutt í
fyrsta sinn hér á landi.
„Þá flytjum við kvintettinn
Fjörleik eftir Jón Asgeirs-
son, sem er saminn sérstak-
lega fyrir okkur og er hér um
frumflutning að ræða. Verkið er samið 1998,
svo þetta er alveg splunkunýtt," segir Bern-
harður Wilkinson flautuleikari.
„Þetta er leikur með tóna,“ segir Jón As-
geirsson um Fjörleikinn sinn. „Fyrsti kaflinn
er byggður á þremur stefjum, sem er svo skip-
að, að form kaflans minnir nokkuð á stefröðun
sónötunnar; upophafs, auka og lokastef. Aann-
ar kaflinn er hrynlaust millispil, byggður á
hrynlausri samskipan hljóma og þjónar sem
inngangur að þriðja þætti, sem er þrískiptur
og nefnist Snertla, Stillur og Stefja. Snertlan
er einskonar tokkata, en Stillurnar hægur
þáttur, sem ber sterkan svip af kóral, en eftir
að Snertlan er endurtekin, kemur fimmradda
fúga, Stefja, og lýkur kaflanum á stuttum út-
drætti úr Snertlunni“
Efth- breska tónskáldið Dianna Burrell verð-
ur fluttur kvintett frá árinu 1990. „Hún hefur á
undanfórnum árum haslað sér völl meðal
þeirra fremstu í Englandi, en sem dæmi má
nefna að tónlistartímaritið Gramophone valdi
lágfiðlukonsert hennar frá 1997 besta nútíma-
verk ársins,“ segir Bernharður Wilkinson.
„Svo erum við með verk eftir John Cage, en
hann lærði hjá Schönberg. Verkið er skrifað
árið 1938 og það er í þremur köflum, sem hver
fyrir sig er skrifaður á einum degi. Það er svo-
lítið sérstakt," segir Bernharður og bætir við
að í raun sé það hvorki líkt Schönberg né
seinni verkum Johns Cage, sem hann varð síð-
ar þekktur fyrir.
Tónleikunum lýkur svo með þremur þjóð-
lögum í útsetningu Jóns Leifs, en þau eru
Hestavísur, Sorgarlausn og Fuglavísur.
„Ekkert þessara verka Jóns er skrifað fyrir
blásarakvintett en þessi þrjú hafa verið um-
rituð fyrir blásarakvintett," segir Bernharð-
ur.
Blásarakvintett Reykjavíkur er tónlistai-
hópur Reykjavíkurborgar 1998-1999. Hann
hefur starfað allt frá árinu 1981 við aukinn
orðstír hérlendis sem erlendis. í fréttatilkynn-
ingu frá Gerðubergi segir að kvintettinn hafí
lagt sig fram um að flytja verk íslenskra tón-
skálda og flutt verk þeirra á tónlistarhátíðum
víða um heim. „Hér á landi hefur þátttaka í
verkefninu Tónlist fyrir alla verið kvintettinum
mikilvæg, og hann heldur því starfí áfram.
Geisladiskar Blásarakvintetts Reykjavíkur hjá
Chandos hafa hlotið mikið lof, þ.á m. mestu
viðurkenningu Penguin-útgáfunnar,11 segir
ennfremur í fróttatilkynningunni.
Jón Ásgeirsson -
Fjörleikur hans
verður frumfluttur
á tónleikunum.
AAÁLÞING UM JÓN LEIFS í GERDUBERGI
MIKIL ENDURREISN Á
SÍÐUSTU TÍU ÁRUM
DAGSKRÁ UM
HAGALÍN Á
HÓTEL REYKHOLTI
SNORRASTOFA og æskulýðs- og menning-
armálanefnd Borgarfjarðar munu standa fyrir
hátíðardagskrá um Guðmund G. Hagalín rit-
höfund, „Hugsað til Hagalíns“, á morgun,
sunnudag kl. 15 á Hótel Reykholti. Guðmund-
ur Hagalín bjó síðustu ár
ævinnar í Reykholtsdal
(1965-1985). Guðmundur og
Unnur kona hans byggðu
sér fallegt timburhús á
Kleppjárnsreykjum í mynni
Reykholtsdals og nefndu það
Mýrar. Guðmundur lést árið
1985, 86 ára gamall, og bjó
Unnur áfram í húsinu næstu
10 árin, eða þar til hún flutt-
ist á Kumbaravog, dvalar-
heimili fyrir aldraða á Eyr-
arbakka. Unnur lést sl. haust og var útför
hennar gerð frá Reykholtskirkju 10. október.
Guðmundur fylgdist grannt með fyrirætlun-
um um uppbyggingu Snorrastofu í Reykholti
og hafði mikinn áhuga á viðgangi hennar. Arið
1990 ákvað Unnur Hagalín síðan að bókasafn
þeirra hjóna yrði varðveitt í Snorrastofu, enda
hafði það verið áhugi Guðmundar. Safninu
fylgja þau handrit Guðmundar, sem varðveist
hafa, auk nokkurra annarra muna.
Á Hátíðardagskránni um Hagalín mun
Flosi Olafsson, leikari á Bergi í Reykholtsdal,
lesa úr verkum skáldsins og Ungmennafélag
Reykdæla verður með leiklestur úr
Kristrúnu í Hamravík. Þá verða fjögur erindi
flutt: Jónína Eiríksdóttir, kennari og bóka-
safnsfræðingur í Kleppjárnsreykjaskóla, sem
jafnframt er fundarstjóri, mun spjalla stutt-
lega um kynni sín af þeim hjónum Unni og
Guðmundi. Þorsteinn Pétursson, sem til
fjölda ára var kennari á Kleppjárnsreykjum,
mun greina frá kynnum sínum af skáldinu.
Þröstur Helgason, bókmenntafræðingur og
blaðamaður Morgunblaðsins, mun flytja er-
indið „Hagalín og bókmenntasagan". Að lok-
um mun Eyvindur Pétur Eiríksson, rithöf-
undur og cand. mag., flytja erindið „Siglinga-
og sjómennskulýsingar í bókum Hagalíns".
TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands efnir til mál-
þings um Jón Leifs og verk hans í Gerðubergi
í dag kl. 17. Málþingið, sem er hluti af dag-
skrá Myrkra músíkdaga, hefst strax að lokn-
um tónleikum Blásarakvintetts Reykjavíkur.
Þátttakendur í pallborðsumræðum verða
tónskáldin Atli Heimir Sveinsson og Hjálmar
H. Ragnarsson, Öm Magnússon píanóleikari
og Sigurður A. Magnússon rithöfundur en um-
ræðunum stjómar Ævar Kjartansson dag-
skrárgerðarmaður hjá Ríkisútvai-pinu. Fjallað
verður um Jón Leifs frá þremur sjónarhom-
um; tónskáldið, baráttumanninn og manninn.
Sjónum verður beint að tónlist hans, félags-
málastörfum, hagsmunabaráttu og áhrifum
hans á íslenska tónlist og menningu.
Fremsta tónskáld íslendinga á fyrri
hluta þessarar aldar
„Á síðustu tíu áram hefur orðið mikil end-
urreisn tónlistar Jóns Leifs og hann skipar nú
ótvírætt þann sess að vera fremsta tónskáld
Islendinga á fyrri hluta þessarar aldar. Þessi
endurreisn hefur í raun og vera orðið á
undraskömmum tíma, eftir að tónlist hans
hafði legið mikið í þagnargildi, og þess vegna
hafa mjög litlar umræður farið fram um hans
tónlist hingað til. En nú er fræðimennska á
þessu sviði farin að blómstra," segir Hjálmar
H. Ragnarsson. Ritgerð hans til meistara-
prófs frá Comell háskólanum í Bandaríkjun-
um, sem kom út árið 1980 og fjallar um Jón
Leifs og verk hans, var fyrsti vísirinn að end-
urreisninni, sem Hjálmar segir að hafi þó
fyrst farið að taka á sig mynd upp úr 1988.
„Jón Leifs virðist enn þann dag í dag vera
mjög umdeildur maður og þess vegna eiga ör-
ugglega eftir að koma fram ýmis sjónarmið og
skiptar skoðanir á málþinginu. Hann er orð-
inn mjög þekktur meðal íslendinga, ekki síst
vegna kvikmyndarinnar Tár úr steini, og tón-
list eftir hann hefur í auknum mæli verið flutt
erlendis. Þannig að það er kominn tími til
þess að fara að fjalla um tónlist hans með
skipulögðum hætti. Það sem mér finnst mest
spennandi að kanna er hvernig yngri kynslóð-
ir taka tónlist Jóns Leifs og ég mun spyrja
þeirrar spurningar sérstaklega á málþing-
inu,“ segir Hjálmar.
-------------
HAFNARFJARÐAR-
LEIKHÚSIÐ
SETUR SÖLKU
VÖLKU Á SVIÐ
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóð-
ur og Háðvör mun setja upp nýja leikgerð
Hilmars Jónssonar og Finns Arnars Arnar-
sonar á Sölku Völku eftir Halldór Laxness
næsta haust. Sýningin verður í samvinnu við
leikhópinn Annað svið, sem María Ellingsen
er í forsvari fyrir.
Að sögn Hilmars Jónssonar, sem leikstýra
mun sýningunni, er vinna að leikgerðinni
komin á veg en „eins og alltaf hjá okkur verð-
ur leikgerðin að mestu unriin samhliða upp-
setningunni". Gerir Hilmar ráð fyrir að Salka
Valka verði umfangsmesta verkefni Hafnar-
fjarðarleikhússins til þessa en það var sett á
laggirnar árið 1995.
Spurður um tilefni verkefnisins segir Hilm-
ar alltaf tilefni til að setja verk Halldórs Lax-
ness á svið. „Það er hins vegar ekkert laun-
ungarmál að sameinaðir kraftar Hafnarfjarð-
arleikhússins og Annars sviðs gera okkur
kleift að leggja út í þetta. Maður fer ekki út í
að setja verk þessa mesta snillings íslands á
svið nema maður hafí bolmagn til að gera það
með hætti sem sómi er að.“
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
mammcnmsmmmti
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14
Samsýning 15 listamanna í baksal. Til 31. jan.
Gallerí Horn
Dæsus. Til 21. jan.
Gallerí Stöðlakot
Margrét Guðnadóttir. Til 24. jan.
Gallerí Sævars Karls
Hlynur VS Hlynur. Til 28. jan.
Ljósmyndasýning kaffiframleiðandans La-
vazza. Til 1. febr.
Gerðarsafn
Vestursalur: Nobuyasu Yamagata. Austursal-
ur: Haukur Harðarson. Neðrí hæð: Sigríður
Rut Hreinsdóttir. Til 24. jan.
Menningarmiðstöð Gerðuberg
Alan James. Til 31. jan.
Hallgrímskirkja
Þorbjörg Höskuidsdóttir. Til 18. febr.
Ilafnarborg
Kaffe Fasett. Til 8. febr.
Ingólfsstræti 8
Ásgerður Búadóttir. Til 14. jan.
Kjarvalsstaðir
Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí.
Vestursaiur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Mið-
rými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars.
Listasafn ASÍ
Gi-yfjan: Einar Már Guðvarðarson. Ásmundar-
salur: Helga Egilsdótth'. Arinstofa: Ný aðföng.
Til 24. jan.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Lislasafn íslands
80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
Bjarni Jónsson. Tii 19. jan.
Nýlistasafnið
Norðurleið - Suðurieið: Ulrich Dúrrenfeid, Ul-
rike Geitel, Ralf Werner, Erwin Ilerbst,
Joachim Fleischer og Dominique Evrard. Til
31. jan.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v.
Suðurgötu
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-10. Til 14.
maí.
Ráðliús Reykjavíkur
Tjamarsalur: Edda Björgvinsdóttir. Til 25.
jan.
SPRON, Mjódd
Jón Axel. Til 19. feb.
TÓNLIST
Laugardagur
Menningarmiðstöðin Gerðuberg: Myrkir mús-
íkdagar: Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 16.
Málþing um Jón Leifs kl. 17.30.
Sunnudagur
Salurinn, Kópavogi: Myrkir músíkdagar. Ýms-
ir flytjendur. Kl. 17.
Þriðjudagur
Iðnó: Poulenc hátíð. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Salurinn, Kópavogi: Myrkir músíkdagar: Guð-
rún Birgisdóttir, Martiai Nardeau, Kolbeinn
Bjarnason og Áshildur Haraldsdóttir. Kl.
20.30.
Fimmtudagur
Háskólabió: Sinfóníuhljómsveit Islands. Einl.
Jeffrey Siegel. Stjómandi Rico Saccani. Ki. 20.
Föstudagur
Tjarnarbíó: Myrkir músíkdagar: Áskell Más-
son, Ríkharður H. Friðriksson, Elías Davíðs-
son, Guðrún Oskarsdóttir og Camilla Söder-
berg. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Brúðuheimiii, sun. 17., fös. 22. jan.
Tveir tvöfaldir, lau. 16. jan.
Bróðir minn ljónshjarta, sun. 17. jan.
Abel Snorko býr einn, lau. 16., fim. 21. jan.
Solveig, fim. 21. jan.
Maður í mislitum sokkum, Iau. 16., sun. 17., fos.
22.jan.
Borgarleikhúsið
Pétur Pan, lau. 16., sun. 17. jan.
Búasaga, fös. 22. jan.
Sex í sveit, lau. 16. jan.
íslcnska Óperan
Ávaxtakarfan, sun. 17.jan.
Hellisbúinn, lau. 16., mið. 20., fós. 22. jan.
Ilinn fulikomni jafningi, sun. 17., fim. 21. jan.
Loftkastalinn
Mýs og menn, fmms. mið. 20. jan. Fös. 22. jan.
Iðnó
Rommí, lau. 16., sun. 17. jan.
Þjónn í súpunni, fös. 22. jan.
Dimmalimm, sun. 17. jan.
Tjarnarbíó
Svartklædda konan, lau. 16. jan.
Bak við eyrað
Menningarmiðstöðin Gerðubcrg
Málþing hljóðnandi radda, sun. 17., fim. 21. jan.
Leikfélag Kópavogs
Betri er þjófur í húsi en snuðra á þræði, lau. 16.
jan.
Möguieikhúsið v. Illemm
Hafrún, fmms. sun. 17. jan.
Snuðra og Tuðra, sun. 17. jan.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir
að birtar verði í þessum dálki verða að hafa
borist brcflega eða á netfangi fyrir ki. 16 á
miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn-
inglistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNiNG/LISTIR 16. JANÚAR 1999